Morgunblaðið - 12.11.1959, Page 6

Morgunblaðið - 12.11.1959, Page 6
6 MORGUNBT, AÐIÐ Fimmtudagur 12. nóv. 1959 Filippovna og- „Einfeldningurinn“. „Einfeldningurirm TJARNARBÍÓ sýnir um þessar mundir rússnesku stórmyndina „Einfeldningurinn“, sem er gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Dostojevskys, Idiotinn. Eins og kunnugt er er efni sög- unnar á þá leið, að Myshkin prins kemur til Pétursborgar frá Sviss- landi, þar sem hann hefur leitað sér lækninga. Hann er heldur ut- anveltu við lífið, en vekur alls staðar á sér eftirtekt, þar sem hann kemur, enda kynlegur kvist ur að mörgu leyti. Hann kynnist nýju fólki í Pétursborg, hershöfð- ingjum og greifum og loks Nast- asju Filippovnu, undurfagurri stúlku, sem orðið hefur allharka- lega fyrir barðinu á almanna- rómi. Hann verður strax hrifinn af fegurð hennar og yndisþokka og sér ekki nema sakleysi í aug- um hennar, sem minna á augu lítillar stúlku, sem hann kynntist í bernsku og hafði verið táldregin af frönskum ferðalang. Nastasja verður einnig á sinn hátt hrifinn af þessum ljúfa prins, enda er hann mjög ólíkur þeim karlmönnum, sem hún áður hafði haft kynni af. Að því kemur að prinsinn biður um hönd henn- ar, en Nastasja, sem finnur að hún elskar hann, veiwr honum ekki jáyrði, en hverfur á brott með ævintýramanni, Rogozhin að nafni. Myndinni lýkur svo með því að Myshkin rýkur út í hríð- ina, ekkert bíður hans nema von- leysið eitt. Hér er um að ræða fyrri hluta þessarar myndar, en samt er mér ekki kunnugt um að síðari hlut- inn hafi enn verið gerður. Verður gaman að fá hann, því hér er um afburða góða mynd að ræða, sér lega vel tekna og glæsilega í öll- um litum. Leikurinn er líka stór- góður, ekki sízt leikur Myshkins prins, sem er mög sannur og túlk- ar vel þann idiot, sem við höfum kynnzt í hinni miklu sögu Dosto- jevskys. Myshkin prins leikur J. Jakovliev, en aðrar höfuðpersón- ur myndarinnar eru J. Borisova, sem leikur Filippovnu og N. Paz- hitnov, sem leikur Jepanchin hershöfðingja. Öll fara þau prýði- lega með hlutverk sín og er sér- staklega athyglisvert að sjá, hversu Rússunum tekst að túlka svipbrigði persónanna í nærmynd um. Ego. HINGAÐ til iands er kominn hópur leikara frá Peking-óper- unni í Kína, 58 talsins. Þeir hafa sýnt undanfarna mánuði í Evrópulöndum, en þangað komu þeir í júlí sl. og munu halda heim til Kína að Ioknum sýningum hér. — Leikararnir eru aðallega frá Peking-óperuflokki Kiangsu héraðs, að viðbættum nokkrum einstökum sérlega fjölhæfum leikurum frá Peking. Margir þessara leikara hafa aflað sér mikils álits meðal kínverskra leik húsgesta. Fréttamenn fengu í gær tækifæri til að hitta þá að máli um stund og hafði Chien Ching- Jen, forstjóri óperunnar orð fyr- ir þeim. Peking-óperan telst til hinna frekar fornlegu af um 30Ö óperu- tegundum í Kína. Hún á sér langa sögu og er kínversk að upp runa og eðli og í henni fléttast saman rómantík og veruleika- stefnur. Hún myndar samstillta heild, með því að hnýta saman söng, hljóðfæraslátti, upplestur, dans, kínverskan hnefaleik og skylmingar, auk þess skreytingar leiksviðs. Leikararnir leitast við að ýkja mannseðlið og sýna atburði með ýkjum. í samtali sínu við blaða- menn sagði forstjóri óperunnar, að hún hefði að leiðarljósi eftir- farandi orð Mao Tse Tung: „Lát- ið hundrað blóm þróast og fram- leiða ný með þroskun hinna gömlu“. Kínversk list, sagði hann ennfremur, hefði framleitt ný blóm, en varðveitt um leið gamla þjóðmenningu. Þess vegna eru á leiksýningunum ekki aðeins Ijóðræn leikrit, eins og t.d. „Chien Niang skilur við sál sína“, heldur einnig æsingafull og fjör- ug leikrit, eins og t.d. „Töfra- perlan frá regnbogabrúnni", „Hetjufórn" og „Gistihúsið á vegamótunum“ — allt óperur með áhrifamiklum bardögum .— og ennfremur yndislegar ballet- óperur eins og „Dómari eldguðs- ins“, „Kúasmalinn“, „Haust- fljótið” o. fl. Á fundinum í Þjóðleikhúsinu í gær voru kínversku leikararnir kynntir fyrir blaðamönnum. Að- alleikararnir eru þessir: Chou Yum — Hsia, sem er fræg fyrir leik sinn í skjaldmeyjarhlutverk- um. Hún var i, bernzku æfð rækilega í skylmingum og hnefa- leik og leikur sérlega vel harð- snúnar og viljasterkar stúlkur; Liu Chin-Hsín, sem hefur verið nær 20 ár við nám í Pekingóper- unni; Shen Hsíao-Mei, sem lærði hjá hinum heimsfræga Mei Lan- Fang hjá Pekingóperunni, hefur skæra og fagra rödd og leikur sérlega vel brjóstgóðar, einfald- ar, tilfinninganæmar og viðkvæm ar, en samt ákveðnar ungar stúlkur frá gamla Kína; Liu Hsíu-Jung, snillingur í ljóðræn- um og hermannlegum hlutverk- um; Chou Yun-Liang, sem sér- staklega er frægur fyrir her- mannahlutverk sín, enda hefur hann æft skylmingar og hnefa- leik frá bernsku; Wang Chen- Kun, sem er vel að sér í hern- aðarlist; Wang Chin-Sheng, sem er sérfræðingur í að leika gam- almenni með skegg og hefur ó- venjuskæra og bjarta rödd og talinn með helztu söngvurum Pekingóperunnar; Chin Shao- Chen, sem er sérstaklega frægur fyrir að leika ungmenni; Chao Yun-Ho„ ágætur hermannaleik- ari; Yan Hsíao-Ching, sem er mjög tilfinninganæmur leikari og hefur ágæta söngkunnáttu; Chang Shíh-Lan, sem leikur sér- lega vel unga herra; Chang Chun Hsíao, sem þykir leika mjög vel í „Tvískoti og villigæs" og Chu Hung-Fa, sem ku leika loddara af mikilli snilld bæði í ljóðræn- um og hermannlegum sjónleik- um. Þess má að lokum geta, að svo mikil hefur aðsókn verið að þess um kínversku leiksýningum, að uppselt er á allar sýningar, en ákveðið að efna til aukasýningar á sunnudaginn kl. 3. Aðgöngu- miðar verða seldir á föstudag. Sjóslysasöfnunin AF ALHUG þökkum við öllum þeim, sem lagt hafa fram gjafir til fjársöfnunarinnar vegna sjóslysanna á síðastliðnum vetri. Hefur þátttakan orðið svo mikil og almenn, að aðdáun vekur. Guð blessi gefendurna og þá, sem gjafirnar þiggja. Ásmundur Guðmundsson, Aðalsteinn Júlíusson, Adolf Björnsson, Garðar Þorsteinsson, Pétur Sigurðsson. Þjófurinn skilaði veskjuniun ÞJÓFURINN sem sagt var frá í blaðinu í gær, að farið hefði úr stiga inn í mannlaust herbergi og stolið dömuveskjum, hefur gefið sig fram. Var þetta kunningi stúlkunnar, sem býr í herberg- inu. Hann hafði raunar ætlað að heimsækja hana. í ölæðinu, er hann greip í tómt, hafði hann tekið dömuveskin. Kom hann með þau sjálfur til stúlkunnar og skilaði þeim. skrifar ur daglegq iifimi D • „Tengdasonur óskast“ út á land. SVEÍTAMAÐUR hefur sent Velvakanda eftirfarandi bréf: „Þjóðleikhúsið hefir undan- farin ár sýnt mörg ágæt leik- rit á ýmsum stöðum úti á lancti — og fyrir hlotið beztu þakkir þeirra, er út á landsbyggðinni búa. Þau leikrit, sem Þjóðleik- húsið hefur flutt út um land til þessa, hafa verið alvarlegs efnis, og væri nú gott aðbreyta til. Eftir að hafa séð leikritið „Tengdasonur óskast", vildi ég óska þess, að næst verði farið með það út á land. Efa ég ekki, að „tengdasonurinn" mundi hljóta góðar viðtökur úti á landsbyggðinni. Sveitamaður". • „í blíðu og stríðu“ H. E. skrifar: „Kæri Velvakandi! „Miklir menn erum við, Hrólfur minn“, datt mér í hug, er ég las í blaði, sem kemur út í Reykjavík, að utanbæjar- mönnum var bent á að vera ekki að koma með leiksýning- ar til Reykjavkur. Slíkt væri fásinna, því þó að hægt væri að notast við þessar leiksýn- ingar úti á landi, þá væri Reykvíkingum ekki bjóðandi upp á slíkt. Um sömu mundir fór ég á leiksýningu utanbæjarmanna í Iðnó ásamt fjölda Reykvík- inga og sá ekki betur en menn skemmtu sér hið bezta við að horfa á leiksýningu utanbæj- armanna, en þar sýndi Leik- félag Akraness gamanleikinn ',,í blíðu og stríðu“. Virtust mér leikararnir fara vel með hlutverk sín og sumir prýði- lega. Ég vil því þakka Leikfélagi Akraness og leikstjóra þess fyrir komuna og segja að lok- um við þá og aðra úti á lands- byggðinni, er kynnu að hafa eitthvað skemmtilegt í fórum sínum, er gæti stytt okkur stundir hér í Reykjavík: — Komið bara ósmeik með það, því við erum ekki öll sama sinnis og sá, sem sendi ykkur kveðjuna í blaðinu, sem ég minntist á í upphafi máls míns. H. E.“ • Hví þarf hún að borga tvöfalt gjald? Um daginn hringdi kona til Velvakanda og sagði frá erfið- leikum vinkonu sinnar í sam- bandi við strætisvagnaferðir. Kona þessi er fötluð og þarf á hverjum degi að komast frá Laugavegi, neðst, og að loft» skeytastöðinni. Konan tekur því strætisvagn neðst á Lauga- veginum eða skömmu áður en hann rennur inn á biðstöð- ina í Lækjargötu. Fyrir þessa ferð verður hún svo að borga tvöfalt gjald vegna þess, að staðnæmzt er í Lækjargöt- unni. Ef konan gengi heil til skóg- ar mundi hún að sjálfsögðu ganga þennan stutta spöl frá Laugaveginum niður í Lækjar götu, en henni þykir að vonum hart að þurfa að borga sér- gjald fyrir að taka vagninn einni stöð ofar vegna fötlunar sinnar. Björgunar- . báfur í grindum MENN eru almennt fljótir að gleyma slysum, sem verða bæði á sjó og landi. Það er e. t. v. gott, að tíminn lækni sárin og tárin þorni. En viljum við læra nokk- uð af þeirri reynslu, sem þessi tíðu slys færa okkur? Man nokkur eftir bát, sem fór í róður eða mönnunum sem fór- ust á honum Jú, vinir og ættingjar, en er það nóg? Þjóðin öll mætti muna mannskaða þann og annan. Það eru 7—8 vindstig og stórsjór. Gúmmíbjörgunarbáturinn er bundinn uppi á stýrishúsi. Ólag skellur á bátinn og hvolfir hon- um. Hann sekkur og lífbáturinn með. Ef björgunarbáturinn hefði verið laus í grindum, þannig að hann hefði flotið upp, þegar vél- báturinn sökk, má telja líklegt, að sæmilega syndir menn hefðu náð honum og bjargazt. Er þetta ekki eitt athyglisvert dæmi um orsök og afleiðingar? í októberlok 1959, Júlíus Þórðarson Akranesi Blom frá Kína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.