Morgunblaðið - 11.11.1959, Side 13
Miðvik'udagur 11. nóv. 1959
M O R C. V 1S Tt T 4 Ð f Ð
13
að sjatna, komu þeir sjálfir fram
í hlíðum Lórhagnúps. Nú var
farið að athuga hverju sætti um'
hvarf sauðanna. Kom þá í ljós að
þeir höfðu verið í hellisskúta í
núpnum, sem ekki var áður kunn
ur, því að mjög lítið bar á honum
utan frá, munninn var afar lágur
og hrun úr berginu hafði safnazt
framan við hann og fól hann að
mestu. Þarna höfðu sauðirnir
farið inn í bylnum og lokast inni
þegar skelfdi fyrir munnann.
Ekki mun hellirinn hafa verið
athugaður nánar að sinni. En um með öllu. Þegar Hannes sá
gangandi. Fór hann beinustu
leið, langt fyrir ofan alfaraveg,
rétt framan við jökulröndina,
eins og hún var þá. Á þessum
slóðum fann Hannes ruddan veg
allt að þriggja metra breiðan,
sjáanlega þannig lagður að þar
gætu margir menn riðið samsíða,
en þyrftu ekki að lestn sig hver
á eftir öðrum. Vegur þessi var
um Vz kílómetri á lengd og lá
eftir sléttri öldu. Hún mun að
nokkru hafa farið af 1913 og í
jökulhlaupinu 1922 hvarf hún
aldamótin fann Hannes á Núps-
stað dauða kind inni í skúta þess
um og fór þá að litast um þar
inni. Sá hann þá að næstum innst
í hellinum voru skápar höggnir
bergið sitt hvoru megin, hvor
þennan veg og bar hann saman
við troðningana, sem myndazt
höfðu af lestaferðum samtíðar-
innar, varð honum hugsað til
þeirra tíma er hetjur riðu um
héruð og höfðingjar sögualdar,
á móti öðrum, það djúpir að þeir eins og Hallur á Síðu og Flosi
í Svínafelli, gerðu tíðreist yfir
Á Núpsstað, séð austur yfir Núpsvötn til Lómagnúps.
Að Ldmagnúpi
SITT AF HVERJU UM HANNES
OG NÚPINN OG FLEIRA.
“ O "
Það er eiginlega ekki af neinu
sérstöku tilefni, að ég sting nið-
ur penna í þetta sinn. Og þó —
ég fór að heimsæka minn kæra
vin, Ilannes á Núpsstað, einn
mildan og kyrran septemberdag
í haust, þegar slátturinn er loks-
ins búinn, en haustrigningarnar
ekki beinlínis byrjaðar, því að
manni finnst ekki kominn tírni
til að taka upp kartöflurnar. —
Enn voru nokkrir dagar til
gangna.
Lómagnúpur í blámóðu.
Þetta er næsta undarlegt veður.
Það er ekki sólskin. Þó sést hvergi
ský á lofti. Landið hvílir allt í
einhvers konar gegnsærri blárri
móðu, sem maður veit ekki „hvað
an kemur eða hvert fer“. Og í
þessari einkennilegu móðu verð-
ur Núpurinn sérstaklga fagur-
blár. Aldrei hefur mér fundizt
hann eins fagur og nú þegar ég
virði hann fyrir mér af stétt-
inni af Núpsstað.
Hannes er heima eins og venju-
lega. Nú fer hinn mikli og ann-
álaði ferðagarpur helzt aldrei út
af bæ. Já, öðru vísi mér áður
brá. Hann, sem fór svo áratugum
skipti, hálfsmánaðarlega hættu-
legustu póstleið á fslandi — utan
af Síðu og austur að Hólum í
Hornafirði. En nú er Hannes senn
áttræður, f. 13. jan. 1880, og
hættur að ferðast, enda orðinn
svo bagaður, að hann mun ekki
geta setið á hestbaki. En hann
undi sér vel á ættaróðalinu og
mun geta tekið sér í orð Gunn-
ars: Hér vil ég una ævi minnar
daga alla, sem Guð mér
sendir. Já, hvernig gæti mað-
ur hugsað sér Núpsstað án
Hannesar, og hvar gæti mað-
ur hugsað sér Hannes annars-
staðar en á Núpsstað?Þeir eiga
hvor annan Núpurinn og Hannes.
Ég held að hvorugur geti án ann-
ars verið.
Áhrifamagn landsins.
Hvergi á byggðu bóli hef ég
fundið landið, náttúruna, búa yfir
öðru eins seiðmagni eins og á
Núpsstað. Ég held annars, að í
Fljótshverfinu eigi landið yfir að
búa einhverjum sérstökum krafti
umfram önnur byggðarlög. Þetta
kom fram strax á landnámsöld.
Frá því segir í Landnámu, að
Bárður, sonur Heyangrs-Bjarnar
nam Bárðardal í Þingeyjarsýslu.
Þar fékk landið, dalurinn, nafn af
þeim, sem nam hann. En Bárður
markaði það a-f veðrum, að land
mundi betra fyrir sunnan heiði.
Hann tók sig upp úr Bárðardal
og flutti suður yfir hálendið.
Hann fór Vonarskarð. Þar heitir
síðan Bárðargata. Hann nam
síðan Fljótshvrefi og bjó að Gnúp
um. Þá var hann kaUaður Gnúpa
Bárður. — Hér er landslagið svo
sterkt, að í stað þess að draga
nafn af manninum, eins og dalur-
inn nyrðra, dregur maðurinn
nafn af því. Hinar hvössu og
meltluðu brúnir Núpafjalls, ber-
ar eyrar og hrjóstrugar hlíðar
Fljótshverfis reynast sterkari
heldur en grasið og gróðurinn
kringum Lundarbrekku.
„Þar sem að áður akrar
huldu völl“.
Allmargar sagnir eru bundn-
ar við Lómagnúp. Allir þekkja
draum Flosa í Njálu, er hann
þóttist staddur að Lómagnúpi
(bænum) og ganga út og sjá upp
til Núpsins. Bendir þetta til þess,
að í þann tíð hafi bærinn staðið
fyrir framan núpinn og þá hafi
verið þar grasi grónar grundir,
en ekki svartur sandur eins og
nú. Hannes á Núpsstað telur. ið
ekki séu meira en þrjá aldir síð-
an graslendi var fram af Núpn-
um og vestur og fram fyrir svo-
nefnt Rauðabergshraun. „Þetta
hefur tekið miklum stakkaskipt-
um síðan ég n.an fyrst eftir.“
segir Hannes. Eftir eitt Skeiðar-
árhlaupið mældist meieia þykkt
lag af möl og sandi, sem komi'*
hafði hérna vestur fyrir Núpinn
Fyrir sextíu árum voru grasi.
grónir bakkar .neðfram mýrun-
um hérna fyrir „astan og vestan
bæinn, sei- -læddi uj... á í hlaup-
um, en nú er sandurinn orðinn
langtum hærri og gengur alltaf
meira upp á graslendið. Það ar
því engin furð-, .t nú sé öðra
vísi um að litast heldur en þegar
Guðmundur góði «t.r hér á fe. ð
árið 1201, en af - -ögn Sturlungu
mætti ráða, að þá hafi bakkar
Lómagnúpsár vério grasi grómr,
„en hún braut víða land“, segir
sagan, og verkin sýna merkin, að
henni hefur orðið mikið ágengt
þessar aldir, sem siðan hafa liðið.
Skriðan mikla
Á kafla suðvestan undir Lóma-
gnúp liggur vegurinn í ótal króit-
um um ávala sandhóla og skriðu-
byngi. Þetta er gömul skriða eða
hlaup, því að stærðarstykki féll
úr núpnum í jarðskjálfta árið
1789. Skriðan liggur langt fram á
sandinn og sýnir vel hverjar nátt-
úruhamfarir þarna hafa átt sér
stað, enda er sagt að Núpsstaðar-
bærinn hafi leikið á reiðiskjálfi.
Ekki varð slys við skriðuhlaup
þetta en lá þó nærri. Þá var einn
forfaðir Hannesar — Jón Hann-
esson eldri — smali á Núpsstað.
Var hann að smala ánum og ný-
sloppinn með þær yxir þegar
skriðan féll.
Fylgsnið
Frá mörgu hefði Núpurinn að
segja, ef hann mætti mæla. Um
aldamótin 1800 bjó sú kona á
Núpsstað, er Guðrún hét. Hún
var ekkja eftir Hannes Jónsson,
sem lézt í Skaftáreldum. Guðrún
var kona stórlynd og mikil fyrir
sér og lét ógjarnan sinn hlut. Hjá
henni var smalamaður, sem
henni féll mjög vel við. Hafði
hún á honum mikið dálæti. Nú
bar það til, að smalamaður varð
Núþstaðarhjónin
brotlegur við lög og var dæmdur
til hýðingar. Ætluðu yfirvöldin
því að hafa hendur í hári hans.
Ekki er þess getið hvað honum
var gefið að sök, en svo mikið er
víst, að húsmóður hans fannst
refsingin óréttlát og ákvað að
hindra að henni yrði fram komíð.
Ákvað hún því að láta smalapilt-
inn felast í hellisskúta uppt í
Lómagnúpi, sem fáir vissu um,
og vandfundinn var af ókunnug-
um. Lét smalamaður fyrirberast
þar, en húsfreyja lét færa honum
mat, svo að hann liði ekki skort.
Nú liðu fram tímar. Sögn þessi
lifði hjá fólkinu, en enginn vissi
um hellisskútann, sem verið
hafði griðastaður hins seka
smalamanns og borgið honum
undan refsingu yfirvaldanna.
Hellirinn fundinn
Svo var það ofarlega á síðustu
öld, kringum 1890, að mikla hag-
leysu gerði í Fljótshverfi á út-
mánuðum. Jón Jónsson bóndi á
Hvoli rak þá sauði sína austur að
Núpsstað því að þar tekur aldrei
fyrir jörð. Björguðust þeir þar
vel, enda þótt nokkuð hagskarpt
væri. Nokkru eftir að sauðirnir
komu í gönguna gerði byl með
mikilli fannkomu. Eftir bylinn
brá svo við að sauðirnir frá Hvoli
sáust hvergi. Var þeirra leitað
víða, einkum fram um leirur, því
að þangað óttuðust menn, að þá
hefði hrakið í veðrinu. En sú leit
bar engan árangur. Ekki fundust
sauðirnir. En þegar snjórinn fóri
voru góð rúmlengd, svo að þar
mátti maður vel hvíla. Var þetta
þá ekki felustaður smalapiltsins?
hugsaði Hannes. Svo mikið var
víst að þetta var gert af manna
höndum. Innan við „rúmið" var
allgott pláss, ákjósanlegt fyrir
vistir og föggur þess, sem þarna
vildi hafa sína vistarveru. En um
þetta verður ekkert fullyrt. —
Þetta er eins og svo margt annað
hulið gleymskunnar miklu móðu,
og skriða er fallin fyrir hellis-
munnann í Lómagnúp og hylur
hann nú með öllu.
Á Skeiðarársandi
Austan Lómagnúps er Skeiðar-
ársandur með stórvötnunum
Núpsvötnum (vestast) og Skeið-
ará (austast). Auk þess eru þar
fleiri vötn, Gígjakvísl, Sigurðar-
fitjarálar o. fl. Óteljandi eru
ferðir Hannesar yfir þenna
mikla vatnaflaum, enda var
hann austanpóstur um áratugi,
eins og alkunna er. Frægust allra
ferða hans mun vera sú, er hann
fór yfir Skeiðarárjökul 31. marz
1934. Það var laugardaginn fyrir
páska. Þá var Skeiðará sex og
hálfur kílómetri á breidd, svo að
hún var ekki árennileg yfirferð-
ar. Hannes var á heimleið úr
póstferð að austan og búinn að
bíða nokkra daga í Skaftafelli.
Honum tók að leiðast biðin.
Hann vildi komast heim fyrir
páskana. Úr því ekki var hægt
að komast framan við jökulinn.þá
bara að fara yfir hann. Og förin
tókst giftusamlega. Heim að
Núpsstað komst pósturinn á
páskadagsmorgun eftir 18 stunda
göngu. Frá þessari frægðarför er
lítillega sagt í Vatnajökli dr.
Nielsens.
Þá riðu hetjur um héruð
Eitt sinn nálægt síðustu alda-
mótum var Hannes einn á ferð
út yfir Skeiðarársand. Hann var
Lómagnúpssand, eins og segir í
Njálu.
En nú ríða hvorki hetjur né
höfðingjar yfir Skeiðarársand.
Einu ferðirnar, sem farnar eru
yfir þessa miklu auðn eru þegar
lestir vörubifreiða bruna austur
yfir sandinn á vorin til að flytja
Öræfingum varninginn heim.
G. Br.
Blóðugir bardagar
í Ruanda-Urundi
BRÚSSEL, 9. nóv. NTB-Reuter:
Blóðugir bardagar geisa nú milli
tveggja þjóðflokka í belgíska
verndargæzluríkinu Ruanda-
Urundi í Afríku. — Það er fjöl-
mennasti þjóðflokkurinn í land-
inu, Bahutu, sem barst við Wat-
utsi-þjóðflokkinn, en hann hefir
löngum verið valdamestur. —•
Fréttir um mannfall eru óljósar,
en talið er, að hundruð manna af
báðum flokkum hafi látið lífið.
Hersveitir innfæddra, undir
stjórn belgiskra foringja, hafa
reynt að koma á reglu. Þeir
máttu sín hins vegar lítið, og hef-
ir því verið sendur liðsstyrkur
frá Belgíska-Kongó. — Orðróm-
ur gengur og um það í Briissel,
að belgiska stjórnin hafi til al-
varlegrar athugunar að biðja
Sameinuðu þjóðirnar að senda
liðssveitir til Ruanda-Urundi.
Dauft atvinnulíf
BILDUDAL, 9. nóv. — Það er orðiíl
dauft yfir atvinnulífinu hér. Undan*
farna tvo daga hefur verið landlega
hjá reknetjabátunum, en afli hafði
verið sæmilegur hjá þeim fram að
þeim tíma. Eini báturinn sem veriS
hefur á netum er hættur róðrum og
var aflinn 2 og upp í 6 tonn.
Gamlir fóstbræður
halda skemmtifund með starfandi Fóstbræðrum
í samkomuhúsinu í Garðahreppi, föstud. 13. þ.m.
kl. 7,30 e.h.
Allir „Gamlir Fóstbræður" og eldri Fóstbræður,
sem enn hafa ekki gefið sig fram sem meðlimi í
„Gamla Fóstbræður" eru hvattir til þess að mæta
á fundinum.
Farið verður í bílum frá Sanitas við Lindargötu
klukkan 7 eftir hádegi.
STJÓRNIN..
Stúlka
17—22ja ára helzt vön saumaskap óskast.
Uppl. að Laugaveg 116 II. hæð til vinstri.
Húsgögn fil sölu
Svefnherbergishúsgögn, Sófi og 2 stólar, Ctvarp, ls
skápur og Standlampi.
Uppl. Tómasarhaga 39 fimmtud. kl. 6—7 é.h.