Morgunblaðið - 20.11.1959, Side 3
Föstudagur 20. nóv. 1959
MORGVNfíT.AÐIO
3
Rabbað við Friðrik Ólafsson
ekki leiður til lengdar.
— Ég sá í einhverju blaði,
að þú værir ekki hraustur —
þú varst góður leikfimismað-
ur í gamla daga.
— Blaðamenn segja svo
margt, en það er víst rétt, að
ég hef ekki nægilegt úthald
ennþá. Það reynir á taugarnar
að sitja lon og don við skák-
borðið, og taugarnar hafa svo
áhrif á líkamann. Ég hef
aldrei verið sterkbyggður.
Maður þarf að jafna sig,
safna í sarpinn, fá einskonar
varasjóð.
— Ætlarðu að fara að fita
þig?
— Nei, það er ekki beinlínis
snertir — heldur eftir því
hvernig framkoma þeirra er.
— Hverja fannst þér bezt að
tefla við
— Það var einna þægilegast
að tefla við gömlu jálkana,
Keres, Smysloff, Petrosjan og
Gligoric. Þá getur maður teflt
ótruflaður af andstæðingun-
um. Rússarnir eru farnir að
venjast Tal. Maður þyrfti eig-
inlega að leggja stund á sálar-
fræði til að komast yfir þetta
— eða jóga.
— En áhorfendurnir —
trufla þeir ekki
Jú, en það gengur nú
kannski nokkuð jafnt yfir alla.
Þó verð ég að segja það, að
Cera engan greinarmun á
löðrung og góðum leik
GLÍMUNNI miklu um réttinn
til að skarra á heimsmeistarann
er skák er lokið og stórmeistar
inn okkar, Friðrik Ólafsson er
kocninn heim, reynslunni rík-
ari.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins hitti Friðrik fyrir skömmu
og spjallaði lítilsháttar við
hann um skák. Friðrik var ró-
legur að vanda, eins og hann
væri nýkominn ofan úr sveit.
en ekki frá einu harðasta skák
móti síðustu ára.
— Jæja, Friðrik, ertu ekki
þreyttur eftir öll þessi ósköp?
spurði blaðamaðurinn.
— Jú, satt að segja er ég
orðinn langþreyttur, en þó
einkum leiður, leiður á öllu
sem heitir skák — í bili. Held-
urðu að maður verði ekki leið
ur eftir tveggja mánaða stanz-
lausa törn? En maður verður
það, sem ég á við.
— Hver var taugaveiklaðast
ur á mótinu?
— Tal er alltaf á toppinum.
Hann teflir svo flókið og veit
aldrei, hvað andstæðingurinn
kann að leika í þeim flóknu
stöðum, sem hann sjálfur
skapar.
— Tal hefur kannski sigrað
á taugaveikluninni?
— Já, hann smitar hina. Þú
getur ímyndað þér hvaða áhrif
það hefur, ef einhver maður
er alltaf á spani í kringum þig,
þar sem þú situr og einbeitir
þér að fremsta megni að því
að hugsa. Fischer er það ung-
ur, að hann þoldi það alls
ekki. Það þarf vissan þroska
til að brynja sig fyrir þess
konar. Það er ótrúlega mis-
jafnt að tefla við menn — ekki
endilega hvað getu þeirra
gauragangurinn hér heima er
hátíð hjá þeim ósköpum, sem
voru í kringum þetta mót í
Júgóslavíu. Það var skárst að
tefla í Bled, en versnaði eftir
því sem sunnar dró.
— Voru áhorfendurnir blóð
heitari þar?
— Það kann að vera. Ser-
barnir voru verstir. Þeir gera
engan mun á löðrungi og góð-
um leik. Ef þeir voru kurteis-
lega beðnir um að þegja, þá
mótmæltu þeir hástöfum. Það
gekk meira að segja svo langt,
að hóta varð að ryðja salinn.
Þá skánaði það um stund á eft-
ir. Fyrirkomulagið þyrfti að
vera eins og á bridgemótum,
að áhorfendurnir séu í sér-
stöku herbergi, og leikjunum
sjónvarpað þangað — eða hafa
glerbúr eins og á Morgunblað-
— En getur það ekki verið
hvetjandi að hafa áhorfendur
í kringum sig?
— Það þýðir ekkert að vera
að hugsa um þá, þegar maður
er að tefla.
— Ætlarðu ekki að fara að
gifta þig, Friðrik?
— Nei. Það er nóg að vera
giftur skákinni. Hitt er eins
og að lifa í tvíkvæni.
— En ef þú kenndir henni
að tefla?
— Það er erfitt að finna
kvenmann, sem er góður skák
maður. Það þarf svo mikla
þolinmæði í skák.
— Hvernig leizt þér á þig
austan járntjalds?
— Það er náttúrulega mun-
ur á AUstur og Vestur Evrópu.
Þar fyrir austan verða menn
að hugsa um stjórnmál, hvort
sem þeim líkar betur eða verr,
en hér heima t.d. — ekki frek
ar en þeir vilja. Ég hef sjálfur
engan áhuga á stjórnmálum —
og vildi ekki þurfa að neyðast
til þess að hugsa um þau —
nema í skákinni. En það gerir
engum mein. Það er mikill
munur á Júgóslavíu hvað
þetta snertir, og hinum svo-
kölluðu járntjaldslöndum.
— Jæja, þú losnaðir við að
tefla við heimsmeistarann.
— Ég hef varla þroska til
þess enn.
— Finnst þér, að þú sért
ekki enn búinn að ná fram
öllu sem í þér býr?
— Nei, ég er alls ekki búinn
að ná öllu fram. Svo er dá-
lítill munur að vera hér, utan
við höfuðstraumana, eða til
dæmis fyrir austan í skriðunni
þar. Þar er breiddin svo mikil
af jafngóðum skákmönnum,
sem stöðugt geta borið skák-
bækur sínar saman. Hér er ég
óhjákvæmilega dálítið ein-
angraður. En ég hef ekki sagt
mitt síðasta orð.
Nemandatónleikar í Gamla bíói
ÞAÐ yrði of langt mál að telja
allt upp, sem sungið var á þess-
um þriðju nemendatónleikum
Vincenzo Demetz í Gl. bíói 12. þ.
m. Þessi söngskemmtun var í 12
liðum, og voru sungin íslenzk ög
og aríur úr óperum.
Þarna voru margir gamalkunn-
ir söngvarar, já, óperusöngvarar
að verki, sem vafasamt er að
telja til nemenda í vanalegum
skilningi, þó segja megi að mað-
ur læri svo lengi sem lifir.
ettar sem þau Inga Hjaltested
og Guðmundur Ciuðjónson sungu
og svo sextett úr „Lucia di Lamm
ermoore", eftir Donizetti. Þessir
sungu í sextettinum: Eygló Vic-
orsdóttir, Sigurveig Hjaltested,
Bjarni Bjarnason, Gunnar Krist-
insson, Hjálmar Kjartansson og
Erlingur Vigfússon.
Körsöngur var í upphafi og í
lok söngskrárinnar. Söng allur
hópur nemenda Demitz undir
stjórn Ragnars Björnssonar. —
Hljómaði söngurinn vel undir ör-
yggi Ragnars.
Fritz Weisshappel lék undir og
var í eldinum allan tímann og
stóð sig svo sem vænta mátti eins
og hetja.
Söngskemmtun þessi var mjög
vel sótt og klöppuðu áheyrendux
söngvurum, svo og Demetz, lof
í lófa.
P. í.
Báðir slógu af
Fundum Adenauers og Macmillans lokið
Af þeim yngri voru þarna
Erlingur Vigfússon, sein er mjög
efnilegur tenór. Inga Hjaltested,
efnileg sópransöngkona, er gam-
an var að hlusta á. Þá kom
Bjarni Bjarnason læknir og söng
m. a. aríu úr „Andrea Chenier“,
eftir Giordano og varð ég stór-
„imponeraður" af söng hans. —
Hann er síungur, þó hann sé kom-
inn af æskuskeiði fyrir nokkru.
Snæbjörg Snæbjarnar og Jón
Sigurbjörnsson sungu dúett úr 2.
þætti óperunnar „Vald örlag-
anna“ eftir Verdi, og leystu þau
hlutverk sín af hendi með prýði.
Snæbjörg er gædd miklum söng-
hæfileikum, ágætri rödd og drama
tískum krafti. Guðm. Guðjónsson
er þegar góðkunnur tenórsöngv-
ari, og gerði hann hlutverkum
sínum ágæt skil. Sama má segja
um Eygló Victorsdóttur, sem er
áberandi músíkölsk og hefur háa
tindrandi sópranrödd. En söngur
Hjálmars Kjartanssonar snart
mig einna mest. Hér er skín-
andi bassasöngvari, sem hefur
næma tilfinningu fyrir því, sem
hann túlkar. Sigurveig Hjaltested
mezzosópran hefur fagra rödd,
sem naut sín einkar vel í „Nótt“
eftir Árna Thorsteinsson og aríu
úr „Samson og Dalila“ eftir
Saint-Saéns. Hér við bættust dú-
LONDON, 19. nóv. (Reuter).
— í dag lauk þriggja daga
viðræðum þeirra Macmillans
og Adenauers forsætisráð-
herra Bretlands og Vestur-
Þýzkalands. Svo virðist sem
viðræðurnar hafi verið mjög
hreinskilnar og orðið árang-
ursríkar. Þær muni verða
til þess að auka samheldni
þessara tveggja stóru ríkja.
Stjórnmálafregnritarar eru
þeirrar skoðunar, að þeim for-
sætisráðherrunum hafi tekizt
betur en nokkur þorði að vona
að jafna skoðanaágreining sín á
milli um alþjóðavandamálin. —
Telja þeir að báðir, Macmillan og
Adenauer, hafi slegið nokkuð af
og breytt um stefnu, svo að báðir
séu þeir hinir ánægðustu með
fundinn.
Svo virðist sem Macmillan hafi
nú fallizt á sjónarmið Adenauers
um að Vesturveldin geti ekki
sætt sig við að komið verði á
kjarnvopnalausum svæðum í
Mið-Evrópu. Það var utanríkis-
ráðherra Póllands, Rapacki, sem
fyrstur bar fram tillögur um
slíkt og er talið, að Macmillan
hafi verið kominn á hans skoð-
un eftir Moskvuferð sína.
Hins vegar hefur Macmillan
haft fram sinn vilja um að ræða
megi Berlínarvandamálið sér á
fyrirhugaðri ráðstefnu æðstu
manna stórveldanna.
Þegar Adenauer kom til Lund-
úna fyrir þremur dögum varð
þess vart við komuna til Viktoría
járnbrautarstöðvarinnar, að
brezkur almenningur tók honum
kuldalega. Þetta breyttist meðan
hann dvaldist í Bretlandi og við
brottförina á sömu stöð safnað-
ist stór hópur manna saman og
hyllti hann með fagnaðarópum
og með því að syngja „For he’s
a jolly good fellow.“
,,Ferð án
enda"
— ný bók Freuchens
„FERÐ ÁN ENDA“, heitir bók
eftir Peter Freuchen, sem Skugg-
sjá hefur sent á bókamarkaðinn.
Þetta er þriðja bókin eftir
Freuchen, sem sú útgáfa sendir
frá sér. Hinar tvær voru „í hrein-
skilni sagt“ og „Hreinskilinn sem
fyrr“, þar sem Freuchen lýsti
ævi sinni á skemmtilegan og eft-
irminnilegan hatt.Bókin „Ferð án
enda“ er í nánum tengslum við
hinar tvær. Jón Helgason ritstjóri
hefur íslenzkað.
í bókinni „Ferð án enda“, lýsir
Freuchen mörgum óvenjulegum
og stórfenglegum atburðum. Þar
er frásögn um atburðina í Pilik,
þegar gullþorsti tryllti hvítu
mennina. Þar er sagt frá Norð-
manninum Ólafi og félögum hans
í einveru þeirra á Austur-Græn-
landi. Frásögn er um kraftaverk-
ið, er heilög guðsmóðir lyfti portú
gölsku skipti á hafsbotni, ferða-
raunir Grænlendingsins er drap
banadrískan vísindamann, sem
ekki kunni að lifa á norðurhjar-
anum og síðast en ekki sízt, er
er lýst samlífi höf. og Navarönu,
hinnar grænlenzku konu hans.
Slúður Tímans
Þjóðviljinn og Tíminn lýsa von
brigðum sinum yfir því, að sam-
komulag hefir náðzt á milli Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðismanna
um myndun ríkisstjórnar. Þjóð-
viljinn reynir að fela þau undir
þessari fjögurra dálka upphrop-
un:
„Miðstjórn Alþýðuflokksins
gafst upp á einróma ákvörðun
sinni.“
Tíminn huggar sig aftur á móti
með þessari fyrirsögn:
„Olafur Thors forsætisráðherra
án atkvæðisréttar í nýrri stjórn“.
Auðvitað er „atkvæðisréttur"
innan stjórnarinnar fyrirhugaður
sem sama hætti og venja er til.
Hitt er annað, að afgreiðslu mála
á stjórnarfundum er öðru
vísi háttað en á Alþingi, svo sem
leiðir af reglunum um ábyrgð
ráðherra. Á þeim verður engin
breyting gerð. Tal Tímans er því
alveg út í bláinn. Eins er „upp-
gjöf“ Alþýðuflokksins aðeins
heiti vonsvikinna kommúnista á
því, að Alþýðuflokkurinn tók
ákvörðun, sem Tíminn lýsir svo:
„í rauninni er myndun þessarar
stjórnar og skipan hennar engin
nýlunda lengur, enda hafa skrif
Morgunblaðsins og Aiþýðublaðs-
ins undanfarið bent eindregið til
þess, að hún yrði mynduð af
flokkum þessara blaða“.
Hér veldur þó mestu um hinn
ótvíræði vilji kjósenda, sem lýsti
sér í kosningunum. Samstjóin
Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
manna er rökrétt afleiðing þeirra.
Afreksverk?
Skilningur Tímans á viðfangs-
efnum stjórnmálanna birtist í
upphafi forystugreinar hans í
gær:
„Morgunblaðið ræðir það nú
dag eftir dag með stóryrtum lýs-
ingum, hvílíkt afreksverk það
muni nú vera að taka við stjórn
landsins, því að ástandið í efna-
hagsmálunum sé svo bágborið“.
Hér kemur enn fram hugsunar-
háttur Hermanns Jónassonar og
félaga hans. Fyrir Hermanni hef-
ur það ætíð verið „afrek“ að vera
í stjórn. Þess vegna taldi hann
það mikið „afreksverk“ að mynda
V-stjórnina. Hitt var algert auka-
atriði, hvernig til tækist um mál-
efnin. Þar af komu hin sífclldu
svik á svik ofan.
Ef hin nýja ríkisstjórn ræður
við þá erfiðleika, sem V-stjórnin
lét henni eftir, er tímabært að
ræða um „afreksverk“ hennar,
fyrr ekki.
l
Mótsagnir Þjóðviljans
Þjóðviljinn finnur öðru hvoru
að því, að of Iítið sé gert til að
afla málstað okkar í landhelgis-
málinu fylgis út á við, jafnframt
því, sem hann bölsótast yfir, að
notuð eru beztu tækifærin, er til
þess gefast. Af því tilefni segir
Alþýðublaðið í fyrradag:
„Jafnframt finnst kommúnista
blaðinu fara illa á því, að þrír
Islendingar sitji þingmannafund
Atlantshafsbandalagsins í Was-
hington sömu dagana pg ráð-
stefnan um landhelgismálið er
haldin i Lundúnum. Einnig sú
afstaða er fljótfærnisleg. íslend-
ingum er mikils virði að gera
grein fyrir skoðunum sínum og
rökum í Iandhelgismálinu á al-
þjóðavettvangi. Þess vegna væri
undanhald af okkar hálfu að
mæta ekki til þingmannafund^r
Atlantshafsbandalagsins.Fjarvera
þar myndi á engan hátt verða
okkur til gagns í landhelgismál-
inu. Þátttakan tryggir hins veg-
ar, að íslenzki málstaðurinn í
landhelgisdeilunni verði heyrin-
kunnur. Það er of veigamikið at-
riði til þess, að Þjóðviljinn .átá
þýðingu þess liggja í láginni.“