Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 16
16
MORCVNBLAÐÍÐ
Föstudapur 30. okt. 1959
WlTH A LAST SAD LOOK
AT LOST FOREST, ANDY
TURNS ANP STARTS ON
HtS JOURNEY TO FINP
MARK TRAIL
But SOON
PERP MISSES
HIM, AND
WITH NOSE TO
THE GROUNCJ
HE HURRIES
DOWN THE
TRAIL
At tke foot of a rocky
MOUNTAINSIDE, THE PUPPY
OVERTAKES THE BIG DOG,
BUT ANDY IGNORES HIM
WUkNB WOLFC;ANے
Hann leit fram fyrir sig, eins
og hann þyrði ekki að líta á
hana.
„Þú hefir nóg fé í eitt ár“,
mælti hann. Hann reyndi að vera
rólegur og blátt áfram í mál
rómnum. „Ef til vill heppnast
mér það á einu ári, að fá atvinnu,
safna dálitlu fé og herða upp
hugann til að byrja að nýju í
Evrópu“.
„Eitt ár . . .“, endurtók hún
dauflega. „Hvað ætlar þú að
gera hérna?“
„Ég veit það ekki ennþá, ekki
upp á víst“.
„Heldur þú, að þú sért sterk-
ari en þessi borg? Heldur þú,
að hér sé um aðra vinnu að
ræða en í sambandi við námurn
ar? Heldur þú, að úranvímunni
sé lokið, af því að við höfum unn
ið sigur?“ Hún talaði með alvöru
þunga. Henni var sama, þótt
hún færi að biðja hans.
„Við höfum ekki unnið neinn
sigur. Á morgun fara þeir að
gera veginn til Pomosa. Þeir
flytja jarðýturnar til Kwango-
svæðisins. Sewe er guðsmaður
og þess vegna hugsar hann í eil-
ífðum. Hann hyggur að mann-
úðin, sem hann hefur komið með
inn í frumskóginn, muni koma
aftur út úr honum. En það mun
fara svo, að hún verður að fela
sig lengra og lengra inni í frum
skóginum.
„Og þú ætlar að vera kyrr í
Kongó til þess að sjá það?“
Hann horfði ennþá fram fyrir
sig.
„Hver er munurinn?" sagði
hann. „Þeir vinna hráefnið í
óbyggðinni og í menningarlönd-
unum búa þeir til kjarnorku-
sprengjur úr því“. Hann sleppti
hönd hennar alltí einu. „En það
1 er ekki þetta. Ég kvíði brátt
áfram fyrir Evrópu. Ég yfirgaf
hana, þegar hún var í rústum. Ég
þekki hana ekki lengur“. Hann
þagnaði. „Þú varst dekruð kona.
Þú hafðir fallega íbúð í Brússel.
Hermanni gekk vel. Þú nauzt
samkvæmislífsins, varst í áliti,
áttir loðkápur, skraut og pen-
inga. Ég yrði að byrja þar alger-
lega á nýjan leik“.
Hún tók aftur hönd hans.
„Hefur þú spurt mig að því,
hvort ég sé kvíðin?“ sagði hún.
„Þú átt meira hugrekki en ég“,
mælti hann.
Hún brosti og horfði beint
framan í hann.
„Þess vegna er ég líka kona“.
Hún þrýsti hönd hans. „Anton —
þú verður að hætta að glíma við
svip Hermanns. Þú hefur glímt
við hann á meðan hann lifði —
og þú glímir við hann eftir að
hann er dáinn. Þú kvíðir ekki
fyrir Evrópu, þú kvíðir fyrir sam
anburðinum við hinn dána bróð-
ur þinn“. Henni fannst nú, að
sér væri það allt fyllilega ljóst,
sem hún hafoi haft húgboð um
þeissa mánuði.
„Ég sá einu sinni kvikmynd,
fyrir mörgúm árum, um tvær
systur. Þær voru tvíburar — það
var líklega gert til þess að áhorf-
endur skildu betur líkinguna“.
Hann leit á hana hissa. Hvern
ig stóð á því að hún fór allt í
einu að tala um einhverja gamla
kvikmynd?
„önnur systirin var góð, en hin
vond. Raunverulega er ekki til
svo vond manneskja té ekki held
ur svo góð. Systurnar gátu
aldrei skilið. Það hefði verið
þær höfðu líka tækifæri til þess.
gott, að þær hefðu gert það, og
Blómlaukar
Haustfrágangur
Verkfæri
Gróðrastöðin við Miklatorg
— Sími 19775.
En þær voru eins og fjötraðar
saman“.
„Hvað átt þú við með þessu?“
„Ég hygg, að höfundurinn hafi
ætlað sér að segja, að þær væru
báðar eitt. Til þess að leggja
áherzlu á það lék sama konan
bæði hlutverkin. Skáldið hafði
blátt áfram látið hið góða, sem
býr í okkur öllum, og hið illa,
sem býr í okkur tjllum, koma
fram í tveimur manneskjum. Síð-
an dó önnur systirin —“
„Sú góða?“
„Nei, sú vonda“. Hún brosti
aftur. „Það var kvikmynd og
hún varð að enda vel. En lífið
endar ekki heldur alltaf illa“.
„Ég skil þig samt sem áður
ekki ennþá“.
í stað þess að svara honum,
spurði hún:
„Hvers vegna barst þú ekki
vitni gegn Sewe, Anton?“
„Ég veit það ekki. Líklega hef
ur mér óað við síðasta skrefinu“.
Hann lækkaði róminn. „Ef til
vill vildi ég ekki missa þig“.
Hún hristi höfuðið.
„Það hef ég líka haldið. En það
var annað. Hermann var dáinn“.
Hún herpti saman varirnar. —
fann, að hún hafði tekið tillit til
annarra hálfa ævina. Nú var hún
að berjast fyrir gæfu sinni og
barnanna. Hún hafði hliðrað til
nógu lengi. „Hið illa í þér var
dáið. Þú varst frjáls. Hefndin
hafði drottnað í lífi þínu og eitr
að það. Hún hafði gert þig eins
vondan og þann, sem þú ætlaðir
að hefna þín á. Það er lögmálið.
Þú varst fullur haturs öll þessi
ár. Nú finnst þér vera tóm í sál-
inni, en þar sem ekkert hatur er
lengur, þar er rúm fyrir ástina“.
Og áður en hann gat syarað
nokkru hélt hún áfram. „Ég sá
þig nýskeð uppi á lofti hjá börn
unum. Það var ekkert lengur
eftir í þér af Antóníó. Þú hefur
lagt Antóníó að baki — og Leo-
poldville". Hún leit ekki á hann
og bætti við lágum rómi: „Þú
getur gefið ást og þú þarft ástar
með“.
Hann svaraði ekki, en tók
hana þegjandi í faðm sér.
Snöggvast varð báðum hugsað
til kossanna, sem þau höfðu gefið
hvort öðru. Það var í dyrunum
á kofanum, sem regnið buldi á, í
ókunna hótelherberginu í Leo-
poldville, og um tungskinsnótt í
Kongó-þorpinu, sem þau mundu
ekki lengur hvað hét. Það höfðu
verið ótamdir kossar, skjótir og
ástríðuþrungnir. Varir þeirrar
höfðu mætzt og hvatirnar höfðu
talað sínu máli. En varirnar
höfðu verið fyrirboðar sálarinn-
ar. Nú voru sálir beggja eitt.
Því næst hugsuðu þau ekki
lengur.
Grá morgunskíman kom inn í
herbergið, þegar þau vöknuðu
við upp úr faðmölgum sínunl.
Hversdagsleikinn olli þeim ekki
framar neinnar hræðslu. — Þau
báru ekki lengur kvíða fyrir
deginum, sem var að byrja.
Kirkjuklukkurnar í Leopold-
ville kölluðu hina trúuðu til
bæna. Það var sunnudagur. Vera
og börnin voru komin ofan í garð
inn fyrir klukkustund. Farangur
þeirra var fyrir löngu kominn út
í „Baudouin I“, Kongó-gufubát-
inn, sem átti að flytja þau til
norð-austurstöðva, þaðan sem
hægt var að komast til Evrópu á
ódýrari hátt, en að vísu ekki
þægilegri.
Þau stóðu öll þrjú á hafnar-
garðinum. Það var heiðskír og
ljómandi sumarmorgunn, og það
var komin dálítil gola. Gufubát-
urinn, sem var með tveimur þil-
förum og nærri því ferhyrndur,
stóð hvítur og hreinn upp úr
hinu grugguga og óhreina fljóti.
Þegar litið var fram hjá bátnum,
sást hinum megin fljótsbakki
frönsku nýlendunnar. Það var
unnið í óða önn við höfnina, enda
þótt það væri sunnudagsmorg-
unn. Tugir innborinna manna
báru farangursböggla og ferða-
kistur út í skipið. Nokkrar fjöl-
skyldur notuðu sunnudaginn til
skemmtiferðar eftir hinu lygna
fljóti. Tollþjónarnir voru á
kreiki meðal manna, sem litu
grunsamlega út, og notuðu hvert
tækifæri til að smygla gulli, de-
möntum, baðmalin, kaffi, kíníni,
svkri og dýrum málmum yfir
Kongófljótið. Hringleikaflokkur
hafði verið gestir í Leopoldville.
Leikararnir, sem héldu áfram til
frönsku Mið-Afríku, litu eftir,
meðan verið var að skipa út
tjöldum þeirra og dýrum.
Silvía og Pétur voru með all-
an hugann við furðuheim hafn-
arinnar. Áhugi þeirra á öllu og
spurningar þeirra um alla skap-
aða hluti dró athygli Veru frá
sjálfri sér.
Hún var í látlausum, léttum
sumarfötum og með lítinn, hvít-
an hatt. Hver, sem sá hana þann-
ig með Pétur við hægri hönd sér
en Silvíu við vinstri hönd, hefði
getað haldið, að hún væri
áhyggjulaxis, ung móðir á
skemmtisiglingu á sunnudegi —
I raun og veru var hún sorg-
mædd. Þá daga, sem hún hafði
verið með börnunum á litlu gisti
húsi í Avenue General Baron,
höfðu þau Anton nærri alltaf
verið saman. Hún hafði ekki get-
að talið honum hughvarf. Belg-
iskt flugfélag hafði reyndar lof-
að hinum fyrrverandi flugmanni
stöðu í Briissel, en krafðlst þess,
að hann dveldi eitt ár í Leopold
villi til að sýna hæfni sína. Hánn,
sem hafði reynt svo mörg ævin-
j týri síðustu þrettán árin, gat
j ekki ráðizt í það ævintýri, að
j snúa heim, ekki fyrr en hann
j hefði „eitthvað fast undir fót-
| um“, eins og hann komst að orðL
Vera efaðist ekki um ást harxs.
Hún efaðist ekki um þá ætlun
hans, að koma til Evrópu og
kvongast henni. Hún efaðist ekki
um það eitt andartak; að hún
j myndi bíða eftir honum. En það
j voru mörg þúsund kílómetrar
milli Leopoldville og Briissel og
eitt ár var heil eilífð.
Henni varð hvað eftir annað
litið á hina bröttu stiga, sem lágu
frá borginni niður til hafnarinn-
ar. Alltaf komu fleiri og fleiri
farþegar, hvítir og svartir,
skemmtiferðamenn og langferða
fólk, niður stigana. Kirkjuklukk-
urnar slógu átta. Klukkan niu
átti „Baudouin I.“ að láta úr
höfn.
Vera var nýbúin að áminna
börnin um að koma ekki nærri
rándýrabúrunum, sem verið var
að skipa út, þegar hún sá stóran,
svartklæddan mann efst uppi á
hinum breiðu steinþrepum. Hann
var höfði hærri en fjöldinn, sem
var í kring um hann og kom með
honum niður þrepin. Þetta var
Adam Sewe prestur. Hann kom
þegar í stað auga á Veru og kom
brosandi til hennar. Hann var
með lítinn böggul í hendinni.
......gparið yðu.i hiaup
6 miUi naaj-gra vorziana1-
ÚÓWJOOL
ÁM
- MWM!
Axtsturstiæth
Andi horfir dapurlega í áttina | leggur af stað í leit að Markúsi. | lega og reynir að þefa uppi slóð
til Tínda skógar áður en hann En Depill litli saknar hans fljót- hans. Við rætur fjallshlíðar einn-
ar nær Depill honum, en Andi lít- j
ur ekki við honum.
SUUtvarpiö
Föstudagur 30. októbej*
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
19.00 Tónleikar. — 18.25 Veðurfregnir.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Gervitungl og könnun
himingeimsins eftir D. J. Martin-
off. (Jón Múli Arnason flytur).
20.55 Musica nova: „EIdfuglinn“, svíta
byggð á samnefndum ballett eftir
Igor Stravinsky. Suisse-Romande
hljómsveitin leikur. Stjópnandn
Ernest Ansermet.
21.15 Upplestur: „Máttur málsins“, smá
saga eftir Irju Browallius í þýð-
ingu Margrétar Jónsdóttur rit-
höfundar (Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir leikkona les).
21.45 Tónleikar: Lúðrasveit fpanska
lýðveldishersins leikur franska
marsa.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Ef engill ég væri'*
eftip Heinrich Spoerl. XI. lestur
og sögulok (Ingi Jóhannesson).
22.35 Tónaregn: Svavar Gests kynnir
lög eftir Sigmund Romberg.
23.15 Dagskrárlok.
Laugardagur 31. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Raddir frá Norðurlöndum: Ellen
Mlamberg les dönsk Ijóð.
14.15 „Laugardagslögin“ — (16.00 Frétt
ir og veðurfregnir).
17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins-
son).
17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson).
18.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi" eftir Estrid Ott. I. lest-
ur (Pétur Sumarliðason kennari
þýðir og flytur).
18.55 Frægir söngvarar: Enrico Caruso
syngur ítölsk lög og óperuaríur.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Tónleikar: Lög eftir Leroy And-
erson. Hljómsveit leikur undir
stjórn höfundar.
20.40 Leikrit: „Týnda bréfið" eftir Ion
Luca Caragiale 1 þýðingu Hjartar
HalJdórssonar menntaskólakenn-
ara. Leikstjóri: Lárus Pálsson. —
Leikendur: Indriði Waage, Þor-
steinn O. Stephensen, Inga ]>órð-
ardóttir, Jón Aðils, Róbert Arn-
finnsson, Helgi Skúlason, Bessi
Bjarnason, Lárus Pálsson og Arni
Tryggvason.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.