Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 12
12
MORGTJlSTtLAÐIV
Sunnudagur 8. nóv. 1959
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jótisson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
„SVIKAVELIN"
Samkvæmt upplýsingum
Tímans og Þjóðviljans
stendur ekki á kommún-
istum að hefja samninga við
Framsókn um nýja vinstri stjórn.
Kommúnistar voru m. a. s.
svo gírugir til viðræðnanna, að
Þjóðviljinn taldi trúlegt að þær
„hæfust fljótlega", þó að hann
vissi það eitt um afstöðu Alþýðu-
flokksins, að kosningastefnuskrá
hans hafi að sögn blaðsins sjálfs
verið „mjög svo samhljóða“
kosningastefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins!
Sama dag og Þjóðviljinn lýsti
ákefð sinni í nýja samstjórn
Framsóknar og kommúnista,
sagði hann sannað „að yfirmenn
hernámsliðsins hafa staðið að
svikahring í þágu olíufélaga
Framsóknarflokksins og þegið
mútur fyrir“.
Áður hafði Þjóðviljinn lýst
þessum „svikahring í þágu olíu-
félaga Framsóknarflokksins" svo:
„Komið var á laggirnar ís-
lenzk-bandarískum afbrotahring,
er falsaði faktúrur og yfirlýs-
ingar til að tryggja smyglið".
Einn daginn ræddi Þjóðviljinn
um gjaldeyriseftirlitið undir yfir
stjórn Vilhjálms Þórs og sagði:
„Og hver veit, hvort öll kurl
eru hér komin til grafar? Hver
veit, hvort ekki hefur verið stol-
ið undan milljónum króna í við-
bót og þær upphæðir séu geymd-
ar á nöfnum ráðamanna Olíufé-
lagsins, Sambandsins og Fram-
sóknarflokksins“.
Sama daginn birti Þjóðviljinn
mynd af aðalfyrirsögn Tímans
hinn 9. júlí sl., þar sem sagt var:
„Ekki kunnugt, að rannsókn
hafi leitt í ijós neitt misferli".
Um þessa frásögn sagði Þjóðvilj-
inn: „Logið að samvinnumönn-
um“, og er það sannarlega sízt
ofmælt.
1 enn annað skipti fjölyrti
Þjóðviljinn um „siðlausar afsak-
anir Tímans“ og sagði:
„-----afsökunartilraunir Tím-
ans sýna bezt, hversu samgróin
sjálf forysta Framsóknar er
spillingunni; hún er reiðubúin til
að sýkna smyglara sína og lög-
brjóta eftir pólitískum leiðum,
hvað svo sem lög og réttur
segja“.
Þannig hljóða nú daglega lýs-
ingarnar á forystuliði Framsókn-
ar, mönnum, sem kommúnistar
eru ólmir í að semja við um
stjórn íslands! Ekki er látið
nægja að lýsa hinum væntanlegu
samstarfsmönnum sem siðlaus-
um svikurum, heldur er einnig
tekið svo til orða:
„-----veit öll þjóðin að engir
hafa dekrað jafntaumlaust við
hernámsstjórana og olíumenn
Framsóknar. Þeir höfðu m. a.
sérstaka einkaflugvél, sem fyrst
og fremst var notuð til þess að
selflytja yfirmenn hernámsliðs-
ins í skemmtiferðir um landið.
Þess var vandlega gætt að svika-
vélina skorti ekki smurning".
En það var einmitt þessi svika-
vél, sem á dögum V-stjórnarinn-
ar flutti forsætisráðherra henn-
ar, Hermann Jónasson, frá lax-1
veiðum suður til Reykjavíkur,)
þegar mikið lá við og lífi stjórn-
arinnar var sérstök hætta búin.
„Svikavélin“ má því teljast eins
konar tákn eða lífgjafa vinstra
samstarfsins.
Svikin, sem V-stjórnin gerði
sig seka um, eru svo mörg, að
þau verða ekki talin í skjótri
svipan. Sum hinna helztu eru og
svo föst í hugum manna, að ó-
þarfi er að minna á þau.
Það eru heldur ekki hin ein-
stöku svik, sem mestu máli
skipta. Hugarfarið, sem undir
býr, ræður í sjálfu sér méira.
V-stjórnin gat ekki blessazt, af
því að hún var byggð ó svikum
frá upphafi. Þátttakendur henn-
ar vildu að vísu njóta valdanna,
en þeir sátu stöðugt á svikráð-
um hver við annan og komu sér
aldrei saman um neitt, sem
horfði til þjóðarheilla.
Lýsingar Þjóðviljans á Fram-
sóknarbroddunum þessa dagana
sanna, að hugarfarið er enn
óbreytt. Samvinna manna, sem
slíkan hug bera hver til annars,
getur aldrei blessazt. Málefna-
ágreiningur er erfiður, en erfið-
ara er, ef maður með réttu eða
röngu er sannfærður um, að
hann sé að vinna með siðlausum
afbrotamönnum, svo sem Þjóð-
viljinn lýsir Framsóknarbrodd-
unum nú.
ATHYGLISVERÐ GJOF
Eitt af stærstu og kunnustu
fyrirtækjum bæjarins,
Egill Vilhjálmsson hf.,
átti 30 ára starfsafmæli nýlega.
Vöxtur þess og viðgangur sýnir,
að það hefur verið rekið af dugn-
aði og hagsýni.
Sérstök ástæða er til að minn-
ast afmælisins vegna þeirrar
gjafar, sem fyrirtækið gaf í til-
efni 30 ára afmælisins. Þá ákvað
félagið að gefa 70 sús. kr. í náms
styrk fyrir efnalítinn og efnileg-
an stúdent í viðskiptafræðum
hér við háskólann, sem ljúki
prófi hér innan eins árs og prófi
í sömu fræðum við erlendan há-
skóla á næstum þremur árum.
í Bandaríkjunum er það lög-
fest, að innan vissra marka mega
menn skattfrjálst gefa til þjóð-
nytja. Engin slík almenn heimild
er í ísl. lögum. Greiða verður
fullan skatt af þeim tekjum, sem
í slíku skyni er varið. Ragnhild-
ur Helgadóttir hefur á Alþingi
vakið athygli á því, að þessu
þyrfti að breyta. Sjálfsagt er að
reisa rammar skorður gegn mis-
beitingu, en því verður ekki
neitað að hugmyndin sjálf er
harla athyglisverð.
Sííkar frjálsar gjafir einstakl-
inga tryggja meiri fjölbreyttni
og frjálsræði, en þegar allir eiga
undir högg að sækja hjá ríkis-
skipuðum nefndum. Hér er því
vissulega um eitt þeirra atriða
að ræða, sem vert er að hafa í
huga við endurskoðun skattalög-
gjafarinnar.
En því meiri ástæða er til að
meta þær gjafir, sem gefnar eru
á meðan skattalöggjöfin er
óbreytt. Því ber að fagna, þegar
miklir athafnamenn sýna skiln-
ing sinn á aukinni menntun
æskulýðs. Framtíð þjóðarinnar
er undir fáu fremur komin en
því, að Islendingar verði ætíð
meðal bezt menntuðu þjóða í
heimi.
UTAN UR HEIMI
1
J
Yogakennari lækn-
ar áfengissjúklingj
í KAUPMANNAHÖFN starfar
kennari nokkur í Yoga, Paul
Kofod að nafni. Hann hefir mik-
ið að gera — og starfið eykst
hröðum skrefum. Það gerist sem
sé æ tíðara, að læknar þar 1
landi, svo og læknar í Svíþjóð
og Finnlandi, sendi til hans á-
fengissjúklinga. — Kofod beitir
sefjun við sjúklingana — og
honum hefir tekizt að bjarga
mörgum, sem langt voru leiddir
af ofnotkun áfengis.
★
♦ Yogakennarinn hefir sjálfur
sagt frá því, sem helzta afreki
sínu, að honum tókst fyrir
nokkru algerlega að lækna
sænskan mann, sem áður virtist
heyja gersamlega vonlausa bar-
áttu við vínhneigð sína. Þegar
verst gegndi drakk þessi maður
yfir 1 lítra af hreinum spíritus
á sólarhring — að sögn „læknis-
ins“. — Hann kveðst ekki láta
sjúklinga sína falla í dásvefn,
heldur beiti hann léttri sefjun
og „sálfræðilegum samtölum",
eins og hann nefnir það. Þegar
sjúklingarnir eru farnir að ná
sér nokkuð á strik, fer hann svo
að kenna þeim ýmsar Yogaæf-
ingar. Takmarkið með þessu
öllu er eitt og hið sama — að
styrkja viljann.
★
4 Allir vita, að það fylgir sum
um stöðum að þurfa oft að taka
þátt í ,,kokkteil“-boðum og hvers
kyns veizlum. Þetta verður ýms-
um að falli — þeir verða um síð-
ir of handgengnir vínguðinum.
— Yogakennarinn hefir bjargað
mörgum slíkum „fölinum engl-
um“ — og í mörgum tilfellum
standa fyrirtæki þau, sem slík-
ir menn vinna hjá, að því að
þeir leita til Kofods — því að
oft er að sjálfsögðu um að ræða
ágæta starfskrafta, sem fyrir-
tækin vilja ekki sjá fara í súg-
Greta enn....
Menn velta því nú fyrir sér,
hvort hin dularfulla Greta Garbo
muni aftur birtast í sviðsljós-
inu eftir um það bil 20 ára hvíld.
Vitað er til að margir hafa lagt
Greta Garbo
myndafélög boðið henni háar upp
fast að henni að byrja að leika
á ný, m.a. Churchill, og kvik-
!Sterkur jjessi {
M A X Hartmann heitir Q
hann, þessi kraftakarl — Q
og þýzkur er hann í húð Q
og hár. Á dögunum sýndi 0
hann krafta sína í Frank- 0
furt — hélt föstum tveim Q
Mercedes-Benz bílum. — '/
Eins og þið sjáið á mynd- \
inni, voru kaðlar bundn- x
ir í aftur-„stuðara“ híl- X
anna, en- endunum vafði A
Hartmann um handlegg- Q
ina. Hinir kraftmiklu híl- Q
ar beittu síðan öllu sínu Q
vélaafli til þess að kom- (7
ast af stað, en hreyfðust 0
varla hársbreidd — Q
„spóluðu“ bara á sléttri v
götunni. — Sá sterki leit V
út eins og hann hefði tvo \
litla kjölturakka í bandi. X
hæðir, en árangurslaust. En fyrir
skömmu birtist Garbo ásamt vini
sínum George Schlee í París og
talaði þar við franska kvikmynda
framleiðendur, en ekki er vitað
hver niðurstaðan varð.
Mikið hefur verið um það rætt,
hve mannfælin Greta sé og erfitt
að ná af henni Ijósmyndum. —
Fréttamaður blaðs eins sá hana
hins vegar í París og gekk góða
stund á eftir henni eftir götum
borgarinnar.
— Aðeins einstaka maður,
sneri sér við og horfði á eftir
leikkonunni. Svo kannske er all-
ur leyndardómurinn í kringum
þessa frægu leikkonu orðum auk-
inn.
FRÉTTASTOFAN Ass-
ociated Press flytur
fregnir af merkilegu
„antibiotisku“ lyfi, sem
nýlega hefir verið tek-
ið í notkun. Nefnist
það „griseofulvin“. —
í fregninni er talað um
þetta nýja lyf sem ein-
hvern merkasta áfang-
ann í framsókn lækna-
vísindanna, síðan pen-
icillin kom til sögunn-
ar á sínum tíma.
Griseofulvin er not
að til lækningar á ýms-
um húðsjúkdómum, og
þá sér i lagi sveppa-
sjúkdómum — og eftir
fyrrgreindum fregnum
að dæma, er það ein-
mitt hið merkasta við
þetta nýja lyf, þar sem
Nýtt afrek í
læknavísindum
ekkert annað hinna
„antibiotisku“ lyfja er
virkt gegn sveppasjúk-
dómum. — Griseofulvin
er gefið sem töflur —
og lyfið er yfirleitt mjög
fljótvirkt. Segir t.d. í
fyrrnefndum heimild-
um, að tekizt hafi með
því að latkna ýmsa húð
sjúkdóma jafnvel á fá-
um dögum — sjúkdóma
sem menn höfðu ekki
áður fengið neina end-
anlega bót á.
ir AP-fróttastofan —
skýrir frá því, að lækn-
ar frá Bandarikjunum
og 11 öðrum löndum
hafi nýlega rætt um lyf
þetta og árangurinn af
því á læknaráðstefnu í
Miami — og hafi þeir
flestir verið sammála
um það, að griseofulvin
væri eitthvert merkasta
afrek læknisfræðinnar
síðan penicillinið kom
fram. — Þá segir, að dr.
J. L. Pipkin við háskól
ann í Miami hafi gefið
mönruum griseofulvin-
töflur í fyrsta skipti fyr
ir ári — og síðan hafi
honum tekizt að lækna
30 sjúklinga, sem áður
höfðu reynt margs kon-
ar lyf, án þess að fá bót
meina sinna.
^■Griseofulvin er
mjög dýrt — enn sem
komið er a.m.k., og er
því ekki orðið verulega
útbreitt — en læknar,
sem hafa fengið að
kynnast því, eru yfir-
leitt sammála um ágæti
þess, að því er segir í
fyrrgreindum fregmum
Asociated Press.