Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 6
6
mo r c vy n la #> in
Föstudagur 30. okt. 1959
Sænskur æskulýðsleiðtogi í heimsókn:
Vill stoliaa félög nngra
ökumaima
I GÆRMORGUN fór af landinu
Hans Brander, sænskur æsku-
Iýðsleiðtogi, sem dvalizt hafði
hér í rúma viku og- frætt ýmsa
er að æskulýðsmálum vinna
hérlendis, um starfsemi af þessu
tagi í Svíaríki. Brander er ung-
ur að aldri, starfar hjá æsku-
lýðsdeild bindindisfélaga
sænskra ökumanna og er fulltrúi
deildarinnar í stjórn heildarsam-
taka sænskra æskulýðsfélaga.
Hann átti tal við blaðamenn í
fyrrakvöld að viðstöddum nokkr
um stjórnarmönnum í Æskulýðs-
sambandi íslands, — þeim Axel
Jónssyni, formanni sambandsins,
Bjarna Beinteinssyni, ritara, og
Björgvini Guðmundssyni féhirði
þess. ,
Um 80 heildarsamtök
Brander sagði, að í Svíþjóð
væru starfandi um 80 landssam-
tök æskufólks, og væru skráðir
meðlimir þeirra um 2 milljónir,
en margir væru þá tvítaldir.
Væri álitið. að um helmingur
ungs fólks í Svíþjóð væri nú í
einhvers konar æskulýðsfélags-
skap, enda væru Svíar félags-
menn góðir.
Æskulýðssamtök þessi skipt-
ast í fjóra aðalflokka: trúarfélög,
bindindisfélög, íþróttafélög og
stjórnmálafélög, en utan þessara
flokka eru ýmiss konar samtök.
Nefndi Brander sem dæmi ung-
mennahreyfingu Rauða krossins,
farfuglahreyfinguna, skátahreyf-
inguna — og gat þess einnig, að
ungt fólk hefði jafnvel stofnað
með sér félög til að vinna að
söfnun heimilda um menningu
einstakra sænskra héraða.
Mikil opinber stuðningur
Opinberir aðilar í Svíþjóð
veita æskulýðsstarfinu mikinn
fjárhagslegan stuðning, og er tal-
ið, að alls sé varið um 15 millj.
kr. í þessu skyni árlega úr fjár-
hirzlum ríkis og sveitarfélaga
— og þá talið í sænskum krón-
um. Þar af fara um 10% millj. kr.
til námsflokka, um 2 millj. til
almennra þarfa æskulýðsfélaga;
jafnhá upphæð til að styrkja tóm
stundaiðju og um ein millj. til að
greiða hluta af launum ýmissa
leiðbeinenda. Fjárveitingar þess-
ar voru auknar að miklum mun
fyrir fjórum árum, þegar áfeng-
islöggjöf Svíþjóðar var breytt og
áfengisskömmtun var afrtumin.
Brander var spurður um starf-
semi stjórnmálafélaga æskufólks
í Svíþjóð. Kvað hann hana minni
en hér á landi en allir hinir 5
aðalflokkar hefðu sín æskulýðs-
samtök. Fjölmennust eru samtök
Miðflokksins. Láta þau einkum
til sín taka í sveitum og eru inn-
an vébanda þeirra um 92.000 fé-
lagar.
Félög ungra ökumanna
Hinn sænski gestur var beðim
að segja, hvern hann teldi helzta
muninn á æskulýðsstarfi í Sví-
þjóð og hér á landi. Hann sagði,
að það hefði vakið athygli sína,
að stjórnmála gætti meira á
þessu sviði hérlendis. Þá kvaðst
hann telja að efla mætti kirkju-
legt æskulýðsstarf hér og einn-
ig starfsemi bindindisfélaga.
Loks ræddi hann um félags-
skap ungra ökumanna. Benti
Brander á, að ungt fólk hefði
mikinn áhuga á akstri, vildi hafa
ökutæki til umráða, og kæmist
oft yfir þau, bæði í Svíþjóð og
hér á landi. Stundum væri á-
huginn svo mikill, að bifreiðar
væru teknar ófrjálsri hendi, og
væri bilþjófnaður algengt brot
í Svíþjóð. Slíkur þjófnaður svo
og gálaus akstur væri einna verst
ur viðureignar af afbrotum ung-
menna. Væri ekki óþekkt, að
komið væri upp sérstökum óald-
arflokkum ökustráka. Það eykur
sjálfstraust ungmenna að hafa
umráð yfir ökutæki og stundum
brýzt það út á þann hátt, að þeir
bregða á hættulegan leik, sem
getur endað með skelfingu. En
ábyrgðartilfinning annarra eykst
hins vegar; þeir temja sér
meiri sjálfsaga og stillingu og
þroskast vegna umráða sinna yf-
ir hinu dýrmæta en hættulega
tæki. Brander taldi, að með stofn
un klúbba eða félaga fyrir trnga
ökumenn mætti glæða ábyrgðar-
tilfinningu þeirra og efla þroska
þeirra.
STEFin styðja
málstað Islands
EINS og kunnugt er sendi ís-
lenzka STEF erlendu sambands-
félögum sínum og réttindafræð-
ingum þeirra rækilega greinar-
gerð um landhelgismál íslands
ásamt bæklingum íslenzku ríkis-
stjórnarinnar.
Fyrstur brá við ritari brezka
STEFs og skrifaði grein í „Daily
Telegraph“ í London til stuðn-
ings málstaði vorum, benti á að
ísland ætti engan auð annan en
fiskinn og að ritarinn væri því
vel kunnur af dvöl sinni á fs-
landi í seinasta ófriði.
Þá kom gríska STEF á fram-
færi forystugrein í einu merk-
asta blaði Aþenuborgar og studdi
eindregið málstað íslands, og var
í því sambandi bent á hvernig
vér hefðum ætíð, er færi gafst,
verið Grikklandi og Kýpur til
stuðnings í frelsisbaráttunni.
Loks hefir nú borizt hingað
sérprentun úr vísindatímariti
Martin-Luther-háskólans í Halle-
Wittenberg á Þýzkalandi eftir
forstjóra ríkisréttardeildar
skólans próf. dr. jur Gerhard
Reintanz, og er þar á alls átta
blaðsíðum í stóru broti með 5
uppdráttum og rækilegum grein-
argerðum skýrt frá málstað ís-
lands í landhelgismálinu og hann
studdur mjög vel, en höfundur-
inn hefir áður skrifað ýmsar
greinar í blöð og tímarit um
þetta mál, og tilkynnir þýzka
STEFið um leið að fleiri réttinda-
fræðingar þýzkir hafi gefið mál-
inu mikinn gaum og skrifað
greinar og greinargerðar til stuðn
ings málstað vorum.
Landhelgismerkiii
SAMTÖKIN „Friðun miða —
framtíð lands“ biðja alla, sem
tóku að sér sölu merkjanna
kosningadagana 25. og 26. þ. m.
og enn hafa ekki gert skil, að
gera það nú þegar í skrifstofu
Slysavarnarfélags íslands í Gróf-
inni 1, kl. 1—5 síðdegis.
1 Tivoli í Kaupmannahöfn.
Það var í Höfn...
MARGIR Islendingar munu ein-
hvern tíma hafa komið til Kaup-
mannahafnar og par einkum á
tvo staði, sem mjög eru vinsælir:
„Den Röde Pimpernel“ („Nell-
an“) og „Tívólí“. Tívólí í Kaup-
mannahöfn hefur upp á margs
konar skemmtun að bjóða eink-
um af léttara tagir.u. Hefur því
stundum verið farið háðulegum
orðum um tívólí-stofnanir al-
mennt og gleðskap þann, sem þar
fyrirfinnst. f þessu máli hafa
Danir verið mjög framsýnir. Fæst
um dytti í hug að kalla Tívólí í
Kaupmh. „billegan" skemmti-
stað, og veldur því einkum
tvennt: Hinn fagri lystigarður og
hinn tígulegi konsertsalur. Kon-
sertsalur þessi er fagurt lista-
verk, og fylgja hér á eftir nokk-
ur orð um sögu hans. —
! ! !
15. ágúst 1843. — Það er „fæð-
ingarár“ Tívólís og á þessum
degi var fyrsti konsertsalur
Tívólís, „Concert-Salonen“, vígð-
ur. Hljómsveitarstjóri, einleikari
og tónskáld voru ein og sama
persóna: H. C. Lumbye. Húsið
var snoturt tréhús, mjög útflúrað,
en eins og „salon“-nafnið gefur
í skyn, mjög lítið fyrir hljóm-
leika. Entist það því aðeins 20
ár, og þá var það rifið niður og
nýtt og stærra hús byggt. Samt
var það svo lítið, að flestir gest-
anna urðu að hlýða á tónlist-
ina standandi. Var því ekki
breytt fyrr en árið 1902, en þá
var Tivólí-hljómsveitin flutt í
nýjan og glæsilegan konsertsal,
teiknaðan af arkitekt K. Arne-
Petersen, og þar með fékk Tívólí
sinn fyrsta konsertsal í nútíma-
skilningi orðsins. Gamla konsert-
salnum var breytt í byggingu, —•'
þekkta sem „Glersalurinn“ (Glas
salen).
1939 skall stríðið á, og nóttina
24. júní 1944 var konsertsalurinn
Glersalurinn, og margar aðrar
byggingar sprengdar í loft upp.
Glersalurinn var algerlega eyði-
lagður, en menn hófust þegar
handa og byggðu á rústum hans
bráðabirgða konsertsal, sem not-
aður var frá 23. maí 1946 til 11.
sept. 1955, en þá var hinn núver-
andi konsertsalur vígður.
! ! !
Það tók rúmt ár að byggja
nýja konsertsalinn. Hann er á
sama stað og sá gamli, og rúm-
ar 2Ó00 áhorfendur (t.d. rúmar
Austurbæjarbíó um 790). Arki-
tektar voru þeir Frits Schlegel
og Hans Hansen og við skreyt-
ingu störfuðu meðal annars Mog-
ens Zieler (mósaíkskreytingin),
William Scharff (tjaldið), Svend
Johansen, Fridericia o. fl. Salur-
skrifar úr
daglegq lifinu
Saumaklúbburinn
ræddi um smjörið.
OFT hefi ég heyrt karlmenn
segja, að það væri fróðlegt
að heyra hvað blessaðar frúrnar
ræddu um, þegar þær væru komn
ar saman í saumaklúbb. Velvak-
andi hlustaði stutta stund á um-
ræðurnar í einum slíkum sauma-
klúbb um daginn. Og um hvað
var rætt? Lengst af um gæða-
smjörið!
— Þetta er nú meira óþverra-
smjörið, sagði ein.
— Já, ég fer x mál við þá,
sagði önnur. Stykkið, sem ég fékk
um daginn, var svo lint, að þegar
ég ætlaði að fara að smyrja með
því, spýttist klessa á nýhreinsað
pilsið mitt.
— Minn kaupmaður er svo
ansi flinkur í að þreifa pakkana
og finna þann stífasta fyrir mig,
jafnvel þó þeir séu allir í kæli,
sagði sú þriðja. En aumingja
fólkið, sem fær hina pakkana.
— Og hvað er orðið af annars
flokks smjörinu, sem fékkst
fyrst? Ég keypti það alltaf, því
mér fannst það fullt eins gott,
og svo hvarf það alveg, hefur
ekki sézt síðan í júní.
— Vtið þið það, að þetta kem-
ur aðeins niður á Reykvíkingum.
Aðrir fá að kaupa beint frá næsta
mjólkurbúi. Ekki veit ég hvers
við eigum að gjalda.
Þannig hélt samtalið áfram. —
Allar voru húsmæðurnar sam-
mála um að þær fengju verra
smjör síðan þær hættu að geta
valið sér það sjálfar, en urðu
í staðinn að fara að taka við þvi
sem að þeim er rétt. Þegar ég
fer að hugsa um það, minnist ég
þess ekki að hafa heyrt eina ein-
ustu húsmóður hrósa þessu fyrir
komulagi.
Það er enginn vafi að konum-
ar í umræddum saumaklúbb,
hefðu hætt að kaupa slíkt smjör,
sem þær ræddu um, ef þær hefðu
um annað að velja. Og þá er ég
illa svikinn, ef smjörframleiðand
inn hefði haldið áfram að skelta
skollaeyrum við umkvörtunum
þeiiTa.
Glerbrot í ostinum.
UR því, mjólkurafurðir eru til
umræðu, hlýt ég að minnast
á ostbita, sem liggur hér á skrif-
stofu Velvakanda. Ekki er annað
hægt að sjá, en að í honum séu
margar örsmáar glerflísar. Mað-
ur nokkur kom með hann. Lítil
dóttir hans hafði fengið upp í sig
glerbrot, er hún var að borða
brauðiS sitt, og í ljós kom, að
það var úr ostinum.
Ostur þessi var keyptur í
verzlun einni hér í bænum, inn-
pakkaður og merktur ákveðnu
mjólkurbúi á Suðurlandi. Þar
hlýtur eitthvað að hafa brotnað
í nánd við ostaker, áður en ost-
inum var pakkað. Virðist óafsak-
anlegt að henda ekki öllum þeim
osti sem hugsanlegt er að gler-
flísar hafi komizt í, því varla er
hægt að ímynda sér að gler brotni
og dreifist án þess að því sé veitt
athygli á slíkum stöðum.
inn hefur einnig allan leikhúsút-
búnað og er stundum notaður við
leikritauppfærzlur og óperuflutn-
ing. *
Á sumrin (frá 1. maí til 15.
sept.) eru tónleikar á hverjum
degi og hverju kvöldi. Koma þar
fram mörg þekkt nöfn, svo sem
David Ojstrakh, Yehudi Menuhin,
Georg Vasarhelyi, Endre Wolf,
Robert Riefling, Boston Symph.
Orch. (með Charles Munch og
Pierre Monteux), B.B.C. Symph.
Orch. (Malcolm Sargent), Phila-
delphia Orch. (Ormandy) o. m. fl.
— enda er yfirleitt afar erfitt að
fá miða á þessa tónleika.
Samt ætti unnandi listræns um
hverfis og fagurrar tónlistar ekki
að láta fram hjá sér fara, þegar
hann kemur til Kaupmannahafn-
ar að sjá konsertsalinn og fara á
tónleika þar. Það er þess virði að
reyna. Góða skemmtun.
Gunnar Kjartansson.
hey-
skapar-
sumar
VALDASTÖÐUM 24. okt. 1959.
Erfið sumarveðrátta sunnanlands
Þegar litið er yfir sumarið, sem
kvaddi í gær má hiklaust teljaw
að hafi verið eitt með því lakasta,
sem komið hefir um alllangt ára
bil. Sumir telja, að jafnvel sumar
ið 1955 hafi verið ögn betra til
heyöflunar, og reyndist þó rnörg-
um það ár full erfitt.
Hér í sveit er heyfengur bænda
mjög misjafn. Nokkrir hafa náð
sæmilegum heyfeng, aðrir minna,
og enn aðrir sáralitlu. En, sem
betur fer, eru þeir færri. Sé ég
varla hvernig þeir muni bjarg-
ast með búpening sinn í vetur.
Enn er allmikið úti af heyum, á
túnum og engjum. Má vel gera
sér í hugarlund, hvernig það er
orðið; hey sem hrakizt hefur 1
fleiri vikur. Eitthvað held ég
þurfi að géra þessum bændum
til hjálpar. Uppskera í görðum
mun vera með lakara móti. Ekki
munu allir vera búnir að ná upp
úr kartöflugörðum.
í fyrstu leit f haust, urðu
gangnamenn varir við nokkra
yrðlinga, á svonefndum SeljadaL
í vor, þegar grenjaleit fór fram,
eins og venjulega, varð einskis
vart á þessum slóðum.
Dálitið hefir bráðapest í sauð-
fé gert vart við sig í haust.
— St. G.
4»