Morgunblaðið - 30.10.1959, Blaðsíða 18
18
MORCVNfíLAÐIÐ
Föstudagur 30. okt. 1959
Ausfur-Evrópuþjódir báru af
á Evrópumóti í fimleikum
IVlótið var haldid i Höfn um helgina
Á SUNNUDAGINN lauk í Kaup-
xnannahöfn Evrópumeistaramóti
í fimleikum. Rússinn Juri Titov
varð Evrópumeistari með yfir-
hurðum. Með glæsilegum stíl og
látlausu brosi á vör sigraði hann
í einni greininni eftir annari,
í staðæfingum stóðst rússneski
Evrópumeistarinn ekki snúning
Svisslendingnum Fivian sem
sigraði þar, né heldur Svíanum
Toresen. Varð Rússinn þar að
láta sér nægja þriðja sæti.
Hlaut Svisslendingurinn 19.20
Evrópiuneistarinn Juri Titov.
vakti athygli og vann hylli allra
viðstaddra með undraverðu ör-
yggi sínu og fimi.
Titov tók forystu í keppninni
strax í upphafi er hinar 6 skyldu
æfingar fóru fram. Hann sigraði
í fjórum þeirra.
Síðar á laugardag er hinar
frjálsu aefingar skyldu hafðar
jókst forskot hans stöðugt. Þar
sýndi hann jafn mikla yfirburði.
I heild voru það Austur-Evrópu-
menn sem báru ægishjálm yfir
aðra í keppninni. Titov hlaut
57.85 stig en í öðru sæti kom
landi hans Stolov með 56.30 stig
og síðan Vestur-Þjóðverjinn
Fiirst með 55.45 stig.
stig, Svíinn 19.15, Rússinn 18.90.
í fótsveiflum á hesti stóðst
enginn Titov snúning og hann
vann með yfirburðum hlaut 19.25
stig, annar varð Finninn Ekman
með 18.85 stig.
Með sömu yfirburðum sigraði
Titov í æfingum í hringum. Þær
gerði hann með sama jafnaðar-
geði og létti og væri hann á
gönguför á götu. Hann hlaut
19.60 stig (af 20 mögulegum) og
landi hans Stolpov fylgdi fast á
eftir með 19.50. en Finninn
Kestola varð þriðji með 19.25
stig.
í stökki yfir hest varð Evrópu
meistarinn að deila Evróputitil-
' 0* ' JT
ISI þakkar Akureyrarbœ
fyrir stuðning við íþróttir
HINN 17. þ.m. kom varaforseti
ÍSÍ, Guðjón Einarsson til Akur-
eyrar og sat fund með bæjar-
stjórninni þar á staðnum. Guðjón
kvaddi sér hljóðs og færði Akur-
eyrarbæ skrautritað skjal frá ÍSÍ.
Skjal fylgdi með gjöfinni og var
það undirritað af stjórnarmönn-
um ÍSÍ.
Skjaiið vottaði Akureyrarbæ
þakkir fyrir mikla stoð við bygg-
ingu íþróttamannvirkja.
Varaforseti ÍSÍ, Guðjón Einars-
son, flutti skorinorða ræðu við
þetta tækifæri. Hann færði Ak-
ureyrarbæ þakkir fyrir stuðning
bæjaryfirvaldanna í garð íþrótta
manna og sagði að slíks stuðnings
hefðu íþróttamenn frá Akureyri
notið fyrr og síðar.
Forseti bæjarstjórnar Guð-
umndur Guðlaugsson veitti við-
urkenningarskjali ÍSÍ viðtöku að
viðstöddum bæjarráðsmönnum og
forráðamönnum íþróttahreyfing-
arinnar, og fluttj þakkarræðu.
inum með Svianum Toreson. Og
Titov sá um það að þeir stigu
samtímis upp á pallinn til að
taka við verðlaunum fyrir þessa
grein fimleikanna. Fyrir þetta
hlaut Rússinn miklar vinsældir
áhcrfenda.
Sigurganga Titovs hélt áfram á
tvíslá, þar sem hann sigraði með
19,15 stigum, en Danis Tékkósló-
vakíu varð annar með 18,90 stig-
um.
En í æfingum á grindum varð
Titov að lúta lægra fyrir landa
sínum Stolbov. Stolbov hlaut
samanlagt 19,55 stig en Titov
19,35 stig. f einni æfingu hlaut
Stolbov 9,80 stig hæstu einkunn
sem gefin var á meistaramótinu
(af 10 mögulegum).
Ekki voru margir áhorfendur
að þessu mikla móti fimleika-
manna í Höfn og hefði orðið mik
ið tap á mótinu ef danska sjón-
varpið hefði ekki greitt 12000
krónur fyrir sýningarrétt þaðan.
Sú fjárhæð bjargaði fjárhag
mótsins.
Grunur á mæðiveiki
á bæ við ísafjörö
FORRÁÐAMENN sauðfjár-
veikivarnanna hafa ákveðið
að allt fé bóndans í Múla í
Nauteyrarhreppi við ísafjörð
skuli skorið nú þegar. Er hér
um að ræða varúðarráðstöfun,
jafnframt rannsókn á fjár-
stofni hóndans. Fyrir nokkr-
um dögum voru Iungu úr
kind, sem hann lét slátra nú
í haust, rannsökuð að Keld-
um. Leiddi rannsókn sérfræð-
inganna í ljós, að lungun bera
með sér ýmis einkenni mæði-
veiki.
Rannsókn
Guðmundur Gíslason læknir
var þegar sendur vestur á Isa-
fjörð til þess að hafa yfirumsjón
með niðurskurði á Múlafénu, en
Ágúst Guðmundsson bóndi í
Múla átti um 230 kindur, sem
hann mun hafa ætlgð sér að
setja á í vetur.
Sæmundur Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri sauðfjárveikivarn-
anna, sagði Mbl. í gær, að á
þessu stigi væri ekki unnt að
ræða um málið. Vissulega er hér
alvara á ferð. Eftir nokkra daga
ætti málið að geta legið ljósara
fyrir.
-Á Niðurskurður
Sæmundur gat þess að nú fyr
ir nokkru hefði sauðfjárveiki-
nefnd haft um það forgöngu, að
allar elztu kindurnar í þrem
hreppum Mýra- og Dalasyslu,
hefðu verið skornar. Var þessi
niðurskurður þáttur í rannsókn-
arstarfinu. Engin einkenni um
mæðiveiki fundust í þessu fé,
sem var frá bændum í Hörðudal,
Miðdal og Haukadal. Á þessu
svæði hefur ekki orðið vart við
mæðiveiki eða grunsamleg lungu
fundizt fyrr.
Sæmundur kvað rétt að taka
fram í þessu sambandi að lömb
ttl fjárskipta hafi ekki verið flutt
af þessu svæði síðan 1950.
Léleg reknetja-
veiði í Keílavík
KEFLAVÍK, 29. okt. — Sjö bát-
ar komu inn í dag með samtals
140 tunnur af reknetasíld. Var
Faxaborg aflahæst með 60 tunn-
ur. Tveir bátar fengu ekkert og
komu því ekki inn. — Helgi S.
i I i
SKAK
i 1 i
FJÓRÐUNGNUM { Zagreb er nú
senn lokið, og hefur Tal fengið
flesta vinninga í þessum hluta,
eða 5 af 6! Skákir Tals hafa ver-
ið framúrskarandi flóknar og
stundum hefur hurð skollið
nærri hælum s. b. r. skák hans
við Smyslof og Keres. Hér á eftir
fer skák Tals gegn Fisiher.
Hvítt: M. Tal.
Svart: B. Fisiher.
Kóngsindversk-vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7
4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Rf3 e5.
7. d5.
Leikur, sem Petrosjan hefur
beitt með góðum árangri. Ekki
7. dxe5 dxe5. 8. Dxd8 Hxd8
9. Rxe5 Rxe4! og svarta staðan er
öllu betri.
7.....Rbd7. 8 Bg5 h6 9.
Bh4 a6 10. 0-0 De8 11. Rd2
Rh7 12. b4.
í Ziirich 1959 hafði Friðrik
leikið g4 í stað O-O, en í athuga-
semndum við skákina { Skák
bendi ég á þennan möguleika,
sem tvímælalaust er betri en sá
er Friðrik valdi.
12....Bf6 13. Bxf6 Rhxf6
14. Rb3 De7 15. Dd2 Kh7 16.
De3.
Miðar að framrás c-peðsins, sem
! er svörtum ávallt mjög hættu-
legt í kóngsindversku tafli.
16.....Rg8 17. c5 f5 exf5!
Betra en 18. f3 Rdf6 ásamt
f4 og svartur hefur möguleika
á kóngssókn.
18. gxf5 19. f4!
Rökrétt, því hvitur er betur
undirbúinn undir að opna taflið
þar sem 19. exf4. Hann hefur
fleiri menn í sókn.
20. Dxf4 dxc5. 21. Bd3—xb4.
Hér kom afleikur, sem ræður
úrslitum. Betra var 20.........
Dg7! 21. Bxf5t Kh8 22. Re4
Re5 23. Rg3 með flóknu tafli.
22. Hael! Df6? Betra er Dg7.
23. He6 Dxc3 24. Bxf5f Hxf5.
Þvingað vegna hótunarinnar
Hxhðf.
25. Dxf5t Kh8 26. Hf3!
Fallegur leikur, sem gerir út
um skákina í örfáum leikjum.
Bezt fyrir svartan er nú 26....
Rdf6_ en vitaskuld tapast slík
staða.
26.....Db2 27. He8 Rdf6
28. Dxf6t Dxf6 29. Hxf6 Kg7
30. Hf8 Re7 31. Ra5 h5 32 h4,
Hb8 33. Rc4 b5 34. Re5 og
svartur gafst upp.
Tal hefur haft mjög lítið fyrir
bæði Benkö og Fischer og unnið
þá án allrar fyrirhafnar.
Keres vann fallega skák af
Gligoric í þessari sömu umferð.
Hvítt: P. Keres
Svart: S. Gligoric.
Spánski leikurinn.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5
a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5
6. Bb3 Be7 7. Hel d6 8. c3
0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5
11. d4 Dc7 12. Rd2 Bd7 13. Rfl
He8 14. a4.
Þessum leikjum hefur verið
leikið áður, nema ef vera skildi
14. a4 í þessari stöðu.
14...... cxd4 15. cxd4 Rc6
16. Re3 Rb4 17. Bb3!
Ef 17......Rxe4. 18. Rd5 og
vinnur.
17......bxa4 18. Bxa4 Bxa4
19. Hxa4 a5.
Stöðuyfirburðir hvíts virðast
ekki vera miklir, en Keres held-
ur meistaralega á frumkvæðinu.
20. Rf5 Bf8 21. R?5 ” '7
22. Ha3
Góður leikur, sem gerir hrók-
inn að ógnandi manni fyrir
svörtu kóngsstöðuna.
22......d5!
Bezt, að öðrum kosti getur
hvítur lokað miðborðinu með d5.
23. dxe5 Re5 24. Bf4! Rxf3t
25. Hxf3 Dd7.
Framh. á bls. 19.
Myndin er frá leik milli Chelsea og Everton er fram fór sl. laugardag á Stamford Bridge í
London. — Á myndinni sést Reg Matthews markvörður Chelsea bjarga í horn en nokkrir
leikmenn horfa spenntir á, meðal þeirra eru miðvörður Chelsea Mortimore (no. 5) og hægrl
innherji Everton, Thomas (no. 8). — Leiknum lauk með sigri Chelsea 1—0.