Morgunblaðið - 21.10.1959, Síða 22
22
MORcrnvnr. aðið
Miðvik'udagur 21. okt. 1959
Tillögur ger&ar um hœín-
isþrautir í handknaftleik
Svíar um það bil aB hrinda málinu
í framkvœmd
DANSKA handknattleikssambandið mun á stjórnarfundi sínum
1. nóvember taka til umræðu tillögu um að stofnað verði til hæfms-
þrauta innan dansks handknattleiks. Verður samkvæmt fyrirliggj-
andi tillögum hægt að vinna til brons-, silfur- og gullmerkis eftir
því hversu erfiðar þrautir eru leystar af hendi.
A Þrautirnar.
Þetta fyrirkomulag er tekið
upp til þess að auka getu og
tækni handknattleiksmanna. Dan
ir eru að hugsa um þetta eftir
fyrirmynd frá Svíþóð og Noregi.
Svíarnir eru þegar komnir svo
langt að þeir hafa gert samþykkt
um þrautirnar og sent til ein-
stakra félaga.
Tillaga Dana er að reynt verði
að koma á samvinnu þeirra og
Svía og Norðmanna um fram-
kvæmd þrautanna.
Tillögur Svía um einstakar
þrautir, eru þannig:
1. þraut. Knetti er stillt í mark-
ið á mismuandi hátt í nálægð
markstengur. Þennan knött á að
hitta með skoti frá markteig.
Krafizt er að hitt sé 8 sinnum
tli gullmerkis, 6 sinnum til silfur
og 5 sinnum til bronsmerkis af 10
tilraunum.
2. þraut. 20 metra hlaup. Lág-
markstími: gull 3,8 sek., silfur
4,1 sek., brons 4,4 sek.
3. þraut. „Svig“-knattleik milii
10 flaggstanga sem settar eru upp
með 2 metra millibili.
4. þraut. Markkast frá 20 metra
færi.
Arsþing F. R. í.
AF SÉRSTÖKUM ástæðum hef-
ur reynzt nauðsynlegt að fresta
Ársþingi Frjálsíþróttasambands
íslands, sem ákveðið var 7.—8.
nóvember n.k. til 21.—22. nóvem-
ber n.k.
Frestur til að skila tillögum til
ársþingsins framlengist til 10.
nóvember.
5. þraut. Knattrek frá 15 metra
fjarlægð síðan viðstöðulaust skot
í mark frá markteig. Skotið þarf
að hitta fjarlægari markstöng og
fara í netið. Af 10 tilraunum
skulu 6 heppnast til gullmerkis,
4 til silfurmerkis og 3 til bronse-
merkis.
6. þraut. „Hoppskot". Knöttur-
inn verður að hitta stöng og fara
í netið. Skal þetta takast 6 sinn-
um af 10 til gullmerkis, 4 sinn-
um af 10 til silfurmerkis og 3 til
brons merkis.
7. þraut. Nákvæmnisskot. Fjar
lægð 5 metrar frá markteig. Skot
ið skal fara milli tveggja snúra,
sem strengdar eru 50 sm undir
þverslá marksins og 60 sm frá
gólfi. Af 10 tilraunum skulu
6 heppnast til gullmerkis, 4 til
silfurmerkis og 3 til bronsmerkis.
Erfiðar beztu handknattleiks
mönnum.
Þrautirnar 7 gefa til kynna við
bragðsflýti, knattleikni og skot-
hæfni leikmannsins. Sumar þraut
anna— einkum 5. og 6. — eru
svo erfiðar, að flestir beztu hand
knattleiksmenn mundu eiga erfitt
með að leysa þær.
Norðmenn hafa gert tillögu um
að hafa þrautirnar fleiri og taka
upp í þeim mismunandi marx-
kastsaðferðir — og auk þess að fá
þraut, sem leysa þarf með lak-
ari hendi. Norðmenn hafa auk
þess stungið upp á að liðin
í heild verði reynd í hraðaæf-
ingum og nákvæmni t. d. með
„sendinga-boðhlaup“.
Danir bíða spenntir eftir að sjá
hvernig félögin í Svíþjóð taka til
lögunum. Væri ekki tilvalið að
taka þetta mál til umræðu hér
á landi?
ENN er verið að fullgera nýtt
bílastæði hér í Miðbænum.
Hafa bæjaryfirvöldin tekið
hið gamla Dillonshús í sína
vörzlu, en þar bjó eitt sinn
Jónas Hallgrímsson.
Verður húsið flutt næsta
sumar upp að Árbæ. Jafn-
framt hafa bæjaryfirvöldin nú
látið rífa grindverkið, sem var
í kringum lóðina, og áður en
langt um líður verður opnað á
lóðinni stæði fyrir 12—14 bíla.
Hafa verkamenn írá Reykja-
víkurbæ unnið að því undan-
farið að gera þetta hílastæði.
Úr Austur-Skagafiroi
Tékkar léku sér að Dön-
um, sem köttur að mús
DANIR léku landsleik við Tékkó-
slóvakíu á sunnudaginn. Leikur-
inn fór frarri í Brno í Tékkóslóva-
kíu og sigruðu Tékkar með yfir-
burðum 5 mörk gegn 1.
Þessi leikur var liður í bikar-
keppni landsliða í Evrópu. Er þar
leikin tvöföld umferð og höfðu
Tékkar og Danir áður mætzt í
Kaupmannahöfn. Þá varð jafn-
tefli 2:2. Eftir þetta tap er
danska landsliðið úr keppninni.
Allmikill vindur var er leik-
urinn fór fram og léku Danir
undan honum í fyrri hálfleik
Þeim tókst að skora mark uni
miðbik hálfleiksins og olli það
mikilli ringulreið í liði Tékkanna,
svo að leikur þeirra var nei-
Londsliðsmerki í kðrinknattleik
SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudags-
kvöld hélt íþróttasamband ís-
lands (ÍSÍ) hóf í Tjarnarcafé
uppi. fyrir þá, sem hlotið höfðu
verðlaun á Körfuknattleiksmóti
íslands 1959.
Forseti ÍSÍ, Ben G. Waage, af-
henti sigurvegurunum verðlaun
sín með ræðu. Minnti hann fyrst
á áfanga í sögu körfuknaaleiks-
ins, sem náðst hefðu, sérstaklega
á þessu ári, bæði með inngöngu
ÍSÍ f Alþjóða-körfuknattleiks-
sambandið (F.I.B.A.), dómara-
námskeið ÍSÍ, þar sem þátttak-
endur voru 42; einnig fyrsta
míUirikjakappleikinn við Dani
s.l. sumar, og loks á hinar nýju
leikreglur, sem út komu á árinu
og gilda jafnt fyrir konur sem
karla.
Þá afhenti hann sigurvegurun
um verðlaun, en þeir voru þess
ir: Meistarflokkur kvenna,
Glímufél Ármann, sem fékk
körfuknattleikskönnuna, er Jak-
ob V. Hafstein hafði gefið til
verðlauna. Einnig fengu stúlk-
urnar Meistarapening ÍSÍ.
IV. flokkur karla Í.R., sem
fékk silfurbikar á stalli, sem
Landssmiðjan hafði gefið.
III. fl. karla, Glímufél. Ár-
n»ann, fékk styttu af körfuknatt
leiksmanni, sem Sveinn Snæland
hafði gefið.
H. fl. karla, Í.R., körfuknatt-
leiksstyttu, sem gefin var aí Vali
Pálssyni & Co,
Alla þessa gripi verður að
vinna þrisvar í röð eða fimm
sinnum alls.
Meistaraflokkur karla, íþrótta
fél. Stúdenta, fékk Meistarabik-
arinn, sem Lockhead flugfélagið
gaf á sínum síma, og íþróttafélag
Keflavíkurflugvallar hafði áður
unnið fjórum sinnum, en ÍR
þrisvar sinnum.
Þá var þessum átta mönnum
afhent Landsdómaraskírteini
ÍSÍ: Davíð Helgason (Á), Guð-
mundur Aðalsteinsson ÍR),
Haukur Hannesson (ÍR), Helgi
Rafn Traustason (KFR), Ingi
Þorsteinsson (KFR), Kristinn Jó
hannsson (ís), Viðar Hjartar-
son (ÍS) og Þórir Arinbjarnar-
son (ÍS).
Loks afhenti Ben. G. Waage
Landsliðsmerki ÍSÍ þeim tólf
leikmönnum, sem tóku þátt i
milliríkjakeppninni við Dani s.l.
sumar.
í sama hófi afhenti Sigurgeir
Guðmannsson, framkv.stj. ÍBR,
Svavari Markússyni, (KR), For-
setabikarinn fyrir bezta afrekið
á 17. júní-mótinu 1959, sem var
í 1500 m. hl. á 3:57,4 mín., sem
er 952 stig, skv. stigatöflunni.
Að síðustu afhenti formaður
Körfuknattleiksráðs Reykjavík-
ur,Ingólfur Örnólfsson ÍSÍ að
gjöf stóra ljósmynd í ramma af
leikmönnum, þjálfara og farar-
stjórum fyrsta landsliðs íslend-
ings í körfuknattleik.
kvæður það sem eftir var til
hlés.
Eftir hlé komu Tékkar til leiks
sem nýir menn. Og eftir 1 / mín-
útur stóð 4:1 þeim í vil. Höfðu
þeir þessar 17 mín. gersamlega
leikið Danina sundur og sarnan
svo leikurinn minnti á leik katt-
ar að mús. Danir á áhorfenda-
bekkjunum bjuggust við öllu
hinu versta. — En Tékkar linuðu
tök sín á leiknum og drógu úr
sókninni en léku sér eftir sem
áður að Dönunum. Fyrir leiks-
lok bættu þeir 5. markinu við.
Þetta er einn af stærstu ósigr-
um Dana á knattspyrnuvelli og
þykir þeim sigur Tékka helzt til
mikill — og láta reiði sína óspart
bitna á einstökum leikmönnum.
Þannig fær fyrirliði danska liðs-
ins Poul Petersen illa útreið og
er þess víðast krafizt að hann
víki úr liðinu um sinn.
HOFÐASTRÖND, 1. október. —
Eins og víðast hvar annarsstaðar
var ágúst og september fram að
göngum mjög óþjáll til fanga til
sjós og lands, rigningar, stormar
og jafnvel snjóaði í fjöll, en nú
hefir brugðið til hins betra. Suð-
austan áttin, sem alltaf er mjög
hagfeld hér í Skagafirði, hefir
verið ríkjandi nú um tíma svo að
menn til lands og sjávar hafa að
miklum mun getað lagað fyrir
sér um margt.
Haustgöngur eru að mestu af
staðnar, en þó að sæmilegt
skyggni og gangnaveður hafifeng
izt víðast hvar þá eru heimtur
ekki vel góðar, og telja margir
að þar ' eigi hlut að vorhretin
tvö, sem yfir gengu. Dilkar, sem
nú er verið að lóga, eru líka
mjög misjafnir, en eins og venju-
lega skera sig úr heimili, sem
alltaf eru með rigvænt fé eða um
16 kg. meðalvigt. Sláturtíð stend-
ur enn yfir og er því ekki vitað
hvernig heildin verður.
Allir eru búnir að hirða hey
sín að ég veit til. Þau seinustu,
er náðust voru léleg en mikil að
vöxtum svo að líklega hafa þau
sjaldan verið meiri.
Uppskera úr görðum er talin
misjöfn, mjög víða er þó tíföld
uppskera miðað við útsæðisstærð
og stærra. Teljum við það mjög
sæmilega uppskeru. Rófur hafa
sprottið vel en eru bara svo
Iranskeisari hyggur
á hjónaband
TEHERAN, 20. október. — Það *
er haft fyrir satt, að íraiiskeisari
muni innan fárra daga opinbera
trúlofun sína með 21 árs
íranskri stúlku, Frah Diba, sem
leggur stund á byggingalist í
París. en dvelst um þessar mund-
ir í Teheran. Engin staðfesting
hefur fengizt á fregninni hjá
hirðinni, en trúlofunarfréttin er
heldur ekki borin til baka.
Fullvíst er talið, að keisarinn
gera ráðahaginn opinberan á 40
ára afmæli sínu þann 27. októ-
ber, eða þegar hann kemur heim
úr hinni opinberu heimsókn til
Jórdaníu i byrjun nóvember.
Keisarinn hefur tvisvar verið
giftur, en skildi í bæði skiptin
vegna þess að konur hans gátu
ekki alið honum erfingja. Fyrri
kona hans var Fawiza prisessa,
systir Farouks fyrrum Egypta-
landskonungs, en Soraya var síð-
ari kona hans. Soraya dvelst nú
með foreldrum sínum í Þýzka-
landi.
Skák Friðriks
Benkös
Hvítt: Pal Benkö
Svar: Friðrik Ólafsson
1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3
Rf6 4. Da4f c6 5. dxc4 Bg4
6. Rbd2 g6 7. g3 Bg7 8. Bg2
0-0 9. 0-0 Ra6 10. b3 c5 11.
Bb2 Rd5 12. Hadl cxd4 13.
Rxd4 Rb6 14. Dd3 e5
Hér átti Benkö 10 mín. eit-
ir, en Friðrik 20 mínútur.
15. h3 Bd7 16. Rc2 e4 17.
Dxe4 Bxb2 18. Dxb7 Rc5 19.
Df3 Hc8 20. Rb4 Df6
Benkö átti eftir 3 mínútur,
Friðrik 10 minútur.
21. Dxf6 Bxf6 22. Kh2 Hfe8
23. e3 Bb5 24. Hfel Bc3 25.
Rd5 Rxd5 26. Bxd5 Rd3 27.
Hgl Rxf2
Benkö hafði ekki tíma til
að gefast upp — átti aðeins
sekúndur eftir.
28. Rc4 Bxc4 29. bxc4 Rxdl
30. Hxdl Hxe3 og Benkö féll á
tíma með glataða stöðu.
óvíða ræktaðar að skömm er að,
en undanfarin ár hefir maðkur
herjað svo mikið á þennan jarð-
ávöxt að menn hafa trénast upp
við að rækta rófurnar.
Ennþá er unnið á vegarlagn-
ingu á Siglufjarðarvegi frá Hofs
ósi og mun nú vera að mestu búið
að undirbyggja út að Sandósi rétt
innan við Haganesvík. Á næsta
ári vonar maður að þessi lang-
þráði vegarspotti komist í ak-
vegasamband. Tel ég þetta vera
einn þarfasta veg, sem gerður
hefir verið hér í Skagafirði nú
um margra ára bil. Byrjað var á
sprengingum í Strákum í s-um-
ar og er mér sagt að þar líti vel
út með áframhald. Á Almenningi
utan við Hraun var byrjað á
vegarlagningu, en aðallega held
ég að þar sé um bráðabirgðaveg
að ræða svo að hægt sé að ílytja
stærri vinnuvélar lengra út.
Ennþá er unnið af fullum
krafti eða það sem vinnuvélar
Búnaðarsambands geta gert og
nú eftir réttir eru bændur að
byrja á jarðræktarvinnu og öðru
þv£ er þeir geta orkað með sín-
um eigin vélum.
Sjósókn var mjög stopul í
ágúst og fyrri hluta september,'
en nú hafa verið stillur um tíma
og fiskur mjög sæmilegur. Und-
anfarið hefir aflast töluvert af
kolbrabba (smokkfiski) hér inni
á firðinum og virðist þá skipta
nokkuð um til hins betra er hon-
um var beitt.
Allir eru nú önnum kafnir
bæði til sjós og lands. Menn þrá
að tíðarfarið haldist ennþá við
þetta sama, svo áð ekki þurfi
að svo stöddu að taka kýr og
lömb á fulla gjöf.
Heilsufar íólksims er að ég
held mjög sæmilegt. Læknirinn
er líka að stimpla og skoða kjöt-
ið okkar og hefir því nóg verk-
efni á því sviði, enda má eng-
inn vera að því nú í sláturtið-
inni að verða neitt alvarlega las-
inn. — B.
Afli Ólafsvíkui-
bóta
ÓLAFSVÍK, 19. október. — Um
miðjan mánuðinn voru 7 bátar
byrjaðir hér á línu, og aflinn í
fyrri hluta mánaðarins var sem
hér segir: Skallarif 43 tonn í 10
róðrum, Brynjar 28 tonn í 8 róðr-
um, Týr 24 tonn í 6 róðrum, Jón
Jónsson 20 tonn í 5 róðrum, Fróði
12 tonn í tveimur róðrum, Bjarni
Ólafsson 11 tonn í þremur róðr-
um og Hrönn 5 tonn í einum
róðri.
Ennfremur leggja hérna upp 5
bátar, sem eru á handfæraveið-
um og hefur afli þeirra verið 1—2
lestir á bát, þegar gefið hefur