Morgunblaðið - 12.11.1959, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.11.1959, Qupperneq 19
Fimmtudagur 12. nóv. 1959 MORGVTSBLÁÐIÐ 19 Skemmtifundur Alliance Francaise ALLIANCE Francaise heldur fyrsta skemmtifund sinn á þessu ári í kvöld í Tjarnarcafé kl. 8,30. Forseti félagsins Magnús Jochum son mun bjóða velkominn hinn nýja ambassador Frakka á ís- landi, Monsieur J. Brionval. Til skemmtunar verður kvik- myndasýning. Sýnd verður lit- mynd frá Frakklandi. Þá mun franski sendikennarinn við Há- skólann, Mademoiselles Madel- eine Gagnaire, kynna hina nýju og mjög umtöluðu bók skáld- konunnar Francoise Sagan, „Aimez-vous Brahms?“ og lesa kafla úr bókinni. Dansað verður til k'l. 1. —Erlendir viðburðir Framhald af bls. 8. fyrsta skrefið að réttlátri lausn Alsír-vandans. Frönsku landnem arnir hafa enn haegt um sig, þó reiðin sjóði í þeim gagnvart de Gaulle. Má vera að þeir vænti þess, að geta enn sem fyrr gert réttarbætumar að engu og ráðið úrslitum með þvingunum og föls unum í þjóðaratkvæðagreiðslu þeirri, sem de Gaulle heitir Serkj um. En þá yrði enginn vandi leystur. Ef tillögurnar eiga að koma að nokkru haldi og verða undirstaða varanlegs vopnahlés, þarf að búa vel og tryggilega um hnútana, að ósvikinn þjóðarvilji fái að birtast í slíkri atkvæða- greiðslu. Molar UMMÆLI Alanbrookes lávarð- ar í æviminningum sinum um hershöfðingjaferil Eisenhow- ers hefir lostið niður eirs og eldingu. Sérstaklega þykja þau ummæli koma illa við virðingu mannsins, sem er forseti Bandaríkjanna, að hann hafi ekki mátt vera að því, að sinna Ardennasókn Þjóðverja veturinn 1944—45, af því að hann hafi verið upptekinn á golfvelli. Þetta eru óvægin ummæli, en samt getur maður ekki varizt þeirri hugsun, að ósköp eigi Eisen hower þessum brezka lávarði að þakka, að hann hefur getað hald- ið sér saman í 15 ár. Ef sagan af Ardennasókn og golfspilinu hefði verið komin á kreik fyrir 1952, efast ég um að Eisenhower hefði nokkurn tíma komizt í framboð eða verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Ardennasókn Þjóðverja varð harmleikur fjölda bandarískra f jölskyldna sem misstu þar ástvini sína og hlýtur ásökun Alanbrookes þvi að vera litin mjög alvarlegum augum vestanhafs. Á föstudaginn birtist hér í blað inu samtal við íslenzkan stúdent, Þórð Sigfússon, sem hafði ætlað að stunda nám í Júgóslavíu, en hvarf skjótlega heim aftur vegna óviðunandi húsnæðis og fæðis. Lýsing Þórðar á þessu kemur heim við aðrar fregnir frá Júgó- slavíu um aðbúnað stúdenta, sem hefur verið slæmur, og virðist sízt fara batnandi. Fyrr á þessu ári, þann 11. maí, urðu miklar stúdentaóeirðir í Zagreb, höfuð- borg Króatíu. 600 stúdentar fóru í mótmælagöngu til að mótmæla hinu lélega fæði og aðbúnaði, og söfnuðust þeir saman fyrir fram- an ráðhús borgarinnar og kröfð- ust úrlausnar. Lögreglan kom til skjalanna, dreifði hópnum með gúmmíkylfum og fangelsaði 180 stúdentanna. Nokkrir þeirra sitja enn í fangelai og óstaðfestur orð- rómur herawkr að tveir hafi látið lífið. Þet*« Var stærsta „Mensa- uppreisnin", en smáuppreisnir hafa átt sér stað við flesta æðri skóla í landinu. Oscar Clausen Aðalfimdur AÐALFUNDUR í rithöfunda- félagi íslands var haldinn 1. nóv. s.l. Stjórn félagsins skipa nú: Jóihannes úr Kötlum formaður Halldóra B. Björnsson ritari og Jóhannes Steinsson gjaldkeri. Meðstjórnendur Þorsteinn Jóns. son frá Hamri og Jón frá Pálm- holti. Endurskoðendur: Sigurður Róbertsson og Benedikt Gísla- son frá Hofteigi. Fulltrúar í stjórn Rithöfundasambands ís- lands: Friðjón Stefánsson, Björn Th. Björnsson, Einar Bragi og Jón úr Vör. «------------------------- „Á fullri ferð" ný bók eftir Oscar Clausen ÚT er komin ný bók eftir Óscar Clausen, rithöfund. Nefnist hún „Á fullri ferð“ og er annað bindið af endurminningum hans. Þetta er þó algerlega sjálfstæð bók. í þessari bók segir Clausen frá unglingsárum sínum í Hólminum og þegar hann sem fulltíða maður snýr sér að atvinnurekstri og stjórnmálum. Hann segir þar m.a. frá fjárkaupaferðum um Dali og spekúlantsferðum og hrossakaup um á Nesinu. Hann dregur upp ótal myndir af sérstæðu fólki, sem á leið hans verður auk fjölda skyndimynda af þjóðkunnum mönnum. Bókin skiptist í átta megin- kafla, og bera þeir heitin: Þeg- ar ég var fyrst við verzlun, í fjár kaupum í Dölum, Sláttuferðir og víxlasögur, Frá framboði til Al- þingis og kosningasögur, Spítala málið í Stykkishólmi, Kerlingar skarð og Búlandshöfði, Mislynd örlög og Tveir afreksmenn. í þeim síðasta kafla er sagt frá Thor Jensen og Emil Nieisen, fyrsta framkvæmdastjóra Eim- skipafélags fslands. Bókin er prýdd fjölda mynda af mönnum og öðru, sem um er rætt. Útgefandi er Bókfellsút- gáfan. 30 nemar Demetz syngja í Gamla Bíói f VOR ætlaði Maria Demetz, söngkennari, að halda nemenda- tónleika. Það hafði hann gert tvisvar áður og tekizt vel. En hljómleikarnir í vor fóru út um þúfur, þeim var aflýst vegna in- flúenzufaraldurs. Svo reyndi hann aftur, en þegar að hljóm- leikunum kom varð aftur að af- lýsa, því þá höfðu fleiri nemend- ur lagzt í flenzunni. En nú ætlar Demetz að reyna í þriðja sinn og allt bendir til að vel takist, því ekki bólar á flenzunni. Á hljómleikum þessum, sem haldnir verða í Gamla Bíói á fimmtudagskvöldið, koma fram 9 einsöngvarar og 20 manna kór, en nú hefur Demetz alls 36 nem- endur í söng- og óperuskóla sín- um. Meðal nemenda hans, sem þarna syngja einsöng, verða Sigurveig og Inga Hjaltested, Spilakeppni í kvöld hefst í Breiðfirðingabúð 5 kvölda spilakeppni (félagsvist- ar), þar sem öllum er heimil þátt taka. Sem kunnugt er, eru slíkar keppnir mjög vinsælar meðal al- mennings. Væntanlegum þátttak- endum skal á það bent, að þeir falla ekki út úr keppninni, þó þeir mæti ekki hverju sinni, ef , þeir senda annan fyrir sig. Góð verðlaun verða veitt að keppni lokinni, en auk þess veitt verðlaun fyrir hvert kvöld. Stiginn verður dans eftir vist- ina, og mun hljómsveit Árna ís- leifssonar leika fyrir dansinum. Verð aðgöngumiða á keppni þessa verður mjög í hóf stillt. Snæbjörg Snæbjarnar, Eygló Viktörsdóttir, Bjarni Bjarnason, son og Jón Sigurbjörnsson. Og á Guðmundur Guðjónsson, Erling- ur Vigfússon, Hjálmar Kjartans- efnisskránni eru verk eftir bæði íslenzka og erlenda höfunda. Jazzinn og blaðið 1 TILEFNI af fréttagrein, er birt- ist í flestum dagblöðum bæjar- ins í dag, um að nýtt blað undir nafninu „Nýtt úr skemmtanalíf- inu“ hefði hafið göngu sína — en þar í stendur, að Jazzklúbbur Reykjavíkur hafi til fullra um- ráða opnu nefnds blaðs, vill Jazz klúbbur Reykjavíkur taka fram eítir farandi: Það er algjörlega úr lausu Iofti gripið, að Jazzklúbbur Reykja- víkur standi á nokkurn hátt að blaði þessu, né hafi nokkuð með nefnda opnu blaðsins að gera. Forráðamenn blaðsins, Ragnar Tómasson og Ingibjartur Jóns- son, komu að máli við stjórn klúbbsins og buðu henni opnu þessa til umráða, en því var hafn að. Stjórnin kvaðst þó, eðlilega, ekki setja sig á móti því, að einhver félagsmaður klúbbsins tæki að sér að rita um Jazztón- listina fyrir nefnt blað, en slíkt yrði algjörlega fyrir utan klúbb- inn og nafn hans. Það skal því skýrt tekið fram, að öll skrif um Jazztónlistina I blaðinu „Nýtt úr skemmtanalíf- inu“ eru á persónulega ábyrgð þeirra er greinarnar skrifa, ltvort sem þeir eru meðlimir Jazz- klúbbs Reykjavíkur eða ekki, og því ekki að neinu leyti á vegum klábbsins. íþróttolélog Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarcafé miðvikud. 18. nóv. kl. 8,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN ! Barizt af grimmd med boga og örvum USUMBURA, Ruanda-Urundi, 11. nóvember. FJÖLMENNAR sveitir fall- hlífaliða hafa verið sendar á vettvang frá Belgísku-Kongó til þess að skerast í leikinn í ættflokkastríðinu í Ruanda- Urundi í Mið-Afríku, en Belgíumenn fara þar með stjórnartaumana. Þetta stríð hefur nú staðið í viku og hafa a. m. k. 200 innfæddir fallið. Verið getur að mannfall sé miklu meira, því erfitt er að fýlgjast með gangi „styrjald- arinnar“, því landið er mjög skógi vaxið. Þetta kjarnorkualdarstríð, sem háð er þarna inni í svörtustu Afríku með bogum og örvum, er á milli Bahutu-ættflokksins annars vegar — og Watutsi- flokksins og Pygmy hins vegar. Frá ómunatíð hafa Bahutu-menn átt í vök að verjast vegna ágengni Watutsi-ættflokksins, enda þótt hann sé mun fámenn- ari. En Watutsi-menn eru risa- vaxnir mjög. Meðalhæð þeirra er meira en tveir metrar og það gerir gæfumuninn. En hinir belgísku ráðamenn Ruanda-Urundi hafa leitazt við að koma á jafnvægi með ætt- flokkunum. Nú hafa Belgíumenn hins vegar lýst því yfir, að sá tími nálgist óðum, að Ruanda- Urundi hljóti sjálfstæði og inn- fæddir verði að taka málefni landsins í eigin hendur. Við þess- ar fregnir hefur felmtri slegið á Bahutu-ættflokkinn af ótta við að verða undirlægja Watutsi-manna jafnskjótt og Belgíumenn færu úr landinu. Skáru þeir fyrr- nefndu því upp herör gegn Watutsimönnum og er barizt af grimmd. Þó hefur konum og börn um verið þyrmt hingað til, an karlmenn einungis felldir. Hafa margir smábardagar orðið inni í myrkviðum landsins og eru vopn- in hin frumstæðustu. Belgíumenn búast til að grípa í taumana eftir því sem við verður komið, ef ekkert lát verður á mannvígum. Alþingi kemur saman 20. nóv. FORSETI ÍSLANDS hefur, a* tillögu forsætisráðherra, kvatt reglulegt Alþingi 1959 tii fundar föstudaginn 20. nóvember og fer þingsetningin fram að lokinni guðsþjónustu, er hefst í Dóm- kirkjunni kl. 13,30. Innilegar þakkir til vina minna sem minntust mín á afmælisdaginn 7. nóv. s.I. — Kærar kveðjur. Anna Lovísa Kolbeinsdóttir. Þakka innilega sýnda vinsemd á 60 ára afmæli mínu. Þorlákur Sveinsson, Sandhól, ölfusi. Þakka heilshugar öllum, sem auðsýnda mér sextugum vinsemd. Jóhannes úr Kötlum. Elskulegur sonur okkar þorsteinn lézt á Landsspítalanum 11. þessa mánaðar. Steinunn Vilhjálmsdóttir, Konráð Þorsteinsson. HELGA HELGADÓTTIR Melahúsi við Hjarðarhaga, lézt í Landakotsspítalanum 9. þessa mápaðar. Aðstandendur. BJARGEY MAGNÚSDÓTTIR andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi 10. nóv. Fyrir hönd ættingja og vina. Margrét Sigurðardótir. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir mlnn og tengdafaðir, GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON Samtúni 20, andaðist 11. nóvember. Petrína R. Guðmundsdóttir, Björgvin V. Færseth Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR Laugaveg 58, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 1,30 eftir hádegi. Kjartan Sigurðsson, Ingjaldur Kiartansson, Kathé Kjartansson, Svanhvít Ingjaldsdóttir, Lilja Ingjaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.