Morgunblaðið - 11.11.1959, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.11.1959, Qupperneq 11
Miðvikudagur 11. nóv. 1959 MORCVNUL4Ð1Ð 11 Það er eftirtektarvert hve ka- þólska kirkjan er oft tornæm á tákn nýrra tíma. Hún stend- ur á gcmlum merg i mörgum löndum Suður- og Vestur-Ev- rópu og er áberandi þjóðfélags afl í rómönskum löndum. Að vísu væri ekkert við það að athuga, þó hún færi fremur hægt í sakirnar, þegar hún verður að horfast í augu við nútímann með öllum hans dæg urflugum. Kirkjan er nærri 2000 ára stofnun og eðlilegt að hún reyni að gerast nokkur kjölfesta þjóða sinna á upp- lausnartímum. En því miður nær fastheldni hennar oft út fyrir öll tak- mörk. Hún gerist hnappelda á eðlilegar framfarir og reyn- ist oft þeim mun meiri þrösk- uldur í vegi sem þörfin er Algeng götumynd í spænskum borgum. Klerkar fara í prósessíu um strætið. leiðinni til að veita deyjandi manni síðustu smurning. Þessir eru á Trúarofsóknir a Spáni meiri fyrir ferskan andvara nýrra tíma. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar á Spáni, Pla y Deniel kardináli Prestur dæmdur í tveggja mánaða fangslei. Nú, auðvitað ræður kaþólska kirkjan því, hvort hún lætur þjóna sína grípa til sömu ráða og Bör Börsson gerði einu sinni til þess að fá virðulegan skalla, en hitt er miklu alvarlegra og hlýt- ur að vekja andsvar í öðrum löndum, þegar hún beitir alls endis óviðurkvæmilegum ráðum til beinnar trúarbragðakúgunar í einhverju þjóðfélagi. En þannig beitir hún einmitt valdi sínu í dag á Spáni, gegn mótmælendatrú og öðrum kristi- legum sértrúflokkum. Málið hefur nýlega komið á döfina vegna réttarhalda og dóms yfir baftista-presti í Madrid. — Hann var dæmdur í tveggja mán- aða fangelsi fyrir að ganga inn í kirkjuhús eigin safnaðar, sem hafði verið lokað og innsiglað af stj órnar völdunum. Prestur þessi heitir José Nunez og er 38 ára að aldri. Stjórnar völdin lokuðu baftista-kapellunni hans árið 1954 án þess að gefa nokkrar skýringar á lokuninni. Það var ekkert óvenjulegt, þó lakkinnsigli væri borið að dyr- um enn eins samkomuhúss mót- mælanda. Síðan hefur söfnuður- inn verið húnæðislaus, en kap- ellan varð spellvirkjum að bráð eins og auð hús verða oft, glugg- ar allir voru brotnir og einhverj- ir illvirkjar skeyttu ekki um inn- siglið, heldur tóku það af, brutu upp dyrnar og spjölluðu kirkj- una. Þá var það einu sinni í október mánuði 1957, að séra Nunez átti leið um götuna, sem kapellan stendur við og sárnaði honum mjög hve safnaðarhúsið var illa útleikið. Gekk hann inn í kirkj- una og virti fyrir sér um stund viðurstyggð eyðilegtgingarinnar. Hann hafði ekki dvalizt þar lengi þegar lögreglumenn komu á vett- vang handtóku hann og færðu hann fyrir dómara. Málssókn tók ekki langan tíma. Mótmælenda- presturinn var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að fara inn í hús, sem lokað hafði verið með opinberu innsigli. Honum tjóaði ekki að benda á það að innsiglið hefð verið fallið af, en vegna þess að ekki var liðið ár frá því nýr páfi settist í hásæti í Vati- kaninu, var þessum fátæka baí- tistapresti sýnd náð páfanum nýja til dýrðar. Hann skyldi sleppa við fangelsisrefsinguna gegn því að greiða 1000 peseta sekt. Leiða kaþólska á villigötur. Það er álitið að um 10 þúsund fullorðnir Spánverjar séu mót- mælendatrúar. Með börnurn nema söfnuðurnir um 30 þúsuna manns. Auk þess er talið að um 90 þúsund Spánverjar aðhyllist kenningar mótmælenda og sæki að staðaldri messugjörðir hjá þeim, án þess að þeir hafi þorað að segja sig úr lögum við kaþólsku kirkjuna. Þetta fólk hefur að því er talið er um 250 samkomustaði. Oftast eru samkomurnar í stórum skrif- stofuherbergjum. Stærstu söfnuð irnir eru í Barcelona, San Sebast ian, Bilbao, Madrid og Sevilla. Söfnuðurnir hafa löngum orðið að sæta ofsóknum frá hinni alls ráðandi kaþólsku kirkju og virð- ast ofsóknirnar vera að færast í vöxt á síðustu fimm árum. A þessum tíma hefur um 50 af sam— komustöðum þeirra verið lokað og engin önnur skýring er gefin á lokuninni, en að opinbert leyfi hafi vantað og að menn af þess- um söfnuðum hafi reynt að leiða kaþólska menn á villigötur í trú- armálum. Fyrir þremúr árum var lokað hinum eina prestaskóla mótmæl- enda í Madrid. Biblíur útgefnar af mótmælendum hafa verið gerð ar upptækar og innflutningur eða prentun á trúarritum þeirra bannaðar. Auglýsingar í blöðum um samkomur og messur mót- mælenda eru útilokaðar. Það þarf varla að taka það fram, að trúarathafnir mót- mælendasafnaða á Spáni fá enga opinbera viðurkenningu. — Hjónavígslur framkvæmd- ar af mótmælendaprestum fá enga viðurkenningu og það, sem verra er, — kaþólska kirkjan neitar mótmælendum uro allan rétt til hjúskapar. Þeir eru dæmdir til að lifa ætíð í laga- legum hórdómi og þeir fá aðeins greftrun í svonefndum borgara- legum kirkjugörðum, sem annars eru aðallega ætlaðir glæpamönn- um, sjálfsmorðingjum og guð- leysingjum. Ólíkt höfumst. við að. Það kemur Norðurlandabúunv undarlega fyrir sjónir, að ka- þólska kirkjan skuli beita menn tilheyrandi öðrum kristnum trúfélögum slíku harðræði. Hér á landi, meðal þjóðar, sem er að yfirgnæfandi meiri hluta mótmælendatrúar, fær kaþólska kirkjan að starfa óhindruð að trúboðsstarfi og aldrei kæmi til greina að kirkjubyggingu hennar, sem stendur á einum glæsilegasta stað í höfuðborginni yrði lokað, af því að hún leiði menn út á villigötur. En það er venjuleg- asta skýringin þegar safnaðarhú* um mótmælenda á Spáni er lok- að. Þ. Th. Farþeglnn tapaði skaðabótamáli við bílstjórann Kanónískur réttur og krúnu- rökun. Sérstaklega virðist þetta áber- andi á Pýreneaskaganum. Þar er engu líkara en að kaþólska kirkjan lifi enn aftur í miðöld- um. Kaþólska kirkjan hefur stutt Franco einræðisherra, en fær líka nokkuð fyrir sinn snúð, — meira pólitískt vald en kirkju- félag í nokkru öðru Evrópulandi. Á Spáni er t. d. enn í gildi víð- tækur kanónískur réttur, þar sem kirkjunnar menn geta dæmt menn til útláta og refsingar fyrir misgerðir á andlegu sviði. Sem lítið ytra dæmi um við- horf kirkjunnar til lífsins á miðri 20. öldinni má geta þess, að prest- um hennar er bannað að vera viðstaddir eða horfa á nautaat, kvikmyndasýningar, leiksýningar og dansleiki. En yfirmanni spænsku kirkj- unnar, Pla y Deniel, kardínála og erkibiskupi af Tóledó þótti ekki nóg að gert. Fyrir einu eða tveimur árum lét hann enn herða á umgengnisreglum presta, tii þess að vernda þá fyrir nýjustu syndum aldarinnar. Nú lét hann bæta því við, að prestum væri með öllu forboðið að vera við- staddir knattspyrnukappleiki og draga skyldi verulega úr þeim afleita nýa lesti klerkanna að ferðast um á Vespu-bifhjólum. Þá var þeim bannað að reykja sígarettur á almannafæri og und antekningarlaust skyldu þeir ætíð klæðast hempum nísum á al- mannafæri og vera krúnurakaðir. f HÆSTARÉTTI er genginn dóm- ur í skaðabótamáli, sem ung stúlka höfðaði gegn eiganda leigubíls. Hafði stúlkan, sem heit ir Gerður Björnsdóttir, Efsta- sundi 62, slasazt er eldur kom upp í flugeldum sem samferða- fólk hennar í leigubílnum hafði I undir höndum. Var það neisti úr sígarettu eins farþegans í bíln- um, sem kveikti í flugeldunum. í málinu lagði Gerður Bjarnadótt ir fram sundurliðaðar kröfur að upphæð tæpl. 22.000 kr. auk vaxta. Þegar eldurinn kom upp í bíln- um hafði Gerður setið við hlið þess er hélt á flugeldakassanum. Maður sá bjargaði Gerði út úr bílnum, en þá hafði eldurinn læst sig í kápu hennar. Hlaut Gerður allmikil brunasár. Kröfu sína um bætur rökstuddi Gerður með tilvitnun til ákvæða bifreiðalaganna. Hafi stefnda í málinu, Jóhanni E. Óskarssyni, Garðastræti 43, sem jafnframt var eigandi bílsins, verið kunn- ugt um að flugeldar væru í bíln- um, að farþegar reyktu, og þá var því hreyft, að björgun stúlk- unnar úr bílnum hafi ekki farið örugglega úr hendi. í undirrétti urðu þau úrslit málsins, að Jóhann E. Óskarsson vann málið. Söm urðu málalok fyrir Hæstarétti, en eigi voru dómendur allir á einu máli og skiliðu tveir þeirra sératkvæði. í forsendu dóms Hæstaréttar segir svo eftir að lýst hefur ver- ið kröfum aðila: „Eftir uppsögu héraðsdóms hafa tveir dómkvaddir menn lát- ið uppi álit um það, hver lík- indi séu til íkveikju, þegar reykt sé í nálægð flugelda, svo og um líkindi til sjálfsíkveikju í þeim. Er það skoðun þeirra, „að mikil hætta sé á íkveikju í þeim flug- eldum, sem hér um ræðir, sé verið með reykingar í nálægð þeirra“. Hins vegar töldu þeir ekki vera líkindi til sjálfsí- kveikju í flugeldum þessum „við venjulega meðferð“. Leitt er í ljós, að flugeldar þeir, sem um ræðir í málinu, eru seldir hömlulaust í verzlun- um, og mun vera altítt, að slíkir flugeldar séu fluttir í bifreiðum. Við fiutning málsins í Hæsta- rétti var sýnd pappaaskja, sem. talin var af sömu gerð og öskjur þær, er ofangreindir flugeldar voru geymdir í. Eru pappaumbúð- ir þessar allsterklegar, og feliur lok vel að öskju. Leggja verður til grundvallar, svo sem sakar- gögnum er farið, að lok hafi ver- ið á öskjum þeim, er í málinu greinir. Þegar þetta er virt, var ekki líklegt fyrirfram, að flutn- ingur varnings þessa væri skað- vænn, enda voru farþegar í bif- reið stefnda allt fulltíða fólk, þar á meðal áfrýjandi. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skír- skotun til hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt þykir að málkostnaður fýrir Hæstarétti falli niður. Ríkissjóður greiði málflutningslaun skipaðs tals- manns áfrýjanda fyrir Hæsta- rétti“. í sératkvæði tveggja dómenda, er atvik öll rakin mjög ítarlega. í niðurstöðum sínum segja dóm- endur að ljóst sé að stórkostlegt gáleysi hafi verið að reykja í nánd við flugeldana og hafi stefn anda sem stjórnanda bifreiðar- innar borið að banna það og far- þegum skylt að hlýða skipunum hans í því efni. — Síðan segir orðrétt: Samkvæmt því, sem nú var rakið, verður að telja, að stefndi beri vegna greindrar vanrækslu LISTAFÓLK frá Pekingóperunni kom til Reykjavíkur í gær og sýnir hér á vegum Þjóðleikhúss- ins. Fyrsta sýning verður n. k. föstudag. Þetta er einn stærsti listamannahópur, sem hefur nokkurntíma sýnt hér, eða um 60 manns. Að undanförnu hefur þessi listamannaflokkur verið á sýningarferð í Evrópu og nú síð- ast á Norðurlöndumim. Blaða dómar um list þeirra eru frábær lega góðir og er ekki að efa að sinnar ábyrgð á afleiðingum slyss ins, þótt það fyrst og fremst verði rakið til gáleysis farþega þess, sem hafði flugeldana í vörzlu smni. Þá hefur áfrýjandi með því að reykja í nánd við flug eldana og gera eigi athugasemd um gæzlu þeirra fellt á sig nokkra ábyrgð á slysinu. Þykir eftir atvikum rétt, að stefndi í máli þessu bæti áfrýjanda tjón hennar að hálfu“. Telja dómendur kröfur hæfi- lega metnar á kr. 17,830 og töldu Gerði því eiga kröfu á skaða- bótum að upphæð kr. 8915 krón- ur ásamt vöxtum. Þá vildu þeir gera stefnda að greiða kostnað 'sakarinnar. þeir hljóti einnig góðar viðtök- ur hér. Annar flokkur listamanna frá Pekingóperunni sýndi hér á veg um Þjóðleikhússins haustið 1955 og var aðsókn þá svo mikil að margir urðu frá að hverfa. Aðgöngumiðasala á þessar 4 sýningar Pekingóperunnar hófst í dag og var stór biðröð þegar opnað var þrátt fyrir hið slæma veður. Listafólk Peking- óperunnar kom í gœr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.