Morgunblaðið - 11.11.1959, Page 1

Morgunblaðið - 11.11.1959, Page 1
20 síðui 46. árgangur 251. tbl. — Miðvikudagur 11. nóvember 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins Surtur BÆ HOFÐASTROND, 10. okt. — Hér eru komnir miklir skaflar en autt á milli. Óttast menn að einhverjir fjárskaðar hafi orðið í fárvirðinu hér í Skagafirði, einkum frammi í dölum. Enn er ekki vitað hve mikið af fé hefur verið úti, og ekki verður hægt að leita fvrr en á morgun. Á sunnudagskvöld fór bóndi á Hrauni, Árni Jóhannsson að leita að fé sinu, en hann fann það ekki. Hraun er fremsti bær í Unu dal og stendur um það bil í miðj- um dalnum. Önnur býli framar í dalnum eru öll komin í eyði. Er komin mikil fönn þar um slóð- ir. Á mánudag sá heimilisfólk á Hrauni allt í einu hvar tveggja vetra gamall forustusauður af bænum, sem nefnist Surtur, kom út úr hríðinni og á eftir honum 50 kindur. Hafði hann rat að alla leið framan úr afrétti og leitt kindahópinn heim að Hrauni. Þykir þetta mikið afrek. Surtur hefur áður sýnt að hann er afbragðs forustukind. en nú hefur frægð hans aukizt að mun. í Sléttuhlíðinni vantaði eitt- hvað af fé, en ekki mjög mikið. Allt fé var úti í Felli. Hafði Björn bóndi farið að huga að því í dag, en var ókominn síðdegis. í Lónkoti var trillubát bjargað undan sjónum upp á tún og braut sjórinn sjóbúðir. — B.B. Ríkharður Sigurðsson Myndin sýnir fjöruna undan syðstu húsunum á Hofsósi, en þar fórst vélbáturinn Svanur á mánudagsmorgun. Ennis* hnúkurinn stendur eins og egghvass meitill í baksýn og horfir beint við kauptúninu. (Ljósm.: Páll Jónsson) SvaniJirinn brotnaSS i Hoffsoshöffn Skipverjar ætluðu að taka land, þegar báturinn fórst Á MÁNUDAGSMORGUN fórst dekkbáturinn Svanur frá Hofsósi rétt framan við þorpið, eins og skýrt var frá í blað- inu í gær. Drukknuðu þar þrír menn, bræðurnir Hafsteinn og Jón Friðrikssynir og Gísli Gíslason, allt menn um og innan við þrítugt. Annar bátur, Frosti, andæfði einnig á sama stað, en síðdegis í gær vonuðu menn að hann væri úr hættu, enda veður tekið að lægja. Blaðinu hafa borizt nánari fregnir af þessum hörmulega atburði. Bátarnir tveir, sem voru um 20 tonn að stærð, lágu við bryggjuna á Hofsósi þegar aftakaveður skall á á sunnudagsmorgun. Urðu þeir að leggja frá vegna brimsins og leggjast út á höfnina. Var norð- austan stórhríð og foráttubrim. Á mánudagsnóttina slitnuðu legu- færin hjá Svaninum og settu bátsverjar á Frosta þá ljós aftur á ,svo að Svanurinn gæti andæft á það. Gekk þannig um hríð. Ætluðu þeir að taka land? Það mun hafa verið laust fyrir kl. 9 á mánudagsmorgun að Frostamenn sáu að skip- verjar á Svaninum höfðu rað að belgjum á bakborðssíðu Hann hvarf af Agli Skallagrímssyni ÞETTA er Ríkharður Sigurðsson, matsveinn, sem fórst með svip- legum hætti af togaranum Agli Skallagrímssyni, er hann lá í vari undir Grænuhlíð á sunnudags- nóttina. Ríkharður hefur verið sjómaður um árabil. Hann var fæddur 16. maí 1930. Hann hafði verið á skipum Eimskipafélags- ins og hjá Ríkisskip, einnig á togurum. Hann lét skrá sig á Egil í þeirri veiðiför, sem skipið er nú í. Ríkharður er annar tveggja sona Sigurðar Marías- sonar húsvarðar Búnaðarbank- ans. Sigurði barst fregnin um hið sviplega slys í Landakots- spítalann, þar sem hann hefur dvalizt undanfarið. Ríkharður var einhleypur maður, en lætur eftir sig dóttur, 8—9 ára. ". 'i Gislason bátsins, og varð helzt skilið af því, að þeir hugsuðu sér að taka land við hafnarbryggj- una. Rétt í því gerði svarta- byl, svo ekki sást út fyrir borðstokkinn. Þegar aftur rof- aði til var Svanurinn horfinn úr augsýn þeirra Frosta- manna. Skömmu seinna rak •ÍW;. ^ •• •• * Jón Friðriksson Svan nokkru innar og brotn- aði á flösum út af syðstu hús- unum í kauptúninu. Var ekki hægt að komast þar að honum. Báturinn er þar enn mölbrot- inn. Hafsteinn Friðriksson Þrír ungir menn fórust Lík Hafsteins Friðrikssonar hefur rekið norð-austan við gömlu bryggjuna, en lík Gísla Gíslasonar inni í Óslandshlíð, nokkuð langt fyrir innan Hofsós. Þeir bræðurnir Hafsteinn og Jón voru synir Friðriks Jónsson- ar sjómanns í Hofsósi og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur. Þeir keyptu dekkbátinn Svan frá Vestmannaeyjum í vor og gerðu hann út í sumar. Hafsteinn hef- ur verið mikið til sjós að undan förnu, en Jón við háskólanám, var nýbúinn að taka BA-próf og Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.