Morgunblaðið - 11.11.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 11.11.1959, Síða 6
6 MORCUNTtT.AÐIh MiðviEudagur 11. nóv. 1959 Danskt blað segir: Handritin eiga heima á Islandi SAGT var frá því í síðari frétt- um Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, að danska blaðið „Álborgs Amts- tidende“ hafi nýlega birt grein um handritamálið. Er þar m. a. sagt, að líklegt sé, að íslenzka ríkisstjórnin sendi jrátt, eða eftir að Alþingi hafi verið kvatt sam- an, opinbera orðsendingu um málið til dönsku stjórnarinnar. — Þá segir blaðið samkvæmt fyrr- greindum fréttum, að vonandi w sDiargar u félag á ísafirði ÍSAFIRÐI, 5. nóv. — Aðalfundur var haldinn í Sjálfsbjörg, félagi fatlðara á ísafirði, þ. 14. okt. s.l. Formaður félagsins las upp skýrslu félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu ári. Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins og reyndist eign þess vera 33 þús, kr. Stærstu fjáröflunarliðir voru hlutavelta, bazar og ársgjöld fé- laga. Stjórnin var endurkjörin, og er hún þannig skipuð: Trausti Sigurlaugsson, formaður; Ingi- björg Magnúsdóttir, ritari; Trausti Magnússon, gjaldkeri; Sigrún Einarsdóttir og Gestur Loftsson meðstjórnendur. Nú bíður mikið verkefni félags ins að útbúa húsnæði, sem það hefir fengið í íþró'ttahúsinu, en þar mun vera rúm fyrir stóra stofu, lítið eldhús og geymslu. Húsnæði þetta á að nota til starf- semi Sjálfsbjargar, s.s. til funda- halda og annarrar félagsstarf- semi, tómstundaiðju og fyrirhug- aðra vinnukvölda, og getur þett.a því, ef vel tekst til, orðið vísir að vinnustofu þeirri, sem félagið leggur kapp á að koma upp. í því skyni hefir félagið fest kaup á rennibekk, fullkominni sauma- vél og prjónavél og nokkru magni af efni, bæði garni og lérefti, og einnig basti og tágum til föndurvinnunnar. Fyrirhugað er að hafa söluborð í desember til þess að afla félaginu tekna vegna fyrrgreindra útgjalda, og eru félagarnir þegar teknir að vinna á það. — G.K. takist nú ekki affeins aff hefja jákvæðar samn.ngaumleitanir, heldur aff finna varanlega lausn þessa viðkvæma deilumáls land- anna. Blaðið segir, að hálfvelgja dugi ekki í þessu máli. íslendingar geti ekki sætt sig við neitt minna en það að fá handritin. Danir eigi að viðurkenna í eitt skipti fyrir öll, að handrit þessi séu mesti þjóðardýrgripur íslendinga — og að þeir eigi auk þess rétt til að endurheimta þau, samkvæmt þjóðarétti. — Blaðið segir, að handritin séu að vísu verðmætar, sögulegar heimildir fyrir Dani, en ekki verði séð, að það geti talizt fórn af Dana hálfu að sætta sig við ljósmynduð afrit — og að frumritin hljóti geymslu á Sögu- eynni, þar sem þau eigi heima með öllum rétti. Greininni lýkur hið danska blað þannig, sagði útvarpið: — Látum oss nú fá jákvæða lausn á handritamálinu. Það er ósæmi- legt að draga þetta mál á langinn eins og gert hefir verið. Hallbjörg í gervi Marilyn- Monroe. Bílar festust Hallbiörq heldur miðnæturskemmtun Er á íörum til ársdvalar í Bandaríkjunum Er skynsamlegt oð af- beina skatta? nema Umræðuefni á fundi Hagfræðifélagsins HAGFRÆÐAFÉLAG íslands er nú að hefja vetrarstarfsemi sína um þessar mundir. Verður fyrsti almenni félagsfundurinn haldinn í Tjarnarcafé í kvöld. Umræðuefni fundarins verður: Er skynsamlegt að afnema beina skatta, Framsöguerindi flytja Jónas H. Haraldz, formaður fé- lagsins og Svavar Pálsson, end- ursKoðandi. Að framsöguerindum loknum verða frjálsar umræður. Fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vet*r. Munu þá verða teknir til umræðu ýmsir þættir efnahags- málanna, sem ofarlega eru á baugi í þjóðfélaginu. Sérstakar nefndir skipaðar fé- lagsmönnum munu framkvæma athuganir á þessum málum, og verða úrlausnir þeirra ræddar á fundunum. Telur félagið, að á þennan hátt verði niðurstöður hlutlausar og ópólitískar, og megi því vænta nokkurs gagns af þeim fyrir þjóð félagið. AV ♦ * BRIDGE ♦ * FYRRI HLUTI af sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur lauk si. sunnudag. 19 sveitir taka þátt í keppni þessari og varð röð sveitanna þessi: í KVÖLD, MIÐVIKUDAG, efnir Hallbjörg Bjarnadóttir til miðnæturskemmtunar í Austur- bæjarbíói. Getur svo farið að þetta verði eina tækifærið sem Reykvíkingar hafi til að sjá þessa vinsælu skemmtisöngkonu að sinni, því bíóið mun vera að einhverju leyti upptekið og Hall- björg verður að halda til Banda- ríkjanna, en þangað er hún á leið frá meginlandi Evrópu til að skemmta Bandaríkjamönnum. Hallbjörg mun fara í 11 mán- aða ferðalag um Bandaríkin og syngja og skemmta á ótrúlega mörgum stöðum. Verður skemmt un hennar liður í stærri skemmti dagskrá hóps skemmtikrafta .Allt þetta 11 mánaða ferðalag mun þegar fyrirfram ákveðið í smá- atriðum. Auk þess mun Hallbjörg svo sennilega skemmta víðar í Bandaríkjunum. Hallbjörg hefur að undanförnu skemmt í Sviþjóð, Hollandi, Belgíu og nú síðast í Finnlandi, þar sem hún m. a. skemmti í sjónvarps- og útvarpsdagskrá. Á miðnæturskemmtuninni hér mun Hallbjörg skemmta með sínum frægu eftirhermum og fl. Er „prógrammið" nýtt að lang- mestu leyti og hið sama er hún skemmti með í áðurnefndum Evrópulöndum. Á skemmtuninni aðstoðar Neo kvartettinn söngkonuna. I. Sv. Einars Þorfinss. 1551 st. 2. — Sigurhj. Péturss. 1485 — 3. Rafns Sigurðss. 1482 — 4. Halls Símonars. 1454 — 5. Stef. J. Guðjohns. 1440 — 6. — Rób. Sigmundss. 1404 — 7. — Ólafs Þorsteinss. 1374 — 8. — Sveins Helgascnar 1361 — 9. — Vígd. Guðjonsd. 1310 — 10. — Aðalst. Snæbj. 1269 — 11. — Sigurbj. Asbj.d. 1267 — 12 — Elínar Jónsdóttur 1248 — 13. Gissurar Guðm. 1194 — 14. — Guðm. Kr. Guðm. 1170 — 15 — Hafsteins Ólafss. 1166 — 16. — Helga Jóhanness. 1142 — 17. — Hauks Leóssonar 1130 — 18. Sig. Marelssonar 1111 — 19. — Aðalsteins Guðm. 1053 — Sex efstu sveitirnar munu keppa til úrslita um félagsmeist aratitilinn og mun sú keppni verða með venjulegu sniði eða 40 spil í hverjum leik. Hinar 13 sveitirnar munu keppa um verð- laun I. flokks og verður sú keppni í hraðkeppnisformi. Báð- ar þessar keppnir hefjast í kvöld og.verður spilað í Skátaheimil- inu við Snorrabraut. Tvímenningskeppni Tafl- og Bridgeklúbbsins er nýlokið og sigruðu þeir Guðjón Tómasson og Róbert Sigmundsson með mikl- um yfirburðum, hlutu 925 stig. skrifar ur daglegq lifitiu Röð efstu paaranna varð þessi: 1. Guðjón Tómasson og Róbert Sigmundsson 925 stig. 2. Sveinn Helgason og Gunnar Vagnsson 870 stig. 3. Gísli Hafliðason og Jón Magnússon 863 stig. 4. Ásgeir Bjarnason og Hreinn Bjarnason 861 stig. 5. Eggert Benónýsson og Þór- ii Sigurðsson 848 stig. Nýlega fór fram keppni milli Tafl- og Bridgeklúbbsins og Keflvíkinga. Var spilað á 6 borð um og urðu úrslit þau að Tafl- og Bridgeklúbburinn sigraði með 4Vz vinning gegn lVz. Hin árlega bridgekeppni milli starfsmanna ríkisstofnana hófst í sl. viku. Að þessu sinni taka 10 sveitir þátt í keppninni. Úrslit í 1. umferð urðu þessi: Sveit Fiskifélagsins vann sveit Reykjavíkurflugvallar. — Sveit Stjórnarráðsins A jafnt við sv. Tollstjóraskrifstofunnar. — Sv. Brunabótafélagsins vann sveit Pósthússins. Sveit Ríkisútvarps- ins vann sv. Stjórnarráðsins B. — Sv. Skipaútgerðarinnar vann sveit Innflutningsskrifstofunnar. 2. umferð verður spiluð n. k. föstudag. Hnútur fljúga um borð í Hafnarskógi AKRANESI, 9. okt. — Þeir lentu illa í því bílarnir á laugardags- kvöldið var. Um 30 bílar voru á leiðinni Reykjavík — Akranes. Á Fiskilækjarmelum og í Hafnar- skógi var ofsarok á sunnan suð- austan, sem feykti bílunum til, þótt enginn þeirra færi af hjól- unum. Sumum bílstj. tókst að fikra sig áfram eftir vegarkant- inum, en aðrir urðu að gera sér að góðu að híma skjálfandi af kulda í bílunum til kl. 8—9 á sunnudagsmorgun. Kafaldshríðin bleytti rafkerfi þeirra svo að drapst á vélunum. Sumir komust leiðar sinnar seint og síðar meir, þar eð bílar voru sendir þeim til hálpar. í gær tóku allir á Akranesi fé á gjöf, þar sem til náðist og hið sama gerðu margir bændur í nær sveitunum. — Oddur. AKRANESI, 9. okt. — Vitamála- skrifstofan hefur fengið varð- skipið Óðin til að ná ljósbauj- unni út af Suðurflös, er slitnaði upp á dögunum og sem hefir ver- ið á reki hartnær 5 sólarhringa. Rak hana fyrst vestur fyrir Skaga og inn í Voga. Svo hefir hún lón- að út aftur og er nú hér út af Vesturflös. — Oddur. • Útborgun vinninga ÞÁ hefur Happdrætti Háskóia íslands sent eftirfarandi at- hugasemd: „í bréfi, sem birtist í dálkum Velvakanda 28. okt. sl. frá „Óþolinmóðum", er kvartað undan því fyrirkomulagi, sem hefur verið á greiðslu vinn- inga í Happdrætti Háskóla ís- lands. Happdrættið viðurkenn ir fúslega, að bréfritari hefir nokkuð til síns máls að þessu leyti, en telur ummælin um starfsfólkið óþörf og ómakleg. Breyting á greiðslutíma í skrif stofu happdrættisins hefur verið á döfinni í nokkurn tíma, en til þess að lengja greiðslutímann til muna varð að breyta nokkrum starfshátt um í skrifstofunni og auka hús næðið. í september sl. fékk happdrættið aukið húsnæði og var þá þegar hafizt handa urn breytingar í afgreiðsluher- bergi skrifstofunnar til undir búnings þessu, og upp úr miðj um nóvemer verður væntan- lega ekkert að vanbúnaði. Munu vinningar þá verða greiddir kl. 10—11 og 13—16; laugardaga þó aðeins kl. 10— 11. Framangreindar breyting- ar voru þá ráðnar og undir- búnar þegar á sl. sumri. Happdrættið þakkar bréf- ritara vinsamleg ummæli um starfsemi þess“. • Hangikjötið salt HÚSMÓÐIR ein átti tal við Velvakanda á dögunum. — Kvaðst hún hafa af því þung- ar áhyggjur að jólahangikjöt- ið hennar yrði nú ekki sem skyldi. Hún kvaðst einmitt núna vera að koma kjötinu fyrir í reykhúsi, en reynsla sín af hangikjötinu í búðunum væri sú, að það væri sífellt að verða saltara. Hefði komið fyrir að kjötið líktist meira saltkjöti en hangikjöti þegar til kæmi. Nú væri sér sagt, að sum reyhúsin a. m. k. legðu kjötið í saltpækil og hefðu það þar í marga daga, áður en það væri reykt. Ekki er Velvak- anda kunnugt um hvernig það er með hangikjötið í reykhús- um, en húsmæðurnar vita oft- ast hvað þær syngja þegar matur er annars vegar, og ættu reykhúsin því að hlusta á það, sem þær hafa fram að færa í þeim efnum. Þetta minnir mig á blessaðar jólarjúpurnar, sem sennilega verður heldur lítið af í ár og þar af leiðandi dýrar. — Þingeyingar, sem eru miklar rjúpnaskyttur segja mér, að nú þegar séu boðnar 25 kr. í stykkið. Við erum ekki spar samt fólk, íslendingar, allra sízt þegar jólin eru á næstu grösum, en sjálfsagt veigra þó margir sér við að kaupa þessa litlu fugla í matinn handa stórri fjölskyldu, þegar verð- ið er svona hátt. 9 Lítið sparað MATSVEINN lét í haust í ljós undrun sína í mín eyru yfir því, hve lítið húsmæður í bæj- unum hugsuðu um að spara útgjöld heimilisins með því að útbúa ódýran mat til geymslu. Nefndi hann tvö dæmi. í hverri síldartunnu væru 350 síldar og fengju sjómenn um 50 aura fyrir síldina. Aft- ur á móti keyptu húsmæður reykta síld hér í búðunum í bænum fyrir kr. 6.50 stykkið. Þarna væri tækifæri til að spara. Þá kvaðst hann sjálfur nýlega hafa keypt rabarbara og búið til saft. Hann fékk 9 potta fyrir 27 krónur. En undarlega fáar konur hirtu um að spara á þenan hátt, sagði hanrn NEW YORK, 9. nóv. (Reuter) — Umræður um fyrirhugaðar kjarnavopnatilraunir Frakka í Sahara héldu áfram í stjórnmála nefnd Allsherjarþingsins í dag. Skarst þá í odda með fulltrúum Saudi Arabíu og Frakklands, þeim Fhukairy og Jules Moch — og hitnaði báðum mjög í hamsi. Fhukairy sagði, að Frakkar væru að „myndast við að komast til jafns við Bandaríkin og RUss- land sem kjarnorkuveldi — án þess að hafa minnstu möguleika til slíks." Hann lét einnig svo um mælt í þessu sambandi, að Frakk land væri „á barmi gjaldþrots“ — það væri ekki lengur það stór- veldi, sem það hefði áður verið. Önnur ríki í Evrópu og Asíu væru nær því að verða stórveldi en Frakkland. Jules Moch greip tvisvar fram í á meðan Fhukairy var að tala. Hann sagði, að ummæli hans væru slúður — og illkvitnin róg- ur í garð Frakka. Moch lýsti Fhukairy sem „sérfræðingi í lýð- æsingum, smekkleysum og móðg- unum“. LONDON, 9. nóvember. — Utanríkis- ráðherra Ástralíu, Richard Casey, átti í dag viðræður við Selwyn Lloyd. — Ræddu þeir heimsvandamálin almennt, þ. á. m. Laos og Suðurheimskautsland- ið. Casey kom hingað eftir að hafa setið fundi Allsherjarþingsins í New York.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.