Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 8
8 MORGUlVfíLAÐIÐ Föstudagur 20. nóv. 1959 Larsen hefur vafalaust lœrt eitthvað af mér,***" Úr skákbréfi frá Freysteini Þorbergssyni I Stuttgart 7. nóvember. KLUKKAN er orSin eitt hinn 28. október, og við sitjum inni í mat- sal hótels Hetropol í Belgrad og bíðum eftir Bobbý Fischer. Dreng urinn kemur ekki stundvíslega, en við notum tímann til þess að fá okkur hádegisverð. Við höfum punktað niður 33 spurningar, því að þögla menn þarf að spyrja meira en aðra, þegar um viðtal er að rseða, og Fischer er einn af þeim, sem sjaldan segja margt. Daglegar orðræður hans byggj- ast mest á notkun þriggja orða, sem oft koma ein sér í upphróp- un, en jafnvel þessi þrjú orð eru ekki mjög fjarlæg hvert öðru að merkingu. Klukkan er nú að verða hálf tvö , og þarna kemur drengurinn loksins. „Halló, þarna ertu, leitt að láta þig bíða“, segir hann við undirritaðan. um leið og hann kemur skálmandi yfir salinn að borðinu, sem við höfum valið við gosbrunninn. „Það var ekkert, gjörðu svo vel að fá þér sæti“ Það er komið með heljarstóra flösku af ávaxtasafa. Eina slíka innbyrðir Bobbý oftast með hverri máltíð. Svo koma réttirnir hver af öðrum. Þjónarnir þekkja Fisóher og eru á þönum í kring um hann. Þeir vanda sig líka eftir megni, því að þeir vita að ef eitthvað ber útaf, ef steikin er til dæmis örlítið of mjúk eða hörð, þá getur það kostað upphrópanir eins og þessar. „Þú ert heimskur, þú kannt ekki að þjóna til borðs. Gef mér nýja steik og rétt steikta." Við höfum ekki byrjað á við- talinu strax, heldur spjallað um daginn og veginn, því að mettur er jafnan málhreifari. En þegar Fischer hefur rannsakað steikina með viðeigandi athugasemdum og loks ákveðið að borða hana, þá látum við til skarar skríða. „Það getur verið að þér finnist spurningarnar sundurleitar og sumar skrítnar, ég tók þetta sam- an í flýti, en þú svarar þá aðeins eftir vild“. „Allt í lagi“, segir Bobby Fischer Fischer, þegar hann hefur rennt niður steikarbitanum. „Hvenær ertu fæddur og hvar?“ „f Chicago, níunda marz 1943“ „Hvenær mannstu fyrst eftir þér og hvað gerðist þá minnis- stætt?“ „Heimskuleg spurning fyrir dagblað.“ „Já, það má vel vera. En það er alveg óvíst að ég noti þetta fyrir blöðin, ég hef áhuga á slíku sjálfur.“ „Ég held að það fyrsta, sem ég man eftir, hafi verið það,“ segir Hogkvæmir greiðsluskilmólar KRISTJÁN SIGGEIRSSON H.F. Fischer eftir nokkra umhugsun, „að ég var að borða tómat og þegar ég kom inn í hann, var þar eitthvað hart, sem ég réð illa við, því að ég hafði þá lélegar tennur." „En hvað er það fyrsta, sem bú manst eftir í sambandi við skák- og hvað varst þú þá gamall?" „Systir mín kenndi mér mann- ganginn, þegar ég var sex ára.“ „Og fórst þú þá að tefla við hana eða jafnaldra þína?“ „Nei, ég tefldi ekkert fyrr en ég var átta eða níu ára. Þá gekk ég í skákfélag í New York.“ En hvað er um fyrstu lærdóms- ár þín í skákinni að segja. Hafðir þú einhverja kennara og getur þú nefnt bækur, sem þú telur þig hafa lært mikið af?“ „É lærði mest af því að tefla sjálfur, en þó kenndi mér einn maður í klúbbnum og svo grúsk- aði ég í rússneskum byrjanabók- um og bókum um endatöfl, meðal annars eftir Rubin Fine.“ „Hvernig var með þessar rúss- nesku byrjanabækur, voru þær þýddar eða á frummálinu?“ „Á rússnesku." „Þú hefur getað haft gagn af þeim, þótt þú skildir ekki les- málið.“ „Já.“ „Er auðvelt að ná í rússneskar skákbókmenntir í New York?“ „Já, það er ein bókabúð, sem hefur flest það, sem gefið er út í Rússlandi um skák.“ „Og þú fylgist þá vel með rússnesku meistaramótunum og öðrum skákviðburðum þar eystra?" „Já.“ „Hvenær veittir þú því fyrst athygli, að þú skaraðir fram úr jafnöldrum þínum í skákinni?" „Ég tefldi aldrei við jafnaldra mína“. „Voru engir slíkir í skákklúbbn um?“ „Nei, yngstu andstæðingar mín ir þar voru um sextán ára. Hjá okkur í Bandaríkjunum er skák- áhuginn lítill og fáir ungir dreng- ir tefla skák.“ Næst spyrjum við Fischer um fyrsta frama hans á skákbraut- inni og um það hvernig honum varð innanbrjósts, þegar hann í fyrsta sinn varð skákmeistari Bandaríkjanna. En hann vill sem minnst um slíkt tala. „Og svo komst þú til Evrópu í fyrsta sinn. Getur þú sagt mér hver þér virt- ist vera helzti munurinn á Evr- ópu og Ameríku?" „Já, ég kom í fyrra til að taka þátt í mótinu í Portoroz, en hvaða mun átt þú við?“ „Til dæmis muninn á lifnaðar- háttum fólks.“ „Ég veit ekki. Mér finnst vera svo litið hægt að gera hér í Evr- ópu, svo lítið hægt að skemmta sér. Það er öðru vísi hjá okkur í Ameríku. í Suður-Ameríku kann ég líka betur við mig en í Evrópu. Þar er ýmislegt hægt að gera.“ „Já, fólk er víst víða glaðlynt á þeim slóðum. En svo fórst þú til Moskvu. Hverjar voru ástæður fyrir þeirri för?“ „Mér var boðið.“ Undirritaður, sem staddur var í Moskvu, þegar Fischer kom þar, heyrði þar ýmsar sögur af við- skiptum snáðans við ráðamenn rússneskra skákmála. Ráðgert var að Fischer tefldi þar einvígi til þess að æfa sig fyrir Portoroz og svala forvitni rússneskra skák- manna um getu hans, en einvígið fórst fyrir, þar sem ósamkomu- lag var milli Fischers og rúss- neskra ráðamanna um andstæð- ing fyrir drenginn. Fischer var boðið að tefla við þekkta rúss- neska meistara, en engann stór- meistara. Bobbý þóttist hins veg- ar ekki vera fullsæmdur af opin- beru einvígi við aðra en stórmeist ara, og láum við honum það ekki, þar sem hann var þá þegar orðinn skákmeistari Bandaríkjanna og varð því að gæta heiðurs lands síns. Fischer tefldi því ekkert í Moskvu nema hraðskákir. Fóru flestir halloka fyrir honum í þeirri list, nema Petrosjan, sem hafði betur. „Hverjar álítur þú að séu helzt- ar ástæður fyrir veldi Rússa í skákheiminum.“ „Það, hvað þeir leggja mikla vinnu í skák. Þessu er öðru vísi varið hjá okkur vestra. Við Bandaríkjamenn erum of skyn- samir til að tefla skák. Eyðum ekki tíma í slíkt.“ „Og svo fórst þú til Portoroz. Bjóst þú við, að þú myndir ná einu af efstu sætunum og vinna þér réttindi til þátttöku í Áskor- endamótinu, eins og síðar kom á daginn? Og er það rétt, að þú hafir verið dálítið taugaóstyrkur í fyrstu umferðum mótsins í Port oroz?“ „Ég gerði mér vonir um að ná upp og það er víst rétt, að ég var taugaóstyrkur fyrst. Seinna fór ég að tefla betur.“ „Og svo gafst þú út skákbók. Hvað vannst þú lengi að henni? Og hefur þú í hyggju að gefa út aðra á næstunni?" „Ég vann að bókinni i þrjá mánuði. Hef enga aðra á döfinni að svo stöddu. Hef ekki unnið skákmót í hálft ár. Fáránlegt! „Og svo komst þú til Áskorenda mótsins. Þú hefir sennilega búizt við að standa þig betur en þú gerðir.“ „Já, það gerði ég. En það er ómögulegt að tefla hér fyrir áhorf endum. Ég hefði un»ið mótið, ef það hefði verið haldið í frjáslu landi.“ „Hvað heldur þú, að sé þín bezta skák í mótinu?" „Ég veit ekki. Ef til vill vinn- ingsskák mín við Gligoric í Bled.“ „Hvað finnst þér um árangur Tals í mótinu. Álítur þú, að hann sé verðskuldaður." „Nei, Tal var of heppinn. Það eru betri skákmenn í mótinu en hann.“ „Hver er betri?“ „Smyslov til dæmls er miklu betri skákmaður. Líka Keres og jafnvel Petrosjan. Ég er alveg viss um, að Tal hefur ekkert í Botvinnik að gera. Botvinnik mun leika sér að honum, ef hann verður frískur." „Hvað getur þú sagt mér um álit þitt á öðrum keppendum Áskorendamótsins? “ „Gligoric er enginn skákmaður. Hann er alveg gjörsneiddur öll- um hæfileikum. Benkö hefur hins vegar góða hæfileika og hann er mjög góður skákmaður?" „Heldur þú þá að Benkö hafi góðar horfur á að hækka sig og ná lengra í framtíðinni?“ „Vissulega." „En hvað álítur þú þá um Frið- rik. Álítur þú að hann hafi einn- ig líkur til að sækja sig í fram- tíðinni?" „Já, vitaskuld. Hann hefur eins og Benkö miklu meiri hæfileika en Gligoric. Það var aðallega tímahrakið, sem gerði honum erf- itt fyrir í þessu móti.“ „Hvern telur þú vera mesta skákmann fyrr og síðar? Eða hef- ur þú ef til vill engan slíkan „uppáhaldsskákmann?““ „Ég veit ekki, en Capablanca var að minsta kosti betri en kepp- endur í þessu móti. Hann tefldi líka mjög fallega." „Hvað er skák að þínu áliti? íþrótt? List? eða ....?“ „Ef til vill list,“ segir Fischer. „Finnst þér núna eins gaman að skák eins og þér fannst áður, eða hefur það breytzt síðan þú fórst að taka þátt í svona erfiðum mótum?“ „Það hefur breytzt, en mér finnst gaman að grúska í skák.“ „Hver eru önnur áhugamál þín?“ spyrjum við Fischer, og minnumst þess um leið, að þessa tvo mánuði sem skákmótið stóð yfir, hefur hann sjaldan komið út úr herbergi sínu til annars en að borða og tefla. Sagt er að hann hlusti þar löngum á útvarp eink- um á lýsingu knattleikja. Og svo les hann barnabækur. „Ég hef gaman af sundi og syndi mikið. Það er holl íþrótt“, „Þá ættir þú að koma til Is- lands. Við höfum þar mikið af hverum og notum þá meðal ann- ,Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.