Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. nóv. 1959
MOKCT1\rt,AT)1Ð
11
hin mörgu ummæli, sem höfð
eru eftir Jesú í „Tómasar-guð-
spjalli" og eiga enga samstæðu
í hinum fjórum guðspjöllum
kirkjunnar? Eru þau sannfræði-
leg eða ekki. Þetta er vanda-
málið. Við skulum taka sem
dæmi eftirfarandi setningu:
„Jesús sagði: Vei faríseunum,
því þeir eru eins og hundurinn,
sem sefur í jötu uxanna. Hann
vill. eigi sjálfur eta og þá eigi að
uXarnir eti“.
Margir gætu ímyndað sér, að
þetta máltæki „hundur í jötunni“
sé komið úr Biblíunni, en það
finnst hvergi í heilagri ritningu.
— Tómas leggur það í munn
Jesú. En hefur hann nokkrun
tímann sagt það í raun og veru?
Faríseunum er líkt við hund,
sem ekki vill sjálfur eta og leyf-
ir þá eigi öðrum að eta. Þetta er
skemmtilega myndræn lýsing.
Við sjáum fyrir okkur hina frið-
samlegu uxa í nálægum Austur-
löndum, sem sneru þreyttir eftir
daglegt strit til jötu sinnar. Þeir
höfðu óbeit á hundum héraðsins,
sem voru líkari úlfum en hús-
dýrum og komu í veg fyrir að
uxarnir fengju að eta. Er hægt
að hugsa sér líkingu eða dæmi-
sögu, sem hittir betur í mark en
þetta? Og er ólíklegt, að Jesú
hafi talað þannig um faríseana,
sem héldu lykli samvizku og
trúar í höndum sínum. En þeir
gengu ekki inn í ríki himnanna
og leyfðu öðrum ekki að ganga
þar inn.
Þessi setning virðist því falla
vel saman við aðrar kenningar
Jesú. Hins vegar er hugtakið
„hundurinn í jötunni“ setning,
sem að uppruna er talin grísk.
Engin dæmi finnast þess að hún
standi í ritum Semíta. Við vitum
ekki til þess að hún hafi nokkru
sinni verið notuð í Palestínu á
dögum Jesús og þess vegna get-
um við ekki með nokkru móti
staðfest hvort Jesú hefur þekkt
hana eða ekki. Þess vegna er
ekki hægt að slá því föstu, að
þessi setning sé sannfræðileg.
Þetta er vandamál, sem við
rekumst alls staðar á í þessum
ritum, og þess vegna tel ég það
ráð að tala ei lengur um það,
hvort setningarnar séu sannfræði
legar, heldur er miklu nær að
ræða um það, hvort þær hafa
sögulega þýðingu, eins og ýmsar
setningar í guðspjöllum okkar.
Ein þessara setninga virðist til
dæmis benda til mikillar virð-
ingar á starfi mannsins:
„Jesú sagði: Kljúfiö viðarbút-
inn og ég er þar. Lyftið stein-
inum og þið munið finna mig
þar“.
Þessa setningu má túlka
þannig, að þeir sem vinna ein-
beittir við það að höggva viðinn
og færa burt steinana til þess að
undirbúa nýjar tjaldbúðir hafa
Guð vissulega nálægan í erfiði
sínu.
I nálægð eldsins
Önnur setning hljóðar svo:
„Jesús sagði: Sá sem er ná-
lœgt mér er nálœgt eldinum og
sá sem er langt frá mér, er
langt frá rtkinu“.
Það er hættulegt að íylgja
Jesú. Því geta fylgt ofsóknir, eld-
ur og píslarvætti. En sá sem er
í nálægð Jesú getur gengið inn í
himnaríki, sem er friður og eilíf
sæla. Manni virðist að mörg af
þessum orðum „Tómasar guð-
spjalls“ hafi sama sögulega gildi
eins og þau, sem birtast í guð-
spjöllum okkar. Það má líka
segja, að persóna Jesú birtist i
meginatriðum ekki öðru vísi, en
hún birtist okkur í guðspjöllun-
um. Það er t. d. athyglisvert að
í guðspjöllunum hefur Jesú ekki
þá sömu sektartilfinningu, sem
var almenn meðal fólks á þeim
tímum og sérstaklega meðal Gyð-
inga. í samræmi við það staðfest-
ir Jesús í einni af hinum nýju
setningum, að hann sé ekki sekur
og hann neitar að fasta eða biðj-
ast fyrirgefningar á brotum sín-
um:
,JÞeir sögðu við hann: Förum
i dag aö biðja og fasta. Jesús
svaraði: Hver er það meðál ykk-
ar, sem hefur brotið af sér, eöa
Þannig líta handritin frá Nag Hamadi út. Þau eru í 13 bindum, bundin inn í leður og bundi aftur
með fíngerðum leðurstrengjum. Sjálf eru þau pappírshandrit en hafa geymzt mjög vel j leirkrukku.
í hverju hefur hann gerzt brot-
legur“.
Þetta táknar það, að Jesús var
saklaus, eini maðurinn, er lifað
hefur, sem var saklaus.
Önnur orð frábrugðin þessu
kom fyrir í guðspjöllum okkar,
en þau þýða hið sama. Við sjáum
nú, hvernig fylgismenn hans með
al Gyðinga, afkomendur hins
fyrsta safnaðarfólks í Jerúsalem
litu á hann. Jesús var meira en
venjulegur maður. Meira en
prestur, meira en vitringur. í
þeirra augum var hann hinn sárs-
aukafulli þjórin guðs, sem spá-
maðurinn Jesaja hafði'talað um
Maðurinn, sem hafði orðið að
þjást vegna fáfræði mannanna,
vegna þess að mennirnir voru
svo fullir af vizku heimsins að
þeir gátu ekki skilið, eða kom-
izt inn í hinn guðlega sannleika,
er hann birtist meðal þeirra.
Þrátt fyrir það var Jesús þess
fullviss, að eftir dauða hans
myndu mennirnir skilja hver
hann var í raun og veru:
„Jesús sagöi: £g er meðal
mannanna og ég hef birzt þeim
í þeirra holdi og þeirra beinum.
Ég hef fundið þá alla drukkna,
en ég hef ekki fundið þá þyrsta.
Og sál mín hefur hryggst
vegna sona mannanna, vegna
þess að þeir eru blindir í hjarta
sínu og sjá ekki að ég hef komið
í þennan tóma heim og hann
mun eigi verða tómur.
En nú eru þeir drukknir, þeg-
ar af þeim hefur.runniö víman,
þá munu þeir iðrast“.
Það er hægt að ímynda sér,
hvenær Jesús hafi mælt þessi orð.
í byrjun kenninga sinna, þegar
þær báru árangur, þakkaði hann
Guði að. leyndardómar himna-
ríkis yrðu birtar börnunum. Þeg-
ar leið að lokum lífs hans grét
hann yfir Jerúsalem, vegna þess
að hún tæki spámennina af lífi,
en veitti ekki móttöku boðskap
þeirra. Þessi setning sýnir að
mennirnir viðurkenndu ekki
Jesú, en hún sýnir um leið ör-
ugga vissu um að þeir myndu
viðurkenna hann seinna.
Koma himnaríkis
Nýlega hafa farið fram miklar
rökræður meðal fræðimanna um
það hvaða skoðun Jesús hafi haft
á komu himnaríkis. Jesús áleit
ekki að himnaríki væri að koma,
segir Albert Schweitzer, en getur
það verið að hann hafi álitið að
himnaríki myndi koma í nálægri
framtið? Eða hefur C. H. Dodd,
hinn kunni fræðimaður í Nýja
testamentinu rétt fyrir sér, þegar
hann heldur því fram, að himna-
ríki væri komið með nærveru
Jesú Krists. Ein af setningunum
í guðspjalli Tómasar virðist hall-
„Lærisveinar hans spurðu:
Hvenœr kemur himnaríki?
Jesús svaraði: Þaö kemur
ekki þegar við væntum þess.
Þér skuluð eigi mœla: Himna-
ríki er hér eða himnaríki er þar.
En ríki fööurins kemur yfir
jörðina og mennirnir munu ekki
sjá það“.
í þeirri setningu, sem hér fer á
eftir, má skilja það, að Jesú birti
frumsöfnuðinum í Jerúsalem al-
veg nýja hluti:
„Jesús sagði: Ég gef yður það
sem augað hefur ekki séð og
það sem eyrað hefur ekki heyrt
og það sem höndin hefur ékki
snert og sem aldrei hefur komið
ast á sveif með þessari seinni
túlkun:
í hjarta mannsins“.
Postulinn Páll notar lík orð í
Korintubréfi sínu, 2. kap. 9. versi.
En það er eins og ritað er:
Það sem auga sá ekki og eyra
heyrði ekki og ekki kom upp í
hjarta nokkurs manns, allt það
sem Guð fyrirbjó þeim, er elska
hann.
Þessa setningu tekur Páll eins
og hún hafi staðið í helgu riti, en
hana er hvergi annars staðar að
finna í Biblíunni. Hvaðan hefur
Páll hana og hvaðan hefur
höfundur „Tómasar-guðspjalls"
hana? Það er íhugunarefni.
Margar af setningunum, sem í
„Tómasar guðspjalli" standa eru
ekki eins einfaldar og tærar, eins
og þær sem hér hefur verið vitn-
að í. Þó sumar þeirra séu undar-
legar, þá eru þær þó ekki eins
óræðar eins og sumar af kenn-
ingum indverskrar heimspeki.
Sennilega koma þær frá seinni
tímum og eru ef til vill runnar
frá mismunandi uppsprettuin.
Það er ekki ólíklegt að þær komi
frá afkomendum hinna fyrstu
kristnu manna og þær séu að því
leyti sannfræðilegar. Eða er hægt
að trúa þvi að Jesús hafi nokkurn
tímann mælt eftirfarandi:
„Jesús sagði: Allir vita að
faðir og móðir eru kölluð börn
skœkju“.
Enda þó þetta birtist í „Tómas-
ar guðspalli, þá er þetta vissulega
ekki skoðun Jesú. Aðrar setning-
ar bera þess einnig merki að þær
koma frá fordómafullum mönn-
um. Vegna þeirra er erfitt að stað
hæfa hvort og hverjar hinna 114
setninga í „Tómasar guðspjalli"
eiga uppruna sinn á byrjunarár-
um kristninnar og hverjar eru írá
síðari tímum.
Ný uppsprettuheimild
f „Tómasar guðspjalli" koma
fyrir orð og setningar Jesú, sem
við þekkjum áður. Við eigum
samstæður þeirra í guðspjöllum
kirkjunnar, þó engin þeirra sé
orðrétt hin sama og setningar
Bibliunnar. Ég tel að þessar áður
þekktu setningar séu miklu at-
hyglisverðari en þær, sem við höf
um ekki þekkt áður. Ef til vill ei
lesandinn ekki á sama máli og
spyr, hvets vegna ég sé þeirrar
skoðunar. Við skulum líta á dæmi
söguna um sáðmanninn, eins og
hún er skráð í „Tómasar guð-
spjalli":
„Jesús sagði: Sjá, sáðmann-
inn, sem fer af stað með hönd-
ina fulla af sáðkorni og hann
kastar henni.
Nokkur sáðkornanna falla á
götuna oa fuglarnir koma og
eta þau. Onnur falla í kletta og
geta ekki skotið rótum og bera
því eigi ávöxt. Og önnur falla
meðal þistlanna. Illgresið kæfir
frœið og ormarnir éta það.
En önnur fálla í góðan jarð-
veg, sem gefur góðan ávöxt.
Þau báru sextugfalda til hundr-
aðfálda, — hundraðfálda til
hundrað og tuttugufalda upp-
skeru“.
Takið eftir því, hvað þessi saga
er frábrugðin hinni venjulegu
sögu. Takið eftir því að sáðkom-
ið fellur á götuna, en ekki við
götuna, eins og hjá Mattheusi,
Markúsi og Lúkasi. Takið auk
þess eftir því, að það er jörðin
sem gefur góðan ávöxt en ekki
sáðkornið. Það virðist ljóst, af
orðalaginu um margfalda upp-
skeru, að þessi dæmisaga hefur
verið þýdd úr arameísku, þeirri
tungu, sem Jesú og lærisveinar
hans töluðu. Er hægt að ímynda
sér að mennirnir, sem skrifuðu
þessa mynd sögunnar, hafi þekkt
guðspjöll kirkjunnar? Eða að
guðspjallamenn okkar hafi notað
þessa mynd sögunnar sem heim-
ild. Hvorugt tel ég líklegt. Til
þess eru þær of frábrugðnar hvor
annarri. Þess vegna er ég sann-
færður ,um það, að þessi mynd
sögunnar er sjálfstæð þýðing á
orðum Jesú. Það þýðir, að þekk-
ing okkar á kenningum Krists hef
ur einnig sínar sjálfstæðu heim-
ildir. Og þetta er þá líka í fyrsta
skipti í sögunni, sem við fáum
örugga heimild að orðum Krists
eftir öðrum leiðum en hinum
fjórum guðspjöllum kirkjunnar.
Nú þurfum við ekki lengur að
byggja eingöngu á Nýja testa-
mentinu. Þessi nýja uppsprettu-
heimild segir okkur sömu sögur
aðeins með öðrum orðum. Þannig
staðfestir hún það undirstöðuat-
riði að hægt sé að trúa því sem
stendur í Biblíunni.
Sumir spyrja mig, hvort „Tóm-
asar guðspjall“ sé betri heimild
heldur en guðspjöll kirkunnar.
Svar mitt er þetta, að það verður
að dæma hverja setningu fyrir
sig. f nokkrum tilfellum virðist
Tómasarguðspjall hafa geymt
upprunalegri mynd. Tökum t. d.
dæmisöguna um vondu vínyrkju-
mennina:
„Hann sagði: Góður maður
átti víngarð. Hann fól leigulið-
um sínum að vinna í víngarðin-
um en hann fékk enga ávexti.
Hann sagði þá þjóni sínum að
fara til leiguliðan. a og skipa
þeim að afhenda ávexti vínvið-
arins. En þeir tóku þjóninn,
börðu hann og munaði minnstu
að þeir drœpu hann.
Þjónninn sneri aftur til hús-
bónda síns og skýrði honum frá
þessu. Húsbóndinn sagði: Þetta
er vegna þess að þeir þekkja
hann ekki og hann kallaði á
annan þjón. Leiguliðarnir börðu
hann einnig. 'Loks kallaði hús-
bóndinn á son sinn. Hann sagði:
\ Þeir munu bera virðingu fyrir
syni mínum.
Þegar leiguliðarnir fengu að
vita að hann vœri erfingi vín-
garðsins. þá réðust þeir á hann
og drápu hann“.
í Markúsar-guðspjalli, 12. kapí-
tula getum við lesið:
„Maður nokkur plantaði vin-
garð og hlóð garð um hann og
gróf fyrir vínþröng og gjörði turn
og seldi hann vínyrkjum á leigu
og fór úr landi. Og á réttum tíma
sendi hann þjón sinn til vínyrkj-
anna, til að taka við nokkru af
ávöxtum víngarðsins hjá vín-
yrkjunum. Og þeir tóku hann og
börðu og sendu hann burt tóm-
hentan. Og aftur sendi hann til
þeirra annan þjón; og þeir veittu
honum höfuðhögg og svivirtu
hann. Og hann sendi annan og
hann drápu þeir og marga aðra
suma börðu þeir og suma drápu
þeir. Enn átti hann eftir einn
elskaðan son; hann sendi hann
síðastan til þeirra og sagði: Þeir
munu bera virðingu fyrir syni
mínum. En vinyrkjarnir mæltu
sín í milli: Þetta er erfinginn,
förum nú til og drepum hann, þá
fáum vér arfinn. Og þeir tóku
hann og drápu og köstuðu honum
út fyrir víngarðinn. Hvað mun nú
herra víngarðsins gjöra? Hann
mun koma og tortíma vínyrkjun-
um og gefa öðrum víngarðinn".
Frásögn Tómasar er miklu
styttri. Hún líkist dæmisögum nú
timans, eins og þegar við
segjum: „Englendingur, frlend-
ingur, Skoti“. Eins segir þar:
„Þjónn, annar þjónn, sonur
hans“. Eigandi víngarðsins fer
ekki á staðinn, enginn þjónn er
drepinn. Syninum er ekki kastað
út fyrir víngarðinn. Eigandi vín-
garðsins útrýmir ekki leiguliðun-
um sé selur víngarðinn öðrum.
Mörg smáatriðin í frásögn Mark-
úsar-guðspjalls eru álitin seinni
tíma viðbót, eins og gagnrýninn
fræðimaður, Jóakim Jeremias,
hefur bent á. En í báðum sögun-
um talar Jesú um sjálfan sig 1
líkingu sem son Guðs og gefur í
skyn að hann muni hljóta hryggi-
legan dauðdaga. Varðandi þetta
aðalatriði er enginn munur á frá-
sögn Markúsar og Tómasar.
Fjölskyldan yfirgefur
Á öðrum stað er einnig talið að
Tómas komi með betri mynd og
upprunalegri en í 10 kap. Matte-
usar og 14. kap. Lúkasar. Þegar
ég benti á þetta á ráðstefnu einni
vakti það feikilega athygli meðal
fræðimanna:
„Jesús sagði: Sá sem ékki
hatar föður sinn og móður, get-
ur ekki verið lœrisveinn minn.
Og sá sem ekki hatar bróður
sinn eöa systur sína og tekur
ekki krossinn og fylgir mér, er
mín ekki verður“
Takið eftir mismuninum á
þessu og því sem birtist í guð-
spjöllum kirkjunnar. Meðan
Matteus og Lúkas eru sammála
um það, að hinir kristnu eigi að
vera reiðubúnir að hata, þ. e. a. s.
að yfirgefa konu og börn, son og
dóttur þá vantar þessa skilgrein-
jngu í „Tómasar guðspjall“. f
Tómasi er talað um það, að menn
eigi að vera reiðubúnir að yfir-
gefa þá fjölskyldu, sem þeir eru
sprottnir upp úr, en ekkert um
þá fjölskyldu, sem þéir hafa sjálf
ir stofnað.
Eramh. á bls. 16.
Prófessor Gilles Quispel skrifar um „Tómas-J
ar-guðspjair‘, sem fannst í klausturrústum í!
Egyptalandi fyrir 14 árum og inniheldur 114!
frásagnir af Jesú Kristi. Telur hann margar þess(
ara frásagna upprunalegar og styðja bær sann-(
sögulegt gildi hinna fjögurra guðspjalla kirkj-,
unnar.