Morgunblaðið - 20.11.1959, Qupperneq 13
Föstudáguf 20. nóv. 1959
MORGUNfíL/IÐIÐ
13
Erlendir viöburðir
STUNDATAFLA heimsstjórnmál
anna fyrir þennan vetur hefur
verið að skýrast og útfyllast að
undanförnu.
Það er eins og miðað hafi ver-
ið við venjulegt skólaár. Hinn
margumtalaði „toppfundur" bíð-
ur eins og fullnaðarpróf við lok
skólaársins næsta vor.
Krúsjeff virðist taka sér nám-
ið létt. Hann ætlar líklega að
sitja heima í vetur, nema hvað
hann bregður sér í hálfsmánað-
ar opinbera heimsókn til Frakk-
lands þann 15. marz.
Veturinn fram að „fullnaðar-
prófi“ verður leiðtogum Vestur-
veldanna ekki eins auðveldur.
Þeir þurfa að ganga undir auka
próf eða svonefnda „litlu topp-
fundi“. Fyrsta fund þeirra í Par—
ís, þann 19. des. ber alveg upp
á tíma jólaprófanna og Frakkar
leggja til að haldið verði líka
einskonar „miðsvetrarpróf"
æðstu manna Vesturveldanna í
febrúar eða byrjun marz.
Öll þessi fyrirhöfn er til þess
aetluð, að Vesturveldin jafni ým
iskonar ágreining sín á milli og
bræði saman ráð sín áður en hin
mikla prófraun hefst.
Þetta verður því vetur margra
og langra funda fyrir forustu-
menn Vesturveldanna. Ofan á
þetta bætast að minnsta kosti
tveir ráðherrafundir NATO, sem
eiga að verða eins og gæsalappir
sitt hvoru megin við „toppfund"
Vesturveldanna í desember.
Þá ætlar Eisenhower forseti
að slá 10 flugur í einu höggi og
fara í opinberar heimsóknir til
Ítalíu, Tyrklands, Pakistan, Af-
ganistan, Indlands, Persíu, Grikk
lands, Spánar og Marokko og
hitta Búrgíba forseta Túnis á
skipsfjöl á Miðjarðarhafi.
Ef Eisenhower stenzt síðan
prófraun hins mikla „toppfund-
ar“ þá fær hann að fara með
fjölskyldu sinni í heimsókn til
Rússlands næsta vor.
Hvað er á seyði?
Fólk er búið að fá hálfgerða
leið á fréttum af þessum sífelldu
fundum og ráðstefnum úti í
heimi. Menn hætta að kippa sér
upp við það, þótt hinir stóru
fari á flakk og jafnvel þótt
„toppflundur“ sé fyrirhugaður,
spyrja menn efablandið: „Er
nokkuð sérstakt á seyði?“
Jú, það getur verið að eitt-
hvað sé á seyði. Hvað það er í
rauninni greinir menn hinsvegar
ákaflega á um. Bókmenntir um
þetta efni í blaða og tímarits-
greinum eru nú þegar heilt
legíó og heilabrot manna ákaf-
lega fjölbreytileg. Það er stað-
hæft að einu leyti, að Krúsjeff
sé orðinn svo hræddur við Kín-
verja, að hann leiti á náðir Vest-
urveldanna og á hinn bóginn er
sagt, að Bandaríkjamenn ætli að
svíkja Berlínarbúa og Vestur-
Evrópu í hendur Rússum.
Ég held, að meira og minna af
þessum heilabrotum sé út í loft-
ið eða byggist aðeins á broti úr
sannleikanum.
Hinsvegar bendir margt til
þess að fulltrúar Austurs og Vest
urs séu að búa sig undir raun-
hæfa samninga, sem gætu eink-
um orðið undirstaða einhvers-
konar afvopnunar. En búast má
við, að þeir samningar verði harð
sóttir. Til að styrkja samnings-
aðstöðuna eru aðalforustumenn
þjóðanna sjálfir að taka þessi
mál í eigin hendur. Það er eftir-
takanlegt að það eru ekki utan-
ríkisráðherrarnir, sem fá hér að
móta stefnuna, heldur sjálfir
þjóðaleiðtogarnir. Krúsjeff hef-
ur fyrir löngu lýst því yfir, að
þýðingarlaust sé að tala við
Gromyko, — hann ráði engu um
þessi mál. Og hlutur þeirra
Herters, Selwyn Lloyds, Couve
Eftir Þorstein Ó.
T horarensen
de Murville og von Brentanos er
litlu meiri. Hefur stundum verið
áberandi, hve gengið er fram hjá
þeim í þessum efnum.
Dvínandi áhrif Banda-
ríkjamanna
Ég held, að alltof mikið hafi
verið gert úr ágreiningi milli
Rússa og Kínverja að undan-
förnu. Ýmis tilefni ágreinings
milli þessara sósíalísku ríkja eru
til og geta komið upp, en Kín-
verjar eru þrátt fyrir mikinn
mannfjölda lítils megnugir og
verða enn um langt skeið að
styðjast við efnahagslega og
tæknilega aðstoð Rússa. Hitt er
líklegra, að meiriháttar breyt-
inga sé að vænta í náinni fram-
tíð í sambúð vestrænna þjóða.
Þær breytingar verða þó ekki í
einni svipan, heldur væntanlega
við hægfara þróup.
Öll eftirstríðsárin hafa Banda-
ríkjamenn verið ákaflega mikils
ráðandi í málefnum Evrópu. í
sjálfu sér var það ekkert óeðli-
legt, því að Evrópuþjóðir voru
lítils megnugar, hafa treyst á
herstyrk Bandaríkjanna og lifað
á fjárframlögum þeirra bæði til
efnahagsuppbyggingar og her-
mála.
Það bendir margt til að áhrif
Bandaríkjamanna hafi verið ó-
heillavænleg í stríðslokin, vegna
skilningsleysis þeirra á málum
Evrópuríkjanna. Þá beittu þeir
sér fyrir þarflausum undanslætti
við Rússa og afhentu þeim Aust
ur-Evrópuríkin. Síðar urðu áhrif
þeirra hamingjudrýgri. Þeir
stóðu eins og sameinandi afl bak
við sundraða Evrópu og virtust
yfirleitt hafa áhrif til aukins
frjálslyndis og framfara.
En nú ,sérstaklega upp á síð-
kastið, er farið áð brydda á því,
að Evrópumenn vilja sjálfir ráða
meiru um stefnuna. Síðan de
Gaulle kom til valda hefur hann
látlaust sett fram kröfuna um að
taka verði meira tillit til óska
Frakka.
Dvínándi áhrif Bandaríkja-
manna í Evrópu eru e.t.v. bein
afleiðing af því, að Evrópumönn
um vex fiskur um hrygg og
styrkur þeirra t.d. á sviði efna-
hagsmála er að verða meiri en
Bandaríkjamanna. Það er t. d.
nú þegar fyrirsjáanlegt, að
Bandaríkjamenn muni krefjast
þess að Evrópumenn standi sjálf
ir meira en verið hefur undir
herbúnaðarkostnaði NATO. —
Evrópuþjóðir halda áfram að
sameina kraftana, einkum með
hinum svonefnda Evrópumark-
aði, sem miðar þrátt fyrir tví-
skinnung de Gaulles ekki ein-
vörðungu að efnahagslegu sam-
starfi, heldur og að pólitiskri sam
einingu, og myndun öflugra
Bandaríkja í Norðurálfu.
Atómsprengja Frakka
De Gaulle rær að þvi öllum
árum, að auka áhrif Frakka á
málefni Evrópu. Tillögur hans í
Alsír-málunum eru einn hðar-
inn í þessari viðleitni. Hann vill
umfram allt frið í Alsír til þess
að hressa upp á álit Frakka og
til þess að losa hálfrar millj('nar
herlið sem þar hefur verið önn-
um kafið í mörg ár.
Aftur er farið að rjúka ur reykháfum á stáliðnaðarsvæði Banda-
ríkjanna, frá Cleveland suður til Birmingham
unum, að það er álitið að 11 ríki
til viðbótar hafi nú þegar fjár-
hagsgetu og tækniþekkingu til
að framleiða sjálf sína sprengju
og að árið 1964 verði svo komið
málum, að samtals 23 ríki geti
ráðið yfir heimatilbúnum atóm-
sprengjum.
Sum þessara hugsanlegu atóm
velda eru friðsamleg og einskis
misjafs frá þeim að vænta, svo
sem Belgía, Svissland og Sví-
þjóð. Önnur verða að teljast víð-
sjál og eiga líka í útistöðum við
önnur ríki, eins og Kína, ísrael
og Arabalýðveldið. Er ekki r.ema
von, að menn um víða veröld
telji það uggvænlegt, að nefnd
ríki, og önnur sem líkt er á
vikuyfirlit
Mesta áherzlu leggur hann þó
á það, að Frakkar geli sjálfir
framleitt sín eigin xjarnorku-
vopn. Þeir eru nú í óða önn að
setja saman fyrstu atómsprengju
sína, sem þeir ætla einhvern-
tímann á næstunni að sprengja
suður í Sahara-eyðimörk.
Mikið er nú rætt um þessar
fyrirhuguðu atómsprengjutil-
raunir Frakka og mæta þaer and
úð og mótspyrnu um allan heim.
í stjórnmálanefnd S. Þ. var t.d.
samþykkt með 66 atkv. mótat-
kvæðislaust, að koma skyldi í
veg fyrir að Frakkar eignuðust
atómvopn.
Menn óttast það að atóm-
sprenging Frakka kunni að hafa
óheillavænleg áhrif á þróun al-
þjóðamála. Kjarnorkustórveldin
þrjú, Rússland, Bandaríkin og
Bretland hafa komið sér saman
um að stöðva að minnsta kosti
um sinn kjarnsprengjutilraunir
sínar. Hætt er við að það sam-
komulag fari út um þúfur, þeg-
ar Frakkar sprengja sína
sprengju og að tilraunir verði
hafnar að nýju í stórum stíl.
Hitt er þó enn þyngra á met-
TJppdrátturinn sýnir kjarnsprengistaði Bandarík janna í Nevada-eyðimörk, Rússa við Balkash-
vatn og fyrirhugaðan sprengistað Frakka í Saha ra-eyðimörk.
komið um, fái yfirráð atómvopna.
Þá er viðbúið að þau færu að
beita þeim í ýmsum smáskær-
um sín á milli með geigvænieg-
um afleiðingum.
Slíkt vilja menn umfram alit
koma í veg fyrir og því beinast
böndin nú mjög að Frökkum að
þeir hætti kjarnsprengjutilraun-
um sínum. Ella óttast menn að
ekki verði hægt að hindra kjarn
orkuvígbúnað fleiri þjóða. En
því miður bendir ekkert til þess
að Frakkar láti sér segjast.
Ýkjur og æsingar
Hitt er svo óskylt þessum sjón
armiðum, að nokkrar þjóðir
Afríku hafa rokið upp til handa
og fóta og mótmælt tilraunum
Frakka á þéim grundvelli, að
slíkar sprengingar í Sahara-eyði
mörkinni séu hættulegar lífi og
heilsu Afríkubúa. Á uppdrætti
sem birtist hér með þessari grein
er gerður nokkur samanburður
á sprengistöðum Bandaríkja-
manna og Rússa og hinum fyrir-
hugaða sprengistað Frakka. Þar
er enginn samjöfnuður, hve
strjálbýlla og lengra er til byggða
frá þeim stað sem Frakkar hafa
valið, en frá sprengistöðvunum
í Nevada-eyðimörkinni og við
Balkash-vatnið, þar sem Banda-
ríkjamenn og Rússar hafa hvor
um sig sprengt tugi atóm-
sprengja.
Innan 1000 km. radiusar frá
sprengistaðnum í Nevada-eyði-
mörkinni búa um 10 milljónir
manna í borgum og álíka margir
úti á landsbyggðinni. f sömu fjar
lægð frá sprengistað Rússa við
Balkash-vatnið búa einnig um
10 milljónir manna í borgum og
litlu færri á landsbyggðinni.
Stórborgin Los Angeles með 4
milljónum íbúa er í aðeins 400
km. fjarlægð og San Francisco
með 1% milljón íbúa í 600 km
fjarlægð. Rússnesku borgirnar
Rubitsovsk og Semipalatinsk,
hvor með 100 þúsund íbúum eru
í aðeins 100 km fjarlægð og kunn
ar stórborgir eins og Omsk,
Tomsk, Novosibirsk og Stalino I
500—700 km fjarlægð.
Til samanburðar má geta þess,
að sú borg sem er næst sprengi
stað Frakka er Colomb Béchar
með 19 þús. íbúum í 600 km fjar-
lægð. Það er fyrst í 1000 km
fjarlægð, sem byggðin fer veru-
lega að þéttast.
Ég get þessa hérna, ekki til
að bera í bætifláka fyrir Frakka,
heldur aðeins til þess að gefa
glöggt dæmi um þá móðursýki
sem alltof mikið gætir í sam-
bandi við kjarnorkumálin. Það
er einnig rétt, að nokkur hætta
stafar frá geislavirkni loftsins í
sambandi við kjarnsprengingar,
en sú hætta hefur verið stórlega
ýkt í æsitilgangi. Gífurmæli og
æsingar í sambandi við kjarn-
orkumálin þjóna engum góðum
tilgangi.
Stálverkfall í Banda-
ríkjunum
Hlé hefur nú verið gert á stál-
verkfallinu í Bandaríkjunum.
Verkfall þetta er eitt hið
mesta í sögu Bandaríkjanna. Það
hófst 15. júlí og mönnum virtist
það til að byrja með fremur sák-
leysislegt. Verksmiðjurnar áttu
miklar birgðir af stáli og starfs-
mennirnir í þessari iðngrein, sem
eru meðal hinna hæstlaunuðu
létu sem þeir hefðu ekkert á
móti nokkurra vikna sumarfríi.
Flestir bjuggust líka við því að
deilan myndi leysast fljótlega
eins og venja hefur verið í Banda
ríkjunum.
En það fór öðruvísi en menn
ætluðu. Afstaða verksmiðjanna
harðnaði. Þær neituðu að fallast
á nokkra verulega kauphækkun
og settu þar að auki fram gagn-
kröfu um það að verkalýðsfélög
in hættu að setja stein í veginn
fyrir endurnýjun véla og notk-
un sjálfvirkra tækja.
Verksmiðjurnar byggja harðn
andi afstöðu sína á því að nú um
langt skeið hafi ætíð verið geng
ið að miklu leyti að kauphækk-
unarkröfum verkalýðsfélaganna,
en af þessu hafi aðeins leitt sí-
felldan eltingaleik milli kaup-
hækkana og hækkana á stálverð-
inu. Lítill hluti kauphækkananna
hafi reynzt raunhæfar kjarabæt-
ur, heldur hafi þær aðeins stuðl-
að að því að rýra /erðgildi doll-
arsins og skapa iðnaðinum erfið-
ari aðstöðu. Afleiðingin sé sí-
versnandi viðskiptajöfnuður
Bandaríkjanna og flótti frá doll-
arnum yfir í mynt Evrópuríkj-
anna. Nú sé svo komið að hinn
bandaríski stáliðnaður geti ekki
lengur staðist samkeppnina við
iðnað Evrópulanda. Evrópskir
bílar geri innrás í Ameríku og
amerísk framleiðsla fari nú hall-
oka í samkeppninni á heims-
mörkuðunum. Því segja verk-
smiðjurnar, að tími sé kominn
til að nema staðar og nauðsyn-
legt að heimila haftalausa end-
urnýjun og fullkomnun fram-
leiðslutækjanna. Það sé hinn
Framh. á bls. 14.