Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 19
Föstudagur 30. okt. 1959 MORGUISBLAÐIÐ 19 Vogun vinnur, vogun tapar, í nýrri útgáfu ÚTVARPSÞÁTTUR Sveins Ás- geirssonar „Vogun vinnur — vog un tapar“ hefst að nýju á sunnu- dag, um leið og vetrardagskráin. Keppt verður enn um 10.000 kr. verðlaun, eins og í fyrra, en að öðru leyti verður þátturinn nýr að efni og formi. Nafnið eitt verð ur alveg óbreytt, enda til jaín- hárra verðlauna að keppa og áð- ur, en nú mun fleirum gefast kost ur á að reyna sig við hljóðnem- ann í ýmis konar keppni. í>átturinn verður hljóðritaður í Sjálfstæðishúsinu á sunnudag- inn kl. 3, og þar geta menn feng- ið sér miðdegiskaffi, meðan þeir horfa á þáttinn gerast. Hægt er að tryggja sér aðgöngumiða að upptökunni í síma 19722 milli kl. 2 og 5 í dag, en annars verða miðar seldir við innganginn frá kl. 1 e.h. Deild Filmíu í Keflavík KEFLAVÍK 29. okt: — Nýlega var stofnuð hér deild úr Filmíu og er starfsemi hennar í þann veginn að hefjast. Stjórn deildar innar er skipuð þessum mönnum: Hilmar Jónsson form., Skúli Helgason ritari og Steinþór Júl- íusson gjaldkeri. Ákveðið hefur verið að sýningar verði framveg- js á í'östudagskvöidum kl. 11 og verður fyrsta sýningin í kvöld á japönsku myndinni Rasha- man, en hún er eins og kunnugt er verðlaunamynd frá 1951. Sýn- ingarnar verða í Félagsbíói. I>eg ar hafa allmargir gerzt félagar, en þeir sem hug hafa á að ger- ast þátttakendur en hafa ekki enn fengið skírteini, skulu vitja þeirra í Félagsbíó. — Fréttaritari B.Í.L. hefurlokið leikf ör um landið BANDALAG íslenzkra leikfélaga hefur að undanförnu verið á leik- för um landið austan- og norð- anvert. Hefur bandalagið sýnt gamanleikinn Brúðkaup Bald- vins, samtals 28 sinnum á 25 stöð um, fjórar vikur. Var fyrst haldið til Hornafjarð ar 5. sept. og leikið þar daginn eftir. Síðan var haldið norður eftir Austurlandi og svo vestur Norðurland og síðast sýnt á Skagaströnd. i Króksfjarðarnesi og Búðardal. Leikstjóri í þessari för var frú Þóra Borg, en leikarar Emilía Borg, Kristín Jóhannsdóttir, Valdimar Lárusson, Harry Einarsson og Erlendur Blandon. Ljósameistari var Gunnlaugur Magnússon. Að því er frú Þóra Borg skýrði fréttamnnum frá í gær, var leik- för þessi í alla staði hin ánægju- legasta og rómaði frúin sérstak- lega móttökur hvarvetna á land- inu. Þessi leikför Bandalags ís- lenzkra leikfélaga hefur jafn- framt verið erindarekstur fyrir sambandið, þv; enginn sérstakur erindreki starfar á þess vegum. Er leikfélögum og ungmennafé- lögum innan sambandsins því að sjálfsögðu mikil uppörvun að slíkum heimsóknum, sem þeirri er hér hefur átt sér stað. í ráði er. að Bandalag íslenzkra leikfélaga haldi áfram slíkum kynningum og verður á næstunni ferðazt um Suðurland. Stjórn Bandalags íslenzkra leikfélaga skipa nú: Sigurður Kristinsson, Hafnarfirði, Ólafur Jóhannesson og frú Þóra Borg. í varastjórn eru: Erlendur Bland- on og Magnea Jóhannesdóttir. „Músagildran" eftir Agötu Christie er sýnd um þessar mundir í Kópavogsbíói. Aðsókn a'ð sýningunni hefur verið mjög góð, enda lilaut sýningin mjög lofsamlega dóma. — Agata Christie er afarvinsæll höfundur hér á landi og er „Músagildran" talin eitt bezta verk hennar. — Næsta sýning verður í kvöld. Leik- húsgestum skal bent á að þeir fá hentugar strætisvagnaferðir að bíóinu og heim að lokinni sýningu. — Myndin er af Jóhanni Fálssyni og Arnhildi Jónsdóttur í hlutverkum sínum. Guðbjörg Asgeirsdóttir frá Geirmundarstöðum í Strandasýslu. ★ Kveðjuorð: Gáfað fljóð með göfugt hjarta gæfu búið seim, upp í salinn engla bjarta er nú komið heim. Laus úr elli og öllu stríði, æðri sól hvar skín fór þinn andinn bænar blíði, blesuð vina mín. Trygg á drottins trúar stóli — tímans bundin heim — — Skák saztu og af þeim sjónar hóli sástu um víðan geim. Saga Krists hin kærleiksbjarta hverri ofar synd lifði í þínum hug og hjarta heilög fyrir mynd. Dygðug þinni stóðstu í stöðu, starffús fram í hel. Færðir hjálp með geði glöðu, gjörðir öllum vel. Heim að þínum garði gengin glöggt enn sér mín önd, er litla feimna og föla drenginn fús þín gladdi hönd. Þeim, sem ganga gegnum lífið, góða dygða braut, lánast margt, sem mildar kífið, margt þó valdi þraut Bótin var þinn bóndi í flestu og börnin sóma fríð, er voru og mínir vinir beztu og verða alla tíð. Framhald af bls. 18 Þvingað vegna hótunar Rh6f 26. Hg3! Ha6 Meiri vörn veitti 26.....g6, en svarta staðan er hreint ekki alveg eftir slíka veikingu. 27. Hxg7!t f stíl við ungdómsár Keresar. 27.....Bxg7 28. Dg4 Df5 Ef 28.....Hg6, þá 29. Rh6t og vinnur drottninguna á d7. 29. Dxf5 Hf6 30. Dd7 Hfe6 31. He3. Eftir þennan leik er svartur algjörlega glataður og þarfnast skákin ekki fleirri skýringa. 31.....dxe4 32. Hg3 Hae8 33 Dd4 Hg6 34. Dxe4 Hc8 35 b3 Rc6 36. Hd3 He6 37. Dc4 Hee8 38. Hg3 He6 39. Bh6! Ef .... Hxh6 þá Dg4. 39.....Hg6 40. Bxg7 Kxg7 41 Dc3t Kg8 42. h4 Re7 43. Hxgf hxg6t 44. Dxa5 Hclf 45. Kh2 og svartur gafst upp. Ingi R. Jóhannsson. Leiðrétting SÚ prentvilla varð í blaðinu í gær, þar sem skýrt var frá upp- bótarþingsætum, að sagt var að 8. landskjörinn þingmaður Al- freð Gislason væri af G-lista, en það átti að sjálfsögðu að vera D-listi, enda um að ræða Alfreð Gíslason, bæjarfógeta í Kefla- vík. — Þér svo margt frá þrotnum árum þökk mér gjalda ber, sem með hljóðum tregans tárum talast, ekki hér. En bæn ég flyt til guðs míns góða gjörða fyrir þig. Að leiði þig nú leysir þjóða lífs á æðsta stig. S. R. Síldarmerkingar AKUREYRI, 29. okt. — Á síðasta Alþingi var kjörin nefnd til að athuga um göngur og hætti síld- arstofnsins, sem veiðzt hefur í Eyjafirði undanfarna vetur. — f nefndinni var m. a. Jakob Jak- obsson, fiskifræðingur, og hefur hann undanfarna daga verið hér nyrðra við slíkar athuganir. Hitt- ist svo vel á er hann kom hingaö norður að síld fannst hér í Poll- inum, sem virðist vera af sama stofni og smásíldin, sem veidd var hér í fyrra og hafa vaxið síðan að stærð. í fyrradag merkti hann nokkrar síldar til þess að ganga úr skugga um hvað af henni yrði. Kristján Jónsson, for stjóri Niðursuðuverksmiðju K. J. & Co., sagði í gær að allt þetta mál væri á byrjunarstigi og nú fyrst í athugun. Aðrar fréttir, sem fram eru komnar um málið, telur hann vera orðum auknar. —• vig. , V///o trflann unninn í Hafnarfirði VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf í Hafnarfirði, hélt félagsfund sl. þriðjudag. Á fundinum var meðal annars rætt um siglingu togar- anna og hafði fulltrúum frá öll- irm útgerðarfélögum togara í Hafnarfirði verið boðið á fund- inn og þar mættu og tóku til máls forstjórar Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar: Kristinn Gunnarsson og Kristján Andrésson svo og Axel Kristjánsson, forstjóri og Einar Jónsson form. Sjómannafélags Hafnarfjarðar. Af hálfu stjórnar Hlífar hafði Hermann Guðmunds son framsögu. Umræður urðu fjör ugar og að þeim loknum var ein- róma samþykkt eftirfarandi til- laga: „Fundur haldinn í Verkamanna- félaginu Hlíf, þriðjudaginn 20. okt. 1959 mótmælir harðlega sigl- ingu togaranna með afla þeirra á erlendan markað, túr eftir túr. Fundurinn skorar á togaraeig- endur að hlutast til um að togar- arnir séu látnir leggja aflann á land í Hafnarfirði til vinnslu í fiskvinnslustöðvar og ennfremur beinir fundurinn því til ríkis- stjórnarinnar að hún hlutist til um, með þeim ráðstöfunum er hún telur tiltækilegastar að sigl- ingar togaranna verði stöðvað ar.“ — Greinargerð: Nú á þessu hausti hafa nokkrir togarar héðan úr bænum, hafið siglingar með afla sinn til útlanda og selt þar. Á sama tíma hefur verið tilfinnanlegur skortur á hrá efni í hinum mörgu fiskvinnslu- stöðvum í bænum. Að vísu er ekki ríkjandi atvinnuleysi, en vinna er lítil og í frystihúsunum er aðeins unnið annað slagið. Verkamannafélagið Hlíf hefur ávallt lýst sig andvigt siglingu togaranna með aflann á erlenda markaði, með þeirri undantekn- ingu þó að togararnir sigli aðeins einn túr á ári, til þess að útgerð þeirra geti aflað sér veiðiútbún- aðs og fl. Siglingar togaranna túr eftir túr, er fráleit ráðstöfun, enda leyfar frá þeim tíma þegar efna- hagskerfi þjóðarinnar var á ný- lendustigi og fiskurinn var að mestu fluttur út sem hvert ann- að hráefni. Að undanfömu hefur verið unn ið markvisst að því hér í Hafnar- firði sem viða annarsstaðar í land inu að koma upp fullkomnum fisk iðnaði, svo hægt væri að nýta fiskaflann í landinu sjálfu og hag nýta þannig vinnuaflið í þágu út- flutningsframleiðslunnar og auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. — Með siglingum togaranna er þann ig stigið aftur á bak, þar sem tal- ið er, að gjaldeyristekjur af afla togara sem siglir og selur afla sinn á erlendum markaði, sé ekki nema helmingur þess sem fæst fyrir sama afla, sé honum skipað upp hér á landi, unninn hér og seldur síðan úr landi sem unnin vara. Þess vegna telur Verkamanna- félagið Hlíf, að siglingar togar- anna séu andstæðar hagsmunum verkamanna, ráðstöfun, sem ekki sé hægt annað en mótmæla. Þá verður að telja, að verkamenn eigi nokkurn kröfurétt á hendur þeim, sem stjórna útgerð togar- anna, þar sem útgerðin er styrkt allríflega af opinberu fé. Hagsmunir þjóðarinnar í heild krefjast þess, að gerðar séu all- ar þær ráðstafanir, sem mögu- legar eru, til aukningar á gjald- eyristekjunum, svo hægt sé að bæta þau lífskjör, sem þjóðin, og sérstaklega verkalýðurinn, á nú við að búa. Þá var rætt um kaupgjaldsmál- in og kosið í nefndir. Fundarstjóri var Sigurður Guð mundsson, varaformaður Hlífar. Prentnemi Ungur, reglusamur piltur með gagnfræðapróf, óskar að komast að sem nemi í prent- smiðju. Tilb. sendist Mbi. merkt: Prentnemi — 4401. EGGERT CLAESSEN o* . GÚSTAV A. SVEINSSON \ hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem minntust mín á áttræðisafmæli mínu. Margrét Lárusdóttir, Úthlíð 6. Innilegar þakkir til allra, nær og fjær, sem glöddu mig á sextugsafmæli mínu 25. október s.l. með heim- sóknum, góðum gjöfum, blómum og skeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Lifið heil. Anna Árnadóttir. ■ Jarðarför föður okkar og tengdaföður, afa og langafa EYJÓLFS STEFÁNSSONAR frá Dröngum. fer fram laugard. 31. okt. kl. 2 s.d. frá Fríkirkjunni Hafnarfirði.. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir hönd ættingjanna Salbjörg Eyjólfsdóttir. Hjartanlega þökkum við öllum er sýndu okkur hlut- tekningu og vinarhug við fráfall systkinanna NÖNNU og RAGNARS Guð blessi ykkur öll. Útförin hefur farið fram. Guðrún Vernharðsdóttir, Þórir Kristjánsson. Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður og tengdaföður ODDS ÞORSTEINSSONAR kaupmanns. Katy Þorsteinsson, Dorte Oddsdóttir, Bragi Straumfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.