Morgunblaðið - 13.11.1959, Síða 14

Morgunblaðið - 13.11.1959, Síða 14
14 MORGUlVnT.AÐÍÐ Föstudagur 13. nóv. 1959 Kosningaúrslitin KOSNINGUNUM 25.-26. októ- ber, fyrstu kosningunum eftir hin um nýju og lýðræðislegu kosn- ingalögum, er lokið. Þjóðin hefur kveðið upp dóm sinn, og þeim dómi verða allir flokkar að hlíta. Alþýðuflokkurinn hefur unnið mest á, á kostnað hinna flokk- anna, sem ýmist hafa tapað eða staðið í stað. Þjóðin hefur þar með verðlaunað frammistöðu Al- þýðuflokksins í baráttunni við verðbólgudrauginn o. fl. Sjálf- stæðisflokkurinn er áfram stærsti flokkur þjóðarinnar, með 24 þing- menn (33.789 atkv. og 39,7%). — Framsókn hefur tapað á annað þús. atkv. og kommúnistaflokk- urinn haldið „varnaraðstöðu" sinni. Aukið fylgi Þjóðvarnarfl. nægði honum þó ekki, til að fá mann kjörinn. Þannig er dómur þjóðarinnar. Við Sjálfstæðis- menn, utan af landsbyggðinni, höfðum búizt við sigri flokksins, en ekki atkvæðatapi. Við getum þó vel við unað. Sveiflur á atkv. magni flokka eru sjálfsagðar og eðlilegar í lýðfrjálsu landi, þar sem fólkið sjálft sker úr, hefur úrslitavaldið. Og sjálfsagt liggja margar orsakir til þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn varð ekki sigurvegari í þessum kosn- ingum. Sú er þó líklega veiga- mest, að Alþýðuflokkurinn hefur notið þeirra góðu verka, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti þó sinn þátt í að hrinda í framkvæmd. Um „bráðabirgðalögin" svo- nefndu hafa og eflaust verið skipt ar skiptar skoðanir, en auðvitað bar Sjálfstæðisflokkurinn enga ábyrgð á þeim. Fleiri orsakir mætti og nefna. En nóg um það. Það er nú búið að segja og skrifa svo mörg, falleg og vel löguð orð, á undanförnum árum, um bölvun og eyðingu verðbólg- unnar, að það er líklega að bera í bakkafullan lækinn að ræða það mál. En eitt er þó víst, að ekkert verður framar tekið gilt í því efni nema orð í verkum. Við íslendingar höfum nóg af fagurmálugum „flatneskjulýð", okkur vantar fyrst og fremst menn, sem þora að segja sannleik ann og bera fulla ábyrgð á verk- um. Og krafa allrar þjóðarinnar er: Gangið að verðbólgunni dauðri og látið óttann við efna- hagslegt og stjórnarfarslegt hrun minnka. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera forystuflokkurinn í þeirri miklu efnahagsviðreisn, sem bíð- ur þjóðarinnar, og það er krafa allra óbreyttra flokksmanna hans, (hvort sem þeir eru bænd-- ur, verkameim, sjómenn, iðnaðar- menn, verzlunarmenn o. fl. o. fl.) til flokksstjórnarinnar og þeirra sem ráða í flokknum, að hiklaust verði hafizt handa og barist af hörku en drengskap. Nafnið eitt ætti að minna okkur á, að aldrei má sofna á verðinum í sjálfstæð- ismálum þjóðarinnar og flokkur- inn verður að haga sér eftir breyttum aðstæðum hverju sinni. í efnahagsmálum eru ekki til nein töfralyf, sem læknað geta sjúkdóminn á stuttum tíma og sársaukalaust. Nei, þjóðin hefur lifað um efni fram, það er allt og sumt!!! Hver einstaklingur, þjóðarheild in, hefur eytt meiru en til var. Og ráðið er aðeins eitt. Að taka það allt af fólkinu aftur, sem það hefur fengið umfram það, sem hæfilegt var. Þjóðin býr við góð lífskjör og tiltölulega jafnari en í flestum öðrum löndum. Land- ið er auðugt af ýmsum nytjaefn- um og orkulindir eru óþrjótandi. Því skyldi ekki öllum geta liðið vel í þessu landi? Vissulega ætti það svo að vera. Og þó eru alltaf fjöldamargir óánægðir, þrátt fyr- ir öll lífsþægindi og gæði 20. aldarinnar. Er fólki bara ekki farið að líða of vel? Hafa menn ekki gott af því að leggja svolítið að sér um tíma, og vita hvort ánægjan verð ur þá ekki meiri á eftir! — En það þarf líka að hugsa um hina, sem ekki líður vel. — Þrátt fyrir það, að kosningaúrslitin hefðu mátt vera Sjálfstæðisflokknum hagstæðari, er yfir mörgu að gleðjast í þessum kosningum. Við Sjálfstæðismenn á Austur- landi fögnum því að fá Jónas á Klaustri, greindan og samvizku- saman mann, á þing. Við væntum mikils af honum I framtíðinni. Við, sem erum „utan af landi“, af bændafólki komin, teljum það höfuðnauðsyn að hagur hinna dreifðu byggða sé sem beztur, og ríkisvaldið sé þeim hlynnt og vel- viljað. Við þekkjum bezt hið sögu lega og menningarlega hlutverk sveitanna frá upphafi landsnáms hér. Við vitum þó jafnframt, að stéttarígur og deilur eru stór- hættulegar jafn lítilli þjóð sem okkar. Slíkt ætti að hverfa al- gerlega og að því þarf að róa öllum árum. Við höfum ekki, fs- lendingar, efni á að sóa kröft- unum til einskis. Samvinna þarf að koma í stað sundrungar, sam- tök í stað samtakaleysis. Og ég held, að sterkasta vopnið til sam- taka og samstöðu, hinna einstöku sveita og byggðarlaga, sé einmitt hin nýja kjördæmaskipun, sem lögfest var sl. sumar. Og nú, þeg- ar allar deilur um þetta mál hafa hjaðnað, þá finnst manni það skrítin tilviljun að sá flokkur er stóð harðast gegn því, sem kenn- ir sig við „framsókn". En er slík skammsýni og vanmat á breytt- um aðstæðum ekki frekar sókn aftur á bak? En kannski er þarna að finna skýringuna á hinu ó- eðlilega fylgi Framsóknarflokks- ins í sveitum landsins. Að hinar dreifðu byggðir hafa verið sundr- aðar og margskiptar, að fólk- inu hefur verið haldið í einhliða „Tímatrú“. En væri ekki réttara fyrir bændur landsins að tileinka sér einhverja betri og fegurri trú en á bændavináttu Framsókn- ar. Hvernig væri að trúa á sjálfan sig, land sitt og þann atvinnu- veg, sem menn hafa gert að lifs- • starfi sínu. Trúa á moldina og þau auðæfi, sem hún hefur upp á að bjóða. Trúa því að maður geti og vilji eitthvað, en aðeins þó með Guðs hjálp. Landbúnaðurinn á, að mínum dómi, mikla og glæsilega fram- tíð, ef fólkið aðeins bregzt ekki. Aldrei verið stærri tún og meiri ræktun, aldrei betri né varan- legri húsakostur, aldrei fleira fé né afurðabetra, aldrei eins mikil þægindi af öllum gerðum, aldrei eins góð aðstaða til félagslífs, al- hliða menntunar og þroska. En við verðum aðeins að gæta þess, að gera ekki félagsheimilin, þessi nýju og glæsilegu hús, að stofn- unum fyrir drykkju og dansóðan skríl. Við eigum að berjast gegn hvaða „eitri“ sem er, hvort það er inn eða útvortis. Þetta er að- eins lítið eitt af því, sem sveit- irnar hafa upp á að bjóða í dag. ! Fullkomnari sjón- varpssendingar i GAUTABORG: — Næsta vorí |uiun hefjast allvíðtæk sam-f s vinna um sjónvarpssendingai Pmilli Bandaríkjanna og Sví-| jþjóðar. Verður hún fólgin í| íþví, að á loft verður sendurt | risaloftbelgur sem verður að| > stærð eins og sjö hæða húsj \ eða 33 metrar í þvermál. Verðt ' ur hann látinn fara upp í| | sporbaug umhverf ís jörðinal Jog endurvarpa sjónvarpsbylgjí Pum milli Evrópu og Bandaríkj) ianna. Verður loftbelgnumj ' skotið upp með rakettu frá| 'stöðvum Bandaríkjahers. Síð-J , ar mun fleiri verða skotið á] | loft en þeir eiga að snúast um-í > hverfis jörðina eins og fylgi-J í hnettir. Auðvitað eru þar líka til svartar hliðar. En hitt er þó í miklum meirihluta, sem gleðilegt er og stefnir í rétta átt. Sama er og yfirleitt að segja um aðrar at- vinnugreinar, þótt ég hafi kosið að gera þessa að .umtalsefni, þar sem hún er mér kunnust. Niðurstöður þessara hugleið- inga minna eru þá þessar að lokum: 1. Að Sjálfstæðisflokkurinn hefur goldið athafnasamrar og vinsællar ríkisstjórnar Alþýðu- flokksins í þessum kosningum. 2. Að flokkurinn verður, þeg- ar í stað, að einbeita öllu valdi sínu til þess að koma efnahags- AFTURRÚÐA! Sérstaklega skemmtileg afturrúða sem gefur fullt útsýni í fyrsta skipti í sögu smábilanna. HURÐIR! Mjög stórar hurð- ir og geymslurými. Hurðar- opnun 15.24 cm. víðari og geymslurými 14% til 26% meira en í næsta sambæri- legum bíl. IMIJ TIL SÝMIS HJÁ: FORD - umboðinu KR. KRISTJÁNSSON H.F., Suðurlandsbraut Z Sími 3-53-00 VÉL! Algjörlega ný topp- ventla-vél sem tók fjögur ár að fullkomna. Vatnskæld og þess vegna áberandi hljóðlít- il. Þrátt fyrir vélarafl 41 h.ö., eyðir vélin aðeins 6V2 1. á 100 km. akstri. ÚTSÝNI! Hvorki meira né minna en 15349 fer. cm. af gleri sem gefur óviðjafnan- legt útsýni, þægindi og ör- yggi. (2613 fer. cm. meira gler en næsti og 1522 fer. cm. meira en næst-næsti sambærilegur bf 11). ANGLIA Á nýafstaðinni bílasýningu í London, seldust 100 þúsund smábflar og þar af voru hvorki meira né minna en 70 ÞÚSUND AF GERÐINNI ANGLIA. Á annari bílasýningu sem haldin var í París nýlega, seld- ust 55 ÞÚSUND ANGLIA bílar á aðeins EINUM DEGI sýningarinnar til Bandaríkjanna EINNA. GÍRKASSI! Fjögurra gfra. Nær frá 0—100 km. hraða á aðeins 30,5 sek. (6.8 sek. fyrr en næsti og 13.8 sek. fyr en næst-næsti sambærilegur bfll). ÞÆGINÐI! Hin nýja karfa bílsins gerir það að verkum að farþegar sitja þægilegar en áður hefir þekkst 1 þess- ari stærð bíla. málum þjóðarinnar á réttan kjöl og nota til þess öll drengileg ráð. 3. Flokkurinn er og á að vera sameiningartákn og sættaberi milli allra höíuðstétta þjóðarinn ar, taka tillit til sérsöðu hvers þeirra um sig, vera brjostvörn þjóðarinnar á hvaða sviði sjáif- stæðismálsins sem er, vera vel i á verði og fylgjast með breyttum , aðstæðum, berjast gegn hvers i kyns eituráhrifum á þjóðina, J stunda heiðarlega og drengi- ] lega baráttu, forðast lygi og ; skrum til stundarfraina og hafa sannleikann og höiund lífsins að leiðarljósi alla tíð. Þá mun hon- um vel farnast, þjóðin fylkja sér um hann, og hann verður flokk- ur góðra einstaklinga og batn- andi. Ólafur Þ. Hallgrímsson, Dropiaugars töðum, Fljótsdal, N.-Múl. Nato-stvrkir til íræðiitianna EIN S og undanfarið mun N- Atlantshafsbandalagið (NATO) • veita nokkra styrki til fræði- manna í aðildarríkjum banda- lagsins á háskólaárinu 1960-1961. Tilgangur NATO-styrkjanna er að stuðla að rannsóknum á ýmsum þáttum, sem sameiginleg- ir eru í hugðarefnum, erfðum og lífsskoðun bandalagsþjóðanna í i því skyni að varpa ljósi yfir sögu I þeirra, nútíðar- og framtíðarþró- un til samstarfs og samstöðu um I þau vandamál, sem að þeim steðja. Einnig er stefnt að því að efla tengsl bandalagsþjóðanna beggja megin Atlantshafs. Upphæð styrks er 2.300 fransk- ir frankar á hinu nýja gengi frankans á mánuði eða jafnvirði þeirrar upphæðar í gjaldeyri annars aðildarríkis auk ferða- kostnaðar. Miðað er við 2—4 mánaða styrktímabil, en að þeim j tima liðnum skal skila skýrslu, sem ætluð er til opinberrar birt- ingar. Utanríkisráðuneytið veitir all- ar nánari upplýsingar og lætur umsóknareyðublöð í té, en um- sóknir skulu hafa borizt fyrir 10. desember 1959. (Frá utanríkisráðuneytinu)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.