Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 15
 Sunnudagur 8. nóv. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 15 Deep River Boys syngja i Reykjavík HINN heimsfrægi bandaríski kvartett, „Xhe Deep River Boys“, er væntanlegur til Reykjavíkur innan skamms. Miunu „Deep River Boys“ halda hljómleika í Austurbæj- arbíói á vegum Hjálparsveitar skáta, sem hefur fengið þá hingað til lands í fjáröflunar- skyni. Munu þessir víðfrægu bandarísku söngmenn syngja hér í eina viku, tvisvar á dag og verða fyrstiu hljómleik- arnir miðvikudaginn 18. nóv. kl. 7 e.h. COSPER C O S P E R — Nei, ástin, þú truflar alls ekki! — Hver hefur hringt og beðið um einn sekk af hnetum? „The Deep River Boys“ hafa verið einna fremstir í heimin- um á sínu sviði í 20 ár. Þeir hafa sungið inn á hundruð ef ekki þús. hljómplatna, sem selzt hafa á þessum árum í tug milljónum, bæði í Bandaríkj- unum og víðar um lönd. Negr- arnir fjórir hafa farið söng- ferðir víða um lönd, sungið mikið í Evrópu og Astralíu — auk þess sem þeir hafa að sjálf sögðu sungið mest í Banda- ríkjunum. Að öðru leyti er óþarfi að kynna „The Deep River Boys“ fyrir íslenzkum blaðalesend- um. Ríkisútvarpið á um 100 lög á plötum með þeim, sem margsinnis hafa heyrzt í út- varpi á undanförnum árum. Annars var það tilviljun, að þessi kvartett varð til, því leiðir piltanna lágu saman í skóla einum í Virginiu þar sem þeir hugsuðu síður en svo til þess að leggja sönginn fyrir sig. En allt frá því hafa þeir haldið hópinn —- og koma nú til íslands í fyrsta sinn. — Meðfylgjandi mynd er af söngvurunum. Á þriðjudaginn verður minnzt í útvarpinu 200 ára af- mælis Schillers. Dr. Alex- ander Jóhannesson, prófessor, flytur erindi um skáldið, flutt verða ljóð og sönglög við ljóð Schillers svo og kafli úr leikriti hans: „Maríu Stú- art“. SKALDIÐ OG MAMMA LITLA 1) Hugsaðu þér; Hérna, þar sem 2) þessar rústir eru — hefur Absalon öldinni. biskup sennilega farið um á 12. öid . . , og Valdemar Atterdag á 14. 3) Já, og hér var ég í sbógarferð á fimmta tug aldarinnar. 1) Nei, ég held að við höfum ebkl 2) ... eins og þú sérð sjálfur. En efni á að kaupa sláttuvél með benzín- þetta með geitina . . . hreyfli, hún er alit of dýr . . . synir mmir Á laugardaginn verður flutt í útvarpinu leikrit L.R. „All- ir synir mínir“ eftir Arthur Miller, en með aðalhlutverk- in fara Brynjólfur Jóhannes- son og Helga Valtýsdóttir. — Leikfélagið hefur sýnt þetta leikrit við mjög góða aðsókn og hlotið mikið lof fyrir. — Önnur leikrit eftir þennan bandaríska rithöfund, sem sýnd hafa verið á íslenzku leiksviði eru „Horft af brúnni“ og „Sölumaður deyr“. Litla krossgátan 0 SKYRINGAR Lárétt: — 1 orga — 6 bættu við — 8 illmælgi — 10 kveikur — 12 í lögun — 14 fangamark — 15 samhljóðar — 16 stjórn — 18 fenginn. Lóðrétt: — 2 vitleysa — 3 fanga- mark — 4 á kirkju — 5 halla — 7 fiskurinn — 9 undu — 11 beita — 13 sprota — 16 verkfæri — 17 til. Spurt og spjallað 3) ... Eg held, að það sé líka frá- leitt . . . það þarf að passa hana svo vel. í kvöld hefst aftur í útvarp inu þátturinn Spurt og spjall- að, sem Sigurður Magnússon stjórnar. — Ég hef reynt að kynna mér tilhögun svipaðra' útvarpsþátta erlendis, segir Sigurður, og hef komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta form, sem við höfum haft á þeim, sé einna heppilegast, því ætlunin er að menn komi þarna saman til að ræða mál- in í bróðerni, eins og menn gera gjarnan yfir kaffisopa. En ef farið yrði út á þá braut að gera þetta hreina skemmti þætti, yrðum við að sjálf- sögðu að taka upp annað form.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 249. tölublað (08.11.1959)
https://timarit.is/issue/111089

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

249. tölublað (08.11.1959)

Aðgerðir: