Morgunblaðið - 21.10.1959, Síða 11
Miðvik'udagur 21. okt 1959
Mnnnvxnr 4fílÐ
11
Boris Pasternak: Sívagó
læknir. Skúli Bjarkan ís-
lenzkaði söguna, Sigurður
A. Magnússon Ijóðin. Al-
menna bókafélagið, Keykja-
vík 1959.
HÉR liggur á borði mínu skáld-
saga Boris Pasternaks: Sívagó
læknir, í íslenzkri þýðingu Skúla
Bjarkans, 554 blaðsíður fremur
þétt prentaðar, — þetta er stór
bók.
Það er sjaldgæft eða kannski
einsdæmi að skáldsaga veki slíka
athygli sem þessi bók hefur
gert, um hálfa heimsbyggðina
eða meira, allt vesturhvel jarð
ar, og það á skammri stund. Því
miður er orsökin ekki eðlileg,
heldur af sjúklegum toga spunn
in og hörmuleg: Aldurhnigið
Ijóðskáld situr langt austur á
sléttum Rússlands og setur sam-
an bók um sjálfan sig og sam-
ferðafólk sitt á lífsleiðinni í stríði
og friði, og kostar til öllu mann-
viti sínu, einlægni sinni og þreki.
Eftir margra ára vinnu lýkur
hann verki sínu og sendir frá
sér tvö samhljóða handrit, annað
til bókmenntaráðs ríkisins, hitt
til útgefanda á Ítalíu. Bókmennta
ráðinu líkar ekki bókin, finnst
hún nokkurs konar guðlast, ekki
skrifuð í jesúnafni, það er að
segja: hún verkar á móti hinni
lögvernduðu ríkistrú, bolsivis-
manum, þess vegna skal hún
ekki koma á prent. ítalska út-
gefandanum er bent á þetta og
hann beðinn að gefa þessa bók
ekki út.
En nú fyrst fann signor Feltrin
elli verulega peningalykt af Sí-
vagó lækni og flýtti sér að prenta
bókina og auglýsa þá deilu sem
þegar var risin út af henni. Aldrei
hefur forleggjari dottið í annan
eins „lukkupott“: Það er sagt að
langar biðraðir hafi staðið við
dyr bókabúðar í Mílanó og öðr-
um stórum borgum á Ítalíu þann
morgun sem auglýst hafði verið
að bókin kæmi á markaðinn.
Blaðamenn og ritdómarar höm-
uðust við að skrifa ym höfund-
inn og verk hans, gerðu hann á
svipstundu heimsfrægan.
Þó var þetta aðeins lítill and-
blær í samanburði við það storm
viðri sem síðar brast á, þegar
Pasternak höfðu í fyrrahaust
verið veitt Nóbelsverðlaunin og
hann síðan kúgaður til að hafna
þeim og sitja heima.
Enginn veit nú lengur hvað
mikið er búið að selja af Sívagó
lækni í Vestur-Evrópu og Ame-
ríku, en bókin hefur jafnan síðan
hún kom út verið á metsölulist-
anum víða um lönd. Mjög er þó
hæpið að hún verði það nokkru
sinni hér á landi: Pasternak-
hneykslið er þegar tekið að fyrn-
ast, áhugasömustu lesendurnir
eru að sjálfsögðu búnir að kaupa
og lesa bókina á ensku eða ein-
hverju Norðurlandamálanna, og
í þriðja lagi fer því fjarri að
allir séu sammála um að hún sé
slíkt listaverk sem almennt var
álitið fyrst í stað. Sannleikurinn
mun sá að þessi bók hefur enn
í dag varla verið litin réttu auga:
ýmist ofmetin eða vanmetin, að
minnsta kosti ekki metin alsgaðu
óhlutdrægu mati, þar sem bók-
menntagildi hennar eitt sé lagt
til grundvallar. Mér er ekki grun
laust um að ýmsir áköfustu að-
dáendur hennar hafi mest gam-
an af að lðsa pósta á borð við
þennan hérna, sem lagður er í
munn Sívagós læknis:
„Mergurinn málsins er sá,
Larissa Fjodorofna, að hvað eina
hefur sín takmörk. Á öllum þess-
um tíma hefði eitthvað ákveðið
átt að ávinnast. En þá kemur í
ljós, að þeir sem blésu anda í
byltinguna erú ekki heima í
neinu öðru en breytingum og
"auragangi: þeir eru ekki í ess-
Boris Pasternak.
inu sínu, ekki ánægðir með neitt
minna en á heimsmælikvarða.
Að þeirra dómi eru breytingatím-
ar, veraldir í sköpun, takmark í
sjálfu sér. Þeir hafa ekki fengið
þjálfun til neins annars, kuona
ekki skil á neinu öðru. Og vitið
þér af hverju þessi látlausa hring-
iða endalauss undirbúnings stafar
Hún stafar af því, að þeir hafa
enga raunverulega hæfileka, þeir
eru illa gefnir. Menn eru fæddir
til að lifa, ekki til að búa sig
undir lífið. Lífið sjálft — náðar-
gjöf lífsins — er svo geysilega
alvarlegur hlutur! Hvers vegna
þá að bæta sér það upp með þess-
um barnalega loddaraskap ung-
æðislegra hugaróra, þessum skóla
drengj astrákapörum? “
Þetta er pólitík finnst mönnum
líklega, og á móti kommúnism-
anum, og þó annað eins hafi nú
heyrzt, þá er bara svo gaman að
heyra sovétborgara segja það.
Það er þetta sem sumum finnst
svo spennandi við bókina, — og
öðrum svo fráleitt.
En burt séð frá þessu er bókin
að mínu viti góð, mikið afrek,
jafnvel sambærileg við Stríð og
frið Tolstojs, Lygn streymir Don
Sjolochoffs, með sama rússneska
markinu brennd sem þær, skil-
getið afkvæmi óendanlegrar víð-
áttu þessa lands og hinna miklu
fljóta: djúp og breið og lygn. En
bygging þessarar sögu er afar
laus, orðin mun fleiri en nauðsyn
legt virðist. Þráðurinn í henni
er ævi Júrí Andréjvits Sívagós
læknis frá vöggu til grafar, en
hann er alltaf öðru hvoru og
stundum langtímum saman á kafi
undir öðru efni. Mergð fólks með
hartnær ólesanlegum nöfnum
kemur og fer og þó nokkur deili
séu sögð af því flestu og örlög
margra dramatísk, reynir mjög
á lesandann að halda réttum átt-
um í þessu mannlífsmyrkviði.
Þetta er saga um mannlíf á bylt-
ingatímum og á slíkum tímum
kemur fleirra í ljós en endranær,
bæði ljótleiki og fegurð. Paster-
nak lýsir horu tveggja, hann tek-
ur allt með, en af því hann er
sjálfur fegurðardýrkandi og frið-
arsinni, þá fær byltingin nei-
kvæðan hljóm í frásögn hans,
enda þótt hann kunni að meta
hugsjónir hennar sumar hverjar.
Það er þetta sem veldur því að
skáldsagan Sívagó læknir hefur
verið dregin inn í pólitísk heims-
átök og höfundurinn króaður
inni milli tveggja elda og meira
þjarmað að honum andlega en
dæini eru til Um nokkurt annað
skáld í okkar tíð. Andúð Rússa
Kos/ð í hverfhkjörstjórn-
ir á bœjarstjórnarfundi
læknir
Á FUNDI bæjarstjórnar í gær
fór fram kosning 21 manns i 7
hverfiskjörstjórnir, en 3 mc.m
eru í hverri kjörstjórn. — Þessir
menn voru kosnir af sameigin-
legum lista:
Guttormur Erlendsson,
Bjarni H. Bjarnason,
Hafsteinn Baldvinsson,
Björn L. Halldórsson,
Magnús Þórðarson,
Þorvaldur Lúðvíksson,
Axel Krístjánsson,
Kristinn O. Guðmundsson,
Guðrún Erlendsdóttir,
Gísli Einarsson,
Hilmar Garðars,
Hjörtur Torfason,
Ólafur Egilsson,
Steinþór Guðmundsson,
ísleifur Högnason,
Magnús Torfi Ölafsson,
Ingólfur Geirdal,
Haraldur Jóhannsson,
Kristinn Guðmundsson,
Lúðvík Gizurarson og
Björn Guðmundsson.
Sívagó
á sögunni er vel skiljanleg, því
hún brýtur algerlega í bága við
pólitíska trúarjátningu þeirra.
Þó mundi sagan ekki hafa valdið
þeim neinum álitshnekki í aug-
um vesturlandabúa ef þeir hefðu
ekki brugðist við henni eins og
þeir gerðu. Þeir sönnuðu það
með viðbrögðum sínum að and-
legt frelsi er meiri takmörkunum
háð í Rússlandi en hér hjá okkur
og leiddu það jafnframt í Ijós að
Boris Pasternak er hugrakkari
maður og meiri hetja en flestir
aðrir. Það kann að vera að bókin
hans varpi skugga á sovétskipu-
lagið, en sjálfur varpar hann í
staðinn ljóma á Rússland.
Aftan við söguna eru prentuð
23 ljóð sem lögð eru í munn aðal-
persónunnar, Júrí Andréjvits
Sívagós læknis. Sigurður A.
Magnússon blaðamaður hefur
snúið þeim á íslenzku í prósa-
ljóð, framúrskarandi skáldleg og
fögur, þó þau hafi að líkindum
tapað einhverju af sinni uppruna
legu snilld við búningsskiptin.
Einkennilega er það til orða tek-
ið af útgefendum bókarinnar,
þeir segja að Signrður hafi snúið
ljóðunum í óbundið mál, slíkt
nær engri átt, þau eru að vísu
ekki rímuð, en í sérhverri setn-
ingu þeirra er ósvikin hrynjandi
ljóðs og vendilega bundin.
Guðmiundur Daníelsson
„Fíiðun niða — frelsi Innds"
FRAMKVÆMDANEFND merkis-
ins, Friðun miða — Framtíð
lands, mun senda til hinna ýmsu
hreppa og sýslna nálega 60.000
merki. Unnið er af kappi að gera
merki fyrir Reykjavík. AUs hafa
til þessa verið prentuð eitthundr-
að og tvö þúsund merki, en kjós-
endur landsins eru um 96.000. —.
Verið er að senda merki til aljra
íslenzku sendiráðanna erlendis.
Hér í Reykjavík er þegar hafin
sala merkja til þeirra, sem vilja
senda íslendingum erlendis merk
in. Sala þessara merkja fer fram
í bókabúð Lárusar Blöndal.
Laus staÖa
Staða fulltrúa við póstmálaskrifstofuna er laus til
umsóknar.
Starf þetta er aðallega fólgið í viðskiptaskýrslugerð-
um og eftirlitsferðum utan Reykjavikur.
Laun samkvæmt VIII. fl. launalaga.
Umsóknir skulu hafa borizt póst- og símamálastjórn-
inni fyrir 1. desember 1959.
PÓST- OG SlMAMÁLASTJÓRNIN
19. okt 1959.
Jl
JJt
vnurinn
er indœii —
wí
Irac^ÁiÉ ejtir JyA
iYi ÆEBfil