Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. okt. 1959 M O R c n N R T. 4 n I Ð 13 Sigurbjörg Benjamíns- dóttir — In memorian YFIR óskráðri lífssögu sumra barna grúfir sá skuggi, sem ekkert ljós fær afmáð, andlega heilbrigðra barna svo fatlaðra fæddra í þennan heim, að með fýsiskt heilbrigðri æsku, fýsiskt heilbrigðu glöðu fólki geta þau aldrei átt samleið — að fullu. Hvort mun ekki skaphöfn þeirra barna, þegar þau vaxa úr grasi_ bera merki svo grimmi- legs hlutskiptis? Hvort mun ekki viðhorf þeirra einkennast af bit- urri einsemd, hryggð, öfund, jafnvel illgirni? Slík sálræn við- brögð væru að minnsta kosti skiljanleg og fyrirgefanleg í senn. Hitt vekur undrun, þegar svo örlöggrimmir ævidagar, allt fram á háan aldur, megna ekki að vinna tjón á sál einstaklings- ins. Eitt þessara barna var Sigur- björg Benjamínsdóttir, fædd í Flatey á Breiðafirði 10. júlí 1894, dáin í Reykjavík 14. okt. 1959. Hve oft hef ég ekki furðað mig á þeim andblæ áhyggjuleysis og glaðværðar, sem umlék þessa fötluðu konu. Nánir vinir henn- ar máttu geta sér þess nærri hve sáran harm hún bar dulinn í hjarta; en ekki minnist ég þess, að hafa nokkru sinni fyrirhitt hana dapra eða í bitru skapi, og þó var ég um langt árabil tíður gestur í litla herberginu hennar, hvar sem það annars fannst l bænum. Aftur á móti talaði hún iðulega um bækur, ljóð, sög- ur og annað ritað mál. Hún unni bókmenntum, ekki sízt ljóðum. Jónas og Þorsteinn voru henni kærastir hinna eldri skálda, en Stefán frá Hvítadal, að ég held, þeirra yngri. Um óhefðbundið ljóðmál var henni miður gefið, þó hafði hún innilega ánægju af Unglingnum í skóginum eftir Kiljan, lærði það ljóð og þuldi, enda var Kiljan það skáldið, sem hún dáði mest allra skálda. Bæk- ur Þórbergs sá hún sig heldur aldrei úr færi að eignast eða út- vega sér til lesturs. Góðar bækur voru henni sólskin og svalalind. Léleg bók var aldrei séð í fórum hennar. Myndlistin var henni einnig hugstæð. Stakar stundir á Kjar- valssýningu eða Ásgrímssýningu eða sýningu á verkum Jóns Stefánssonar, voru henni hátíðis- stundir. Þráfaldlega talaði hún um Kjarval og Kiljan í sömu andránni og átti erfitt með að gera sér grein fyrir hvorn þeirra hún telja skyldi meiri fyrir sér eða hugþekkari í listsköpun- inni. í masi okkar um bækur og myndir, fóru skoðanir okkar alla jafna saman. Það var fyrst þegar talið barst að músik, að hún kvað mig vera fullkomið idjót, og hló mikinn og hjartan- lega. Ég hef heyrt, að það fólk, sem ann músik geti aldrei orðið vont fólk, og enda þótt ég hafi aldrei skilið þá speki en gæti aftur á móti bezt trúað, að þessi uppstyttulitli alls staðar nálægt og allt skekjandi hávaði, eigi að minnsta kosti hálfa sök á hjartabilun heimsins í dag, þá er hitt svo sem ekki útilokað, að á stöku skrýtilega gerðan ein- stakling fái hann orkað eins og himneskur lífselexír og eilífðar balsam, og ef þessi fatlaða vin- kona mín, er samkvæmt öllum skynsamlegum rökum stóð allt sitt líf í órafjarlægð við flestar lystisemdir heimsins, hefur hún nú kannski fyrst og fremst átt honum að þakka sitt glaða, hressa geð, sína stoltu, gáfuðu sál, hversu undursamlegur háv- aði er þá ekki músikin. En það voru ekki bara bók- menntir, myndlist og músik, sem numið höfðu hug hennar, seskustöðvarnar heima á Breiða- firði áttu sér þar einnig djúpan hijómgrunn. Mér er til efs, að nokkurn blett ættjarðarinnar hafi hún getað hugsað sér indis- legri en Flatey. Skammt innan við bernskuheimili hennar, lítið og fátæklegt hús á jaðri við önn- ur hús, er grasi gróin berghæð, kölluð Lundaberg. Þar er brekka vestan í móti, steinótt og þó gróðursæl, þar var hennar edens- lundur. Hvergi var veðursæl dagsstund jafn hlý og angan- fyllt sem þar, hvergi útsýnin fegurri yfir sund og eyjar, sólar- lagið hvergi í nánari snertingu við eilífðina. Og það sigldu bátar hjá, fagrir og dularfullir eins og ævintýri. Og söngkliður ritunnar og hvítt flug yfir Hafnarbjarg- inu. Hvar í víðri veröld var aðra eins fegurð að finna? Og það bjó álfur í hverjum steini. Slík gat mótazt í huga manns mynd hins umkomuminnsta jarðarbletts. þegar Sigurbjörg hafði snortið hann töfrasproia æskuminninganna. Illar nornir gólu svartan gald- ur yfir vöggu hennar í frum- bernsku. Góðar dísir hrundu þeim galdri að nokkru; skyggni á fegurð lífsins og gáfu til að njóta hennar af glöðu og prúðu hjarta, var hún aldrei rænd. Útför hennar var gerð í Reykja vík, 22. okt. að viðstöddum stór- um hópi náinna skyldmenna og annara vina hennar. Jón Jóhannesson. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 áhrifamenn heimsins til þess að sækja slíka fundi — en með blaðaútgáfunni viljum við út- breiða hugsjónir okkar. — Við verðum að leggja okkur fram um að mynda gagnkvæman skilning manna á meðal og sann- an náungans kærleika. Ég trúi á hreinskilnar, bróður- legar viðræður sem hið áhrifa- ríkasta „tæki“ til verndunar frið- arins. Við verðum að vísu að lifa í okkar afmarkaða rúmi, í okkar eigin trú, því að annars yrðum við rótlaus og misstum fótfestu í lífinu — en við verðum að geta talað saman. — Ég vil taka mér í munn orð Alberts Schweitzers, að ríki guðs kem- ur ekki af sjálfu sér. Það verð- um við sjálf að skapa ... Dominque-Georges Pire, eins og hann heitir fullu nafni, var 18 ára gamall, er hann gekk í Dominikanaregluna við la Sarte í Huy í Belgíu, árið 1929. Siðan var hann sendur til Rómar, þar sem hann skrifaði doktorsritgerð sína í guðfræði, en þegar hann kom aftur til Sarte-klaustursins, varð hann kennari munkanna í siðfræðilegri heimspeki og þjóð- félagsfræði. Þetta var árið 1937, en þegar Belgía var hernumin, 1940, gekk faðir Pire þegar í andspyrnuhreyfinguna og veitti leyniþjónustunni virka aðstoð. A þessum árum byrjaði hann þegar hjálparstarf meðal þeirra, sem erfitt áttu uppdráttar í lífs- baráttunni — t. d. kom hann, árið 1938, á fót sumardvalarbúð- um fyrir fátæk, belgísk börn. — En það var ekki fyrr en 1949, þegar flóttamannavandamálið í Þýzkalandi var sem alvarlegast, að hann hóf það starf, sem hann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir níu árum síðar. Það ár stofnaði hann til félagsskapar, er hafa skyldi það að markmiði að vinna hjálparstarf meðal flóttamanna í Evrópu. — Og árið 1956 „opnaði" hann hið fyrsta „Evrópu-þorp“ — í Aachen í Þýzkalandi. Næsta þorp var byggt sama ár í Breg- enz í Austurríki og hið þriðja á næsta ári í Augsburg. Síðan kom nýtt þorp í nágrenni Brux- elles, nefnt eftir Fridtjof Nan- sen, en Pire er mikill aðdáandi hans — og annað, í Spiessen í Þýzkalandi, heitir eftir vini hans, Albert Schweitzer. Sjötta þorp- ið ber nafn Önnu Frank. Það er við Wupperthal og verður fullbúið næsta vor. Loks er svo sjöunda þorpið í byggingu. Þorpin hans Pire samanstanda af litlum húsum — með 3—4 herbergja íbúðum. Talið er, að Tryggvi yngstur þeirra. Má með sanni segja, að börn þeirra hjóna hafi orðið mesta manndóms og myndarfólk í ís- lenzku þjóðlífi og eru fimm þeirra enn á lífi. Tryggvi missti föður sinn á unga aldri og fluttist þá með móður sinni og systkinum niður í Borgarnes og ólst þar upp. Eftir fermingu fluttist hann til Reykjavíkur, gekk í verzlunar- skóla íslands og útskrifaðist það - an. — Hann starfaði fyrst hjá Jóni Þorlákssyni, verkfræðingi og sömuleiðis hjá vegamálastjóra. Þar næst flutti hann til Hafn- arfarðar og stofnsetú kolaverzl- un þar og hóf þar lýsisbræðslu. Sexfugur í dag: ÉT Tryggvi Olafsson útgerðarmaður Hann er fæddur 30. okt. 1899 að Litla-Skarði í Norðurárdal, sonur hjónanna Ólafs Kjartans- sonar bónda þar og konu hans Þórunnar Þórðardóttur. Börn þeirra hjóna voru níu og er kostnaðurinn við byggingu eins slíks þorps sé um 6 milljónir belgiskra franka. Hvaðan honum hefir komið allt þetta fé, er mörgum ráðgáta, því að vitað er, að hvorki ríki né kirkja hafa neitt til starfseminnar lagt. Aft- ur á móti hafa ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna lagt föður Pire lið, auk þess sem fjölmarg- ir einstaklingar hafa veitt hon- um ríflegan stuðning. — Hann hefir alltaf starfað út frá því sjónarmiði, að ekki tjói að setj- ast niður og bíða þess að opinber- ir aðilar veiti hinu óhamingju- sama flóttafólki hjálp. — Málin ganga of hægt í gegnum stjórn- arskrifstofurnar. Daginn áður en faðir Pire hélt fyrirlestur sinn i Höfn, hafði belgíski sendiherrann þar boð inni fyrir hann, og voru blaða- manna þar viðstaddir. — Einn þeirra lýsti honum í blaði sínu þannig: — Gáfulegt andlit hans er mótað fögrum, hreinum drátt- um. Hann er vingjarnlegur og glaðlegur maður, skjótur til svars — og beinskeyttur, ef hann vill það við hafa. — Pire sagði m. a. við þetta tækifæri: — Ég gleðst af því, að það skuli vera and- spyrnuhreyfingin, sem býður mér hingað. Þátttakendur í slíkri hreyfingu er fólk, sem vill og þorir að berjast fyrir hugsjónum sínum — fyrir friði og gegn stríði og óréttlæti. — Ég er líka stoltur og glaður yfir því, að danska stjórnin hefir lagt 100.000 krónur til starfs míns fyrir flóttafólk. Það er í fyrsta skipti, sem nokkurt ríki hefir veitt mér fjárhagsaðstoð. En nú, þegar ég held fyrirlestur minn í ráðhúsinu, mun ég ekki tala um fortíð mína, heldur framtíð. — Ég er ekki hingað kominn til þess að ræða um flóttamenn, heldur til þess að sá friðarins orði. — Trúfesti hjartans krefst þess, að ég gleymi ekki flótta- fólkinu, en heiður sá, er mér var sýndur með Nóbelsverðlaunum, leggur mér þá skyldu á herðar, að ég færi út starf mitt — á stærri svið. Svo er sagt um föður Pire, að er yfirvöldin vildu eitt sinn reisa múrvegg kringum eitt af þorp- unum hans, hafi hann svarað: „Hér í heimi eru byggðir of margir múrar — en of fáar brýr.“ — Hann bætti nokkru við þessi ummæli sín við fyrrnefnt tækifæri: — Nú ætla ég ekki aðeins að byggja þorp fyrir flóttafólk, nú vil ég reisa brýr, brýr til dýpri skilnings og til friðar. Ég ætla ekki að upplýsa framtíðaráætl- anir mínar fyrr en í fyrirlestr- inum, en þessu get ég bætt við: Ég vii stækka heim hjartans .... fluttist hann til og fór þá í félag Um 1928 Reykjavíkur og lor pa l með Þórði bróður sínum um kola- sölu, en litlu seinna hófu þeir bræður togaraútgerð og keyptu togarann Barðann, seinna meir í’áku þeir í félagi við aðra út- gerðarfélagið Fylki, en skip þess voru Belgaum og síðar Fylkir. einnig voru þeir stjórnendur hf. Asks. Árið 1937 hóf Tryggvi lýsis- verzlun hér í Reykjavík og stofn aði hf. Lýsi, sem hann hefur stjórnað og starfrækt síðan, en auk þess má geta þess, að hann er meðstofnandi að fleiri um- svifamiklum fyrirtækjum í fisk- verkun og fiskiðnaði og verzlun sem hér verða eigi upp talin. Árið 1926 kvæntist Tryggvi konu sinni Guðrúnu, dóttur Magn úsar kaupmanns Sæmundssonar og konu hans Guðrúnar Guð- mundsdóttur og bjuggu þau tengdaforeldrar hans hér í bæ. Þau hjónin eiga þrjú efnisbörn, son kvæntan og búsettan vestan hafs og tvær dætur giftar hér í Reykjavík. Saga Tryggva Ólafssonar, er um ungan mann, sem lagði snemma af stað að heiman út i lífið, byrjaði með tvær hendur tómar, en með hæfileikum og dugnaði hefur orðið merkur og þjóðkunnur maður í íslenzku at- vinnulífi. Allt starf, sem Tryggvi hefur séð um eða haft forustu fyrir hefur blómgast í hans hönd- um. Það má fyrst og síðast rekja til þess, hve hann er vel gerður maður sjálfur. Hann er vinnu- samur og reglusamur, útbúinn til lífsins með góðum gáfum og starfskröftum. Skipulagsgáfur og grundvölluð þekking móta starf hans. Hann er höfðinglegur í öllu sem hann gerir, stór í gjöfum til líknarmála, og þekki ég engan mann hér á landi, sem munað hefur betur eftir fólkinu, sem lifir samtímis. Heimilisfaðir er hann ágætui og skal það fram tekið, að kona hans er afbragð, sem eiginkona og móðir og myndarbragur henn- ar í öllu heimilishaldi rómaður. Þar er gestrisni, hjartahlýja, hjálpsemi og regla á öllu. Tryggvi Ólafsson hefur alltaf verið aðdáandi íslenzkrar náttúru fegurðar, ferðalög um landið hafa verið hans yndi og veiðiskapur í vötnum og ám. En við hvað sem hann er, og hvar sem hann er staddur fylgir honum hin fágaða framkoma og sú prúðmennska, sem hefur verið aðalsmerki hans alla tíð. Ég gæti skrifað langt mál um Tryggva Ólafsson vin minn, en hann er óvenjulega hlédrægur og hefði aftekið þetta með öllu, ef hann hefði verið heima hér á landi núna, en ef þetta hefði orðið lengra, þá hefði það allt orðið á þá lund að taka það fram að hann er einn sá bezt gerði maður, sem ég hefi hitt á æv- inni og öll hans framkoma og kynning orðið vinum hans til lærdóms og heilla. Jón Thorarensen. Félag Austfirzkra kvenna heldur sinn vinsæla bazar í Góðtemplarahúsinu miðvikud. 4. nóv. kl. 2 e.h. Margt góðra muna fyrir hagstætt verð. BAZARNEFNDIN. Skrifstofustarf Opinber stofnun vill ráða nú þegar ungan mann til skrifstofustarfa. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar í póst- hólf 1405 fyrir 4. nóv. n.k. Til sölu við miðbæinn 4ra herbergja íbúðarhæð í smíðum. Tilbúin undir tréverk eftir áramót. Sér hitaveita. Uppl. á skrifstofunni. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl., Laufásvegi 2 — Sími 19960. 5 herbergjo íbúðorhæð á efri hæð í tvíbýlishúsi, komin undir tréverk til sölu við Miklubraut. Sér inngangur, sér hiti og sér þvottahús. Bílskúrsréttindi. STEINN JÓNSSON, hdl., • lögfræðiskrifstofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 1-4951 og 1-9090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.