Morgunblaðið - 20.11.1959, Side 11

Morgunblaðið - 20.11.1959, Side 11
Föstudagur 20. nóv. 1959 MORCflNBLAOIÐ 11 Álaborgarákavítið á 90 aura flösk una. Þau komu með útlönd í bæinn. Eitt sinn sem oftar vorum við búnir að auglýsa ball á Eski- firði og biðum nú allir eftir því að Ceres kæmi og sigldi með venjulegri tign inn á höfnina með þetta eina, sem allir biðu eftir. Þegar skipið loks kom, var til- kynnt að flaskan af Álaborgar- ákavíti hefði verið hækkuð upp í 1,10 og við þessi illu og óvæntu tiðindi var ballinu aflýst. Slíkur pris var öllum ofviða á Eski- firði í þá daga. En sjaldan getur í annálum um ömurlegri bæ en Eskifjörð þennan dag. — Þú ert Vestfirðingur, er það ekki Elías? ---Ég er ættaður frá Ólafsvík og Sandi, þar sem ég ólst upp. Þar var margt til fyrirmyndar. Ef fólk gekk ekki með geitur, var eins og eitthvað vantaði í fyllingu dagsins. Þarna vissu menn heldur lítið um umheiminn, en þó held ég flestir hafi verið nokkurn veg- inn vissir um, að Reykjavik var ekki á Sjálandi. Pabbi drukknaði, þegar ég var 7 ára og eftir það flæktist ég frá einum bæ til ann- ars. En móðir mín dekraði við mig, þegar hún hafði tækifæri til og ég launaði henni móðurhlýj- una betur en margur annar, þv,í ég heimsótti hana á Elliheimilið alltaf annan hvern dag, þangað til hún dó þar 83 ára gömul. Ég held fáir synir hafi hugsað betur um sínar mæður en ég. Það er nú það, góðu vinir, Móðir mín var hlý kona, og hún kenndi mér að kvíða ekki fyrir dauðanum. En það finnst mér aftur á móti skelfileg tilhugsun að vera graf- in i jörðina, svo ormarnir geti skriðið eftir hryggjarliðunum á manni og lifað selskaps og veizlu- lífi í mörg ár. Ég er nefnilega bú- inn að fá nóg af ormunum hér of- an jarðar, þó ég eigi ekki eftir að komast í kast við þá í moldinni líka. En þetta verður maður að hafa og þessu verður maður að taka án þess að æðrast. Dauð- ann hræðist ég aftur á móti ekki, því ég er guðsmaður. Ég held mér hafi alltaf liðið vel, en ef mér hefur liðið illa, þá er það ekki guði að kenna, heldur sjálfum mér. — En eigum við ekki að kenna þér ráð? — Til hvers? — Til að forðast ormana í mold inni. — Hvað er það? — Þú lætur bara brenna þig, Elías. — Guð almáttugur, brenna mig? Þó maður legði svo fyrir, væri ekki hægt að treysta þvi, að það yrði gert. Og svo verður þetta kannski miklu lengri bið, en maður heldur. Hafið þið heyrt söguna um karlinn, sem lét smíða utan um sig, en svo þurfti hann að flytja og var orðinn leiður á biðinni og seldi kistuna og þénaði vel? En hann var ekki settur á Litla-Hraun, ónei, þetta þótti bara fyndið og fínt og búið heil- agur. — Svo fórstu í Verzlunarskól- ann? — Já, ég var í honum og út- skrifaðist með kurt og pí 1915. Þá voru frægir menn í skólanum, Lúðvík C. Magnússon, nú skrif- stofustjóri, og Lárus Fjeldsted kenndi lögfræði, það var ekki því að kenna. Ég hefði auðvitað átt að vera efstur, en féll á þýzkunni. Ég var fyrsti maður á íslandi, sem fékk 6 í skrift og eftir pvi hefur allt mitt bókhald verið fyrr og síðar. Þetta var koparstunga, ekkert annað, og ég var heila klukkustund að skrifa 1% línu á prófinu. En þýzkan, þar var bú- inn heilagur! Þorsteinn Erlings- son kenndi mér hana. Hann var guðdómlegur maður: — Aldrei að segja du, sagði hann, alltaf að segja du. Og Árni Pálsson, sem kenndi íslenzku, sagði okkur til áminningar: — Þið eigið aldrei að nota orðið að brúka, heldur að brúka orðið að nota. Þetta var fínt fólk, sem maður umgekkst, bæði á Eskifirði og í Reykjavik og að því hef ég búið alla tið. Hver dregur dám af sinum sessu- naut, stendur þar. Ég er ekki einn • af þeim, sem grófu sitt pund i jörðu, ónei, það datt mér ekki í hug: Ogsá den blinde höne kan finde korn. — Já, alveg rétt, þú varst í Danmörku líka? — Já, víða flækist frómur! En þetta er ágæt mynd af mér innan um flöskurnar. Ég kalla þær fisk ana mina, en tek þær ekki mjög alvarlega get ég sagt ykkur. Þær eru einskonar skálkaskjól. En myndin er góð, þó það hafi verið dimmt yfir, og ég tek mig alveg prýðilega út, því ég var vel þétt- ur. Maður hefði ekki verið svona bísperrtur annars. En Danmörku, já. Þegar ég sigli, bragða ég aldrei sterka drykki. Þegar ég fór með Gullfossi síðast til Hafnar 1954, drakk ég að meðaltali 48 flöskur af bjór á dag og enginn sá á mér vín. Aðrir veltust um á barnum og komust hvorki upp né niður stigann. Það var fína fólkið. En Þetta er mikill misskilningur hjá því, menn eiga að taka lífinu með ró og blanda ekki öllu saman: — To, tre, fire kolde bajere, sagði ég við þjónana og aldrei annað. Og ef þeir voru ekki nógu kaldir, fór ég með þá út á dekk. Ég fer bara í siglingar til þess að drekka bjór; bjór er minn veikleiki, bjór er mitt yndi, já — og svo konur auðvitað. Þegar ég var í Kaupin- hafn 1933, sat ég mánuðum saman á Vinstue Pagh, sem er gegnt Cirkus Schuman, fornemmasta vínbar í borginni. Og ég held ég hafi ekki sagt annað dögum sam- an en: Een til, tak. Þarna sat ég og rorraði í sólskininu og skrapp svo eingang í milli út að sjálf- salanum og fékk mér nokkrar brauðsneiðar, en hélt svo áfram að rorra fram á kvöld. Stundum kom fyrir ég rakaði mig og þá var ég að því frá þetta 1—4 á daginn og drakk 8 bjóra á meðan, það lá ekkert á. Skömmu eftir stríð, eða 1946, var ekkert til nema hey í Höfn, en þá sat ég í Vinstue Pagh með stóran brasil: — Sikken dejlig duft! sögðu allir, sem fram hjá gengu og ráku nefið inn í dyragættina, og ef mér leizt á snoppuna, rétti ég viðkomandi brasil með virðuleik, sem ind- verskum furstum einum er í blóð borinn. En viljið þið ekki einn brasil? Ég á nóg til æviloka, því þegar ég keypti þá uppi í Tóbaks- einkasölu kostuðu þeir 48 aura stykkið, en nú myndu þeir kosta 8 krónur, ekki minna, ef þeir fengjust. Ég var mikill reykinga- maður í fyrra stríði og var for- stjóri stærstu tóbakssölu lands- ins, Landsstjörnunnar. Þá reykti ég alltaf 20 vindla á dag. Þegar ég var í verzlunarerindum í Kaap inhafn, sögðu þeir hjá Hirsh- sprung & Sönner <>g Horvitz og Kattentid: — Þér skuluð ekkert vera að þessu, við sendum yður bara kassa fimmta hvern dág, sögðu þeir, en það þýddi auðvitað svipað og: — Æ sér gjöf til gjalda. Þá bjó maður á hótel Cosmopolit og keypti heila skips- farma af tóbaki. Við festum ]íka kaup á skútunni Dagný og hún lagði á stað með fyrsta farminn til íslands haustið 1917, komst til Færeyja, en hrakti þaðan til Nor- egs og strandaði þar og kom ekki heim til íslands fyrr en í maí næsta ár. Þá hafði tóbak hækkað um helming, svo við stórgrædum á ferðinni, eins og þið getið í- myndað ykkur. Ég hef alltaf grætt á öllu, sem ég hef tekið mér fyrir hendur, ja nema í þessi tvö eða þrjú skipti .... Sjaldan er tófa trygg, það má nú segja. Þegar maður vinnur ekki í happ- drættinu, verður að leita annað, ég átti 120 miða í ríkishappdrætt- inu og hef unnið 750 krónur þessi 12 ár. Það eru ekki ársvextir. En þið voruð að tala um Kaupin- hafn. Þeir þekkja mig vel í Vin- stue Pagh. Þeir vita, að ég á alltaf eitthvað við þorsta, ef þröngt er í búi hjá smáfuglunum. Einu sinni var danskur læknir að skemmta sér í vínstofunni með þremur íslenzkum læknum og þá heyri ég að hann segir allt í einu, um leið og hann gefur mér homauga: — Ja, her var vi Islands störste læge. — Segðu okkur, Elías, hvað fórstu að gera, þegar þú hættir hjá Landsstjömunni? — Það var nú ýmislegt, ég keypti Hótel Akureyri 1919 að gamni minu og til að stríða bæjar stjórninni á 42 þúsund og seldi það árið eftir á 115 þúsund, líka að gamni mínu. Ég kom aldrei inn í það, tók bara mynd af því, sem þið getið sér þarna uppi á veggnum, þetta getur maður kall- að að hafa humoristískan sans. Það skulið þið vita, að ég hef kunnað að kalkúlera rétt og bók- haldið er hreinasta snilld. Ég stóð einnig fyrir Hótel íslandi á sínum tíma og Hótel Skjaldbreið um skeið en 1924 sló í baksegl hjá mér og þá gerðist ég sölu- maður hjá Eggerti Kristjánssyni & Co. — og seldi meira á hálfum mánuði en aðrir höfðu gert allt árið. En sölumennskan tók á taug arnar og nú fór að halla undan fæti fyrir mér og endaði auðvitað með því, að ég fór á bísann og varð Hafnarstrætisróni í 20 ár. Þá skildi ég líka við fyrri kon- una. — Hvernig var — Það var ágætt. Þá gat maður fengið sér kvartara á 2,75 og ef það brást, fór maður niður á Öldú og sat þar í von um að einhver væri svo góður að gefa manni snafs. Það var eins og þegar smá- fuglarnir bíða fyrir aftan hest í harðindum. Það er tröppugangur á lífinu kæru vinir. Og þið skuluð vara ykkur á Bakkusi, hann er einræðisherra, eins og þeir gerast verstir. Meðan ég var alger skó- sveinn hans, lifði ég á 40 krónum á mánuði og góðir menn borguðu húsaleiguna fyrir mig, Klein kjöt kaupmaður og fleiri, því þeir vissu ég átti bágt og vildu hjálpa mér, manni, sem hafði verið í minni stöðu. En svo fór ég í Breta vinnuna og gerði ekkert annað en lesa blöðin í tæpt hálft ár. Þá reif ég mig upp úr skítnum. Annars er ég búinn að gleyma þessu. Ég skrifaði ævisögu mina til 1930 í tugthúsinu, en hún er löngu glötuð. — Þú hefur auðvitað haft gott næði til að skrifa ævisögu þína þar? — Já, stundum, þegar við vor- um í bindindi. — Hefurðu oft setið inni? — Ekkert alltof oft, jú nokkr- um sinnum. — Fyrir hvað? — Þeir kalla það yfirsjónir. — Hvernig þótti þér að sitja inni, Elías Finnsson Hólm? — Það var indælt. Við héldum veizlur, þegar sá gállinn var á okkur, en lifðum annars kyrr- látu lífi. Þarna var ró og friður og mér líkaði það vel, því ég vii hafa þögn í kringum mig og helzt myrkur. Ég ligg hérna á dívanin- um á kvöldin i myrkrinu og hnipra mig saman eins og köttur og horfi út um gluggannogfylgist með þeim, sem koma til mín, löngu áður en þeir hafa hugmynd um að ég hef orðið þeirra var. En nú sé ég þið eruð orðnir dá- lítið skritnir á svipinn, já auðvit- að hvernig eigið þið að þola þetta? En ég er ekki vondur mað- ur, það get ég fullvissað ykkur um. Ég held það séu ekki til vondir menn. Ég hef á engan rek- izt. Þetta er ekkert, sem kemur að innan, heldur utanaðkomandi áhrif. Fólk er gott, en misgott, eftir því við hvaða aðstæður það býr. — Hvenær varstu fyrst settur í tugthúsið, Elías ? — 1920. — Og fyrir hvað? — Það voru smáyfirsjónir í sambandi við vélbát. En við skui- um ekkert tala um það. Það verð- ur ágætt efni í samtal, þegar ég verð sjötugur. — Heldurðu að það sé glæpa- mennska í eðli þínu, Elías? — Nei, ekki til, guð minn al- máttugur, ekki til. Þið getið verið vissir um ég hef engum gert neitt á móti skapi og enginn hefur neitt yfir mér að kvarta. Ég efast um þið fáið nokkurn mann til að tala illa um mig, því ég hef aldrei gert á hluta neins, hvorki barna, skyldmenna né vandalausra. Glæpir eru ekki til í minni hegn- j ingarskrá. Þetta eru allt smáyfir- sjónir, búið heilagur. Ég gæti ver- ið biskup í hvaða landi sem er þess vegna. — Segðu okkur eitt. Um hv.<ð hugsaðirðu aðallega, meðan þú sazt inni? -— Fagrar konur og fortíð, sem var hverjum manni til sóma. Þetta var ágætt lif, alveg prýði- legt, ekki sízt á Litla-Hrauni, þar sem ég var annað slagið á árun- um 1932—1936 fyrir áfengissölu. — Nú? Og hvað gerðirðu þar? — Ég var kokkur og svo hugs- aði ég um hæsnabúið og var fangavörður og skrifstofustjóri um skeið, þegar gæzlumennirnir þurftu að skreppa til Reykjavík- ur. Þeir vissu sem var, að ég hafði af manni að má og það var hægt að treysta mér, hvort sem ég var fyiS- utan rimla eða innan. Það gerði uppeldið á Eskifirði og bras illinn. Ójá, á Litla-Hrauni var ég allt í öllu, þar var ég minn eigin herra, hafði lyklavöldiii, ef út í það fór, og þegar ég útskrifaðist, var ég ráðinn hjá ríkinu til 14. maí og látinn brautskrá þá fanga, sem fóru af hælinu. Það var ind- ælt. Við fengum okkar vín og það var farið á fyllirí niður á Eyrar- bakka og spilaður lomber. Það er ljótt á Eyrarbakka. Á þrett- ándanum 1935 fórum við til Lár- usar apótekara. Það var mjög há- tíðlegt, frúin var búin að kveikja á jólatrénu inni í annarri stof- unni. Við settumst inn í hina stof- una, fengum okkar í glösin og byrjuðum að stokka og biðum eftir fjórða manni. Þegar við vor- um búnir að lyfta glösunum varð okkur litið inn í stofuna, þar sem jólatréð var og sjá: Stofan stóð í björtu báli. Við stukkum öll út og mátti ekki tæpara standa, þvi húsið brann til kaldra kola á skömmum tíma. Við áttum spritt- flösku í litlum peningaskáp, sem stóð við einn gluggann og vonuð- um að hann mundi halda, en auð- vitað gerði hann það ekki sá bölv- aður þrjótur. Þar með voru jólin eyðilögð fyrir okkur og við sögð- um hvorki ás né sóló, heldur pass. En má ég ekki bjóða ykkur rjól frá Brödrene Braun? Það er að- eins flutt inn fyrir tuttugu eða þrjátíu menn, nokkra sýslumenn og presta og svo mig. Ég nota það fyrir munntóbak, það er hrein- legt. Ég get tekið tugguna út úr mér fimm eða sex sinnum og fengið mér snafs á milli, en ef óvanur maður tekur svona tuggu, er bezt fyrir hann að leggjast út af og gera ekki frekar ráð fyrir því að vakna aftur til þessa lífs. Og svo skal ég gefa ykkur einn brasll á eftir, askan af honum er hvítari en grannir fingur á ó- spiltri mey. Já, ég er ánægður með lífið og sé ekki að resúltatið hefði getað orðið neitt betra. Ég er ekki einn um að hafa gengið mér til húðar og ég er ekki viss um að ég standi verr að vigi fyrir þeim stóra dómi en margur ann- ar, sem betur hefur komið ár sinni fyrir borð. En það ætla ég að muna að segja mér til afsök- unar við þann háa herra, sem kveður upp dóminn, sem öllum dómum er æðri, að hann hafi aldrei rétt mér hvort tveggja í senn, vínið og bikarinn. M. — Samtal v/ð Bobby Fischer Framhald af bls. 8. ars til þess að hita upp sundlaug- ar árið um kring.“ „Já, það væri gaman að prófa laugarnar ykkar“, segir Bobbý brosandi. „Hvað lærið þið um ísland í bandarískum skólum?" „Fæstir Bandaríkjamenn hafa heyrt á Island minnzt. Ég vissi til dæmis ekki, að Reykjavílc væri til, fyrr en stúdentaskák- mótið var haldið þar.“ „Þér er sjálfsagt kunnugt um, að þú ert ekki talinn vera neinn miðlungur í skákinni. Getur það nú ekki oft verið óþægilegt að vera svona þekktur?“ ,Á hvern hátt?“ spyr Fiseher. „Til dæmis, ef allir glápa á þig á götunni?“ „í Bandaríkjunum þekkir fólk- ið á götunni mig ekki.“ „Já, skákáhuginn er mjög litill þar, en hér í Júgóslavíu þekkir fólkið þig og ef þú kæmir til fs- lands myndu allir þekkja þig á götunni." „Já, þessir Júgóslavar,“ segir Fischer, og svo koma nokkur orð, sem ekki fara vel á pappír, en Við minnumst þeirra í næsta skipti, sem við sjáum Júgóslav- ana umkringja drenginn eins og himdelt dýr og glápa á hann líkt og naut á nývirki, þótt sumir hafi vissulega þann heiðarlega til- gang að safna rithandarsýnishom um. „Hverjar eru áætlanir þínar fyrir nánustu framtíð? Heldur þú áfram í skóla? Og hvað um skák- ina í því sambandi?" „Já, ég held áfram við nám. Svo hef ég hug á að taka þátt í næsta áskorendamóti." „Getur þú giskað á, hverjir munu verða andstæðingar þínir þar? Heldur þú til dæmis að Lar- sen sé líklegri til að vinna sig upp í það en Friðrik, eða öfugt?“ „Það er ekki gott að segja um hverjir þar keppa, fyrr en næstu svæðamótum er lokið, en ég held að Friðrik sé líklegri en Larsen. Larsen er lélegur aðstoðarmaður. Hann fær svo fáránlegar hug- myndir, þegar hann er að rann- saka skákir. En hann hefur vafa- laust eitthvað lært af mér þenn- an tíma.“ „Og hvernig heldur þú svo, að þér muni ganga í næsta áskor- endamóti?“ „Ég mun vinna það auðveld- lega. Ég vinn flestar skákirnar. Að öðrum kosti hætti ég að tefla. Ég er alltof vel gcfinn til þess að vera að dútla við þetta til lengdar, ef ég næ engum árangri. Ég get vafalaust orðið góður á einhverju öðru sviði“, segir Fischer, „Hvað heldur þú“? bæt- ir hann svo við. „Þú hlýtur að hafa hæfileika," segir undirritaður, „en mér finnst, að þú ættir ekki að láta þér bregða, þótt svo færi, að þú sigraðir ekki heldur á næsta á- skorendamóti. Þú hefir tímann fyrir þér, og ég er þess fullviss, að þú getur enn lært ýmislegt i skákinni, eins og í Iífinu sjálfu". Þar með er viðtalinu lokið, því að Fischer hefur gefið óbein svör við þeim spurningum, sem ekki voru lagðar fram. Hann hefur nu lokið við eftirréttinn og er nú bæði kátur og málhreyfur. Við Fischer erum kunnugir frá því að við vorum saman nokkra daga í Ljúbljana í fyrra, og í Portoroz kom hann stundum að lokinni skák og spjallaði við undirritaðan á áhorfendabekkjunum. Svo virð ist sem honum falli vel við fs- lendinga og beri sérstaka virð- ingu fyrir Friðriki. Talið berst að frægum bandarískum sjón- varpsmanni, sem kemur fram fyrir hlustendur tvisvar í viku ár eftir ár og skemmtir þeim með því að tala blaðalaust klukku- stundum saman. Fischer nefnir nokkur dæmi um „speki" þessa manns og segir síðan, að hann hafi látið sig koma fram í einum þættinum. „Ég þekki hann per- sónulega," bætir Fischer við. „Og hvað finnst honum um Þig?“ „Hann segir að ég sé kjáni,“ sagði Fischer brosandi. „Jæja, segir hann það?" „Já, en mér fellur þó ágætlega við hann.“ „Já, þessu trúi ég.“ Brátt slítum við talinu og hverf um hvor að sínu. Daginn eftir tefldi svo Fiseher í síðustu umferð mótsins við Smyslov. Það var því líkast, sem við borðið sætu Davíð og Golíat, og úrslitin urðu eftir því. Þótt Fischer hefði svart og notaði lítið af umhugsunartíma sínum, þá fékk fyrrverandi heimsmeistari svipaða ráðningu og baldinn krakki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.