Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐÍÐ Sunnudagur 8. n'óv. 1959 Lœknafélag Reykjavikur 50 ára, Hvergi í heimi ódýrara að leifa lœknis en á íslandi — en óvíða hafa lœknar verri starfsaðstöðu Lœknar vilja byggja lœknahús í Rvík HINN 18. október 1909 var haldin fundur á Hótel íslands. Fundinn sátu 8 læknar en sá 9. Guðmundur Magnússon sem boðað hafði til fundarins jjat ekki mætt. Þessir menn stofnuðu Læknafélag Reykja- víkur. Það félag minnist nú 50 ára afmælis síns. -fa Stofnendur og tilgangur Fundurinn á Hótel ísland 1909 vakti enga athygli og félagsstofn- unarinnar var ekki minnzt í neinu blaði er þá kom út í höfuð- staðnum. Stofnendur félagsins voru auk Guðm. Hannessonar, sem mun hafa verið aðalhvata- maður að félagsstofnuninni og átti sæti í stjórninni frá byrjun þeir Guðmundur Björnsson land- læknir, Guðmundur Magnússon, sem kjörinn var fyrsti formaður, Matthías Einarsson, Jón Rósin- kranz, Sigurður Magnússon, Sæmundur Bjarnhéðinsson, Þórð ur Thoroddsen og Júlíus Halldórs son. Tilgangur félagsins var að gera læknum kleift að hafa sam- eiginlega áhrif á gang almennra heilbrigðismála, efla gagnkvæma fræðslu og koma fram sem samn- ingsaðili fyrir þeirra hönd. Fé- lagsstofnunin var brýn nauðsyn og gerði m. a. kleift að starfsemi Sjúkrasamlags Reykjavíkur gat hafizt. ¦fc Fræðslustarfsemi Fræðslufundir í félaginu hófust 1911 og hafa síðan verið haldnir fleiri eða færri á hverju ári. Þýðingarmikill þáttur í fræðslustarfi félagsins er útgáfa Læknablaðsins. Það hóf göngu sína 1915 fyrir forgöngu Magga Júl. Magnúss. Blaðið hefur hin síðari ár komið út 10 sinnum á ári og aðallega flutt frumsamdar greinar eftír ísl. lækna, flutt þýð- ingar úr erl. læknaritum, skýrt frá félagsmálum lækna o. s. frv. — Fyrirhuguð er breyting og stækkun blaðsins um næstu ára- mót. Er hugmyndin að það komi út arsfjórðungslega og flytji meira lesefni en það gerir nú. Aðalritstjóri er Ólafur Bjarnason en honum til aðstoðar Júlíus Sig- urjónsson og Ólafur Geirsson. jr Baráttumál lækna Læknafélag Reykjavíkur er fyrsta félag lækna á landinu og hið langstærsta, enda munu í Reykjavík starfa % hlutar allrar læknastéttar landsins. Starfsemi Læknafélags Reykjavíkur hefur orðið öðrum' læknum á landinu hvatning til þess að bindast sam- tökum um fræðslu og félagsmál. Fyrir forgöngu Læknafélags Reykjavíkur var læknafélag ís- lands stofnað 1918 og hefur það aðallega haft með höndum mál- efni héraðslækna. Starfaði það svo allt til 1952 að það varð sam- band lækna á íslandi en svæða- félög lækna voru víðsvegar stofn uð og munu nú vera 6 talsins ut- an Reykjavíkur. Mörg eru þau mál sem Læknafélagið hefur látið sig skipta á liðinni hálfri öld og miklu góðu hefur félagið kom ið til leiðar. Má þar nefna hlutdeild í framkvæmd berkla I varna, skipulögðum aðgerðum til útrýmingar holdsveiki, taugaveiki, sullaveiki, barna- veiki enda eru þessir sjúk- dómar sem oft áður fyrr urðu skæðir hér á landi úr sögunni aS mestu. Þá hfeur L.R. oft reynt að hafa áhrif á löggjöf heilbrigðismála. Stundum hef ur tillögum lækna ekki verið sinnt eins og t.d. við sjúkra- tryggingalögin 1938. En mál- staður lækna hefur oftast hlotið sigur, t.d. í það sinn er sjúkratryggingalögunum var 18 árum síðar breytt að veru- legu leyti i það form, sem læknar lögðu til 1938. Guðmundur Magnússon, fyrsti formaður félagsins. •k Miklar breytingar á 50 árum Læknaþjónusta hefur tekið ótrúlegum stakkaskiptum á þeim 50 árum sem Læknafélagið hefur starfað. Áður fyrr var aðaláherzla lögð á almenna læknisskoðun og sjúkraskoðun — oftast í heima- húsum eða á lækningastofum. Nú byggjast sjúkdómagreiningar æ meir á kerfisbundnum rannsókn- um. Afleiðingin er að læknisþjón usta krefst nú miklu meiri vinnu í hverju tilfelli en áður og um leið miklu betri vinnuskilyrða, rannsóknartækja og sjúkrahúsa. Veldur þetta stórauknum kostn- aði og óhjákvæmilega hefur orð- ið hér sem í öðrum menningar- löndum að verja miklu fé til heil- brigðismála. Hér á landi hafa læknar þó búið við þröngan kost og mjög erfið vinnuskilyrði, eink um sökum skorts á sjúkrahúsum. Þessi er talin meginástæðan fyrir því hve margir ísl. lækn- ar hafa sezt að erlendis og hafa kvatt föðurland sitt fyrir fullt og allt. Tala ísl. lækna sem tekið hafa sér fasta ból- festu erlendis er í dag 24 og eru flestir í Bandaríkjunum og Danmörku. Auk þess hefur fjöldi ísl. lækna tekið að sér launuð bráðabirgðastörf í öðr- um löndum, flestir í Svíþjóð. Stafar þetta sem fyrr segir vegna betri vinnuskilyrða er- lendis en hér á landi og einnig að nokkru vegna launakjara. Læknar eru á einu máli um að mjög aðkallandi sé að ráða bót á slæmum vinnuskilyrðum ísl. lækna sem fyrst. Annars er hætta á að þeir dragist aft- ur úr í læknisfræði, meira en þegar er orðið. Margir íslend- ingar hafa orðið að leita út fyrir landsteinana eftir læknis hjálp. Er þetta ekki aðallega vegna þess .-5 .iér skorti sér- menntaða lækna heldur oft .st vegna þess að tæki og nauð- synlegt húsnæði er ekki fyrir hendi. 1c Læknahús Úr þessu hafa félagar í Lækna- félagi Reykjavíkur mikinn hug- á að bæta. Vilja þeir reisa í Reykjavík læknahús — domus medica, Hefur byggingarnefnd félagsins starfaði að þessu máli um 4 ára skeið undir forystu Bjarna Bjarnasc.iar læknis. En svo undarlega hefur /ið- brugðið ... læknar hafa 4 sinnu'.i fengið afsvar við beiðni um f]ár- festingarleyfi. Veldur slíkt mik- illi furðu þegar l- er gætt hvo míklir og auknir hagsmuair allra landsmanna annars vegar og læknastéttarinnar hins vegar eru í húfi. Er óhætt að fullyrða að með slíkri lækningastöð myndi íslenzkir læknar ná mun betri árangri og geta veitt aukna, betri og öruggari þjónustu en nú er raunin á. Morgunblaðið mun síðar nánar ræða hina fyrirhuguðu lækn- ingamiðstöð. En óhætt mun að fullyrða að Reykvíkingar og allir landsmenn muni á einu máli um að slíkt fyrirtæki eins og domus medica er eigi ekki að tefja deginum lengur en orðið er. Það væri ekki óverðug afmælis gjöf til læknastéttarinnar að veita henni heimild og styrk til slíkrar byggingar — byggingar, sem mundi stórbæta læknisþjón- Arinbjörn Kolbeinsson, núverandi formaður. ustu við almenning og um leið skapa læknum skilyrði til jafns við það sem tíðkast í öðrum menningarlöndum. Læknastéttin hefur lagt svo mörgum veigamiklum málum sitt lið að hún á skilið liðveizlu við að byggja upp aðstöðu sína til bættrar þjónustu við almenn- ing. ¦^- Ódýrasta læknishjálp í heimi Núverandi stjórn Læknafé- lagsins skipa Arinbjörn Kol- beinsson, formaður, Snorri Páll Snorrason, ritari, og Hannes Þór- arinsson, gjaldkeri. Þeir ræddu við blaðamenn í fyrradag í til- efni afmælisins. Þeir gátu þess m. a. að læknafjöldi á Islandi væri orðinn svo mikill að um 750—800 íbúar kæmu til jafnaðar á hvern lækni. Eru færri sjúkl- ingar hér á hvern lækni en í nokkru hinna Norðurlandanna og standa aðeins ísrael og viss ríki í Bandaríkjunum Islandi framar hvað þetta snertir. — I Reykjavík koma um 500 manns til jafnaðar á hvern lækni. Kröfur til læknisþjónustu eru meiri hér en nokkurs staðar annars staðar í heimi. Orsök þess er sú að læknísþjónusta er hvergi ódýrari en hér. Stjórn Læknafélagsins sagði að mörg verkefni í læknisfræði vísindalegs eðlis biðu úrlausnar hér á landi. í sumum greinum eru hérlendis óvenjulega góðar aðstæður til að gera vísindalega athuganir og rannsóknir á ýms- um sjúkdómum. En íslenzkir læknar hafa haft sárafá tæki- færi til slíkra rannsókna vegna míkilla anna og fjárskorts. Þetta horfir þó til bóta með auknum framlögum ríkisins til vísinda- iðkana og vaxandi skilningi á gíldi slíkrar vinnu. Islenzkir læknar vonast til þess helzt á þessum tímamótum í sögu samtaka þeirra, að þeir fái starfsaðstöðu til þess að hag- nýta sér hinar öru framfarir læknavísindanna til fulls og geti þannig stöðugt eflt læknisþjón- ustu í landinu öllum almenningi til heilla. Og slíkt ætti ekki að vera ágreiningsmál meðal þjóðarinnar eða ráðamanna hennar. A¥ ? * BRiDCE ? * AÐ 8 umferðum loknum.er stað- an í sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur þessi: Stig 1. sv. Einars Þorfinnssonar 1369 2. sv. Rafns Sigurðssonar 1334 3. sv. Sigurhjartar Péturss. 1307 4. sv. Halls Símonarsonar 1286 5. sv. Stefáns J. Guðjohnsen 1261 6. sv. Róberts Sigmundss. 1244 7. sv. Ólafs Þorsteinssonar 1243 8. sv. Sveins Helgasonar 1217 Níunda og síðasta umferð í þessum hluta keppninnar fer fram í dag og er spiluð í Skáta- heimilinu við Snorrabraut. Sex efstu sveitirnar munu síðan keppa til úrslita. • Að fjórum umferðum loknum er röð fimm efstu paranna í tví- menningskeppni Bridgefélags kvenna þessi: Stig 1. Eggrún Arnórsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir 750 2. Rósa ívars og Sigríður Siggeirsdóttir 686 skrifar úr daglega iífinu 3 • Nóbelskýr \mmmmmmmmmmwmmmmmmmmmmm NÚ eru jólabækurnar svoköll- uðu að byrja að koma á marK- aðinn og um leið fara bóka- auglýsingarnar að leggja ílnd- ir sig auglýsingarúm blað- anna. Bókaútgefendurnir eru venjulega þeir fyrstu er kom ast í jólahugleíðingar. Þó eru okkar útgefendur ekki eins fljótir á sér og hinn skozki starfsbróðir þeirra í Aberdeen, sem auglýsti um mitt sumar: „Kaupið bækurnar, sem þér ætlið að gefa í jólagjöf strax, þá getið þið lesið þær sjálfir í sumarfríinu." En það væru kannski einhver ráð með að lesa eina og eina bók fyrir jol, jafnvel þó hún sé ekki keypt fyrr en um miðjan nóvember. Þegar ég minnisí á bækur og auglýsingar, dettur mér í hug hvort ekki hefði verið gaman að geta lesið augiýsing- arnar í ítölsku blöðunum, ef".r að Quasimodo fékk nóbels- verðl. um daginn. Á sínum tíma eignuðumst við „Nóbels- verðlaunaforlag", sem „gaf út bókmenntir — ekki bara bæk- ur". Og heyzt hefur að William Faulkner, sem fékk nóbeis- verðlaunin 1949, sé alveg f júk- andi reiður við mjólkurbú það, sem kaupír mjólkina af hinu stóra kúabúi haris. Mjólkur- búið auglýsir sem sagt: „Kaup ið smjörið okkar og mjólkur- afurðir úr kúnum, sem hafa fengið nóbelsverðlaun". Já, sumir auglýsendur sýna vissulega mikla hugkvæmni. * Caruso og útvarpið TÓNLISTARDEILD útvarps- ins skrifar: Tónlistardeild Ríkisútvarps- ins harmar þau leiðu mistök, sem urðu á flutningi á söng- plötum Carusos í þættinum „Frægir söngvarar" síðastlið- inn laugardag og „Söngunn- andi" vítir — með réttu — i dálkum Velvakanda í gær. Slíkar misfellur á útvarps- sendingum mega að sjálfsögðu ekki koma fyrir — enda þótt stundum sé erfitt að sjá við þeim, engu síður en prentvill- unum í dagblöðunum. í fyrrgreindu tilfelli mátti rekja þær að verulegu leyti til truflana, sem stafa af yfir- standandi flutningum Útvarps ins í nýtt húsnæði og ónógri reynslu af nýjum tækjum þess. Við vonum fastlega að sú saga endurtaki sig ekki, og að söngunnendur geti í framtíð- inni hlustað á þennan þátt, sem komið hefir verið á þeím til ánægju, lýtalaust fluttan. Að svo mæltu biðjum við „Söngunnanda" og aðra hlust- endur velvirðingar á mistök- unum." 3. Dagbjört Bjarnadóttir og Lilja Guðnadóttir 683 4. Asta Flygenring og Dagbjört Oddsdóttir 682 5. Sigríður Guðmundsdóttir og Petrína Færseth 672 Síðasta umferðin verður spiluð annað kvöld í Skátaheimilinu við Snorrabraut og hefst kl. 8. Sveitakeppni Bridgefél. kvenna hefst 16. nóvember nk. Aldrei verður of brýnt fyrir varnarspilurum að athuga vel hvaða möguleikar eru á að setja spilið riiður og spila síðan eftir því. I spilinu, sem hér fer á eftir, athugaði Austur vel hvaða möguleikar væru fyrir hendi og að þeirri athugun lokinni lét hann út eina spilið, er hnekkti sögninni. * D 2 V D G 9 7 2 * 7 5 3 * 9 7 6 AK7654 AG10 8 ¥ 10 5 N ¥ 4 ? 964 -y A ? Á D 10 8 * D43 „ 2 * K 10 8 2 é A 9 3 ¥ A K 8 6 3 * K G * Á G 5 Suður var sagnhafi og spilaði 4 hjörtu. Vestur lét út tigul 9, sem austur drap með ás. Þegar Austur athugar nú hvaðan slag- irnir eiga helzt að koma þá er sennilega aðeins um tvo liti að ræða, spaða og lauf. Gallinn við spaðalitinn er bara sá, að eigi Suður ásinn og Vestur kónginn þá getur Suður kastað laufi í ás- inn, eftir að hafa gefið slag á kónginn. Liturinn ,sem virðist líklegastur til að ráðast á er því lauf, en þá kemur stóra spurn- ingin: Hvaða lauf á að láta út? Ef spilin eru athuguð nánar kemur í ljós, að eina útspilið, sem setur söngina niður er lauf 10, því þá fá A—V 2 slagi á lauf auk tiguls-slags og spaða- slags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.