Morgunblaðið - 13.12.1959, Page 2

Morgunblaðið - 13.12.1959, Page 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunrvudagur 13. des. 1959 Blekbyttan, sem Thorvaldsen skar út. — Jón Sigurðsson Framh. af bls. 1. Gertner gaf forsetanum það, þeg- ar hann heimsótti hana fyrir nokkrum árum. Heimsóknir íslendinga — Koma íslendingar ekki stundum til yðar og biðja um leyfi til að sjá íbúðina? Jú, það kemur fyrir. Ég er búin að nefna herra forsetann. Sendiherrarnir Sveinn Björnsson og Sigurður Nordal komu hingað líka, meðan þeir voru í Kaup- mannahöfn. íslenzkur karlakór heimsótti mig fyrir nokkrum ár- um. Því miður gat ég ekki boðið öllum þessum mönnum sæti, en mér þótti gaman að komu þeirra. Áður en þeir fóru sungu þeir danska þjóðsönginn mér til heið- urs. Það fannst mér fallega gert af þeim. Og þegar þeir komu Hetja til hinztu stundar Heimsfræg bók um æfi Önnu Frank eftir þýzka rithöfundinn Ernst Schnabel. Allir, sem séð hafa leikritið, „Dagbók Önnu Frank“ þurfa að lesa þessa bók í hinni snjöllu þýðingu Jónasar Rafnar, yfirlæknis. Kristbjörg Kjeld ritar formálsorð að bókinni. Kvöldútgáfan heim, sá sendu þeir mér inndæla svefnábreiðu. — Hafið þér lesið nokkrar ís- lenzkar skáldsögur? — Já, fyrst og fremst eftir Gunnar Gunnarsson. Mikið var ég tórifin af „Sælir eru eihfaldir". Það fer ein bezta bókin, sem ég hef lesið. . —Hafið þér íesið nokkrar ís- lendingasögur? — Já, m.a. Njálu, sem liggur þarna á borðinu._ En ég á fleiri íslendingasögur. Ég hef lesið þær á dönsku, af því að ég skil ekki eitt orð í íslenzku. Afkomandi Struensee Á einum veggnum í borðstof- unni eru nokkrar myndir m. a. af Karólínu Matthildi, drottningu Kristjáns 7. og af Struensee, sem réð lögum og lofum í Danmörku um tíma á dögum Kristjáns 7., en vsir dæmdur til dauða og háls högginn fyrir valdarán og vin- fengi við drottninguna. Myndírn- ar hanga á veggnum í sérstakri röð. Segir frú Gertner, að þetta sé ættartalan hennar í myndum. Frú Gertner — Eruð þér niðji Struensee? — Sagt er að svo sé, en jþað er nokkuð flókin saga að ségja frá því. Allir kannast við ástar- ævintýri hans og Karólínu Matt- hildar drottningar. Þau eignuð- úst dóttur, Lovísu Ágústu að nafni. Opinberlega var hún að vísu talin dóttir Kristjáns7., en allir vissu, að Struensee var fað- ir hennar. Lovísa Ágústa eignaðist líka óskilgetið barn. Það var með Suadicani líflækni. Barnið var drengur. Honum var gefið nafn- ið Jens Peter Petersen. Hann var alinn upp hjá fátækum hjónum í Lyngby og lærði garðyrkju m. a. í Rósenborgargarðinum, sem nú nefnist venjulega „Kongens Have“. Þessi maður var langafi minn. Laundóttir Friðriks 6. Það er þó meira en þetta, sem er rómantískt í ætt minni. í Rós- enborgargarðinum kynntist Jens Peter Petersen ungri stúlku, dótt ur garðyrkjumannsins þar. Fólk sagði, að hún væri í rauninni laundóttir Friðriks 6., en hann var sonur Kristjáns 7. og Karó- línu Matthildar. Eftir þessu voru þau bæði, Jens Peter Petersen og konan hans, af konunglegu bergi brotin, hann dóttursonur og hún sonardóttir Karólínu Matthildar. Dóttir þessara hjóna giftist Gertn- er listmálara og var þannig amma mín. Af kirkjubókunum má ekki sjá, að langafi minn hafi verið barnabarn Struensee og drottn- ingarinnar. En þetta segir fólk, og margt bendir til, að það sé rétt, m.a. það að konungsfólkið hjálpaði langafa mínum á ýmsan hátt. Krieger konungsritari veitti mér á sínum tíma aðstoð til að fá happdrættissöluna. Þegar ég fór á fund hans, til að þakka hon- um fyrir hjálpina, sagði hann: „Þetta var ekki nema sjálfsagt. Við eigum Struensee að þakka að við fengum happdrættið, og þér eruð niðji hans.“ Páll Jónsson. Misheppnuð byltingar- tilraun í Brazilíu RIO DE JANEIRO, k- des. — Reuter. — Stjórnin í Brazilíu tilkynnti í dag að allt væri með kyrrum kjörum í landinu eftir misheppnaða byltingartilraun nokkurra foringja í flughernum. Dómsmálaráðuneytið tilkynhti að C.NORTHCOTE PARKINSON ^JjigmálJarkmsons Það er þegar sýnilegt, að metsölu bókin Lögmál Parkinsons í þýðíngu Vilmundar Jónssonar landlæknis ætlar að hljóta sömu viðtökur hér á landi og hvarvetna annars staðar. Allir þeir, sem lesið hafa, Ijúka upp einum munni: Bókin er einstök í sinni röð og afburða hnyttin „Baneitruð bók. Enginn kaupsýslumaður ætti að leyfa starfsfólki sínu að hnýsast í hana“. — Financial Times. „Hann hefur varpað tundurskeyti í skrúðfylkingu embættismannastétt- arinnar" — The Observer. „ . . . andrík og verulega fyndin". — Politiken. „Ég tel hann einn af fyndnustu mönnum veraldarinnar“. — New Seates- mann. „ . . . Skemmtilegasta bók, sem birzt hefur á dönsku í langan tíma.“ — Dagens Nyheder. Innan tveggja ára frá útgáfudegi var bókin komin út í fimmtán útgáfum í Bandaríkjunum. I Bretlandi kom út níu útgáfur á tæpu ári. Danir keyptu upp fimm útgáfur á fjórum mánuðum. Iðunn — Skeggjagötu 1 Sími 12923 uppreisnarmennirnir hefðu búið um sig í Cachimbo, lítilli flug- stöð í Amazon-frumskóginum inni í miðju landi. Juscelino Kubitschek forseti Brazilíu átti að tala til alþjóðar í kvöld í sama mund og her- málaráðuneytið tilkynnti, að herinn væri þess albúinn og megnugur að brjóta uppreisnina á bak aftur. I morgun lentu 100 f allhlíf arhermenn stj órnar innar í Aragarcas, lítilli borg í Mið- Brazilíu sem uppreisnarmenn tóku í gær, en þá voru þeir allir á bak og burt. Flugforingjarnir, sem að uppreisninni stóðu, neyddu farþegaflugvél með 38 mönnum til að lenda í Aragar- cas í gær, en foringjarnir voru í flugvélinni sem almennir far- þegar. Foringi uppreisnarmanna er Haroldo Velloso ofursti, sem stóð að misheppnaðri byltingar- tilraun í frumskógum Brazilíu árið 1956. Flúðu til Argentínu AFP-fréttastofan skýrir frá því, að Constellation-farþega- flugvélin sem uppreisnar- menn tóku í gær hafi í dag lent á flugvelli fyrir utan Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Liðsforingjarnir í flugvélinni hafa ekki enn fengið landgönguleyfi, en þéir hafa sótt um hæli sem póli- tískir flóttamenn í Argen- tínu. — ----

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.