Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 30. okt. 1959 Hœtfi við abstraktformið — naði ekki tökum á því Veturliði Cunnarsson opnar sýningu í kvöld í KVÖLD klukkan 8,30 opnar Veturliði Gunnarsson, Iist- málari, málverkasýningu í Listamannaskálanum. — Það má til tíðinda teljast, að Vet- Veturliði Gunnarsson. urliði hefur horfið frá ab- strakt listforminu. — Sýnir Veturliði milli 60—70 vatns- litamyndir, auk þess vegg- skildi úr plasti, sem hann hef ur málað með lakkmálningu. Veturliði sagði í gær, að hann hefði verið önnum kafinn í sum- ar við að mála, og hefði hann víða farið með ströndum fram, en einnig vestur á Snæfellsnes og austur í Öræfi. Á sýningunni gætu menn séð allflestar þær myndir, sem hann hafi málað í þessum ferðum sínum. Veturliði kvaðst aðspurður um abstraktformið aðeins hafa yfir- gefið það, vegna þess að hann hafi ekki náð tökum á því, og ekki á neinn hátt getað tileinkað sér listtúlkun þessa. Kvaðst Veturliði hvergi hafa betur sannfærzt um þetta, en á LONDON, 29. okt. NTB-Reuter. Brezki utanríkisráðherrann, Sel- wyn Lloyd, sagði { neðri mál- stofu brezka þingsins í dag, að fundur æðstu manna Vesturveld- anna yrði sennilega haldinn um miðjan desember. Hann sagði líka, að það væri misskilningur að slá því á frest að halda fund með Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna. Halda bæri fund æðstu manna í austri og vestri eins snemma og mögulegt væri, sagði hann. Um fund æðstu manna Vestur- veldanna sagði Lloyd, að það virtist hæfa leiðtogunum bezt að halda hann um miðjan desem- ber, en Bretar vildu gjarna að hann yrði haldinn fyrr. Hins veg ar bæri að gæta þess. að með þessu móti væri hægt að hafa samráð við öll aðildarríki Atlants hafabandalagsins. Lloyd sagði að ágreiningsefni Vesturveldanna væru einkum þau, hvaða mál bæri að taka fyr- ir á fundi æðstu manna aust- urs og veslurs og hvenær væri heppilegt að halda fimdinn. Lloyd lagði áherzlu á það, að ekki væri einungis nauðsynlegt að taka tillit til þess, hvað hæfði ríkisstjórnum Vesturveldanna, heldur yrði einnig að hafa hlið- sjón að þvf hvað sovétstjórnin vildi. , Ástæða til óróleska Lloyd sagði að «on væri ástæða Ui að vera órólegur yíir ýmsum listsýningunni miklu er haldin var suður í Brússel í fyrra. Ég verð að segja það sem skoðun mína eftir að hafa séð listsýninguna þar, og stöðu ís- lenzkra listamanna gagnvart því listformi, að heima á íslandi eig- ÞAÐ má vera að það sé ekki á vitorði almennings, að íslending- ar háfa á undanförnum árum lagt fram veigamikinn skerf til þess starfs, er Lútherska alkirkju ráðið vinnur fyrir flóttamenn suður í Jórdaníu og Sýrlandi. — Hefur biskup íslands haft for- göngu um þetta. í gærdag átti biskupinn próf. Sigurbjörn Einarsson fund með blaðamönnum, þar sem hann skýrði frá því, að á vegum kirkj- unnar yrði nú leitað enn frekari stuðnings almennings við þetta mál. Við erum skyldugir til þess að leggja þessu fólki lið, sagði biskupinn. Gat hann þess í upp- hafi samtals síns, að sér hefði verið tjá, að í dag væru í heim- inum 45 milljónir flóttamanna. í Evrópu eru nú 18 milljónir fólttamanna, en sú hjálp, sem kirkja íslands hefir veitt, hefur fyrst og fremst beinzt að því að leggja nokkuð af mörkum til hjálpar þeim hundruðum þús- unda Araba, sem nú dveljast í búðum í Jórdaníu og Sýrlandi. Á undanförnum árum hefur bisk- up íslands haft um það forgöngu, árekstrum milli kommúnistaríkj- anna og hinna andkommúnísku ríkja, og nefndi hann í því sam- bandi landamæradeilurnar milli Indlands og Kína og ástandið í Laos. Hann kvaðst álíta heimsku legt að ímynda sér að ekki væru mörg alvarleg vandamál óleyst, en hins vegar kvaðst hann álíta að stigin hefðu verið mikilvæg skref í rétta átt síðan í fyrra í samskiptum Áusturs og Vesturs. Áframhaldandi samningar við Rússa Um ástandið i Laos sagði Lloyd að ekki væri rétt að draga landið inn í þau hernaðarbandalög, sem fyrir hendi væru, og að ekki væri rétt að hafa þar aðrar herstöðvar en þær, sem samþykktar hefðu verið með Genfar-sáttmálanum. Hann kvaðst hafa fengið afdrátt- arlausar yfirlýsingar frá Herter utanríkisráðherra Bandaríkjanna þess efnis, að ekki væru neinar bandarískar herstöðvar í Laos. Bretland og Sovétrikin skipt- ust á formannssætinu á Genfar- ráðstefnunni um Indókína árið 1954, og Lloyd sagði að Bretar væru staðráðnir í að halda áfram samvinnunni við Sovétríkin um Laos-málin. Lloyd sagði frá því, að innan skamms mundu Bretar eiga við ræður við Frakka um vanda- mál Evrópu, enda hefðu Bretar ætíð litið á sig sem óaðskiljan- legan hluta af Evrópu. um við óþrjótandi efni. Við eig- um lítið erindi með okkar ab- straktlist út á meðal annarra þjóða. Slíkt er álíka fávizka og ætla að senda Grindvíkingum soðningu, eins og Eggert Stef- ánsson komst einu sinni að orði. Sýning Veturliða, sem jafn- framt er sölusýning, stendur yfir í 10 daga. að senda suður þangað lýsi og skreið. Hefur í bréfum til bisk- ups, verið bent á hve þessi fæða sé sérstaklega vel þegin fyrir það, að í daglegri fæðu fólksins í flóttamannabúðunum sé matur með heldur litlu eggjahvítuinni- haldi. Nokkuð ræddi biskupinn próf. Sigurbjöm Einarsson um starf Alkirkjuráðsins og Lútherska kirkjusambandsins í þágu flótta- mannanna og komst biskup þannig að orði, að þessi yfirstand andi öld hefði vissulega hlotið réttnefnið: Öld hins hælislausa manns. Þá skýrði Sigurbörn biskup frá því að hann hefði skrifað öllum sóknarprestum landsins bréf þess efnis, að þeir hefðu með höndum yfirstjórn almennrar fjár söfnunar til styrktar flóttamanna hjálp kirkjunnar. Hér í Reykja- vík verður á sunnudaginn kem- ur tekið á móti samskotum að lokinni guðsþjónunstu. Úti á landi, í kaupstöðum mun þetta og verða gert á sunnudaginn og annars staðar eftir ástæðum prestanna. Biskup kvaðst og mundu ætla að fá Reykjavíkurblöðin til liðs við f jársöfnun þessa. Kvaðst bisK- up vænta þess, að almenningur léti eitthvað af hendi rakna í þessu skyni. Málefni flóttaflóks- ins er eitt alvarlegasta vandamál nútímans. Nú þyrftum við að halda í horfinu með framlag okk- ar íslendinga og vel það, sagði biskup. Verður þá að sjálfsögðu sem fyrr, öllu því fé sem almenning- ur gefur til þessarar Flóttamanna söfnunar varið til kaupa á lýsi og skreið, fyrir flóttamannastöðv amar í Jórdaníu og Sýrlandi. Rehnetjaveiðor að gíæðast KEFLAVÍK, 29. okt: — Reknetja veiði virðist nú vera eitthvað að glæðast. Átta bátar eru þegar byrjaðir veíðar héðan og all margir eru nú að búa sig til veiða. í dag bárust 180 tunnur á land af þeim sex bátum, sem inn komu en tveir komu ekki að. Nohni var með um 70 tunnur og næstur honum var Faxavík með 62 tunnur. Síldin er nú mun betri en úr fyrstu drifunum. Allgóð ufsaveiði er einnig á miðum. Með morgninum gerði Sv-brælu á miðunum og er mjög óvíst hvort bátarnir fara út í kvöld. Tólf bátar stunda nú þorskanetjaveiði héðan og hafa þeir aflað all sæmi lega undanfarið. Eru það eink- um minni bátarnir. Einn af stærri bátunum. Sæborgin hef- ur undanfarið verið á togveið- um og aflað allvel, þegar gefið hefur. — Ingvar. Hjónin Sophia Loren og Carlo Ponti verða að hegða sér eins og þau þekkist ekki í ættlandi sínu, Ítalíu. Hann á það á hættu að verða lögsóttur fyrir tvíkvæni, þar sem hjónaskilnaður er ekki viSurkenndur innan kaþólsku kirkjunnar á Ítalíu. En fyrri kona Pontis hefur lýst því yfir, að hún muni ekki kæra hann, ef hann „sýni sig ekki“ með keppinaut hennar. Sophia er nú að leika í A LAUGARDAGINN kemur fara fram kosningar til Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, en það er sem kunnugt er skipað 9 'stúd- entum. í kjöri eru 4 listar, A- listi Stúdentafélags jafnaðar- manna, B-listi Fél. frjálslyndra stúdenta og Þjóðvarnarfélags stúdenta, C-listi óháðra vinstri manna og D-listi, „Vöku“, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. — Á kjörskrá eru um 800 stúdentar. Lista „Vöku“ — félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta skipa eft- irtaldir stúdentar: 1. Árni Grétar Finnsson, stud. jur. 2. Jóhann G. Þorbergsson, stud. med. 3. Njörður P. Njarðvík, stud. mag. 4. Grétar Br. Kristjánsson, stud. jur. 5. Jakob Þ. Möller, stud. med. 5. Höskuldur Jónsson, stud. oecon. 7. Ásmundur Einarsson, stud. jur. 8. Vífill Oddsson, stud. polyt. 9. Reinhold Kristjánsson, stud. med. 10. Ingólfur Örn Biöndal, stud. jur. 11. Gunnlaugur Ingvarsson, stud. med. 12. Styrmir Gunnarsson, stud. jur. 13. Helga Karlsdóttir, stud. philot 14. Þórður Þorbjörnsson, stud. polyt. 15. Hörður Einarsson stud. jur. 16. Páll Þórhallsson, stud. med. 17. Hörður Sigurgesisson. stud. oecon. 18. Ólafur Egilsson, stud. jur. Vaka befur undanfarin 3 ár haft meirihluta í stúdentaráði og leitt fram til sigurs ýmis mikil- vægustu hagsmunamál stúdenta Andstæðingar hennar hafa gert hverja tilraunina á fætur ann- arri til, að ná meirihluta, en þær hafa allar misheppnazt, enda hafa stúdentar verið minnugir kvikmyndinni „Napoliflói" á móti Clark Gable. Fyrir skömmu sátu þau hjónin, Sophia Loren og Carlo Ponti, í sama veiunga- húsi í Róm, en auðvitað sitt við hvort borð, og gátu þau aðeins talað saman með augurium (sjá myndir). Clark Gable, sem var með Sophiu, er sýnilega dálítið stríðinn, því hann virðist alveg einstaklega stimamjúkur við sessunaut sinn. þeirrar kyrrstöðu, í öllum þýð- armiklum málum sem ríkti í stjórnartíð þeirra fyrr á árum. Að þessu sinni hafa róttækir (kommúnistar), frjálslyndir (framsóknarmenn) og þjóðvarn- armenn brætt sig saman um framboð. Þykir þessi ráðstöfun mjög misráðin af mörgum þeirra, sem áður hafa talizt til þessara félaga. Er sú óánægja ástæðan til þess, að fram kom á síðustu stundu iisti óháðra stúdenta, erx hann er skipaður ý.'nsum stúd- entum er áður hafa stutt vinstri félögin og sumir meira að segja áður verið í framboði íyrir þau. Það er hins vegar sameiginlegt með listum þessum báðum, að þau sæti, sem einhverja þýðingu hafa, þykja lélega skipuð. Þess er því að vænta, að háskóiastúdent- ar fylki sér um lista Vöku og tryggi þar með að áfram verði haldið ötulu starfi að hagsmuna málum stúdenta og eflingu félags starfs þeirra. Arekstur og umferðartafir SÍÐDEGIS í gær lenti hraðferð- arvagn frá Strætisvögnunum í dálitlum árekstri á Hverfisgöt- unni, á móts við Vitastíg. Árekst- ur þessi olli miklum umferðar- töfum, því á meðan lögreglan var að mæla upp árekstrarstaðinn og vinna að öflun gagna málið varð- andi, varð að loka þessari miklu umferðargötu. Bitnaði þetta mjög á farþegum með strætis- vögnunum og kom meira að segja af stað ruglingi. Farþegarnir voru látnir yfir- gefa vagninn, svo að ferðir þeirra tefðust ekki meir en nauðsyn krafði. Var vagn sendur til þess að flytja þá. Strætisvagninn hafði verið að aka framúr bíl, sem stóð við vinstri gangstétt, en ók af stað inn í umferðina. Skemmdir höfðu ekki orðið miklar á bílnum. Lloyd vill ráðstefnu œðstu manna sem fyrst Skreið oq lýsi til flótta- mannabúða Araba Biskup hvetur til aukins framlags Islendinga til þessa mannúðar- og hjálpastarfs Kosningarnar til Stúdentaráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.