Morgunblaðið - 21.10.1959, Qupperneq 6
6
MOnVZJWBT.AMÐ
MiðviKudaerur 21. okt. 1959
Sftefna Sjálfstæðisflokksins
og sjávarút-
vegurinn
Rætt við Jónas
Jónsson, frkvst.,
sem segir m.a.:
Stöðva ber flótfta
fqlks og fjór frú
útveginum
1 STEFNUSKRÁ Sjálfstseðis-
flokksins er lögð áherzla á,
að framleiðslunni verði skap-
aður starfsgrundvöllur, er
geri fært að draga úr og síð-
an afnema uppbætur og nið-
urgreiðslur, svo að atvinnu-
rekendur beri sjálfir ábyrgð á
rekstri sínum. Einnig að stefnt
verði að raunhæfri gengis-
skráningu og stöðugu gengi.
1 gær átti tíðindamaður
blaðsins tal við Jónas Jóns-
son, framkvæmdastjóra síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunnar
á Kletti og lagði fyrir hann
ýmsar spurningar um afkomu
sjávarútvegsins um þessar
mundir og hverra úrbóta þar
væri helzt þörf. Fórust Jónasi
m. a. orð á þessa leið.
— Ég vil byrja á því að
minna á þá staðreynd, að sjáv-
arútvegurinn er undirstöðu-
atvinnuvegur okkar og
skapar yfir 90% af
gjaldeyristekjunum. Án út-
gerðar verður ekki lifað í
þessu landi og er því höfuð-
nauðsyn að við kunnum að
meta þennan atvinnuveg og
búa vel að honum.
— Fer sjómönnum fækk-
andi?
— Já, það er flótti frá sjáv-
arútveginum. Sjómennirnir
okkar leita í land-til annarra
starfa. Við höfum neyðzt til
að ráða hundruð erlendra
manna á skipin, en alhr sja
að slíkt er öfugþróún?
— Hvað telur þú að hægt
sé að gera til úrbóta?
— Það verður að gera þessi
störf á einhvern hátt eftir-
sóknarverð. Sjómaðurinn býr
við mikla vosbúð og er lang-
dvölum fjarri heimili sínu.
Það verður því að skapa þeim
betri kjör en þeim sem vinna
í landi. En til þess að það sé
hægt verður að skapa sjáv-
arútvegiiíum öruggan og heil-
brigðan rekstrargrundvöll.
— Hvernig telur þú að það
verði bezt gert?
— Ég álít, að það eigi að
láta þennan atvinnuveg hafa
það sem honum ber. Það sem
ég á við er að hér hefur verið
röng gengisskráning í langan
tíma, en að mínu áliti á að
koma á raunhæfu gengi is-
lenzkrar krónu.
Jónas heldur áfram: i
— Ég minntist áðan á fólks- I
flóttann frá sjávarútveginum,
en nú langar mig til að mina-
ast á annað atriði og það er
fjármagnsflóttinn. Það hlýtur
að vera eitthvað bogið við það
ástand, er menn hika við að
leggja fé sitt í að kaupa ný
skip, vegna þess að þau geti
ekki borið sig. Má minna á,
að nýr togari í dag kostar
26—27 millj. krónur, ef hann
er tekinn af þeirri stærð og
gerð sem telst æskilegt. Efna-
menn, sem kunna að vera hér
á landi, leggja nú fé sitt í
annað en útgerð, vegna þess
að þeir telja mikla tvísýnu á
að þeir fái það aftur úr út-
gerðinni. Hér er um mikið og
alvarlegt vandamál að ræða,
því þess er enginn kostur að
við getum til lengdar veitt
á okkar gömlu skipum. Út-
vegurinn verður því að geta
keypt ný og æskilega útbúin
skip. Þróunin er því miður
orðin sú, að fjármagnið leit-
ar ekki í okkar undirstöðuat-
vinnuveg heldur frá honum.
— Hvernig er hægt að
breyta þessu til batnaðar.
— Ef okkur tækist að stöðva
flótta vinnuaflsins frá fiski-
veiðunum og fjárflóttann frá
útgerðinni, en gætum fengið
vinnuaflið til að leita til þessa
atvinnuvegar og fjármagmð
til að sækja þangað vegna þess
að þar væri talið æskilegt að
starfa og ávaxta sitt fé, þá
mundi margt breytast í þessu
landi. Þá mundu mörg hinna
erfiðu viðfangsefna í efna-
hagslífinu, sem við eigum í
stöðugu stríði við, leysast af
sjálfu sér. Þá þyrfti ekki alltaf
að vera að gera þessar og
hinar „ráðstafanir“. Ráðstaf-
anir, sem alltaf kalla á nýiar
ráðstafanir. Þá mundi ekki
skapast nein fölsk kaupgeía
en menn gætu fengið það sem
þeir hefðu unnið fyrir með
starfi sínu.
— Ertu bjartsýnn um að
þessu verði kippt í lag á næst-
unni?
— Ég ber bezt traust til
Sjálfstæðisflokksins, að hann
kippi í lag þessum málum
sjávarútvegsins. Ef Sjálfstæð-
isflokkurinn verður við völd
eftir kosningarnar, verður
það gert, annars ekki.
Dr. Jóhannes Nordal:
í átt til frjálsari viðskipta
MIKIL umskipti hafa orðið í
gjaldeyris- og viðskiptamálum
heimsins undanfarið ár. Um síð-
ustu áramót var komið á skipti-
frelsi í alþjóðaviðskiptum milli
flestra gjaldeyristegunda Vestur-
Evrópu og Norður-Ameríku.
Hafa þessar ráðstafanir reynzt
fyllilega réttlætanlegar, því að
nú er óhætt að segja, að dollara-
skorturinn sé úr sögunni, og alxt
útlit fyrir, að þess sé mjög
skammt að bíða, að algert skipti-
frelsi verði tekið upp milli gjald-
eyris helztu Evrópulanda og doll-
ars og jafnframt verði afnumin
flest þau höft, sem enn eru á við-
skiptum milli þessara landa.
Samhliða þessari þróun hafa á
þessu ári verið tekin mikilvæg
skref í átt til myndunar toll-
frjálsra viðskiptaheilda innan
Evrópu. 1 ársbyrjun kom tolla-
bandalag sex ríkja Evrópu til
framkvæmda, og myndun sjö
ríkja fríverzlunarsvæðis er í upp-
siglingu. Allt verður þetta að te'j
ast árangur markvissrar stefnu,
sem rekin hefur verið áf ríkjum
Vestur-Evrópu og Norður-Amer-
íku undanfarinn áratug. Hafa þar
haldizt í hendur barátta gegn
verðþenslu og jafnvægisleysi
innan lands og alþjóðleg sam-
vinna um aukið viðskiptafrelsi og
gagnkvæma aðstoð.
Það er uggvænlegt fyrir ls-
lendinga, að þeir hafa einir þátt-
tökuríkja Efnahagssamvinnu-
stofnunar Evrópu orðið viðskila
við aðrar þjóðir í þessari þróun
og þá ekki sízt undanfarin fjögur
ár. Það er fróðlegt til samanburð-
ar að líta tíu ár aftur í tímann.
Þá þjakaði dollaraskorturinn öll
alþjóðaviðskipti, og haftastefnan
var enn í algleymingi. Þótt
ástandið væri þá erfitt á íslandi,
var varla hægt að segja, að þuð
skæri sig úr í þessum efnum.
Næstu árin, einkum 1950—1953,
gerðu íslendingar alvarlega til-
raun til þess að halda hópinn með
öðrum þjóðum í átt til frjálsari
viðskipta. En svo fór að lokum,
að það mistókst, og síðustu árin
hefur dregið mjög í sundur, svo
að yfir vofir, að íslendingar ein-
angrist æ meir frá hinum frjálsu
Dr. Jóhannes Nordal
mörkuðum heimsins, ef ekki
verður að gert.
Það er ekki sízt uggvænlegt,
hve margir íslendingar virðast
telja núverandi ástand eðlilegt og
halda því fram, að höft og gjald-
eyrisskortur sé óumbreytanlegt
ástand vegna smæðar þjóðfélags-
ins og einhæfni útflutningsat-
vinnuveganna. Hér er um alger-
an misskilning að ræða, og ætti
dæmi annarra þjóða í Evrópu að
geta orðið til þess að opna augu
manna í þessum efnum. Fyrir tíu
árum var það líka algeng skoðun
um alla Vestur-Evrópu, að doll-
araskorturinn væri nokkurs kon-
ar náttúrulögmál, sem aldrei
yrði ráðin bót á. Sömuleiðis
töldu margir höft vera nauðsyn-
leg, ef takast ætti að halda jafn-
vægi í utanríkisviðskiptum sam-
fara nægri atvinnu. Sem betur
fer náðu þessar kenningar ekki
yfirhöndinni, og reynslan hefur
nú sýnt mönnum, að þær voru
ekki á réttum rökum reistar. Sú
stefna, sem rekin hefur verið í
Evrópu síðastliðin tíu ár, hefur
einmitt fært þjóðum álfunnar eitt
mesta framfaraskeið í sögu
þeirra.
Þau verkefni, sem leysa þarf
í efnahagsmálum íslendinga, til
þess að þeir geti orðið hlutgengir
þátttakendur í frjálsum viðskipt-
um á heimsmarkaði, eru mörg og
erfið viðfangs. Hins vegar verður
þeim ekki öllu lengur skotið á
frest, ef Islendingar vilja halda
sambærilegum lífskjörum við
aðrar þjóðir. Það hefur fyrir
löngu sýnt sig, að þjóðir, sem eru
reyrðar í fjötra hafta og búa við
óraunhæft gengi og rangsnúið
verðmyndunarkerfi, verða aldrei
fyllilegá samkeppnishæfar á
frjálsum mörkuðum um vöruverð
og gæði. Við þetta bætist svo
það, að með myndun tollabanda-
laga og fríverzlunarsvæða meðal
helztu markaðslanda Islendinga
frá fornu fari rýrnar aðstaða
þeirra til samkeppni verulega, ef
þeir treysta sér ekki til þátttöku.
Enn er margt í óvissu um starf-
semi þeirra markaðsbandalaga,
sem í uppsiglingu eru, ekki sízt
að því er varðar þau atriði, sem
skipta íslendinga meginmáli.
Ekki verður því að svo komnu
máli tekin ákvörðun um það,
hvort eða á hvern hátt íslending-
ar geti orðið þátttakendur. Það,
sem mest á ríður nú, er, að allur
almenningur geri sér grein fyrir
því, að i viðskiptamálum heims-
ins eru að gerast þeir hlutir, sem
eru mikilvægari fyrir framtíðar-
hag þjóðarinnar en flest annað.
Leiðin til jafnvægis og frjálsra
viðskipta er að vísu torsótt, en
til mikils er að vinna, því að
vegna aukins frjálsræðis á er-
lendum mörkuðum getur nún
opnað íslendingum stórkostlega
möguleika til að bæta afkomu
sína með hagkvæmari viðskipt-
um og uppbyggingu nýrra og
gamalla útflutningsatvinnuvega
á traustari grunni en nokkru
sinni fyrr. Ef menn eru hins veg-
ar ekki reiðubúnir til að fórna
stundarhagsmunum fyrir lausn
þessara mála, virðist ekkert lík-
legra en að íslendinga bíði inn xn
skamms viðskiptaleg einangrun
og efnahagsleg stöðnun.
Y'- Orðsending írá fjáröiiunar-
neind Sjálfstæðisflokksins
Þeir, sem fengið hafa söfnunarlista og merki Sjálfstæðis-
flokksins, eru hvattir til að vinna vel og ötullega að söfnun-
unni og gera skil svo fljótt, sem auðið er.
Einnig er tekið við framlögum í kosningasjóðinn á skrif-
stofu fjáröflunarnefndarinnar í Morgunblaðshúsinu á II. hæð.
Símar 24059 og 10179. —
skrifar úr
daqleqa lifinu ,
Leiða hjá sér allar
ábendingar
MFERÐARMÁL eru mjög á
dagskrá um þessar mundir,
og er það vel að svo mikill áhugi
skuli ríkja um það efni. „Öku-
maður ofan úr sveit“ leggur eftir-
farandi til málanna:
Oft lesum við bílaeigendur og
ökumenn um það í blöðunum að
nú muni þetta og hitt verða gert
til þess að auka umferðaröryggið.
Það á að herða á eftirlitinu með
okkur, eins og þessar þúsundir
manna, sem bílum aka og eiga
í þessum bæ, séu gjörsamlega á-
byrgðarlaus hjörð. Vissulega við-
urkenni ég að innan um og saman
við má finna hreina vandræða-
gripi. En í öllu þessu umferðar-
öryggistali finnst mér að lögregl-
an og bílaeftirlitið ættu á ýmsum
sviðum að líta í eigin barm.
Hér í dálkunum þínum hefur
verið bent á ýmis atriði þar að
lútandi. Þar er oft vel á penna
haldið, og gagnrýni á rökum reist,
en þeir sem deilt er á virðast láta
allt slíkt sem vind um eyrun
þjóta. Er það vissulega miður far
ið. En skýringin mun sú, að em-
bættismenn okkar munu hafa til-
hneigingu til að álykta sem svo,
að enginn utan starfshrings þeirra
hafi vit á málunum. Þar af leið-
andi sé óhætt að leiða alla gagn-
rýni og ábendingar hjá sér.
Aurbretti við afturhjól
vörubifreiða
N ég mun nú koma að kjarna
málsins. Aukið umferða-
öryggið! Hví leyfist það að vöru-
bílar séu ekki með aurbretti aft-
an við afturhjólin og því eru ekki
allir skyldaðir til að hafa svo-
kallaða „drullusokka" á bílum
sínum? Hér hjá okkur, þar sem
fæstir vegir eru malbikaðir, er
nauðsynlegt að skylda vörubíla
til að hafa aurbretti við aftur-
hjólin. Þetta hafa Norðmenn tal-
ið óhjákvæmilegt og hjá þeim
eru aurbrettalausir vörubílar
teknir úr umferð vegna þess hve
hættúlegir þeir eru. Bílaeftirlits-
menn og lögregluyfirmenn geta
sannfærzt um nauðsyn þessa, ef
þeir aka á eftir vörubíl nú í rign-
ingunni t. d. austur fyrir Fjall.
í bílaverzlunum fást að vísu tæki
til að sprauta á framrúðumat,
þegar ekki sést nægilega vel út.
Það væri kannski lausn að skylda
menn til að hafa slikan útbúnað.
Eitthvað verður að gera í þessum
málum, annars hættir maður að
taka alvarlega öll blaðaskrifin
um umferðaröryggisbaráttu lög-
reglunnar og eftirlitsins, þar eð
ekki virðist gert nægilega mikið
til að kanna hvert smáatriði sem
til öryggis má verða í umferðar-
málunum".
Meiri nákvæmni
um tímatilkynningar
ONA nokkur kom að máli við
Velvakanda. Vakti hún at-
hygli á því að komið hefði fyrir
að þulurinn í útvarpinu segði
ekki rétt til sín um tímann. T. d.
hafði einn sagt að klukkuna vant
aði 17 mín í eitt og andartaki
síðar að hana vantaði 7 mín. í
eitt, en hvorutveggja verið
skakkt. Þetta hefði ekki gert sér
neitt til, því hún hefði farið eftia
sinni klukku. En það gæti komið
sér illa, ef fólk ætlaði t. d. að taka
strætisvagn úr mat, og treysti á
þessar tilkynningar.