Morgunblaðið - 12.11.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 12.11.1959, Síða 10
10 MORGmSBLAMV Fimmtudagur 12. növ. 1959 ðstifrKnfrifr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Viffur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið „JÁRNARMAR VETRAR" Bjarni thorarensen skáld yrkir um veturinn í samnefndu ljóði. Bjarni var mikið karlmenni í ljóðum sínum og vill „að fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði“, eins og hann segir í kvæðinu ísland. Sömu karlmennsku gætir í kvæðinu um veturinn. Skáldið sér hann koma brunandi á hesti, snjálitum, með ísskjöld og stend- ur af honum svalur vindur, en norðurljósabrúskur á hjálmi. Hann faðmar ísland — sterklega og kreistir og vefur það járn- örmum. Og í þessu stórbrotna kvæði sínu segir skáldið enn, að það sé ekki rétt sem sagt sé, að vetur flýi fyrir vori, held- ur beri sumarið hans merki í hvítum fjallafönnum. Enda þótt enginn vafi sé á því, að veturinn hafi hert þjóð- ina, þá hefur hann oft og tíð- um verið hinn versti bölvaldur og margur góður drengur, sem tekizt hefur fangbrögðum við hann legið í valnum eftir. Enn einu sinni hefur íslenzka þjóð- in þurft að horfa upp á slíka glímu og enn einu sinni hefur hún beðið sameiginlegt skipbrot. 1 ár gerði veturinn ekki boð á undan sér. Hann geisist í hlað og kom flestum óvörum. Hann kom skyndilegar en þjóðin hef- ur átt að venjast á undanförn- um árum. Afleiðingamar létu ekki á sér standa. Fjórir ungir og vaskir sómenn drukknuðu, þrír uppi við landsteina, þegar þeir reyndu að bjarga báti sínum í óvæntu fárviðri. Er mikill harm- ur kveðinn að litlu þorpi á Norð- urlandi, vegna þessa hörmulega atburðar. Enn einu sinni hafa náttúruöflin minnt okkur á, að við búum í erfiðu og harðbýlu landi, sem af sumum hefur verið talið á mörkum hins byggilega heims, en af öðrum bezta land í heimi. Hafa vafalaust báðir til síns máls nokkuð. I fréttum Morgunblaðsins af slysi þessu var þess m. a. getið, að legan á Hofsósi væri góð, nema þegar hann væri norðan- stæður, en þá leiddi mikið brim í höfnina. „Hefur lengi verið ætlunin að fá hafnargarðinn lengdan, en ekki tekizt að koma því í framkvæmd. Nú hefur fengizt loforð fýrir því að bryggjan verði lengd á næsta sumri“, segir fréttaritari blaðs- ins ennfremur. Vitanlega á að róa að því öllum árum að gera íslenzkum sjómönnum kleift að sækja björg í bú við þær beztu aðstæður, sem hugsast getur á hverjum stað. Þeirra starf fyrir þjóðarheildina, er jafnnauðsyn- legt og það getur stundum verið erfitt og áhættusamt. NORÐURLANDARÁÐIÐ Í-^INS og skýrt hefur verið | frá í fréttum, var þing J Norðurlandaráðs haldið i síðustu viku í þinghúsi Sví- þjóðar í Stokkhólmi. Fulltrúar allra frændþjóðanna á Norður- löndum sóttu þing þetta og má því segja, að þær skoðanir, sem þar eru fram settar, geti haft örlagaríkar afleiðingar,' því þingið sitja menn, sem mikil áhrif geta haft, þegar heim kem- ur. —• Norðurlandaráðið hefur ekki sízt þýðingu vegna þess, að það er tákn frændsemi og sameigin- legra hugsjóna Norðurlanda og getur haft mjög mikil áhrif á þá þróim í framtíðinni, að Norð- urlandaþjóðirnar tengist sterkari böndum. Að vísu hafa komið upp fjölmörg vandamál, sem hafa heft eðlileg samskipti landanna, bæði á sviði menningar- og efna- hagsmála. En Norðurlandaþjóð- irnar eru staðráðnar í því að ryðja öllum hindrunum úr vegi, svo vinátta þeirra geti byggzt á því bjargi, sem stendur af sér öll veður. Af umsögnum blaða og útvarps af nýafstöðnu þingi Norður- landaráðs, má sjá, að þar hefur fámenn þjóð eins og íslendingar heppilegan vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri við aðrar þjóðir stærri. Eins og kunnugt er, samþykkti Norður- landaráð fyrir ekki allmörgum árum ályktun þess efnis, að at- hugað verði hvemig bezt sé að auka samgöngur milli íslands og annarra Norðurlanda. Að tilhlut- an ráðsins var skipuð sérstök milliþinganefnd til rannsókna á því efni og hefur hún nú skilað ítarlegri álitsgerð. Mál þetta var rætt á þingi Norðurlandaráðsins og gafst þá fulltrúum íslands tækifæri til að túlka málstað Is- lands og benda á nauðsyn þess að Flugfélögin gætu starfað ó- hindrað og hömlulaust. Á þeíta var nauðsynlegt að benda, því ekki hefur alltaf ríkt á Norður- löndum fullur skilningur á starf- semi íslenzkra flugfélaga. Þá túlkaði formaður ísl. nefndarinn- ar, Sigurður Bjarnason, einnig málstað íslendinga í land- helgismálinu og fór þess á leit við frændþjóðir okkar, að þær litu með skiln- ingi á þau mál, sem eru okkur lífsnauðsyn, svo sem vemdun fiskimiðanna. Einnig bar hand- ritamálið á góma á þinginu og málstaður íslendinga í því túlk- aður, eins og vera ber, og loks samþykkti ráðið einróma álykt- un um aukin menningarsam- skipti íslánds og annarra Norð- urlanda og skoraði á ríkisstjórn- irnar að leggja fram nauðsyn- legt fé til eflingar þessum menn- ingartegnslum. Fær það mál von- andi góðan byr, þegar til kasta stjórnanna kemur. íslendingar hafa frá alda öðli verið í nán- ustum menningartengslum við Norðurlandaþjóðir, fyrst Norð- menn, síðan Svia nokkuð og Dani og þangað hafa þeir sótt sumt af því bezta, sem þeir eiga til í menningu sinni. Hitt er svo annað mál, að íslendingar hafa einnig miðlað frændþjóðunum af sínum arfi, bæði fyrr og síðar og má þar til nefna tvö ólík dæmi, annað þegar Snorri reit sögu Noregskonunga, hitt þegar Gunnar Gunnarsson bætti fersk- um íslenzkum tóni í danskt rit- mál. Skáldið hirti ekki um ljónin á veginum, heldur hélt áfram ótrauður að því marki, sem hann hafði sett sér ungur, og vann sigur. Bezta vegarnestið var: trúin á málstaðinn. Norðurlandaþjóðirnar hafa trú á sínar sameiginlegu hugsjónir. Að því á að vinna ötullega, að „norræn samvinna" verði ekki aðeins trú, heldur staðreynd. UTAN IIR HEIMI ■N J íl:nir virðulegu verðir <j, fyrir utan Bucking- i ham-höllina í London \ hafa ekki ævinlega átt sjö dagana sæla og oft mátt taka drjúgum á þol- inmæðinni, þegar ferða- fólk hefur gert sér það að leik að reyna að fá þá til að brosa, eða hreyfa sig úr stað — hvað þeir alls ekki mega gera. Nú hefur Elísabet drottning látið gera hér nokkra bót á. Hún hefur skipað svo fyrir, að verð- irnir skuli framvegis standa vörð innan við rimlagirðinguna um- hverfis höllina. Lögregl- an á að taka við vörzl- unni fyrir utan. — Á myndinni sést þegar ver- ið er að lesa úrskurð drottningar um þetta fyr ir vörðunum. Mun þá margur hafa andað létt- ar . . . Jólakort BARNASJÓÐUR Sameinuðu þjóðanna — UNICEF — hefir á undanförnum árum selt jóla- kort til ágóða fyrir starfsemi sína. Margir frægir listamenn hafa teiknað og málað kortin, sem njóta aukinna vinsælda með ári hverju. í fyrra voru t.d. seldar 10 milljónir UNICEF jólakorta í 70 löndum fyrir samtals 660.000 dollara, en það er nóg til þess að kosta alla starfsemi barna- sjóðsins í 10 daga. Nú eru komin nokkur ný kort í safnið. Danski listamaðurinn Kay Christensen hefir teiknað kort er nefnist „Hamingjusöm æska“. — Spænski listamaðurinn Juan Miro hefir teiknað kortið „Börn og fuglar". Austurríska listakonan Bettina hefir gert fimm kort er heita „Börn að leik“. Kínverjinn Dong King- mann nefnir sitt kort „Friðar- brunninn", og „Álfkonan góða“ og „Ævintýrahirðirinn" heitir kort eftir Ungverjan Jozsef Danj- an. Heilbrigðiseftifciit á flugvöllum MÖNNUM hefir lengi verið ljóst, að með auknum flugsamgöngum ykist hættan á, að sjúkdómar bær ust ört milli landa. Á ársþingi Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO), sem haldið var 1951 var þetta mál þegar til athug unar. Voru þá settar reglur til bráðabirgða til þess að fyrir- byggja smithættu vegna hinna öru nýju samgangna milli landa. Mæltu reglur þessar fyrir um, hvaða varúðarráðstafanir skyldi gera gagnvart flugvélaáhöfnum og farþegum, svo og í flugvélun- um sjálfum og á flugvöllum. Síðar var skipuð alþjóðleg nefnd, sem starfað hefir á vegum WHO og ICAO (Alþjóðaflugmála stofnunarinnar). Hlutverk nefnd- arinnar var að fylgjast með í þessum efnum og gera tillögur um varúðarráðstafanir gegn smit- hættu. Nefndin hefir síðar gert tillögur, sem nú gilda sem regl- ur um vatnstöku flugvéla, geymslu og eyðingu sorps (bæði um borð í vélunum og á flugvöil- unum) og reglur um eftirlit með matvælum, skordýrum og nag- dýrum, sem gætu verið ■ smit- berar. Alþjóða sjóferða- samþykkt SVÍAR hafa orðið fyrsta þjóðin að samþykkja að fullu alþjóða- sjóferðasamþykkt þá, sem Al- þjóðavinnumálaskrifstofan (ILO) samdi og samþykkti 1958. Sam- þykktin fjallar um vinnuskilyrði, launakjör og ráðningareglur á skipum. Þegar níu nánar til- greind ríki hafa gerzt aðilar að samþykktinni gengur hún í gildi. Svíþjóð, sem er ein af þessum til greindu þjóðum, setti það sem skilyrði fyrir aðild sinni, að hún væri ekki bindandi fyrr en Hol- land og Vestur-Þýzkaland hefðu gerzt aðilar líka. Á myndinni sjáið þið einn af stærstu hjólbörð- um heimsins — og hann er framleiddur í Banda- ríkjunum, í verksmiðj- um fyrirtækisins Fire- stone Tyre and Rubber Co. Ltd. í Akron, Ohio. — Það vakti mikla at- hygli við höfnina í Lon- don, er sex slíkum risa- hjólbörðum var skipað þar upp á dögunum. — Á myndinni eru tveir menn að mæla stærð eins þeirra — og hann reynd- ist vera 2,92 metra í þver mál, en þykktin tæpur metri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.