Morgunblaðið - 20.11.1959, Síða 1
24 siður
Ný ríkisstjórn tekur viö í dag
Ólafur Thors
Bjarni Benediktsson
Gunnar Thoroddsen
Ingólfur Jónsson
Emil Jónsson
s tœðisfl okksins
og Alþýðuflokks
búnaðar- og samgöngumálaráð-
herra. Hann hefir átt sæti á Al-
þingi síðan 1942.
Emil Jónsson verður félags-
málaráðherra. Hann hefir átt
sæti á Alþingi síðan 1934.
Guðmundur í. Guðmundsson
Samsteypustjórn Sjálf-
Ólafur Thors forsætisráðherra
MINNIHLUTASTJÓRN Alþýðuflokksins, sem farið hefir
með völd síðan 23. des. sl. sagði af sér í gær, og féllst forseti
íslands á lausnarbeiðnina. í gær ræddi forsetinn við for-
menn allra stjórnmálaflokkanna og fól að þeim umræðum
loknum Ólafi Thors, formanni Sjálfstæðisflokksins, stjórn-
armyndun. Varð hann við beiðni forsetans, og mun stjórn-
armyndun hans verða lokið í dag. Eins og áður hefir verið
skýrt frá, hefir samkomulag tekizt milli Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins um stjórnarsamstarf. Mun ríkisstjórn
þessara flokka verða skipuð á ríkisráðsfundi, sem haldinn
verður kl. 10 árd. í dag. — Þegar Alþingi hefir verið sett,
mun forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar gera þingi og
þjóð grein fyrir stefnu hennar.
verður utanríkisráðherra. Hann
var fyrst kjörinn á þing árið
1942, og hefir setið þar síðan.
Gylfi Þ. Gíslason verður
menntamála- og viðskiptamála-
ráðherra. Hann var fyrst kjör-
inn á þing árið 1946 og hefir átt
þar sæti síðan.
Guðmundur í. Guðmundsson
Gylfi Þ. Gíslason
Útsvör í Reykjavík og gjöld
bæjarins lækka á næsta ári
Frumvarp að fjárhagsáætlun lagt
fram á bæjarstjórnarfundi i gær
Hin nýja ríkisstjórn
Ólafur Thors verður eins og áð-
ur er sagt forsætisráðherra hinn-
ar nýju ríkisstjórnar. Er þetta
fimmta ráðuneytið sem hann
veitir forystu. Hann hefir átt
sæti á Alþingi síðan árið 1923.
Bjarni Benediktsson verður
dóms- og iðnaðarmálaráðherra.
Hann hefir átt sæti á Alþingi síð-
an 1942u
Gunnar Thoroddsen verður
Tre«ar fregnir
frá Ladak
NÝJA DELHI 19. nóv. (Reuter)
— Nehru forsætisráðherra Ind-
lands sagði í dag á Indlandsþingi,
að hann vissi ekki hvort Rússar
hefðu komið sér upp flugvelli í
indverska héraðinu Ladak, austaa
til í Kasmír.
Þingmenn höfðu stefnt fjölda
fyrirspurna um það til Nehrus,
hvort það væri rétt, að Kínverj-
ar hefðu gert flugvöll á svo
nefndri Aksai Chin hásléttu, sem
er í nærri 7000 metra hæð.
Landsvæði það í Ladak, sem Kín
verjar og Indverjar deila nú um
er svo ógreitt yfirferðar, að ind-
verskt herlið getur ekki fylgzt
með öllu því, sem þar er gerast
og vel má vera, að langur tími
líði, þar til óyggjandi upplýsing-
ar fást um þetta.
fjármálaráðherra. Hann var fyrst
kosinn á þing sem landskjörinn
þingmaður árið 1934 og átti þar
sæti til ársins 1937. Árið 1942
var hann aftur kosinn á þing og
hefir átt þar sæti síðan.
Ingólfur Jónsson verður land-
I DAG kemur í bókaverzlanir
þriðja bókin með viðtölum og
endurminningum Valtýs Stefáns-
sonar ritstjóra. Hann nefnir þessa
Valtýr Stefánssou
Á BÆJARSTJÓRNAR-
FUNDINUM í gær var lagt
bók sína „Menn og minningar“,
en tvær fyrri bækur hans þess-
arar tegundar voru „Þau gerðu
garðinn frægan“, sem út kom
1956 og „Myndir úr þjóðlífinu",
sem út kom 1958. Allar hafa þess-
ar bækur komið út á forlagi Bók-
fellsútgáfunnar.
Þessi nýja bók Valtýs Stefáns-
sonar er 388 bls. að stærð og aft-
ast í henni er nafnaskrá við öll
þrjú bindin og ennfremur efnis-
skrá. Eru þar nefnd nöfn
fjölda innlendra og útlendra
manna. — f þessari nýju bók eru
margar myndir.
50 þættir
f „Mönnum og minningum" eru
auk fjölmargra viðtala töluvert
af sérstæðum endurminninga-
þáttum, þar sem Valtýr segir frá
ýmsum þeim atburðum, sem hann
hefur lifað og öðru efni, sem hon-
um hefur verið hugstætt. í bók-
Frh. á bls. 23
fram frumvarp að fjárhags-
áætlun Reykjavíkur fyrir ár-
ið 1959. Vekur það sérstaka
athygli við fjárhagsáætlun-
ina, að heildarútgjöld eru
áætluð 7,4 milljónum lægri
en í ár, heildarupphæð út-
svara lækkar um 10,2 milljón-
ir og má gera ráð fyrir, að
útsvarsstiginn lækki um
15%. —
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri fylgdi frumvarpinu að fjár
hagsáætluninni úr hlaði. Kvað
hann frumvarpið undanfarin ár
hafa verið lagt fram í desember,
en nú hefði verið hafizt handa
um undirbúning svo snemma, að
hægt er að leggja það fram á
síðari fundi í nóvember. Hefði
mjög vel verið unnið að frum-
varpinu af Gunnlaugi Péturs-
syni borgarritara, Guttormi Er-
lendssyni aðalendurskoðanda og
Guðm. Vigni Jósefssyni skrifstofu
stjóra. Frumvarpið hefði verið
rætt rækilega á fundum bæjar-
ráðs.
Þá minntist borgarstjóri á
nokkur meginatriði frumvarps-
ins. Drap hann fyrst á, að við
samningu þess væri kaupgjald
fastra starfsmanna bæjarins
reiknað samkvæmt launasam-
þykkt bæjarins, er gilt hefði frá
1. janúar 1956, að viðbættri 5%
hækkun, 1. júní 1958, og 6 og 9%
hækkun 1. september s.á., en
þetta væru grunnlaun samkvæmt
gildandi lögum. Laun lausráðinna
starfsmanna væru miðið við kaup
gjald 1. nóvember.
7 millj. kr. lækkun.
Rekstrargjöld bæjarins á næsta
ári væru áætluð 202 milljónir
króna, en á yfirstandandi ári
hefðu þau verið áætluð 209 millj.,
og væri það því um 7 milljón
króna lækkun að ræða. Til verk-
legra framkvæmda og annarra
eignabreytinga væru áætlaðar
46,7 milljónir í stað 47,1 milljón
í gildandi fjárhagsáætlun. Heild-
arútgjöld væru áætluð 248,7 millj.
en hefðu verið 256,1 milljón og
væru þannig 7,4 milljónir kr.
lægri en gildandi fjárhagsáætlun.
Aðrar tekjur en útsvör væru áætl
aðar .2,8 millj. kr. hærri en í gild-
andi fjárhagsáætlun, og ef reikn
að væri saman hækkun tekna
annarra en útsvara og lækkun
heildarútgjaldanna, kæmi fram
að útsvörin myndu lækka um
10,2 milljónir samkvæmt áætl-
uninni. Heildarupphæð útsvara
hefði í ár verið 215,1 milljón, en
væri nú áætluð 204,9 milljónir.
Lækkaði heildarupphæðin þann-
ig um 10,2 millj. eða 5%. Mætti
gera ráð fyrir að þessi lækkun
jafngilti 15% lækkun á útsvars-
stiganum.
Nýir tekjuliðir.
Af nýjum tekjuliðum mætti
Framh. á bls. 2
„Menn og minningar"
— ný bók eftir Valtý Stefdnsson ritstjóra
%