Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNB14BIÐ Flmmtudagur 12. nóv. 1959 ^&rottnincj, cjecjn viljct 10 óinum „Já, auðvitað! Þér akið út til þess, að fólkið fái að sjá yður. Hershöfðinginn hefur frétt, að nú sé ný saga komin á kreik í borg- inni. Drottningin sé i raun og veru dáin, en það hafi einungis verið staðgengill, sem sýndi sig á svölunum sem snöggvast í morgun. í dag mun hershöfðing- inn því efalaust koma því þann- ig fyrir, að vagninn stanzi ofur- lítið, svo fólk geti virt yður vel fyrir sér og séð, að engin svik séu í tafli.“ Tvær konur komu inn og klæddu hana í látlausan, en afar fínan og viðfelldinn kjól, og settu á hana hatt, sem ekki skyggði neitt á andlitið, en virt- ist auka á fegurð þess. — Munið nú að gæta yðar vel, þetta er þyngsta prófið, sem þér hafið gengið undir til þessa, hvísl aði greifafrúin áður en hún fór, svo Janet gæti tekið ein á móti konunginum. Janet var kvíðin. Hún gat ekki látið vera að rifja upp orð Michaels: „Þetta er enginn leik- ur hér — það er teflt um líf eða dauða“. Og hún skalf ofurlítið, er hún minntist aðvörunar Rup- erts: „Aktu ekki út með konung- inum í dag“. Hugsunin um Rupert kom henni til að líta út um glugga- dyrnar. Henni kom í hug, hvort hann væri enn á ný úti í garð- inum. Svo lauk hún upp og gekk út. En garðurinn var tómur. Þegar hún kom, fann hún Miohael í stofunni. — Hvar varstu? spurði hann. — Úti að fá mér ferskt loft. — Jæja, en gerðu það ekki. Gloría var alltof hrifin af garð- inum — var stöðugt að skjótast þangað út ein, hreytti hann út úr sér. — Ertu tilbúin? — Já, Michael. Þegar hún tók um handlegg hans, varð hún skelfd af að finna hversu hann skalf. Hann virtist svo sem nógu glæsilegur og kon- unglegur í hvítum, skrautlegum einkennisbúningi. En hún vissi, að hann var hræddur og hafði setið við drykkju til að fá kjark, án þess að takast það. — Gleymdu nú ekki, berðu höfuðið hátt og brostu! vitnaði hún í hans eigin orð, og þegar hann leit á hana og þrýsti hönd hennar, var sem hún sæi aftur eitthvað af þeim frjálsmannlega Michael, sem hún hafði kynnzt í Englandi. Sem snöggvast fann hún til svima, er þau gengu út á hallar- torgið að opnum vagni, sem fjór- um, fallegum, svörtum hestum var beitt fyrir. Hún heyrði ýms- ar raddir og skammarorð og hófaskelli, og svo ók vagninn út um hallarhliðið. — Nú gildir það! tautaði Mic- hael. — Mundu nú, að fólkið elsk ar þig! En Janet hugsaði ekki um allt fólkið, sem beið úti í borginni. Hún hafði litið snöggvast um öxl og komið auga á vel þekkt and- lit. í glugga á annarri hæð stóð lít ill snáði — Páll prins. Jafnvel úr þessari fjarlægð sá hún hve al- varlegur og hátíðlegur hann var á svipinn, en þegar hann sá, að hún tók eftir honum, brosti hann og veifaði til hennar. Þess vegna var bros hennar engin uppgerð, þegar vagninn ók út á hallar- torgið. Þungur gnýr„ eins og brim- hljóð við strönd, eða stormþytur í skógi — nei, Janet gat ekki fundið orð um það, því að það líktist engu, sem hún hafði áður heyrt. Það var eins og bylgja, sem skall yfir og umhverfis vagninn, svo hún heyrði ekki framar hófaskellina. Hún varð þess vör, að Michael sneri sér við hlið hennar og bar höndina upp að hjákninum. Hann sat og leit afar tígulega út, eins og konungur í ævintýrum. Það var erfitt að hugsa sér, að hann væri sami maðurinn, sem teddy kuldaúlpan barna- og unglinga Austurstræti 12. Hotel Kongen a£ Danmark — Köbenhavn HOLMENS KANAL 15 C. 174 í vetur til Vi ’60. — Herb. með morgunrétti frá kr. 12—16 pr. rúm. — I miðborginni — rétt við höfnina EFTIR RITA HARDINGE fyrir stuttu hafði hótað henni dauða, ef hún sviki hann. — Brostu! Það var eins og hvislandi rödd in bærist henni úr miklum fjarska, en hún hlýddi. Hún brosti — hneigði höfuðið — veif- aði — gerði allt, sem fyrir hana hafði verið lagt, en hugsanir hennar voru allar á ringulreið. Þannig var þá að vera drottning. Þetta var hin hlið myndarinnar, þegar mannfjöldi hrópaði af hrifningu. Allir þessir óteljandi hvítu deplar voru andlit, og allt þetta, sem bærðist, voru veif- andi hendur og flögg. Þetta hafði djúp áhrif á hana, og hún gleymdi, að hún var að- eins Janet Hamlyn. Á þessari stundu fannst henni í sannleika hún vera drottning. Þá heyrði hún allt í einu Miohael hrópa upp. — Hvað er að, Miehael? En hann þurfti ekki að svara, því að hún sá, að nokkuð fram- undan var eins og fólksfjöldan- um væri rutt úr vegi. Hermenn með brugðna byssustingi hröktu það til hliðar. En henni til undr unar viku hermennirnir frá og leyfðu manni að ryðjast að vagn- inum. — Rupert! stundi Michael. Og nú bar Janet einnig kennsl á hann. Þessi tígulegi og glæsi- legi maður var auðþekktur, hann bar af öllum öðrum. Hann gaf merki um að stanza. Ökumaðurinn leit um öxl og vissi ekki, hvað hann átti að gera. — Stanz! skipaði konungur. — Nú, Rupert, hvað á þetta að þýða? spurði hann æfur. En Rupert greip fram í. — Brostu, hvíslaði hann og lét skína í hvítar tennurnar. Og svo hvíslaði hann, svo að- eins Janet og Michael heyrðu: — Aktu aftur til hallarinnar. Þú getur ekki haft Gloríu með í dag. Michael hló og klappaði bróð- ur sínum á öxlina, og mannfjöld inn tók undir hláturinn. — Nú gengur þú of langt, Rupert, sagði hann í aðvörunar- tón. — Hvenær byrjaði ég að taka við fyrirskipunum af þér? Og til ökumannsins kallaði hann: — Akið áfram! — Ef svo er, þá verð ég með ykkur, sagði Rupert og vatt sér upp í vagninn. En Janet sá, hversu fölur hann var og ótti lýsti úr augum hans. Hún varð þess líka vör, að hann var sífellt að skima rannsakandi augum út yfir mannfjöldann. Og meðan fólkið hrópaði af enn meiri hrifningu en áður, óku þau þrjú lengra út í borgina. 4. kafli. Þegar vagninn ók inn í mið- borgina, voru augu Janet orðin svo full af tárum, að hún sá ógreinilega. Hún hneigði sig ým- ist til hægri eða vinstri og veif- aði til allra hliða — alveg eins og greifafrúin hafði kennt henni. í svipinn fcafði Janet alveg gleymt mönnunum tveim, sem sátu í vagninum hjá henni. Hún gat ekki hugsað um annað en hina lótnu systuv sína. Það var eins og voldug ástúð- arbylgja hæfi sig upp frá mann- fjöldanum og umlykti hana — ástúð Gloríu, drottningar þeirra, og tár Janet stöfuðu bæði af stolti og sorg. Stolti af því, að Gloría, sem komin var af ensku almúgafólki, skyldi hafa unnið hjarta þessa fólks. Sorg yfir því, að hún skyldi deyja, einmitt þeg ar Androvía þarfnaðist hennar mest, svo nú varð að gabba fólk- ið með staðgengli hennar. Ég get ekki tekið sæti Gloríu, hugsaði hún í örvæntingu. Ég líkist henni að vísu í útliti, en ég hef ekki töfra hennar eða hug rekki og ég er ekki eins skynsöm og hún var. Nú snart Michael handlegg hennar. — Brostu! skipaði hann. — Þú mátt ekki láta fólkið sjá dapurt andlit! Þú átt að brosa, eins og Gloría brosti alltaf! Önug röddin þagnaði skyndi- lega, því að hann áttaði sig á, að Rupert var með, og hann mátti sízt allra gruna, að Janet væri staðgengill — að drottning- in væri dóin. En Rupert hafði ekki heyrt til hans. Hann sat stöðugt og skim- aði út yfir mannþröngina. Dökk augu hans horfðu rannsakandi á þetta haf af mannsandlitum, og hans eigið fríða andlit var fcrukkað og óvenjufölt. — Brostu, Rupert! hvæsti kon ungur. — Þú hefur sjálfur þrengt þér með í þessa ökuferð, af ein- hverri ástæðu, sem þú þekkir bezt sjálfur. Nú verður fólk að halda, að við séum öll glöð og kát. Rupert kastaði höfðinu aftur á bak og hló hátt, meðan hann veif aði í allar áttir. — Ég hef sagt þér, að þú verð- ur að snúa við með Gloríu heim til hallarinnar. Hún má ekki aka lengra út í borgina með þér, Royal dvaxtahlaup (gelatin) Inniheldur C bætiefni. Það er nærandi og Ijúf- fengt fyrir yngri sem eldri ,einnig mjög fall- egt til skreytingar á tertum. a r t ú ó Andi er ekki vanur að vera rvona lengi í burtu. Ég vildi að hann færi að koma. Depill, hvar er Andi — farðu og finndu hann. Litli þorparinn þinn, ætlarðu að fara að sofa. Við verðum að finna Anda áður. — Á meðan hækkar 1 vatnið stöðugt í gjótunni, þar sem Andi er mnikróaður. hvíslaði hann í köldum og hvöss- um tón. — Og ég hef sagt, að það er ekki hægt. Fólkið er æst og óró- legt. Einhver — hann leit reiði- lega á Rupert — hefur komið á kreik orðrómi um, að drottningin væri dáin. Við verðum að kveða niður þá lygasögu. Bræðurnir brostu hvor til ann ars. í augum mannfjöldans leit svo út sem þeir skemmtu sér með spaugsyrðum. — Ég segi, að þú hafir ekki leyfi til að fórna Gloríu, hversu eigingjarn, sem þú ert, Michael, sagði Rupert. — Þetta verður að nægja, hvað hana snertir. Nú hafa nógu margir séð hana til að allur falskur orðrómur er úti. — Aktu aftur til hallarinnar strax! Þunnar, kveifarlegar varir Michaels herptust saman í þrjózkulegt strik, en aðeins Janet og Rupert voru nógu nærri til að sjá, að hann varð rauður af reiði. .......gparið yðuu hiaup 6 milli maj-gra vt.-rzlana1- úóítuúöt ó ÖIIUM ttWM' - Ausfcurstiæti SUÍItvarpiö Fimmtudagur 12. nóvember 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 ,,A frívaktinni" — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.30 Fyrir yngstu hlustendur (Margrét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Islenzk stóriðja IJóhannes Bjarnason verkfræðingur). 20.55 Einsöngur: Gunnar Kristinsson syngur. Undirleik annast Fritz Weisshappel. a) „Hrafninn" eftir Karl O. Run- ólfsson. b) „Vísur á sjó“ eftir Arna Thor- steinsson. c) „Kvöldsöngur" eftir Hallgrím Helgason. d) „Vögguvísa” eftir Þórarin Jóns son. e) Tvö lög eftir Algot Haquinius: „Kveðja“ og „Næturljóð“. 21.15 Upplestur: Guðrún Guðjónsdóttir flytur ljóð eftir Huldu. 21.30 Músíkvísindi og alþýðusöngur; — I. erindi. (Dr. Hallgrímur Helga- son). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Oskin" eftir Einar H. Kvaran. (Edda Kvaran leikkona. 22.30 Sinfónískir tónleikar: Operu- hljómsveitin í Monte Carlo leik- ur tvö frönsk verk. Pierre Frem- aux stjórnar. a) Rapsodie espagnole eftir Ravel b) Trois nocturnes eftir Debussy. 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 13. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli skyggnist aftur í aldir“ eftir Cornelius Moe; II. kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.55 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gísla saga Súrssonar; II. (Oskar Halldórs- son cand. mag.). b) Islenzk tónlist: Islenzkir karla kórar syngja. c) Rabb u mrímur og rímnakveð- skap. Hallfreður Om Eiríksson cand. mag. ræðir við nokkra vest- firska kvæðamenn. d) Frásöguþáttur: Konan, sem lá úti (Guðmundur Böðvarsson skáld). 22.00 Fréttir og veöurfregnir. 22.10 Erindi: Vetraríþróttir á Norður- löndum — (Gísli Kristjánsson íþróttakennari). 22.30 Islenzku dægurlögin: Hljómsv. Karls Jónatanssonar leikur lög eftir Þóri Oskarsson o. fl. Söng- fólk: Anna María Jóhannsdótt- ir, Guðjón Matthíasson og Sigur- dór Sigurdórsson. Kynnir: Agúst Pétursson. 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.