Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. okt. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 11 Tilraun gerð LOFTIÐ í París er mjög lævi- biandið um þassai mundir. Alxs staðar heyrist talað um samsæri, raunveruleg eða ímynduð, ákær- ur og morðhótanir. Það er talað um víkingasveitir tilræðismanna og um „Rauðu höxidina“. Það er talað um að vélbyssutilræði hafi verið gert um miðnætti. Lífið í París um þessar mundir líkist einna helzt spennandi atburðum í sakamálaskáldsögu. Enn er erfitt að gera sér grein fyrir sannleikanum í þessum mál um. En svo mikið er vist að það hefur verið gerð tilraun — þó að hún væri laus í reipunum — til þess að steypa frönsku stjórn- inni á ólöglegan hátt og neyða De Gaulle hershöfðingja til þess að leggja á hilluna tillögur sínar um friðsamlega lausn Alsír-styrj aldarinnar. Þetta er aðeins nýr þáttur í deilunum milli þeirra manna sem sameinuðust í ólíkum tilgangi og framkvæmdu byltinguna 13. maí 1958 sem kom De Gaulle í valda stólinn. Það má lauslega skipta þessum mönnum niður í Gaull- lista og andstæðinga De Gaulle. Þó er ekki alltaf auðvelt að skipa hverjum einstökum manni niður í vissann flokk. ávarpa þingflokkinn kl. 7 síðdeg- is miðvikudaginn 14. október. Fundurinn með forsætisráð- herranum var kyrrlátari en bú- izt hfði verið við. Hann fullviss- aði þingmenn lýðveldisfylking- arinnar um það, að þeir þyrftu ekkert að óttast Alsír-stefnu rík- isstjórnarinnar og hvatti þá til þess að treysta De Gaulle hers- höfðingja. Síðar um kvöldið kom Georges Bidault. Var hann við- riðinn samsærið? inni atkvæði, voru Delbecque og fjórir af uppreisnarmönnunum í Lýðveldisfylkingunni. Tilraunin til að sundra flokknum hafði mis tekist. A föstudagskvöld, 20. okt., sendu uppreisnarseggirnir í flokknum svo umsókn til flokks- stjórnarinnar um að mega aftur ganga í Lýðveldisfylkinguna. — Miðstjórnin tók umsóknina til athugunar en ákvað að hafna henni samkvæmt tilmælum De- brés. Debré harður í horn að taka Framkoma forsætisráðherrans í þessu máli vakti mikla athygli. Það var í fyrsta skipti sem hann hafði setið fund miðstjórnarinn- ar þvert ofan í fyrirmæli de Gaulles um að ráðherrar skyldu halda sér utan við flokkaerjur. Debré krafðist þess að uppreisn- arseggirnir væru endanlega reknir úr flokknum þrátt fyrir það að Jacques Soustelle mælti þeim bót. Soustelle er ráðherra atómorku og Sahara og var stjórnmálalegur talsmaður bylt- ingarmanna í Alsír 1956. Hann hafði farið frá París strax eftir að de Gaulle hafði lagt fram til- lögur sínar um sjálfsákvörðunar- rétt Alsírbúa 16. september. — Hann fór í ferðalag um nýlendur ÍFrakka í Kyrrahafinu en sneri við úr ferðalaginu er umræður um Alsírmálið hófust í síðast- liðinni viku og það er sagt að hann hafi komið þeirri aðvörun til forsætisráðherrans að honum hafi verið boðin staða í nýrri gera upptæk tvö vinstrisinnuð vikublöð Express og France Observateur, sem nefndu með nafni þá hershöfðingja sem áttu að vera viðriðnir þetta. Forsætisráðherrann gaf út sér- staka yfirlýsingu i sambandi við þetta, þar sem hann sagði að ríkisstjórnin myndi ekki leyfa skipulagða undirróðursstarfsemi, sem væri til þess ætluð að veikja traust þjóðarinnar á hernum. — „Herinn er og hlýtur að vera tákn þess agavalds sem ríkisstjórnin hefur til að framkvæma ákvarð- anir sínar og forseta landsins De Gaulles", sagði hann. Skýring á árás. En nú gerist það, að hið öfgaxulla hægri blað Reverol sem er á önd- verðum meið með De Gaulle gaf nýja og furðulega skýringu á árás inni á Mitterand. Það birti sam- tal við fyrrverandi- þingmann Róbert Besquet sem heldur því fram, að hann og vinur hans hafi framkvæmt vélbyssuárásina samkvæmt beiðni Mitterands sjálfs. Hann staðfesti að samtalið í blaðinu væri rétt og sagði að Mitterand hefði látið setja þessa árás á svið til þess að ríkisstjórn- in fengi tilefni til ákveðinna að- gerða gegn öfgaöflunum til hægri. Hann sagði að ríkisstjórn- in hefði einnig vitað fyrirfram um það að Neuwirth myndi gefa yfirlýsinguna um víkingasveitir tilræðismanna. Besquet er sjálfur þekktur fyr- hana af. Tvímenningarnir hafa nú kært hvor annan fyrir meið- yrði. Þrátt fyrir það að Besquet þyk ist hafa sannanir í höndunum um þetta þá er erfitt að trúa því aS Mitterand hafi stofnað mannorði sínu og heiðri í slíka hættu. Þess- ir menn eru mjög ólíkir. Mitter- and er fyrrverandi innanríkisráð herra og dómsmálaráðherra. Hann er á móti tillögum De Gaulles um sjálfsákvörðunarrétt vegna þess að honum finnst þær ekki ganga nógu langt. Hann mælir með því að samið verði um frið við uppreisnarmenn I Alsír. I undirheimum Besquet byrjaði byltingarferil sinn sem Gaullisti og var kosinn á þing 1956 sem meðlimur lýð- veldisfloksins. Nokkrum mánuð- um síðar sagði hann skilið við Gaulistanna og gekk í lið með Poujadistunum. Hann fór til Als ír í maí á síðasta ári en hern- aðaryfirvöldin litu á hann sem of mikinn öfgasegg og kyrrsettu hann. Þegar það gerðist var með honum annar Poujadisti Jean- Claud Berthommier sem var ný- lega tekin fastur við belgísku landamærin þar sem hann hafði með sér sprengiefni. Það er talið að Bertommier hafi verið á leið til Belgíu til þess að myrða einn af meðlimum í þjóðfylkingu serkja. Þanig hverfur sagan niður 1 dularfulla undirheima þar sem glæpamenn beita hryðjuverkum til aö steypa stjúrn Debres Klofningur í Lýðveldis- fylkingunni Sérstaklega er örðugt að flokka niður þingmenn lýðveldisfylking- arinnar sem var stofnuð á sl. ári og hefur almennt gengið und- ir nafninu Gaullistaflokkurinn. Hún fékk yfir 200 þingsæti á þjóð þinginu en innan vébanda flokks ins voru menn með mismunandi ekoðanir og það var fjarri því að allir væru reiðubúnir að setja hollustu við De Gaulle hershöfð- ingja ofar viðhaldi fransks Al- sírs. Nú virðist það augljóst að klofningur í flokknum hafi ver- ið skipulagður og skildi hann verða upphaf hreyfingar til þess að fella ríkisstjórn Debré, en hann er sjálfur meðlimur í Lýð- veldisfylkingunni. í nokkra mánuði hafa staðið deilur um forystu flokksins og skyldi skera úr um þær deilur á fyrsta þingi Lýðveldisfylkingar- innar í byrjun nóvember. Aðal- andstæðingur núverandi flokks- stjórnar var Leon Delbecque, myndarlegur, framagjarn, sjálf- menntaður maður úr norður Frakklandi sem hafði forystu í udirbúningi 13. maí byltingarinn- ar. Aðalstuðningsmenn hans voru Jean Biaggi lögmaður, sem er gildvaxinn hægrisinnaður kappi og líkist nokkuð tetju sinni Napoleon. Hann hefur opinber- lega lýst því yfir að það hafi ver- ið hann sem skipulagði hinar fjandsamlegu móttökur sem Guy Mollet þáverandi forsætisráð- herra hlaut í Algeirsborg í febr. 1956, og Pascal Arrighi, kaldrifj- aður stjórnmálamaður sem skipu lagði uppreisnina á Korsíku sl. ár með öðrum byltingarmanni Lýðveldisfylkingarinnar Jean Thomazo, sem hefur það einkenni að hann gengur með leðurpjötlu fyrir nefinu til þess að hylja sár úr styrjöldinni. Eftir að Debré forsætisráðherra hafði flutj: varkára og langorða stefnu-yfirlýsingu á þjóðþinginu, þriðjudaginn 13. okt. reyndi Del- cque hópurinn að koma fram á fundi í þingflokki Lýðveldisfylk ingarinnar ályktun um að flokk- urinn skyldi taka upp baráttu fyrir algerri innlimun Alsírs í Frakkland. Formaður þingflokks ins M. Terrenoire svaraði því til að tillaga þessi mundi valda De Gaulle hershöfðingja vandræðum og lýsti síðan fundi slitið. Eftir það þurfti að kalla Frey upplýs- ingamálaráðherra til sem er einn af foringjum Lýðveldisfylkingar- innar til að lægja ólguna sem upp kom vegna þessa og ákveðið var að Debré forsætisráðherra skyldi þingflokkurinn enn saman til þess að ákveða hverjir skyldu tala fyrir flokkinn í umræðum um Alsír-málið á þingi. Fyrir val inu varð M. Terrenoire og tveir aðrir hollir Gaullistar. Ákveðið var að engir aðrir þingmenn flokksins skyldu tala við umræð- urnar. Úrsagnir úr flokknum Nokkrum klukkustundum síð- ar afhentu Delbecque, Biaggi, Arrighi, Thomaso og fimm aðr- ir úrsögn sína úr flokknum. Þeir bjuggust við því að 30—40 aðrir þingmenn myndu fylgja for- dæmi þeirra. Næsta dag fór að bera á því að hótanabréf um morð og líkamsmeiðingar færu að berast til ýmissa embættis- manna, stjórnmálamanna og blaðamanna, sem voru hlynntir því að samið væri um frið í Alsír. Á fimmtudagskvöldið 15. október, skýrði Lucien Neuwirth, feitlaginn, nærri því sköllóttur Gaullisti, sem verið hefur tals- maður öryggisnefndar Alsír síð- asta ár, því yfir að hann hefði komizt að því að vikingasveitir tilræðismanna væru komnar inn í Frakkland frá Spáni og hefðu þær meðferðis lista yfir kunna menn í Frakklandi, sem krossað hefði verið við og ætti að taka þá af lífi. Hann varaði líka við því að mögulegt væri að upp kæmi byltingarhreyfing í Alsír, sem yrði studd af hernum. Árásin á Mitterand Fyrrihluti yfirlýsingar hans fékkst staðfestur með áhrifa- miklum hætti aðfaranótt föstu- dags er lokið var umræðu á Frakklandsþingi um Alsírmálið. Einn af öldungardeildarþing- mönnunum, Francois Mitterand, sem verið hefur bandamaður Pierre Mendes-France, fyrrver- andi forsætisráðherra, var þá á leið heim til sín í bifreið, er árásarmenn eltu hann uppi á annarri bifreið og létu vélbyssu- skothríð dynja yfir hann. Bifreið Mitterands var alsett götum eftir byssukúlur, en öldungardeildar- þingmaðurinn slapp ómeiddur með undraverðum hætti. Þjóðþingið samþykkti traust á ríkisstjórnina í Alsír-málinu með 441 atkvæði gegn 23. Meðal þeirrá, sem greiddu ríkisstjórn- ríkisstjórn. Almennur orðrómur gekk um það að Debré forsætis- ráðherra væri að falla og í stað- inn fyrir hann mundi koma Ge- orges Bidault, sem er kunnur stjórnmálamaður frá fyrri dög- um, hefur verið utanríkisráð- herra og er forystumaður þeirra sem berjast gegn sjálfsákvörðun- arrétti Alsírbúa. Engar öruggar sannanir liggja fyrir um það að Bidault hafi verið flæktur í sam- særið, þó margir telji það lík- legt. Síðar hefur hann svarað því að hann hafi minni reynslu í stjórnmálasamsærum heldur en Delwé. Sá hluti lýðveldisfylkingarinn- ar, sem fylgir stjórninni að mál- um, mun án efa fagna því tæki- færi sem nú gefst til að los^ flokkinn við aðal-vandræðasegg- ina. En það er samt Ijóst, að til- raunin til að sundra flokknum var annað og meira en venjuleg- ar fjölskyldu erjur. Ritari lýð- veldisfylkingarinnar Chalandon gaf það greinilega í skyn 19. okt. þegar hann lýsti því yfir að undir búin hefði verið pólitísk uppreisn í Alsír samhliða úrsögnunum úr flokknum. Kjarni málsins væri sá að það hefði átt að steypa ríkis- stjórninni. „Þess vegna“, sagði hann „mælti forsætisráðherrann í fyrsta skipti á fundi miðstjórn- arinnar". Herinn sakaður um samsæri. Hins vegar þykir það undar- legt að í þessu sambandi hefir lög reglan engar ráðstafanir gert gegn hugsanlegum samsærismöim um. Lögreglan gerði húsrannsókn ir í höfuðstöðvum hægri öfga- flokkanna í París og úti á lands- byggðinni, en engar handtökur voru gerðar og engar ákærur komu fram gegn neinum þing- manni. Stöðugur orðrómur hefur geng ið um það að háttsettir herfor- ingjar hafi ætlað sér að not- færa sér hið ruglingslega stjórn- málaástand og neyða De Gaulle hershöfðingja til þess að breyta um ríkisstjórn. Debré svaraði þessum ásökunum með því, að ir hægri öfgar í Alsírmálinu og segist hann hafa látið sem hann féllist á fyrirætlun Mitterands. Hann kveðst geta sannað stað- hæfingar sínar með því að fyr- ir árásina hafi hann lagt ábyrgð ar bréf í póstinn þar sem hann gefur lýsingu á þremur samtöl- um, sem hann átti við Mitterand en þar var m. a. samið um hvern- ig tilbúnu árásinni skyldi hagað. Michel Debré, forsætisráðherra. Tilraun gerð til að steypa honum. Bréf þessi eru nú komin í hend ur rannsóknardómarans í París, sem hefur kallað bæði Mitterand og Besquet til sín og yfirheyrt þá í málinu. Mitterand viðurkennir að hann hafi hitt Besquet þrisvar sinnum skömmu fyrir vélbyssuárásina, en hann neitar því statt og stöð- ugt að hann hafi undirbúið yfir skins árás. Mitterand segir að á umræddum þremur fundum hafi Besquet varað hann við því að morðtilraun væri í aðsigi og fékkst það staðfest frá öðrum heimildum. Mitterand segir að andstæðingar hans hafi búið hon um gildru, sem sé { því fólgin að annað hvort hefði hann dáið í árásinni eða þá að mannorð hans skyldi eyðilagt ef hann lifði til verndar frönskum hagsmun- um í Alsír. Engin skýring hefur enn fund- izt á morði Ould Aoudia lög- fræðings sem var einrt af fáum lögfræðingum sem leyfði sér að verja serkneska þjóðernissinna fyrir dómstólum. Önnur tilræðis- verk hafa verið unnin í öðrum Evrópulöndum m.a. í Belgíu og að baki þeirra standi leynifél- agsskapur Frakka sem nefndur er „Rauða höndin.“ ★ Serkneskur þjóðernissinni var skotinn til bana í Köln í síðustu viku. Tvö þýzk skip sem voru hlaðin vopnum til serknesku upp reisnarmannanna sukku eftir sprengingar annað í Hamborg í september 1958, hitt í Ostende í Belgíu i marz síðastliðnum. Eigendur beggja skipanna voru síðar myrtir í sprengjuárásum. Lögregluyfirvöldunum í Belg- íu og Þýzkalandi hefur ekki tek- izt að sanna tilveru Rauðu hand arinnar. Ekki eru heldur neinar sannanir fyrir hendi um það að samband sé milli hryðjuverka Frakka í öðrum löndum og heimafyrir. ★ Það er því óvíst, hvort samb- and er á milli þessara skugga- legu atburða, þó að menn kynnu að ímynda sér að öllum þessum tilræðum og árásum væri stjórn að frá einum stað. Það er einnig óvíst, hvort fimmta lýðveldið var stofnað með samsæri og sú skoð- un virðist nú vera mjög rík með- a'. franskra stjórnmálamanna að grípa megi til ölöglegra aðferða til áð vinna fyrir föðurlandið. Hin nýju stjórnarvöld Frakk- lands stefndu að því að koma á og fylgja nýjum siðferðisreglum i stjórnmálum. Þetta hefur henni mistekizt. í stað þess er loft allt lævi blandið og hvarvetna vofa yfir tilræði og morð. Smám saman eru menn að komast á þá skoðun, að það sé aðeins her- inn sem geti bjargað vandræða barninu: Alsír. (Observer — Öll réttindi áskilin.) IVIorðtilræði setja svip sinn á franskt stjórnmálalíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.