Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 8
8
MORGVIVBLAÐIÐ
Föstudasrur 30. okt. 1959
Kvikmyndasýning
Germaníu
Á MORGUN, laugardag, hefjast
að nýju kvikmyndasýningar á
vegum félagsins Germanía, er
notið hafa mikilla vinsælda und-
anfama vetur, og hafa oft færri
komizt að en vildu.
Ein aðalmyndin á sýningunni
nú er um ævi og starf skáldjöf-
urins Friedrich Schiller, en nú
um þessar mundir er skáldsina
minnzt víða um heim í tilefni af
200. fæðingardegi hans 11. nóv.
1959. Síðan verður sýnd mynd
af atriðum úr einu af höfuðleik-
ritum skáldsins, Ræningjunum.
Á sýningunni á morgun verða
einnig sýndar fréttamyndir eina
og allajafna á sýningum félaga-
ins, og eru fréttamyndimar nú
frá markverðum tíðindum, sena
gerðust á sl. vori. Enn fremur
er mjög athyglisverð mynd frá
uppbyggingu borgarhluta í Ham-
borg, þar sem háhýsi eru einu
byggingarnar.
Við s[gldjnn
þvers og krus
í HINNI þekktu kvikmynd
„Gamli maðurinn og hafið“,
sem gerð er eftir sögu Hem-
ingways, er meginuppistaðan
eltingaleikur gamla mannsins
við gríðarstóran hákarl og við-
ureign hans við að yfirvinna
hina óðu skepnu, sem enda-
sendist í djöfulmóð um hafið
og dregur bátinn á eftir sér
eins og skel. Er talið að þessi
þáttur myndarinnar hafi tekizt
mjög vel og viðureignin öll sé
afarspennandi og gefi mynd-
inni fyrst og fremst gildi. —
Hefir hún verið sýnd víða um
heim, en þó ekki hér. Til gam-
ans má þó geta þess, að í mjög
svipaða viðureign við hákarl
og segir í myndinni, komst ís-
lendingOr einn ekki alls fyrir
löngu úti fyrir vesturströnd
Indlands. Er það Guðjón 111-
ugason skipstjóri frá Hafnar-
firði, sem dvalizt hefur í Ind-
íand: á vegum Matvæla- og
landbúnaðarmálastofnunnar
Sameinuðu þjóðanna um fimm
ára skeið. — Frá atburðmum
sagði Guðjón fyrir skömmu í
Rómaborg, en þangað var
hann kominn í stutta heim-
sókn á vegum stofnunarinnar.
— Sagðist honum svo frá, í
stuttu máli:
— Það var í eitt skiptið sem
oftar, að ég fór út með 13 ind-
verskum sjómönnum og tveim
ur aðscoðarmönnum, og var sú
ferð, eins og flestar, gerð í
þecm tilgangi að kenna hinum
indversku sjóicennsku. Haldió
var á miðin snemma dags, á
tveimur nýtísku stálbátum,
sem hvor um sig er 11 metra
langur. Gerðist ekkert maik-
vert fram að hádegi, en rétt
eftir kl. 1, þegar við vorum
um 8 sjómílur fyrir norðan
Mangalore (sem er allsunnar-
arlega á vesturströndinni),
komum við auga á gríðarlega
stóran hákarl, sem mókti í
sjónum skammt frá okkur og
var vel sjáanlegur. Hafði eng-
inn af hinum indversku sjó-
mönnum séð slíka skepnu
fyrr, og tók ég mig því til og
hélt í áttina að hákarlinum.
Störðu Indverjarnir furðu
lostnir á hina gríðarstóru
skepnu, sem hreyfði sig furð-
anlega lítið þótt við nálguð-
umst hana. Varð nú uppi fótur
og fit um borð, og ég ákvað
þegar að reyna að klófesta
ið hann upp að síðu bátsins.
Þar bjó ég eins rækilega um
hann og kostur var á, en síðan
var haldið í átt til lands.
En við höfðum misreiknað
getu hinnar grimmu skepnu.
Ekki var langt farið, þegar
hákarlinn tók slíkt viðbragð,
að engu var líkara en hann
drægi bátinn með sér niður í
djúpið. En til allrar hamingju
vorum við komnir það nálægt
landi, að hákarlinn rakst l
botninn þegar hann kafaði. —
Þrátt fyrir það togaði hann
bátinn af svo miklum krafti
með sér, að sjór fossaði inn á
dekkið. Hafði viðureignin stað
er neiraui OKeypis ao-
gangur að sýningunni meðan hús-
rúm leyfir, börn þó aðeins í fylgd
með fullorðnum. Sýningin hefst
kl. 2 e. h. og er í Nýja Bíói.
Mýrdalssandur, vega-
gerð og innanlandsflug
með illhvelinu
þrjótinn. En veiðarfæri hjá
okkur voru fátækileg til slíkra
hluta: einn stingur um met-
ers langur, boginn í endann,
og Manilalína, sem var um
tveggja þumlunga sver.
Sigldum við nú þvers og
krus með illhvelinu og stóð
ég tilbúinn að skutla stingn-
um, sem við bundum línuna
í. Og heppnin var með okkur,
þegar skepnan næstum því
stakk sér undir kinnung báts-
ins, lét ég stinginn fljúa í
hrygg hennar, og þar stakkst
hann á bólakaf og sat fastur.
Og þá byrjaði nú djöfulgangur .
í lagi. Bátana höfðum við
bundið saman með vír aftan
í hvorum öðrum, og áður
höfðum við drepið á báðum
vélunum.
Hið næsta, sem gerðist, var
svo það, að hinn 10 metra langi
og 5 tonna þungi hákarl dró,
báða bátana af miklum hama-
gangi um sjóinn í 20 mínútur
og var ferðin hin þægilegasta.
En allt í einu losnaði línan
úr króknum á stingnum og
„fjandinn" var laus. Urðum
við að vonum fyrir miklum
vonbrigðum og töldum víst að
allt væri búið. En svo var þó
ekki. Okkur tókst aftur eftir
skamma stund að nálgast há-
karlinn og gat ég þá smeygt
nælonlínu í krók stingsias,
sem haggaðist ekki. Varð
skepnan þá brátt vör við að
ekki var allt með felldu og
buslaði nú allt hvað af tók,
sjógusurnar gengu yfir bát-
ana og aftur tók hann þá í
slef. Gekk á því allt til kl. hálf
fimm i*n daginn, en þá dró úrj
ferðinni, hákarlinn orðinn upp,
gefinn, og gátum við þá dreg-
ið í 7 klst. þegar í land var
komið.
Sagan er svo ekki öllu
lengri, en Guðjón Illugason
gat þess, að atburður þessi
hafi vakið geysiathygli á þess-
um slóðum, og ekki hafi veiðzt
eins stór skepna í mannaminn-
um við vesturströnd Indlands.
Sern dæmi um hversu mikla
athygli atburður þessi vakti,
skýrði Guðjón svo frá, að um
100 þúsund manns hefðu kom-
ið niður að ströndinni við
Mangalore til að sjá hákaclinn,
en þar eru íbúar 143 þúsund.
Margir árekstrar
að venju
ÞEGAR blöðin leita fregna á dag-
inn hjá umferðardeild rannsókn-
arlögreglunnar, þá hefur svarið
þar, nú um alllangt skeið, ætíð
hið sama: Margir árekstrar eins
og vant er.
Og þannig var einnig um þessa
helgi. Margir árekstrar urðu og
sem afleiðing þeirra var lítil
telpa flutt illa meidd og beinbrot-
in í sjúkrahús á sunnudaginn.
Telpan litla sem slasaðist varð
fyrir bíl á mótum Laugarnesveg-
ar og Sundlaugarvegar. Hún heit-
ir Ásta Petra Kristinsdóttir,
Kleppsvegi 18. Lærbrotnaði telp-
an og hlaut fleiri áverka. Liggur
hún nú í Landakotsspítala.
' í gærdag var kona, Auður Þórð
ardóttir, Álfhólsvegi 28, flutt í
slysavarðstofuna eftir að hafa
orðið fyrir bíl á Miklatorgi.
ÞEGAR ég hef verið að skrifa
þessa smápistla um Mýrdalssand
og vegagerðina þar í sumar, þá
er það ekki af því að ég vilji níða
neina menn, sem þar ráða fyrir
verkum, þótt þeir séu á annarri
skoðun en ég, heldur að láta í
Ijós mína skoðun sem einn af
gagnkunnugustu mönnum þar
eystra á þeim vinnubrögðum og
aðstöðu, sem hafa verið að ger-
ast um vegamálin á Mýrdals-
sandi, sem mikið hefur verið tal-
að um og skrifað að væri eitt
mesta örþrifaráð sem hægt hafi
verið að grípa til í þessu vanda-
máli. En ég og fleiri erum á gagn-
stæðri skoðun eins og ég hef áð-
ur lýst í þessum pistlum mínum
og skal nú enn endurtaka að
nokkru.
í fyrsta lagi: Að nota innan-
landsflug líkt og Öræfingar gera
með góðum árangri. Ríkið láti
eitthvað af þeim peningum, sem
annars tapast í Mýrdalssand til
styrktar við flugvallagerð þar
eystra í þeim sveitum. sem hlut
eiga að máli, og eru innibyrgðar
vegna vatna, líkt og Övæf'n, enda
ekki til einskis gert, þótt ekki
þyrfti alltaf að nota það vegna
Mýrdalssands, þar sem Katla vof-
ir yfir. Þá væru flugvellir í sveit-
unum milli sanda lífsspursmái og
væru því tvær flugur slegnar í
einu höggi með þeirri ráðstöfun.
Þetta mál þyrfti næsta Alþingi
að taka til meðferðar og fram-
kvæmdar.
I öðru iagi er það brúin á
Blautukvísl, en eins og komið er,
er erfitt að tala um það mál, þar
sem búið er að brúa hana á mjög
óheppilegum stað, eftir því sem
ég hefi frétt, sem nú skal greina.
Þegar ég skrifaði um það mál
í sumar, gekk ég út frá því sem
sjálfsögðu að brúin yrði sett upp
á svokallaðri syðri leið, eða sunn-
an við þar sem Háöldukvísl renn-
ur í Blautukvísl, því það var
flest sem mælti með því, svo sem
vegastæðið með upphleyptan veg
yfir sandinn í beina stefnu við
viðkomandi brýr og svo smærri
brýr, þar sem sandvatnið mundi
helzt renna, enda sandurinn
miklu viðráðanlegri þar en efra
á allan hátt og brýrnar og vegur-
inn þar jafngilt þótt sandvatnið
rynni þar aldrei meir.
En að brúa Blautukvísl norður
undir botni hennar eða upptök-
um hennar, eða því sem næst, að
mér er sagt, er undarlegt uppá-
I tæki svo ekki sé meira sagt. Því
þegar sandvatnið rennur ekki á
þessum slóðum, sem oftast er, er
ekkert betra að fara þessa brú
en slétta fold rétt við brúna og
skurður sá og fyrirhleðsla, sem
mun standa til að hafa þarna til
vara, mun í sandrokunum í öllum
áttum fyllast af sandi hvað eftir
annað. Þetta verk þarna upp frá
á sandinum er því jafn vonlaust,
hvort sem sandvatnið rennur þar
eða ekki. Allir menn geta gert og
gera skyssur. Svo er líka með
vegamálastjóra og verkfræðinga,
en þegar skyssurnar koma í ljóa
er það skylda þeirra að bæta úr
því, þótt dýrt sé. Svo hefur líka
verið gert, þegar brýr hafa reynzt
of stuttar. Þá hefur orðið að
lengja þær eftir fyrsta vatnskast
og skemmdir. Þannig er það líka
með stóra og langa garða út frá
brúnum til að halda vatninu und.
ir þeim, fyrsta vatnsflaugið, sem
þessir garðar eiga að halda, brýt-
ur stórt skarð í þá, og þá eru ekki
önnur ráð en brúa það. Þessu
hafa kunnugir menn yfirleitt var-
að við en þeir lærðu menn bara
brosað að karlagreyjunum. Ég
þekki mörg dæmi um þetta að
austan frá fyrri dögum. Mér er
sagt að garður mikill sé hlaðinn
frá Múlakvíslarbrú að aust-
an yfir farveginn að Austari-
Öldu, sem og sjálfsagt var.
En væri ekki hyggilegra, ef
það er ekki búið, að hafa
brú á honum allt austur i
Öldu fyrir vatnið, þegar kvísl-
in rennur þeim megin. öll þessi
síðari verk hafa reynzt dýr á
móti því hefði verið gert í byrj-
un, en hvað um það. Þá var það
nauðsyn eins og á stóð. En við
brúna á Blautpkvísl er blátt á-
fram ekkert hægt að gera til bóta
vegna staðhátta þar, eins og áð-
ur er tekið fram. Það skársta
væri, þótt dýrt sé, að rífa hana
upp og flytja hana á syðri leiðina,
eins'og áður er bent á.
V.V. á Kirkjubæjarklaustri
skrifar í Tímanum um Fjallabaks
leið vegna erfiðleika um Mýrdals-
sand. Hann segir, að reynt verði
að bjarga þar sláturafurðum, með
því að salta gærur og frysta slátr-
ið svo lengi sem frystigeymslur
geta tekið við því. En því nefnir
ekki V.V. flugvöllinn á Klaustri i
þessu sambandi? Það er eins og
hann sé ekki til. Allir þarna
eystra ættu þó að vita um flutr»-
ingana hjá Öræfingum með stóru
flugvélunum.
Sveinn Sveinsson