Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 1
20 s'iður
Flugstöð í Narssars-
suak tekur til starfa
KAUPMANNAHÖFN, 29. okt.
Einkaskeyti til Mbl. — í kvöld
íljúga um 40 manns frá danska
flughernum og Grænlandsverzl-
uninni til Narssarssuak með
leiguflugvél frá íslandi.
Fyrsta nóvember tekur flug-
stöðin í Narssarssuak til starfa.
í>ar verða tvær Catalina-flugvél-
ar með áhöfnum, en auk þess
verða starfsmenn við flugvöll-
inn og stýrimenn frá Grænlands-
verzluninni og Lauritzen-útgerð-
inni. Þeir munu hafa yfirumsjón
með ákvörðun ísjakanna og hafa
á hendi aðra þjónustu í sambandi
við siglingar á ísasvæðinu.
Catalina-flugvélarnar eiga að
fljúga á ákveðnum tímum dag-
lega yfir hafið fyrir sunnan
Hvarf og láta skipum í té upp-
lýsingar. Innanborðs verða stýri
mennirnir og munu þeir gera
kort af ísnum á siglingaleiðinni.
Ef unnt verður munu Catalina-
flugvélarnar einnig leitast við
að leiðbeina skipum gegnum ís-
breiðurnar.
Fótur grœddur á mann
HAYWARD, Kaliforníu, 29. okt:
Reuter: — Skurðlæknar j Kali-
farníu hafa saumað fót á mann,
sem hafði lent í bílslysi með þeim
afleiðingum að fótinn tók næst-
um af. Er þetta talin fyrsta að-
Færeyinga
vantar síld
handa Svíum
• GAUTABORG, 29. okt. Einka
i skeyti til Mbl. — Síðan Fær- •
^ eyingar hófu síldveiðar fyrir i,
\ sjö eða átta árum, hafa Svíar i
i verið einn helzti viðskiptavin ■
i ur þeirra, og eins og sakir i
| standa kaupa Svíar meiri salt- S
i síld af Færeyingum en nokk- ■
S ur önnur þjóð. I ár hafa Sví- i
• ar lofað að kaupa 60 þúsund S
i tunnur af saltsíld frá Færeyj- >
s um, en spumingin er hins J
í vegar hvort Færeyingar geta s
• afgreitt svo mikið magn, þar S
i eð ekki hefur borizt á land ■
S svo mikið af þeirri síldar- ;
• stærð, sem Svíar vilja kfiupa. s
\ *
gerð sinnar tegundar í sögutmi.
Aðgerðin átti sér stað fyrir
þremur mánuðum í Mount Eden
sjútoahúsinu í Hayward. Sjúkl-
ingurinn var Billy Smith, 25 ára
gamall, og hafði hann misst fót-
inn í slysi, þannig að hann hékk
við lærið á skinninu einu saman.
Smith er enn á sjúkrahúsinu.
Hægri fótur hans er tveim þuml-
ungum styttri en vinstri fóturinn
og enn tilfinningarlaus.
Skurðlæknarnir, sem fram-
kvæmdu aðgerðina, héldu henni
leyndri í þrjá mánuði, þangað til
þeir höfðu gengið úr skugga um,
að hún hefði tekizt. Nöfn skurð-
læknanna verða ekki birt, fyrr
en skýrt verður frá aðgerðinni
í læknatímaritum. í viðtali við
blaðamann { Hayward sögðu
þeir, að ákvörðunin um aðgerð-
ina hefði verið tekin á stundinni,
og hefðu þeir stuðzt við reynsiu
skurðlæknis úr Kóreu-styrjöld
inni.
LONDON. 29. okt. Reuter: — í
dag var stolið við höfnina í Lond-
on 8 tonna vöruflutningabíl, sem
var hlaðinn sígarettum fyrir
brezku herstöðvarnar á Ceylon
og í Kuwait. Andvirði sígarett-
anna er 38.000 sterlingspund.
Albert prins af Liege og Paola prinsessa fengu nýlega einkaáheyrn hja Jóhannesi pafa og toku á
móti blessun hans. Þetta var í annað sinn sem páfinn tók á móti þeim, og var myndin tekin í bóka-
safni hans. Eins og kunnugt er var upprunalcga ætlunin, að páfinn vígði þau í hjónaband, en
þau urðu að beygja sig fyrir almenningsálitinu í Belgíu og voru gefin saman þar. Paola prins-
essa á nú von á erfingja.
Kjærböl neitar að segja nokk-
uð um vitnisburð Ibsens
KAUPMANNAHÖFN, 29. okt. — Einkaskeyti til Mbl.
YFIRLÝSING Ibsens, gjaldkera Grænlandsverzlunarinnar,
út af Kjærböls-málinu hefur vakið mikla athygli. Það hefur
nú komið á daginn, að Ibsen bauðst til að bera vitni í mál-
inu, þegar það var á dagskrá áður, en Christiansen, forstjóri
Grænlandsverzlunarinnar, áleit það ekki nauðsynlegt.
I tilefni af yfirlýsingu Ibsens , ens Nyheder" segir í dag, að mál
fór dómsmálaráðherrann þess á
leit við dómnefndina, sem fjall-
aði um Kjærböls-málið áður, að
hún tæki það fyrir á ný. „Dag-
Fundur æðstu
veldanna 19.
manna Vestur-
des.
WASHINGTON, París og Lon-
don, 29. okt. NTB-AFP. -— Fund-
ur þeirra Eisenhowers Banda-
ríkjaforseta, de Gaulles Frakk-
landsforseta og Macmillans for-
sætisráðherra Breta hefst í París
19. desember nk. Fyrr í dag sagði
Couve de Murville utanríkisráð-
herra Frakka utanríkismála-
nefnd franska þingsins, að fund-
urinn yrði haldinn kringum 15.
desember, en Debré forsætisráð-
herra sagði í hádegisverðarboði
með helztu leiðtogum þingsins,
að fundurinn yrði haldinn kring-
um 20. desember.
Debré sagði að fundur æðstu
manna Vesturveldanna yrði hald
inn áður en Krúsjeff kemur til
Parísar til viðræðna við de
Gaulle forseta. Lloyd utanríkis-
ráðherra Breta hafði lýst því yf-
ir á þingfundi, að fundur æðstu
manna Vesturveldanna yrði hald
inn um miðjan desember.
Stjórnmálafréttaritarar í Was-
hington benda á, að ráðherra-
fundur Atlantshafsbandalagsins
hefjist í París 15. desember og
telja þeir sennilegt að fundur
æðstu manna verði ekki haldinn
fyrr en eftir ráðherrafundinn,
enda þótt ekki sé neitt beint sam
band milli þessara tveggja
funda.
Blaðafulltrúi Eisenhowers
sagði á fundi við fréttamenn í
dag, að ekki hefði verið ákveð-
inn neinn sérstakur dagur fyrir
fund æðstu manna, en hann vís-
aði til ummæla þeirra Macmill-
ans, de Gaulles og Adenauers
þess efnis, að þeir væru fúsir til
að koma til fundar við Eisen-
hower um miðjan desember. —
Hagerty vildi ekki láta neitt
uppi um dag og fundarstað, fyrr
en náðst hefði endanlegt sam-
komulag um þessi mál.
Samkvæmt Reuters-frétt sagði
Couve de Murville utanríkisráð-
herra í dag, að Krúsjeff kæmi til
Parísar einhvern tíma á fyrstu
þremur mánuðum næsta árs. —
Hann mun dveljast nokkra daga
í París og ferðast auk þess til
annarra hluta Frakklands. Hann
kvaðst vera viss um, að allir að-
ilar væru sammála um nauðsyn
þess að halda fund æðstu manna
austurs og vesturs.
Það var tilkynnt seinna í dag,
að fundur þeirra Eisenhowers,
de Gaulles, Macmillans og Ad-
enauers mundi hefjast í París
19. desember.
ið hafi fengið nýja stefnu, sem
kunni að hafa mikla þýðingu fyr
ir úrslit þess og sem styrki kröf-
una um að Kjörböl verði stefnt
fyrir rí'kisréttinn.
Yfirlýsing Ibsens var birt af
hreinni tilviljun. Skrifstofustjóri
Grænlandsmálaráðuneytisins,
Eske Brun, sat ásamt Christian-
sen í kvikmynda-húsi á mánudag-
inn. Meðan þeir biðu eftir kvik-
myndinni spurði Brun, hvort
nokkuð nýtt hefði komið upp í
Kjærböls-málinu. Christiansen
sagði honum þá frá vitnisburði
Ibsens.
Brun áleit þetta mjög mikil-
vægt og lét ríkisstjórnina strax
vita um yfirlýsinguna og var
hún strax birt. Lindberg Græn-
landsmálaráðherra ha-fði sent yf-
írlýsingu Ibsens til dómsmála-
ráðuneytisins þegar hinn 14.
september, en hann áieit hana
ekki skipta miklu máli og lét því
dómsmálaráðherrann ekki vita
um hana.
Kjærböl neitar að láta nokkuð
uppi um málið.
Ulbricht býður
Adenauer heim
BERLÍN, 29. okt. NTB-Reuter,—
Austu-r-þýzki kommúnistaforing-
inn Walter Ulbricht bauð í dag
Adenauer kanslara Vestur-
Þýzkalands að heimsækja Aust-
ur-Þýzkaland. Jafnframt gæti
Otto Grotewohl forsætisráðherra
Austur-Þýzkalands, heimsótt
Vestur-Þýzkaland, sagði Ul-
bricht.
Krúsjeff til Norðurlanda i vor?
Kaupmannahöfn, 29. okt.
Einkaskeyti til Mbl.
Meðal norskra og sænskra
stjórnmálamanna er búizt við
heimsókn Krúseffs til Norð-
urlanda á næsta vori. Heim-
sókn hans verður rædd af for-
sætisráðherrum Norðurlanda á
fundi Norðurlandaráðsins, er
nú stendur fyrir dyrum í
Stokkhólmi.
Finnska blaðið „Ilta Sano-
mat“ skrifar í tilefni af ný-
afstaðinni heimsókn Mikojans
til Norðurlanda, að Krúsjeff
muni fyrst heimsækja Finn-
land, ef hann fari til Noröur-
landa í vor.
Á fundi austur-þýzka verka-
lýðssambandisins sagði Ulbriciht,
að það væri miklu auðveldiara að
undirbúa heimsókn Adenauers
til Austur-Þýzkalands en heim-
sókn Krúsjeffs til Bandaríkjanna
eða væntanlega heimsókn Eisen-
howers til Sovétríkjanna. Það
væri ekki nauðsynlegt að nota
-angfleygar þotur, heldur gæti
Adenauer bara tekið sér bíl og
ekið eftir pýzku breiðvegunum.
Hann lagði áherzlu á það, að
fyrsta skrefið til að draga úr al-
þjóðlegum viðsjám, yrði að stíga
í Þýzkalandi.
I Bonn sagði formælandi utan-
ríkisráðuneytisins, að Adenauer
hefði enga ástæðu til að þiggja
boð Ulbrichts. Hann sagði að
Ulbrioht tryði því ekki í alvöru
að slík heimsókn væri nauðsyn-
leg eða æskileg. Unimæli hans
væru ekki annað en áróðurs-
bragð, sagði formælandinn.