Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 22
22
MORCUNRT/AÐIÐ
Sunnudagur 8. nóv. 1959
Hafin er framleiðsla
ARMA PLAST
einangrunarplötum gegn hita, kulda og hljóði
VARMA
PLAST
einangrunarplötur
eru framleiddar í
eftirtöldum þykktum:
Mlf1 Cm'
3/4“
1“
1V2“
2“
2V2“
3“
4“
Verksmiðjan
ARMJX PLAST
Reykjavík
SÖLUUMBOÐ:
Borgartúni 7 — Sími 2-22-35 (2 línur)
KJARNMIKIL MALTIÐ ÚR ÚRVALS
SKOZKUM HÖFRUM
Ávalltj þegar þér kaupið haframjöl, þá'biðjið um Scott’s. Þér tryggið
yður úrvals vöru framleidda viö ýtrasta hreinlæti og pakkað í loft-
péttar umbúðir. Scott’s haframjöl er mjög auðugt af B bætiefnum.
HINIR VANDLÁTU VELJA
Scott’s
Útgerðarmenn
1 sambandi við fisklandanir í Aberdeen skal yður
hér með bent á firmað Messrs. ALEX WHYTE Ltd.
186 Market Street, Aberdeen, er hefur í þjónustu
sinni færa fisksölumenn og getur veitt yður bezta
fyrirgreiðslu á öllum sviðum.
Nánari upplýsingar veittar af undirrituðum í síma
17797.
GEIR ZOÉGA yngri, Vesturgötu 10.
Framkvœmdasfjóri
óskast að þekktu innflutningsfyriræki æskilegt að
viðkomandi gæti lagt fram fé eða útvegað peninga-
lán. Hlutdeild í fyrirtækinu gæti komið til greina.
Þeir, sem hefðu hug á að athuga þetta nánar, sendi
nöfn sín í pósthólf 293, merkt: „Framkvæmda-
stjóri".
Útvarpsviðgerðarstofan
Flókagötu 1
Vegna flutnings útvarpsviðgerðarstofu minnar eru
viðskiptavinir vinsamlega beðnir að vitja tækja
sinna eigi síðar en þriðjudag. 10.—11. nóv., annars
annars að Laugavegi 20 B.
Utvarpsviðgeroarstoían
Flókagötu 1
Enskukennsla fyrir börn
í ráði er að efna til námskeiðs í ensku fyrir börn á
næstunni, og verður kennslan á námskeiði þessu með ný-
stárlegu sniði. Allir vita, hve auðvelt börn eiga með
að læra erlend tungumál án tilsagnar. Virðast þau geta
numið málið með tiltölulega lítilli fyrirhöfn, ef þau eru
aðeins sett í það umhverfi, þar sem málið, sem þau
eiga að læra, er talað. Aðlögunarhæfni barnsins er svo
miklu meiri en hins fullorðna, að það nær fúllkomnum
tökum á framburði hinnar erlendu tungu, sé það sett
til náms nógu snemma. Reynist mörgum ómetanlegt síð-
ar meir að hafa lært og numið hrynjandi hinnar fram-
andi tungu þegar í æsku, eða áður en fastmótaðar mál-
venjur torvelduðu fullkomna aðlögun talfæranna.
Áformað er að kennslan fari fram á þessa leið:
Englendingur kennir börnunum einföldustu atriði
enskrar tungu á ensku og verður aldrei talað annað mál
í tímunum. Sýiiir hann þeim litskuggamyndir og talar
um þær, en venur börnin um leið á að spyrja á ensku
og svara á sama máli. Þegar börnin eru farin að skilja
einföldustu orðasambönd verða svo sögð æfintýri, sem
börnin þekkja, og verða þau látin lesa textann á þar til
gerðu tjaldi, en skuggamyndir af æfintýrunum sýndar
með. Er ætlunin að samræma bæði sjón- og heyrnarminni
nemandans og vekja áhuga hans á námsefninu með æfin-
týrunum. Verða börnin ekki látin hafa bækur á þessu
fyrsta byrjunarnámskeiði og ekki stunda heimanám.
Það er trú okkar, að nám þetta geti orðið mikils virði
fyrir börnin bæði hvað snertir skilning á töluðu máli og
eins vegna bóknáms síðar. Ætlum við meðal annars, að
tengsl í æsku við hina lifandi tungu eigi að geta létt
verulega undir með unglingunum, þegar komið er að hinu
erfiða námi í landsprófsdeild.
Innritun fer aðeins fram í næstu viku, og verður skrif-
stofan opin kl. 5—7 daglega. Fyrsta námskeiðið verður
30 tímar, einn klukkutími í senn, þrisvar í viku. Hefst
kennslan mánudaginn 16. nóv. Foreldrar eru beðnir að
taka fram hvaða tímar koma barninu bezt.
Málaskólinn MÍMIR
Hafnarstræti 15 (Sími 22865 kl. 5—7 e.h.)