Morgunblaðið - 21.10.1959, Síða 12
12
MORCVNB14Ð1Ð
Miðvilcudagur 21. okt. 1959
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábrn.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Ví"'ir
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, símí 33045.
Auglýsirigar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn- Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
BARÁTTUSÆTIÐ
Í-^ftir úrslitum Alþingiskosn-
| inganna í sumar hér í bæ
■J má telja líklegt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn fái a. m. k. 7
þingmenn kosna, kommúnistar 2,
Alþýðuflokkur 1 og Framsókn 1.
Þá eru komnir 11 af 12 þing-
mönnum Reykjavíkur. Við allar
kosningar verða breytingar. En
þær verða nú naumast svo mikl-
ar, að þetta haggist. Baráttan
Stendur um 12. sætið.
Þjóðvarnarflokkurinn var í vor
fjarlægastur því að koma þar til
greina. Ekkert hefur síðan að
borið, sem auki líkur hans til þess
að fá kjörinn þingmann hér í bæ.
Kommúnistar voru næst fjarst-
ir því að hreppa 12. sætið. Ekki
þarf annað en lesa Þjóðviljann
þessa daga tii þess að sjá, að lítiil
sigursvipur er yfir baráttu komm
únista nú. Enda er það allra mál,
að hljóðið í kommúnistum hafi
ekki í annað skipti verið daufara.
Þeir láta yfirleitt lítið á sér bæra
manna á meðal og þeim hefur
ekki tekizt að ná tangarhaldi á
nokkru máli sér til styrktar.
Þetta er eðlilegt, vegna þess að
nú hefur almenningur reynsluna
af stjórn kommúnista fyrir aug-
um. Skiljanlegt er, að sumir láti
um sinn blekkjast af loforða-
glamri. En þegar loforðin hafa
öll verið jafn rækilega svikin og
kommúnistar gerðu í V-stjórn-
inni, þá eiga þeir ekki von á góðu
hjá kjósendum.
★
Framsóknarmenn hafa aðrar
aðferðir en tíðkast meðal venju-
legra stjórnmálaflokka í lýðræðis
löndum. Eftir kosningarnar í
sumar sagði Dagur, blað Fram-
sóknar á Akureyri, í forystu-
grein, hinn 1. júlí:
„Eldmóður sá, sem einkenndi
stjómmálaflokkana og baráttu-
menn þeirra fyrir kosningar, er
nú að mestu af þeim runninn í
bráð. Atkvæðatölurnar eru það
eina tungumál, sem harðsvíraðir
stjórnmálamenn skilja til fulls.
Þeir sitja nú yfir atkvæðatöbm-
um og halda áfram að reikna
eins og kaupsýslumenn'*.
Þarna lýsti Dagur réttilega við-
horfi Framsóknarbroddanna í
stjómmálum. Þeir reikna með
kjósendum eins og kaupsýslu-
menn reikna með vörum. 1
Morgunblaðinu í gær var örstutt
yfirlit um það, hvemig Fram-
sóknarmenn hafa misbeitt að-
stöðu sinni. Hún lætur einskis
ófreistað. Fjáraustur og skoðana-
kúgun er hvorttveggja notað af
fullkomnu blygðunarleysi.
Víðsvegar úti á landi þekkja
kjósendur þessi vinnubrögð Fram
sóknar af eigin raun. Þess vegna
varð árangur Framsóknar þar í
vor mun minni en broddar henn-
ar höfðu vonað. Hér í Reykjavik
og í nágrenninu varð henni hins-
vegar töluvert ágengt. Kjósendur
vöruðust ekki þær aðferðir, sem
beitt var. Sjálfir hafa Framsókn-
armenn, síðast nú í Tímanum á
sunnudag, lýst verulegum hluta
kjósenda sem „vesalingum". Þeir,
sem þetta viðhorf hafa, meta að
engu rök og dómgreind kjósencia,
heldur beita sínum sérstöku að-
ferðum.
Kosningarnar nú munu skera
úr um það, hvort Framsóknar-
mönnum verður að trú sinni á
að hennar aðferðir dugi gegn svo
mörgum, að Framsókn geti með
styrk þeirra viðhaldið sínum rang
fengnu völdum og mútukeifi.
Sjálfir bera broddarnir sig víga-
lega. Eftir að þeir höfðu gert upp
réikningana í vor, þá tilkynntu
þeir í Tímanum, að þeir teldu sig
hafa möguleika til þess að fá 2
menn kosna hér í Reykjavík.
Það verður að segja eins og er,
að þetta er ákaflega ólíklegt. En
jafnframt er fullkominn barna-
skapur að vanmeta hættuna, sem
af aðferðum Framsóknar stafar.
Ekki vegna þess, að verulegur
hluti kjósenda í Reykjavík séu
„vesalingar“, eins og Framsókn
lv 'Jur fram.
En hrekklausir menn, sem ekki
hafa náin kynni af starfsaðferð-
um Framsóknar, varast e. t. v.
ekki nægilega hennar gamal-
reyndu aðferðir. SÍS er öflugasta
fyrirtæki landsins og rekur nú
hér í bæ margþætta starfsemi.
Vegna ranglátra landslaga borgar
það ekki einn eyri í útsvar. Þess
vegna er þar úr að spila enn
meira fjármagni en vera mundi
með eðlilegum hætti.
Nú reynir á, hvort Reykvíking-
ar hrinda af sér sókn spillingar-
valdsins eða hvort mönnunum,
sem reikna með kjósendum eins
og kaupsýslumenn með ullarböll-
um, verður að trú sinni.
Manndómur reykvískra kjós-
enda hefur hingað til ekki bilað
og er sannarlega ólíklegt, að svo
verði á sunnudaginn kemur.
★
Um Alþýðuflokkinn er fátt ann
að að segja en það, að sú ástæða,
sem ýmsir töldu til að styrkja
hann á sl. vori, að hann væri í
hættu um að koma hvergi þing-
manni að, er nú úr sögunni. Hann
er að sjálfsögðu viss um einn þing
mann kjörinn hér í bæ. Til að
hressa upp á fylgi sitt, hefur Al-
þýðuflokkurinn hins vegar að
þessu sinni, eins og raunar örlaði
á strax við vorkosningarnar, tek-
ið upp nokkur stefnumál Sjálf-
stæðisflokksins, vegna þess að
hann veit að þau eru vinsæl.
Það er virðingarvert, þegar
flokkar sjá að sér, en ætíð hlýtur
það að vekja nokkrar efasemdir,
þegar skyndilega er horfið frá 42
ára gömlu höfuðstefnumáli rétt
fyrir kosningar.
★
Þá er óneitanlega ólíkt skyn-
samlegra að fylgja þeim flokki,
sem ætíð hefur haldið því fram,
sem flestir viðurkenna nú orðið,
að reynzt hafi rétt. Sjálfstæðís-
menn mörkuðu þá stefnubreyt-
ingu í efnahagsmálunum, sem
gerð var á sl. vetri. Þeir sögðu þá
þegar, að þar væri einungis um
bráðabirgðaráðstafanir að ræða
og fyrir haustkosningarnar
mundu þeir bera fram sundurlið-
aðar tillögur um hvað gera þyrfti.
Þetta hefur flokkurinn nú gert í
tillögunum, sem vísa leiðina til
betri lífskjara. Enginn vafi er á
því, að mikill meirihluti Reyk-
víkinga, er þeim fylgjandi.
Reykvíkingar munu því
fremur styrkja Sjálfstæðisflokk-
inn til að vinna baráttusætið,
þar sem það skipar Birgir Kjar-
an hagfræðingur. Hann er einn
af ötulustu baráttumönnum
flokksins, maður, sem hefur gert
sér flestum betur grein fyrir
vanda efnahagsmálanna og hef-
ur reynzt svo í öllum störfum,
sem hann hingað til hefur unnið,
að hann er sannarlega trausts
verður.
RÚSSNESKI kjarnorkuís-
brjóturinn „Lenin“ hefur nú
lokið hinum. fyrstu reynslu-
ferðum sínum á Eystrasalti.
— Skipstjórnarmenn og vís-
indamennirnir, sem unnu að
smíði skipsins, hafa lýst því
yfir, að „Lenin“ hafi í alla
staði reynzt hið bezta, eins
og vonir stóðu til. Kjarnaofn-
arnir hafa reynzt algerlega
öruggir, sem og annar útbún-
aður skipsins. — Og áður en
langt um líður mun þessi
mikli ísbrjótur halda norður
í íshaf til þess að sinna megin-
ætlunarverki sínu — að
þreyta „fangbrögð“ við ísinn,
sem hingað til hefur lokað
skipaleiðum fyrir norður-
ströndum Rússlands og Si-
beríu meginhluta ársins.
— ★—
Smíði „Lenins“ tók þrjú ár, og
má það kallast vel að verið, þar
sem hér var um að ræða algera
frumraun í smíði slíks skips. Kjöl
urinn var lagður 1956, en í des.
1957 var ísbrjótnum hleypt af
stokkunum — og fyrir nokkrum
vikum fór hann svo sína fyrstu
reynsluferð, sem fyrr greinir.
16.000 lestir — 44.000 hestöfl
® Menn munu freistast til að
gera samanburð á „Lenin“ og
bandaríska flutningaskipinu
„Savannah", sem á að vera til-
búið næsta sumar, en það er einn
ig knúið kjarnorku. En burtséð
frá því, að bæði skipin ganga
fyrir kjarnorku, eiga þau fátt
sameiginlegt. Á „Savannah" mun
fyrst og fremst litið sem tilraun
— eins konar fljótandi tilrauna-
stöð — en „Lenin“ hefir frá upp-
hafi verið ætlað afmarkað hlut-
verk, sem ekkert annað skip í
htlminum getur annazt. — Að
vísu eru fjölmargir ísbrjótar til
fyrir, en „Lenin“ er margfalt
öflugri en nokkur þeirra og að
ýmsu leyti frábrugðinn.
Er þá fyrst á það að líta, sem er
ómetanlegt fyrir ísbrjót, að skip-
ið getur „barizt“ við ísbreiourn-
ar af fullum krafti á annað ár,
án þess að endurnýja eldsneytis-
forðann. Þá er „Lenin“ stærri
en nokkur annar ísbrjótur í heim
inum — 16.000 lestir, og vélar-
krafturinn er hvorki meira né
minna en 44.000 hestöfl. Stærsti
ísbrjótur Bandaríkjamanna,
„Gletcher“, hefir t. d. „aðeins"
22.000 ha. vél eða hálfu aflminni.
Ekki nýstárlegur á ytra borði
® Að ytri gerð er „Lenin“
reyndar ekki sérlega nýstárleg-
ur, nema hvað stærðina snertir.
Og hann vinnur verk sitt með
venjulegum hætti — brýtur ísinn
með þunga sínum og með því
að velta til hliðanna. — Gegnum
þunnan ís geta ísbrjótar yfir-
leitt brotizt viðstöðulaust •— að
vísu á hægri ferð, — en þegar
ísinn verður þykkri, brjóta þeir
hann yfirleitt með þeim hætti,
að þeir „kasta“ sér upp á
ísbrúnina að framan og
brjóta hana með þunga sínum og
mótorkrafti. Síðan þurfa þeir að
,.bakka“ og gera nýja atlögu —.
og svo koll af kolli. Er þetta að
sjálfsögðu nokkuð tafsamt. Þann
ig tókst t.d. Bandaríkj amönnum á
sínum tíma að brjóta 36 km. löng
göng gegnum 7 metra þykkan ís.
ísbrjóturinn var þó aðeins 10.000
ha.
Tveggja þumlunga stálplötur
• Rússar telja, að „Lenin“ geti
aftur á móti haldið nokkurn veg-
inn jöfnum hraða (nokkurra
hnúta) gegnum ís, sem er mikið
á þriðja metra á þykkt. Ef það
er rétt, kemst enginn annar ís-
brjótur í heiminum neitt nálægt
því að leiíka það eftir.
„Lenin“ er fyrsta ofansjávar-
skipið í heiminum sem knúið
er kjarnorku — en áður hafa
Bandaríkjamenn smíðað nokkra
kjarnorkukafbáta, sem kunnugt
er. — Menn hafa mjög velt því
fyrir sér, hvort öryggi skips og
áhafnar sé nægilega tryggt, ef
slys bæri að höndum — t.d. ef
harður árekstur yrði.
Rússnesku vísindamennirnir
svara því til, að skipið sé óvenju
sterkbyggt, og jafnvel þótt það
lenti í árekstri og laskaðist. séu
mjög litlar líkur til að skemmd-
ir geti orðið á kjarnaofnunum
eða vörninni kringum þá, svo
að hætta stafi af geislum. —
Stálplöturnar í „skrokk“ ísbrjóts
ins eru um tveggja þumlunga
þykkar. Venjulega eru svo þykk-
ar plötur ekki notaðar í skip —•
og hingað til aðeins í hin risa-
stóru olíuflutningaskip, á þeim
stöðum, sem mest reynir á, Yfir-
leitt er notað venjulegt stál, en
það stál, sem notað var í kjarn-
orku-ísbrjótinn var framleitt og
hert með sérstökum hætti.
Fljótandi „lúxushótel“
® Eftir því sem rússneskir sjó-
menn eiga að venjast um aðbúð á
skipum, má segja, að „Lenin“ sé
Framh. á bls. 17.
Margs þarf að gæta — og mörg eru tækin. — Úr „stjórnkleía“
t ísbrjótsins'.
)Ki|amorkuísbrjótuniui „lenin
er liður í áætlunum Rússa
um að „opna“ auðlindir
N.-Rússlands og l\!.-Síberíu
66