Morgunblaðið - 21.10.1959, Page 20
20
MORCVNBLAÐItí
Miðvikudagur 21. okt. 1959
„Og hvaða ástæðu skyldi hann
hafa haft, Verneuil lögreglu-
stjóri?“
Verneuil klóraði sér á eyrna-
sneplinum. Þessir tilburðir
minntu Veru á Hermann. Henni
rann kalt vatn milli skinns og
hörunds.
Verneuil hallaði sér aftur í
stólnum.
„Frá sakamálasjónarmiði er
hér um mjög fróðlegt tilfelli að
ræða. Það er sem sé óþarft að
grennslast eftir óstæðu hjá An-
tóníó. Setjum svo, að Zenta hafi
íramið þetta vegna afbrýðis-
semi“. Hann leit á Veru. „Má ég
tala hreinskilnislega, frú?“
„Auðvitað", svaraði Vera og
leit ekki undan.
„Konur eins og Zenta Rechnitz
eru ekki við eina fjölina felldar,
en síðar á ævinni hafa þær oft-
ast aðeins verulega ást á einum
manni. Þessi ást verður þeim
svo mikil ástríða, að slíka er
varla að finna meðal „virðu-
legra“ kvenna. Þær elska ekki
eins og aðrar konur. Þær líta svo
á, að þessi síðla ást sé síðasta
hálmstráið, sem þær geti gripið
í til að forða sér frá glötun“. —
Hann hallaði sér áfram. „Zenta
vissi, að Hermann Wehr var
kvæntur. Það vita slíkar konur
nærri því ávallt. En þegar hún
komst að sambandinu milli elsk-
huga síns og innbornu stúlkunn-
ar, þá varð hún frá sér. Ég býst
við því, að feiknarleg orðasenna
hafi átt sér stað milli hennar og
hins látna, þar sem Hermann
Wehr hafi ‘reynt að sýna henni
fram á, að hún þyrfti ekki að
gera sér vonir um samband við
hann. Þegar hún sjálf var orðin
sannf?erð um, að það var von-
laust, þá ákvað hún að ráða elsk-
huga sínum bana.“
Sewe prestur lagði hina breiðu
hönd sína á umbúðirnar um fót
sinn.
„Setjið þér cvo, að þér hefðuð
sannfært mig um sekt vínstofu-
konunnar...
„Kvenmorðinginn hafði sann-
færandi og þar að auki all- al-
genga ástæðu“, tók lögreglustjór-
inn fram í fyrir honum. „Slíka
ástæðu, og meira að segja tvær
slíkar, hafði Antóníó líka. Hann
hataði bróður sinn frá æsku. —
Hann áleit, að hann væri valdur
að þeirri eymd, sem hann hafði
svo lengi átt við að búa hér í Leo
poldville".
„Og hin ástæðan?" Sewe virt-
ist lítt sannfærður.
Verneuil svaraði ekki þegar í
stað. Hann horfði á Veru og beið.
Hún fann, hvernig hitann lagði
frá hjarta hennar til höfuðsins.
„Þér álítið, að ég hafi verið hin
ástæðan", sagði hún.
„Alveg rétt“, sagði Verneuil og
kinkaði kolli, eins og einhver
væri að meðganga.
„Þetta eru allt tilbúnar ástæð-
ur fyrir morðingja", sagði Sewe.
„En þér hafið sjálfur gefið An-
tóníó fjarvistarsönnun".
„Fjarvistarsönnun morðnótt-
ina“, svaraði Verneuil skjótlega,
„en ég bið yður, herra prestur,
að fylgjast með hugsanagangi
mínum. Það er rökrétt ályktun,
að tveir menn, sem hata sameig-
inlega, tali saman um þann, sem
þeir hata. Hve hagkvæmt er það
nú fyrir mann, sem gjarnan vildi
ryðja bróður sínum úr vegi, að
komst að því að annar hefur hug
á því, að framkvæma verkið.
Hve hentugt er það og áhættu-
laust. Antóníó þarf ekki annað
en afhenda Zentu vopnið og leggj
ast svo rólegur til hvíldar". Hann
athugaði, hvaða áhrif orð hans
höfðu á Veru og prestinn. „Við
hefðum ekki haft neinar sannan-
ir fyrir þessu öllu, ef Antóníó
hefði ekki verið í herbergi Zentu
í nótt sem leið. Antóníó hefur
borið það fram, að Zenta hafi
ætlað að reyna að flýja og hafi
viljað láta hann hjálpa sér til
þess. Hvers vegna ætti saklaus
maður að vera að ræða um slíkar
flóttaráðagerðir við morðingja
bróður síns? Eða réttara sagt: —
Hvernig ætti hún yfirleitt að
dirfast að snúa sér fyrst til hans
um hjálp?“
„Þetta eru allt ágizkanir og
engar sannanir", sagði Sewe
þverlega.
„Bíðum við“, hann blaðaði í
skjölum sínum. „Það vantar ekki
vitnin. Að minnsta kosti eitt
áreiðanlegt vitni ábyrgist sam-
særið milli Zentu og Antóníó.
En ég þarf ekki að sanna ykkur
sök Antóníós. Þvert á móti þér,
herra prestur, eða þér, náðuga
frú, ætlið sjálfsagt að koma með
sannanir fyrir sakleysi Antóníós"
„Ég skal segja yður nokkuð,
herra lögreglustjóri", sagði
Sewe. Hann hallaði sér aftur og
lagði fingurgómana saman. „Mun
urinn á yður og mér er sá, að þér
sjáið meintar staðreyndar, — en
ég raunverulegar manneskjur.
Þegar ég nú segi yður, að Anton
Wthr er hvorki morðingi né í vit-
orði með morðingja, þá munuð
þér spyrja, hvernig ég viti það“.
Hann horfði á fingurgómana á
sér. „Þegar ég var ungur sálusorg
ari heima í Slesíu, stóð ungur
maður frammi fyrir dómurunum,
ákærður fyrir morð. Það var
ákæra byggð á líkum. Dag nokk
urn vildi svo til, að ég lenti í
samtali við konu hans. Hún sann-
aði mér með fjölmörgum góðum
röksemdum, að maður sinn gæti
ekki verið morðinginn. Samt sem
áður fór ég frá henni með þá sorg
legu sannfæringu, að maðurinn
hennar væri morðinginn. Vitið
þér hvers vegna? Vegna þess, að
þótt hin unga kona hefði talið
upp margar sýknunarástæður, þá
hafði hún gleymt þeirri einu setn
ingu, sem var sannfærandi. En
það var setningin: „Maðurinn
minn er saklaus, af því að hann
getur ekki verið morðingi". Prest
urinn leit snöggvast á Veru. —
„Sjáið þér til, herra lögreglu-
stjóri, það eru til menn, sem eru
færir um að framkvæma sumt,
en ófærir um annað. Anton Wehr
getur ekki ráðið neinum manni
Ný ástarsaga i rökkrinu
Leyndarmál leikkonunnar
Jean Dawson er ung stúlka, sem dreymir um frægð og
frama á leiksviðinu. — Hún gerist staðgengill hinnar
frægu kvikmyndaleikkonu Lolu Merrett, sem hafði horfið
á dularfullan hátt, en Jean er tvífari Lolu. Kvikmynda-
takan fer fram í frumskógum Afríku. Þar gerast hinir
furðulegustu atburðir. I hlutverki Lolu lendir hún óafvit-
andi í höndum harðsvíraða eiturlyfjasmyglara, og verður
að þola fyrirlitningu Dan Shane, fréttaritara, sem hún
elskar og tilbiður.
Saga um ÁSTIR EITURLYFJASMYGL og
KVIKMYNDATÖKU
bana og getur ekki komið nein-
um til að fremja morð. Það er
mín sönnun. Aðrar sannanir hef
ég ekki“.
Það var bros í hinum litlu aug
um lögreglustjórans bak við gler
augun.
„Vonandi mun Anton Wehr
fá verjanda", sagði hann, „sem
getur talað jafn sannfærandi og
þér, fyrir dómurunum, herra
prestur. Tilfinningaatriði geta
haft áhrif á leikdómendurna. Við
í lögreglunni sjáum aðeins blá-
berar staðreyndirnar, sem þér
fyrirlítið". .
Sewe stóð upp. Hann studdist
við staf sinn og stóð teinréttur
framan við skrifborð lögreglu-
stjórans. Það var nærri ógnun í
hinni djúpu rödd hans, er hann
mælti:
„Þegar þér tókuð Lúlúu fasta
fyrir grun um morð, létuð þér
„staðreyndirnir" tala, herra lög-
reglustjóri. Hefur það ekki sann-
fært yður um, að „staðreynd-
irnar“ geta verið yfirborðskennd-
ar?“
Verneuil var líka staðinn upp.
„Við höfðum ef til vill góða og
gilda ástæðu til að geyma Lúlúu
um tíma innan fangelsismúr-
anna“.
„Ég efast um að rétturinn, sem
þér munuð verða að koma fyrir
sem vitni, muni láta sér nægja
svona snjáða yfirlýsingu".
„Það verðið þér að fela mér,
herra prestur". Nú var Verneuil
líka hvass í málrómnum.
„Gott og vel. Má ég spyrja yð-
ur enn einnar spurningar, Verne-
uil lögreglustjóri?"
„Ef ég get svarað henni------“
„Lögreglan hefur ráfað lengi í
myrkri. Lögreglan hefur tekið
ranga persónu fasta. Nú ætlaði
hún allt í einu, klukkan þrjú að
nóttu, að taka fasta þá konu, sem
raunverulega hafði framið glæp-
inn. Hvernig víkur því við, að
þér þóttust skyndilega vita það,
sem yður hafði svo lengi verið
hulið?“
Mennirnir stóðu nú hvor and-
spænis öðrum. Presturinn, stór
og svartklæddur, ekki ósvipaður
erni — og lögreglustjórinn, sem
var lítill og sneri sig, líkur hreysi
ketti. Hiti sumardagsins kominn
gegn um niðurdregin gluggatjöld
in. Verneuil leit upp á prest-
inn.
„Ég verð að neita að svara
því“, sagði hann.
„Þá skal ég svara yður“, svar-
aði Sewe. „Það var úranbraskari,
sem heitir Luvin, sem kom yður
á slóð söngkonunnar. Hann er
lika aðalvitnið gegn Anton Wehr.
Er það rétt, eða er það ekki
rétt?“
Verneuil varð enn fölari en
hann var. Hann brosti ekki leng-
ur.
„Lögreglan er bundin þagnar-
skyldu, einkum meðan á rann-
sókn sakamáls stendur“.
Presturinn sneri sér að Veru.
„Við getum farið, frú Wehr. —
Herra lögreglustjórinn vill fá
staðreyndir. Hann skal fá þær“.
Vera stóð upp.
Hún leit undrandi á Sewe. AU-
an tímann, sem þau voru í her-
bergi löreglustjórans, hafði hún
undrazt þá breytingu, sem orðin
var á Adam Sewe. Hún mundi
eftir honum í réttarsalnum, þeg-
ar hann var sjálfur undir þungri
ákæru. Hann hafði þá aldrei
brýnt raustina og svipbrigði sá-
ust varla á andliti hans. Nú var
hugaræsing í rödd hans og hrukk
urnar kring um munn hans urðu
dýpri. Hann var ekki lengur
kirkjunnar maður, velgerðamað-
ur hinna innbornu, „engill
Kongó“. Hann var ekkert annað
en risi, sem var tilbúinn að
bretta upp ermarnar þegar um
það var að ræða, að verja rétt-
lætið. Hún var líka að hugleiða,
hvað Sewe hefði átt við með
spurningum sínum. Vissi hann
eitthvað, sem bæði henni og lög-
reglustjóranum var hulið, eða
skyldi hann hafa reynt að
blekkja lögreglustjórann? Þetta
voru spurningar, sem hún gat
ekki svarað. Hún fann aðeins ör-
yggið, sem Adam Sewe veitti.
Hún óskaði þess, að hún gæti
veitt manninum, sem sat innan
fangelsismúranna, eitthvað af
þessu öryggi.
Verneuil fylgdi gestum sínum
til dyra.
Presturinn nam staðar í dyrun
um. Hann studdist við stafinn
með annarri hendinni, en hina
lagði hann á hina mjóu öxl lög-
reglustjórans.
„Mynduð þér neita því, ef ég
nú bæði yður að gefa frú Wehr
leyfi til að heimsækja fangann?“
spurði hann.
Áður en Vera hafði náð sér eft
ir undrun sína — þau Sewe höfðu
ekki talað neitt um heimsókn —
sagði Verneuil:
„Ég býst við, að það væri hægt
að koma slíkri heimsókn í kring,
herra prestur. Viljið þér gera svo
vel að hringja til mín í fyrxamál-
ið“.
Þau gengu því næst út á göt-
una, sem virtist hvíla letilega i
síðdegismóki.
„Ég skil ekki í því, að Verneuil
skyldi leyfa mér að sjá Anton“,
sagði Vera með ánægjulegu brosi
á andlitinu.
„Verneuil er farinn að láta und
an síga“, sagði Sewe. „En hann
veit það ekki sjálfur ennþá —“
Lögreglukona rannsakaði Veru
vel og vandlega, en síðan fylgdi
lögregluþjónn henni eftir hinurn
löngu göngum lögreglufangelsis-
ins til krefa Antons. Veru fannst
þessi leið ógurlega löng. Það var
svalt hér í þessari afskekktu
álmu lögregluhússins, en það vajr
hráslagalegur svali og ónotaleg-
ur. Til beggja handa voru stál-
hurðir á hinum þykku múr-
veggjum. Á hurðinni voru smá-
gluggar og grindur fyrir þeim.
Vera þorði ekki að líta upp. —•
Henni fannst mannsaugu horfa á
sig að baki grindanna. Áttu menn
rétt á því, að loka aðra menn á
bak við grindur. Henni fannst
því líkast, sem hún væri í dýra-
garði, en hún horfði ekki á dýrin,
sem voru lokuð inni. Innilokuðu
dýrin störðu á hana. Hún fyrir-
varð sig fyrir léttu sumarfötin
sín, heilbrigðan hörundsblæ og
ilminn af hári sínu. Hún fyrir-
varð sig fyrir að hún vax frjáls.
Hún fyrirvarð sig fyrir að hún
var kona.
......áporið yður hlaup
á ralUi naargra vc-rzlruia!
OÖtUUíL
Mll
HÍDUM!
• AusfcurstiæCi
SHUtvarpiö
Miðvikudagur 21. oktðbMF
Depill skriðúr í snatri undir I burtu. Og á sama andartaki. Andi, 1 Þú ættir að skammast þín að I i kofann þinn og haltu þér þar.
hlöðuna, en Andi hrekur hann í ‘ hættu þessu, láttu hann i friði. 1 vera að elta hænsnin. Farðu inn I
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.01
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. —• 10.10 Veðurfregnir),
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir,
tilkynningar). — 16.30 Veðurfr.
19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.10 Stjórnmálaumræður vegna Al*
þingiskosninganna 25. og 26.
október: síðara kvöld. t>rjár
umferðir, 20, 15 og 10 mín. til
handa hverjum framboðsflokki,
Höð flokkanna:
t>jóðvarnarflokkur
S j álf stæðisf lokkur
Alþýðubandalag
Framsóknarflokkur
Alþýðuflokkur
Dagskrárlok skömmu eftir miðnættL