Morgunblaðið - 21.10.1959, Síða 15
Miðvikudagur 21. okt. 1959
MOHC7rNr>r 4 fíiB
15
i hilltfúaróði S
iélaganno i Re
Eysfeinn nofar varaskaft-
. stjérann fyrir
snúningadreng
í Tímanum á sunnudaginn tii-
kynnti Tíminn með sínu fyrir-
feerðarmesta brambolti, að út-
svar Eysteins Jónssonar hafi
verið lækkað um 5400,00 krónur
„án kæru“.
Sama dag uppgötvaði I>órarinn
Þórarinsson, að hann hefði nú
eiginlega alls ekki kært sitt út-
svar heldur einungis „óskað eftir
þvi við einn niðurjöfnunarnefnd-
armanninn, að hann athugaði,
hvort úsvarið væri í samræmi víð
útsvarsstigann“.
Lítilmennska Þórarlns.
Af þessu tilefni var þetta bók-
að hjá niðurjöfnunarnefnd í fyrra
dag:
„í tilefni þessa, tekur Haraldur
Pétursson fram, að Þórarinn Þór-
arinsson hafi persónulega til hans
leitað í hinum auglýsta viðtals-
tíma nefndarinnar og spurzt fyrir
hvort hann gæti fengið lækkað
útsvar sitt“.
Þórarinn reynir nú að færa sér
það til afsökunar, að hann hafi
„af tilviljun“ hitt nefndarmann
þann, sem hann sneri sér til,
Harald Pétursson---------
„-----— á Hverfisgötu fyrir
framan Safnhúsið, þar sem hann
er dyravörður, en þar liggja leið-
ir okkar oft saman. Við ræddum
þar góða stund um blaðaskrif
þau, sem þá voru byrjuð um út-
svarsmálin“.
Smekkvísi Þórarins lýsir sér
svo í því, að hann segir í beinu
framhaldi þessa hafa farið að tala
um, að sér „fyndist útsvarið" á
sjálfum honum nokkuð hátt.
Um það, hvað þeim Haraldi Pét
urssyni hafi að öðru leyti farið
á milli, stendur fullyrðing gegn
fullyrðingu. Haraldur hefur ætíð
verið þekktur sem trúverðugur
maður, en Þórarinn hefur með
réttu það orð sem hæfir ritstjóra
Tímans.
Eysteinn gerir enn minna úr sér.
Ekki verður hlutur Eysteins
betri. Hann lætur fyrst neita því,
að hann hafi kært. Við þeirri
neitun fær hann þetta svar nið-
ur j öf nunarnef ndar:
„Nefndarmaður getur þess í
sambandi við lækkun á útsvari
Eysteins Jónssonar, að til sín hafi
komið í hinum auglýsta viðtals-
tíma nefndarinnar Ragnar Ólafs-
son, deildarstjóri á Skattstofunni,
og farið fram á lækkun úttsvars
Eysteins, vegna breyttra að-
stæðna hans. Var Ragnar mættur
á fundinum og viðurkenndi frá-
sögn þessa rétta“.
Eysteinn þorir nú ekki að neita
því, að hann hafi beðið sjálfan
varaskattstjórann, sérstakan
skjólstæðing sinn, Ragnar Ólafs-
son, að kæra fyrir sína hönd.
Eru það áreiðanlega ekki allir,
sem hafa slíkan réttargæzlumnn.
Von er að Eysteinn kvarti ekki
undan tekjuskattinum á meðan
svo er.
Þegar Tíminn byrjaði brigsl-
yrði sín til annarra, þótti Eysteini
hins vegar hyggilegra að hverfa
frá kærunni og segist hafa sagt
vraskattstjóranum það.
Hvað þeim hefur farið á milli
veit enginn. En Ragnar Ólafsson
afturkallaði aldrei kæruna, þó að
Eysteinn játi, að Ragnar hafi tjáð
honum, að formaður niðurjöfn-
unarnefndar taldi sanngjarnt að
útsvarið „væri lækkað eitthvað“.
En Eysteinn segir:
„Þegar svo auglýst var sem
fastast eftir útsvarsgreiðslum um
daginn, borgaði ég útsvarið að
fullu“.
Hver trúir þvi, að Eysteinn
hafi allt í einu verið orðinn svo
umhyggjusamur um hag bæjar-
sjóðs, að hann hafi þess vegna
tekið sig til og borgað útsvarið
að fuilu fyrir gjalddaga?
Auðvitað áttu þetta að vera
hyggindi. Eysteinn sá eftir að
hafa kært. Taldi að kæran mundi
gera Tímanum erfiðara fyrir um
rógburðinn um aðra. Þar af kem-
ur greiðsluákafinn og tvísöglin
OPNAÐAR hafa verið á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna hverfaskrifstofur á eftirtöldum stöðum í ReykjavíK:
VESTURBÆJARHVERFI,
Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinuj,
sími 23113.
NES- OG MELAHVERFI,
KR-húsið, Kaplaskjólsvegi,
sími 24178.
MIÐBÆJARHVERFI,
sími 24176.
AU STURBÆ J ARH VERFI.
Breiðfirðingabúð (uppi),
Skólavörðustíg 22 A,
sími 24175.
NORÐURMÝRARHVERFI,
Skátaheimilið við Snorrabraut,
sími 24177.
HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI,
Skipholti 15,
sími 10628.
L AU G ARNESHVERFI,
Sigtúni 23,
sími 35240.
LANGHOLTS- OG VOGAHVERFI,
Langholtsvegi 165,
sími 35241.
SMÁÍBÚÐA-, BÚSTAÐAVEGS- OG
BLESUGRÓFARHVERFI,
Breiðagerði 13,
sími 35242.
Allar skrifstofurnar eru opnar daglega kl. 16—22 og veita
ailar venjulegar upplýsingar um kosningarnar.
Van Doren glímir við erfiðar sp urniugar.
Svikamylla i sjónvarpi
ísaf jörður
Næsta ferð til ísafjarðar, Þingeyrar, Flateyrar og Súg-
andafjarðar verður á föstudaginn kemur. — Vörumót-
taka til þess tíma er á Sendibílastöðinni Þresti, Borgar-
túni 11 — Sími 22175.
ÞÓRÐUR og GUÐJÓN.
Aða If u n d u r
Iþróttafélags Reykjavíkur verður lialdinn fimmtu-
daginn 12. nóvember.
D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstörf
STJÓRNIN
Van Doren undir smásjánni
GETRAUNAÞÆTTIR hafa á
undanförnum árum verið eitt
vinsælasta sjónvarpsefni í
Bandaríkjunum. Margfróðir
menn hafa unnið himinháar
fjárhæðir fyrir góða frammi-
stöðu. Peter Freuchen stóð sig
t. d. eitt sinn mjög vel — og
eitt sinn kom fram í slíkum
þætti undrabarn, lítill snáði,
sem virtist kunna skil á öllu
milli himins og jarðar. En sá,
sem frægastur varð, var Van
Doren, enskukennari við Col-
umbía-háskólann, sonur Pul-
itzer verðlaunahafans, Mark
Van Doren.
Á árunum 1956 og ’57 vann
Van Dorem 129.000 dollara fyr
ir frábæra frammistöðu í
spurningaþætti bandarískrar
sjónvarpsstöðvar. Eikki var
um annan meira rætt í
Bandaríkjunum en Van Dor-
en. Hann þótti lifandi tákn
hinnar uppvaxandi kynslóðar,
gáfaður og vel menntaður —
auk þess sem hann var mik-
ill grúskari og kunni deili á
flestum hlutum. Hann var þá
um þrítugt og kennaralaun
hans voru 4,300 dollarar á ári.
En frægðin olli miklum breyt-
ingum á lífi hans. Bandarískra
sjónvarpsstöðin NBC réði
hann sem ráðgjafa og fyrir-
lesara fyrir 50,000 dollara á
ári.
En fyrir skemmstu komst
sá kvittur á kreik, að getrauna
þættir sjónvarpsstöðvanna
væru ein svikamylla frá upp-
hafi til enda. Sjónvarpsstöðv-
arnar sjálfar eiga að vísu
sjaldnast þátt í framkvæmd
þessara þátta. Heldur er það
ýmis fyrirtæki, sem kaupa
tíma í sjónvarpinu í auglýs-
ingaskyni og í flestum tilfell-
um standa þau straum af öll-
um kostnaði. Fyrirtækin ráða
þá „spurningameistara", sem
sjá um alla framkvæmd og
bera ábyrgð á öllu. Og nú
komst upp um einn „spurn-
ingameistarann". Maður nokk
ur, sem unnið hafði álitlega
fjárhæð, hafði reiðzt „meistar-
anum“, þegar vinningurinn
var til þurrðar genginn og eng
in von á meiru. Sagði sá, að
þeir, sem kæmust eitthvað
álexðis í getraunaþáttunum
fengju yfirleitt að vita svörin
við spurningunum áður en
þátturinn hæfist — og svo
væri þeim sagt að leika af
lífs og sálar kröftum, þegar
þeir væru að rembast við að
mun svörin — og halda áhorf-
endum í eftirvæntingu eins
lengi og hægt væri.
Fréttirnar þóttu ekki góðar.
Bandaríkjaþing tók síðan til
sinna ráða. Viðkomandi þing-
nefnd hóf yfirheyrslur og
margir voru afhjúpaðir. —
„Spurninga-meistararnir" ját-
uðu í einlægni, að aðeins hefði
vakað fyrir þeim, að setja á
svið skemmtilegan og spenn-
andi spurningaþátt — og einn
sagði, að 75% af hans spurn-
ingaþáttum hefðu verið svik.
Flekklausir menn hefðu látið
freistast til samvinnu vegaa
frægðar og fjármuna sem i
vændum voru.
Við eina yfirheyrzlu kom
það m. a. fram, að sjálfur Van
Doren hafði tekið út fyrir-
fram 5,000 dollara „fyrir jóla-
gjöfum", enda þótt að sam-
kvæmt reglunum hefði hann
getað tapað öllu því, er hann
hafði þá unnið (20,000 doll-
ara). Enginn hafði grunað Van
Doren, mönnum hafði sízt
dottið það í hug. Hann var boð
aður á fund þingnefndarinn-
ar, en hann kom ekki. Van
Doren var horfinn.
En núna fyrir helgina kom
hann loks fram — og mætti
fyrir nefndina. NBC sjónvarps
stöðin hafði þá sagt honum
upp vegna grunsemdanna, sem
vaknað höfðu þegar hann birt
ist ekki í nefndinni á tilsett-
um tíma. Van Doren sór, að
hann hefði ekkert óhreint i
pokahorninu. En ekki eru öll
kurl komin enn til grafar. Van
Doren er enn undir smásjánni
og aðdáendum hans er nú hætt
að litast á blikuna.