Morgunblaðið - 12.11.1959, Page 20

Morgunblaðið - 12.11.1959, Page 20
VEÐRIÐ A-kaldi — bjartviðri. Frost 5—8 stig. 252. tbl. — Fimmtudagur 12. nóvember 1959 Blóm frá Kjna — Sjá bls. 6 — Skömmtun mjólkur virðist nú yfirvofandi vegna samgönguleysis við Norðurland Rjómalaus bœr í gœr Þetta er mynd af vélbátnum Svani frá Hofsósi, sem fórst á svo hörmulegan hátt í norðanrokinu á mánudag. — Báturinn var áður gerður út frá Vestmannaeyjum, en mynd þessi var tekin í Reykjavíkurhöfn í sumar, er báturinn var á leið norður á Hofsós. — AFLEIÐING stórhríðarinnar á Norðurlandi á dögunum er nú tekin að bitna á Reykvíkingum, og svo getur far- ið, að ófærðin á vegunum nyrðra og þjóðveginum norður í land, verði þess valdandi að taka verði upp mjólkurskömmtun í ein- hverri mynd hér í Reykjavík inn an fárra daga. Þetta var kjarni máls þess, er fram kom í samtali, sem Mbl. átti síðdegis í gær við Stefán Björnsson forstjóra Mjólkursam- sölunnar. Forstjórinn skýrði frá því, að í gær hefði rjómi verið ófáanleg- ur í mjólkurbúðum bæjarins. Nú hefur Holtavörðuheiðin teppzt, og það var orsökin til þess að bærinn var rjómalaus í gær. Undanfarið hefur Samsalan orðið að fá allan rjómann að norðan. KEFLAVÍK, 12. okt. — Mjög góð síldveiði var í dag og komu 5 bátar inn. Voru þeir með samtals um 600 tunnur. Hæstir voru Guð- finnur með 142 tunnur og Nonni 136. Fjöldi báta er nú að undir- búa sig og má búast við að i næstu drift verði einir 12 bál- ar komnir út héðan. En eins og gefur að skilja er erfitt að fá mannskap á bátana fyrst í stað, þar sem engin veiði hefur verið fram að þessu. En menn vona að nú verði framhald á þessum veið- um. — Síldin var tekin til fryst- ingar, ýmist til beitu eða til út- flutnings. — Ingvar. HAFNARFIRÐI — Bezti síld- veiðdagurinn var í gær, og gera sjómenn sér nú vonir um að síld- in fari að veiðast svo einhverju nemi, en hingað til hefir lítið sem ekkert fengizt. Héðan voru úti um 10 bátar og öfluðu flestir þeirra ágætlega. Fiskaklettur fékk 115 tunnur, Fákur 100; Guðbjörg og Hafbjörg 70—75; Hafnfirðingur 40 og aðrir frá 35 tunnum. Síldina fengu bátarnir í Skerja djúpinu fyrir sunnan Eldey og er hún mjög sæmileg að fitu- magni eða frá 16%% og upp í 20. Hún var ýmist söltuð eða fryst. Saltað var hjá Ingólfi Flygering og Jóni Halldórssyni en fryst hjá Jóni Gíslasyni. Bátarnir fóru allir út aftur í gærkvöldi og fleiri bættust í hóp- inn, svo sem Fagriklettur og Stefnir. — G.E. AKRANESI, 11. nóv. — 12 eða 13 reknetabátar fara héðan á veiðar í dag. Fréttist hingað á Akranes, að Suðurnesjabátar hefðu fengið allt að 100 tunnur síldar, annað hvort í Miðnessjó, ellegar suðui' í Grindavíkursjó. Hér var Detti- foss í dag og lestaði skreið og hvalkjöt. Sömuleiðis var hér þýzkt skip, er lestaði hvallýsi. Árekstur varð hér um hádegi í dag á Skagabraut milli tveggja bíla. Brotnaði ljósker og beyglað- ist bretti á öðrum bílnum. í gær kom upp eldur í miðsíöð húss Kaupfélags Suður-Borgfirð- inga. Búið var að slökkva eldinn með handslökkvitæki er slökkvi- liðið kom á vettvang. Átta trillu- bátar reru héðan í morgun. Afl- inn er sagður ákaflega misjafn. En svo mjög hefur dregið úr mjólkurframleiðslunni hér í nær- sveitum Reykjavíkur, að Sam- salan hefur orðið að sækja dag- lega mjólk alla leið norður í Húnavatnssýslur. Þessi ráðstöfun hefur eigi dugað til að mæta dag legri mjólkurneyzlu. Dagana fyr- ir stórhríðina kom mjólkurbíll annan hvern dag hingað með mjólk norðan frá Akureyri. Vegna ófærðarianar hefur eðli- lega tekið alveg fyrir þennan flutning. Til þess að mæta daglegri þörf Mjólkursamsölunnar, hefur þurft að flytja að norðan um 6000 lítra áf mjólk á dag. Og að norðan PÉTUR Jakobsson, yfirlæknir fæðingardeildar Landspítalans, skýrði blaðinu nýlega frá því, að frá stofnun deildarinnar 1949 og þar til á síðasta ári — eða í 10 ár — hafi 15889 börn fæðzt á spítalanum. Þar af eru sveinbörn 8325 og meybörn 7757. Fæðingar sveinbarna eru því heldur fleiri á þessu tímabili. Að sögn yfir- Þorsteinn Thorarensen Vikulegur þáttur um alþjóðamáí , 1 DAG hefst í Morgunblað- | inu nýr þáttur með yfirlits- 2 greinum um helztu viðburði fi í öðrum löndum. Þorsteinn S Thorarensen, sem ritað hef- Jf, ur greinar um erlend mál- » efni í blaðið mörg undanfar- » in ár, skrifar þennan nýja 1 þátt, sem gert er ráð fyrir 1 1 að birtist vikulega. Mun þar ■ reynt að gera Iesendum « blaðsins sem gleggsta grein jj fyrir helztu straumum og » stefnum í alþjóðamálum og 1 segja söguna, sem liggur á 3 bak við hinar daglegu frétt- 8 ir frá útlöndum. — Fyrsti C þátturinn birtist í dag á Ú blaðsíðu 8. a t)0i0£0mí0>m**0ta0a0&i0i0mi0':a0í hefur þurft að flytja 2000—3000 lítra af rjóma á degi hverjum. Nú veit enginn hvort mögu- leiki er á því að koma á aftur bílsamgöngum norður í land, svo allt er í óvissu um áframhald á hinum nauðsynlega flutningi mjólkur og rjóma hingað suður. Það mun almenn skoðun bænda á framsleiðslusvæði Mjólk ursamsölunnar, að ekki muni mjólkurframleiðslan aukast til muna á næstunni. Með þessar staðreyndir fyrir augum, þá er ekki annað fyrir- sjáanlegt, sagði Stefán Björns- son forstjóri Mjólkursamsölunn- ar, að innan fárra daga verði að taka upp skömmtun í einhverri mynd. Að sjálfsögðu munum við gera allt, sem í mannlegu valdi stendur, til þess að bæta úr hinu alvarlega ástandi. Verður t.d. reynt að flytja einhvert óveru- legt magn miðað við þörf, af rjóma flugleiðis frá Akureyri. læknisins mun fæðingar svein- barna og meybarna þó haldast nokkuð í hendur ef tekið er lengra tímabil til samanburðar. Tölur um fæðingarhlutfall svein- barna liggja enn ekki fyrir árið 1959, en árið 1958 fæddust jafn- mörg sveinbörn og meybörn, 883, árið 1957 voru meybörnin 864 á móti 944 sveinbörnum, og árið 1956 fæddust 838 meybörn en 908 sveinböm. ÞAÐ er jafnan svo, að í fyrsta kuldakastinu verður hitaþörfin miklu meiri en Hitaveitan getur miðlað bæjarbúum, og svo varð einnig nú. Síðustu daga hefur ástandið verið heldur slæmt, og á mikil vatnsnotkun um nætur sinn þátt í því. Á mánudagsmorguninn ' voru geymarnir á Öskjuhlíð tæplega hálfir af vatni. Á þriðjudaginn voru þeir tómir orðnir kl. 3, en í gærdag var ástandið aðeins skárra, og tæmdust geymarnir ekki fyrr en kl. 4. í þessu fyrsta kuldakasti á vetr inum hefur Hitaveitan tjaldað því, sem til er til þess að reyna að vega á móti hinni gífurlegu hitaþörf. Inn á hitaveitusvæðið hafa farið alls um 400 sekl. og er vatnið rúmlega 90 stiga heitt, eftir að snerpt hefur verið á því í toppstöðinni. Vissulega myndi ástandið vera betra ef fólk léti ekki renna um nætur. í fyrrinótt hafði rennslið reynzt vera um 800 tonn á klst, eða því sem næst af fullum geymi á Öskjuhlíð. Meira vatn innan skamms Undirbúningur er nú haf- inn að því að fullvirkja tvær vatnsholur hér innan bæjar, sem gefa alls um 100 sek. lítra Likin öll fundin BÆ, HÖFÐASTRÖND, 11. nóv. — Veðrið hefur nú gengið niður hér og kvika orðin lítil. Frosti bátur- inn, sem andæfði rétt framan við Hofsós, er nú komin að bryggju. Kom hann upp að í morgun, og af yfir 100 gráðu heitu vatni. Verður því dælt beint úr hol- unum og inn á geymana við Öskjuhlíð. Kvaðst Helgi Sig- urðsson hitaveitustjóri, telja fullvíst, að þessi viðbót yrði komin fyrir jól, og það jafn- vel svo snemma í desember, að það væri ekki hægt að kalla það jólagjöf til hitaveitu svæðisbúa frá Hitaveitunni Þegar þessi viðbót er komin, mun ástandið batna verulega, því þá hefur Hitaveitan yfir að ráða 500 sek. lítrum af 91 stiga heitu vatni. líður mönnum, vel sem voru um borð í honum. Líkin af mönnun- um þremur, sem fórust, er vél- bátinn Svan rak upp, eru nú öll fundin. Rak síðasta líkið á land í morgun. Var það Jón Friðriks- son. Fjárskaðar er hafa reynst vera miklu minni en menn ótt- uðust, hefur mikið fé fundizt, en einstaka kind mun hafa fennt. Vegir eru allir teptir enn, en mokstur er nú hafinn. Nú rétt í þessu er flóabáturinn Drangur að leggjast hér upp að bryggju í sinni fyrstu ferð i Skagafjö%ðv B. B. Með hvössustu veðrum, er hér hafa komið FOSSVÖLLUM, 11. nóv. — Veðr- ið, sem gekk á dögunum, er með hvössustu veðrum, sem hér hafa komið þó það hafi ekki verið eins hart hér á Austurlandi eins og fyrir norðan. Hér stóð það ekki eins lengi og snjókoma var ekki mjög mikil. Svo hvasst var, að þök tók af útihúsum sums staðar. Nokkuð vantar af fé á einstaka bæjum hér um slóðir, en margir bændur náðu þó flestöllu fé sínu í hús. Nokkrar kindur hafa fundizt í fönn, en ekki hefur verið hægt að smala heiðar vegna veðurs. í dag er norðaust- an hríð. Vegir hafa ekki teppzt að ráði í miðhéraðinu. — Fréttaritari. 15 þing SUS hefst annað kvöld í Rvík FIMMTÁNDA þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna verður sett klukkan 20.30 annað kvöld í Sjálfstæðishúsinu t Reykjavík. Geir Hallgrímsson, formaður samtakanna, setur þingið og flytur því skýrslu stjórnarinnar. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur i ræðu við þingsetninguna, og að lokum verða kosnar nefndir þingsins. Þingfulltrúar eru hvattir til þess að mæta stundvíslega. Nánari dagskrá þingsins verður birt í blaðinu á morgun. 15889 börn hafa fæðst á fæðingar- deildinni 800 lítra nætur- rennsli frá hita- veitugeymunum Aukning hitaveitunnar á næstu grösum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.