Morgunblaðið - 20.11.1959, Side 22
22
MORGUNfíLAÐIÐ
'F'östudagur 20. nóv. 1959
Sigurður Lúfer Vigfússon
Fosshóli — minning
\LrtJí
ar um:
+ KVIKMYNÐIR +
f DAG er til moldar borinn Sig-
urður L. Vigfússon, bóndi og gest
gjafi að Fosshóli við Goðafoss.
Sigurður var fædur að Úlfsbæ
í Bárðardal 30. september 1901,
sonur hjónanna Vigfúsar Krist-
jánssonar og Hólmfríðar Sigurð-
ardóttur, sem um langt skeið
bjuggu þar myndarbúi. Vigfús
lézt fyrir allmörgum árum, en
Hólmfríður lifir enn, komin á ní-
ræðisaldur. Um 1930 stofnaði
Sigurður nýbýlið Fosshól við
Goðafoss og rak þar myndarlegt
fjárbú, en hafði auk þess með
höndum póst- og símavörzlu,
benzínafgreiðslu og greiðasölu.
Ofan á öll þessi störf bættist það,
að Sigurður var um margra ára
skeið sönn hjálparhella sýslunga
sinna um aðdrætti alla og flutn-
inga, sérstaklega þegar hinn þing
eyski vetur veifaði veldissprota
sínum og umbrotafærð var um
héraðið. Ótaldar munu þær ferðir
er Sigurður brauzt gegnum tor-
færur með lækni eða lyf til bjarg
ar sveitungum sínum — og aldrei
hugsaði hann um endurgjald, hitt
var honum hugstæðara, að verða
að liði þeim, sem voru hjálpar-
þurfi. Það er mál allra, sem Sig-
urði voru samferða í slíkum
svaðilförum, að vaskleiki hans
var frábær, úrræði á hverjum
fingri, mælti ekki æðruorð, en
hafði þeim mun fleiri gaman-
yrði á vör, hvað sem á bjátaði,
og jafnan mun hann hafa komizt
á áfangastað þó að stundum mun-
aði mjóu.
En þetta var einmitt aðall Sig-
urðar — að verða öðrum til styrkt
ar og uppörvunar jafnt hvort um
var að ræða erfiðleika og raunir
eða gleðistundir.
Hann var hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann fór og það full-
yrði ég óhikað, að hann átti eng-
an óvildarmann. Hitt er jafn
víst, að hann átti fjölmarga vini
og góðkunningja — og ekki ein-
Sigurður ölason
HæstaréttarlÖgmaður
Þorvaldur Lúðvíksson
HéraðsctómslögniaSur
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 14. Sími 1-55-35
ungis í heimabyggð sinni heldur
um land allt, því að Sigurður
var löngu þjóðkunnur maður,
og þá ekki sízt vegna sagna
þeirra, sem af vaskleika hans fóru
á vetrarferðum fyrr á árum.
Sigurður kvæntist aldrei, en
eignaðist eina dóttur barna, Hóim
fríði, efnisstúlku, sem nú er um
tvítugt og dvelst í föðurhúsum.
Sigurður var heilsuhraustur
alla ævi, en veiktist snögglega af
heilablóðfalli er hann var að gegn
ingum á búi sínu fyrir nokkrum
dögum. Hann var fluttur til Húna
víkur þá þegar og þar lézt hann
að morgni 13. þ. m.
Það var táknrænt, að þessa
nótt, sem Sigurður fór sína síð-
ustu ferð til Húnavíkur, þá var
hríðarveður og umbrotafærð. Og
nú var það hann, sem var hjálp-
ar þurfi. Þá brugðust sveitungar
hans vel og drengilega við og
sýndu þakklæti sitt í verki, því
að hvert heimili á leið til Húsa-
víkur sá um að ryðja veginn,
hvert í sinni landareign, svo að
hinn fársjúki maður komst til
læknis eins skjótt og framast var
unnt. En allt kom fyrir ekki,
dauðinn hafði þegar tekið sína
ákvörðun.
Þungur harmur er kveðinn að
háaldraðri móður, ungri dóttur
og öðrum ástvinum.
En minningin lifir um góðan
dreng.
Kj. R.
Tjarnarbíó:
YFIR BRÚNA
ÞETTA er ensk sakamálamynd
frá Rank-félaginu, gerð eftir
samnefndri skáldsögu hins kunna
brezka rithöfundar, Grahams
Greene. Fjallar myndin um
brezkan fjárglæframann, sem
gerzt hefur sekur um stórkostleg
fjársvik. Hann er staddur í New
York þegar hann fréttir að Scot-
land Yard hafi tekið til rann-
sóknar fjármálaferil hans. Hann
bregður skjótt við og tekst að
flýja til Mexíkó, en til þess hefur
hann orðið að grípa til glæpsam-
legra aðgerða. Þegar til Mexíkó
kemur hefst óslitinn hrakfalla-
ferill hans og stöðugúr flótti
undan ásókn réttvísinnar. Allir
snúa baki við honum og að lok-
um á hann aðeins einn vin, hund-
inn Dolores. Brúin milli landa-
mæra Bandaríkjanna og Mexíkó
gegnir miklu hlutverki í mynd-
inni og þar lýkur sögu þessa
hrjáða manns.
í efnisskrá kvikmyndahússins
er mynd þessi sögð „fræg“, en ég
leyfi mér að taka þeirri fullyrð-
ingu með varúð því að fátt er
það í myndinni sem rís hærra
en gerist og gengur um fjöldann
allan af þeim miðlungsmyndum,
sem oftast eru hér á boðstólum.
Enginn leikendanna sýnir veru-
leg tilþrif í leik nema Rod Steig-
er í hlutverki fjárglæframanns-
ins Carls Schaffners. Hundurinn
gerir og sínu hlutverki hin
furðulegustu skil, enda er sam-
band hans og húsbónda hans hið
eina, sem situr eftir í huga
áhorfandans þegar sagan er öll.
Nýja bíó:
LUISE PRÚSSADROTTNING
ÞETTA er ein af mörgum kon-
unga- eða keisaramyndum, sem
Þjóðverjar hafa verið svo iðnir
í við að framleiða eftir síðari
heimsstyrjöld. Líklega er það
einhver „reaktion" eftir hörm-
ungar styrjaldarinnar og nazista-
tímabilsins og þá gott að láta
hugann hverfa til skrautsins og
íburðarins í hinum friðsælu,
þýzku „óperettu“-ríkjum á öld-
inni sem leið. Mynd sú, sem hér
ræðir um, er þó ekki út af eins
„sentimental", eins og margar
aðrar myndir af þessu tagi, sem
hér hafa verið sýndar, enda
efnismeiri og er þá reyndar ekki
mikið sagt.
Myndin gerist á tímum Napo-
leons-styrjaldanna er Prússland
var króað inni á milli Frakk-
lands og Rússlands í átökum
þessara stórvelda um yfirráðin í
Evrópu. Fór svo sem kunnugt er
að Napoleon óð inn í Prússland
með hinn sigursæla her sinn og
vann frægan sigur á Prússum og
Rússum.
Sögulegt gildi þessarar mynd-
ar er lítið eða ekkert, enda hinar
sögulegu persónur fjarri öllum
sanni. Alexander Rússakeisari er
þarna sýndur sem hver annar
TÍMARITIÐ „Frjáls Verzlun" er
komið út. — Er það 5. hefti þessa
árs (okt.-nóv.) — Forustugrein-
in nefnist „Hinar vinnandi stétt-
ir“, en af öðru efni ritsins skal
þetta nefnt:
Svavar Pálsson, viðskiptafræð-
ingur, skriíar Um skattamál sam-
vinnufélaga. — Dr. Sigurður
Pétursson, gerlafræðingur, skrif-
ar greinina Niðursuðuiðnaður á
íslandi. — Þá birtist ræða, sem
Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála-
ráðherra, flutti á aðalfundi Verzl-
unarráðs íslands, og nefnist hún
Innflutningshöftin eru arfleifð
frá kreppu- og stríðsárunum. —
Einnig birtist ræða Gunnars
Guðjónssonar, formanns Verzl-
unarráðsins, er hann flutti á að-
alfundi þess — og nefnist Stefnt
lítilssigldur kvennabósi, Napo-
leon nánast sem fífl, Talleyrand
svo sem ekki neitt og Friðrik
Prússakonungur er sveimhuga og
kjarklaus og hallar sér að barmi
hinnar fögru konu sinnar til
trausts og hughreystingar í
hverju vandamáli. Hin unga og
glæsilega drottning er notuð sem
tálbeita fyrir hina kvenhollu
keisara í austri og vestri til hags-
bóta fyrir Prússland en án árang-
urs. — Það leynir sér ekki að við
samningu þessarar myndar hafa
menn haft í huga reynslu
styrjaldaráranna og Hitlers-
tímabilsins og það ástand sem
ríkt hefur í heimsmálunum eftir
stríðið. Er það góðra gjalda vert
þó að ekki verði sagt að á því
efni sé tekið af neinum tilþrifum.
Leikurinn í myndinni er dá-
góður, en beztur þó leikur Rut
Leuwerik í hlutverki Luise
drottningar, þó að einstaka sinn-
um bregðist henni bogalistin.
í rétta ótt. — Þá er viðtal, er
Sigurður Benediktsson hefir átt
við Jóhann Ármann Jónsson, úr-
smíðameistara. Síðan er mynd-
skreytt grein um Argentínu. —-
Birtar eru ályktanir aðalfundar
Verzlunarráðs íslands. — Þá er
stutt grein með myndum um
Flugvélar fyrir íslenzkar aðstæð-
ur. — Höskuldur Ólafsson, spari-
sjóðsstjóri, segir frá Verzlunar-
sparisjóðnum. — Og loks er frá-
saga eftir Guðmund Daníelsson,
rithöfund. — Með gamla Ben
Cherrington í Denver.
Margs konar annað efni er í
ritinu, svo sem hinir föstu þætt-
ir, Úr gömlum ritum og Athafna-
menn og frjálst framtak — og
mikið er um myndskreytingar.
Frjóls Veizlun 5. hefti komið út
Landsmálafélagið Vörftur
heldur fund ■ Sjálfstæðishúsinu
■ kvöld kl. 8.30
Lmræðuefni:
Stjórnarskiptin og ný viðhorf
Frummælandí:
Úlofur Thors, form. SjdlfstæSisflokksins
Allt Sjálfstæðisfólk er velkomið meðan húsrúm leyfir
Landsmálafélagið Vórður