Morgunblaðið - 13.12.1959, Qupperneq 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. des. 1959
a
Mar-
í ÁGÚST árið 1958 dvaldist ég
um tíma hjá kunningjafólki mínu
í Sunne í Vermalandi um 9 km
frá MSrbacka, ættaróðali Selmu
Lagerlöf. Einsætt var að eyða ein
um degi að minnsta kosti til þess
að skoða sig þar um. Ég vildi
helzt velja fyrra hluta mánudags
til fararinnar í von um, að þá
yrði færra þar um manninn.
Mánudagurinn rann upp með eu-
munablíðu, en ærið votviðrasart.i
hafði verið undanfarið. Kunn-
ingjafólk mitt var sólbrunn.ó'
eigi að síður, en það var nýkomið
heim úr sumarleyfi frá Kanarí-
eyjum.
Þjóðvegurinn frá Sunne til
Márbacka er ekki steinsteyptu'-,
það getur rokið meinlega úr þess-
um vegi stundum rétt eins og úr
vegum heima. Framan af er hann
eins og bugðóttasti þjóðvegur á
íslandi. En er inn í Fryksdal kern
ur, skerst hann með norðurbrún
hans. Dalurinn er þéttbýll, 80 km
á lengd, hæðirnar skógi vaxnar,
og hæsta gnípan, Tossebergsklett-
urinn, er 342 m. Frjósömusía
landbúnaðarhéruð Vermalands
eru einmitt á láglendinu fyrir
norðan Væni ásamt dölunum við
Neðri-Klarelfi — og hjá vötnun-
um Glafsfjoden, Fryken og
Varmeln, en Vermaland dregur
nafn af því stöðuvatni. Nokkur
veiði er í vötnum þessum, s'c.
sem aborri, gedda og lake. í fisk-
búðum í Sunne má stundum fá
tvær þessara tegunda, og á sum-
um bændabýlum við vötnin eru
þær allgott búsílag. En hinir
miklu vermlenzku skógar eru
víða meðal annars undirstaða vel
megunar fólks.
Við komum að Márbacka einm
gtundu áður en safnið var opnað,
en safn hefur verið þar síðan árið
1942, og yfir 62 þúsund manns
að meðaltali hafa skoðað það á
ári. Bifreiðastæði er fyrir sunnan
þjóðveginn, ég minnist ekki, að
það væri nándarnærri svo stórt,
er ég kom þar fyrir 23 árum.
Ellefu einkabílar voru þar þegar
Útsýni frá Nyrðra Ásbergi. Býlin við Márbacka. — Eystri-Emtervik kirkja er við mitt vatnið.
fyrir, sumir þeirra með litlum
norskum eða dönskum fánum.
Kunningi minn fer þegar ð
kaupa aðgöngumiða að safni.iu,
en ég litast um á meðan. Ferða-
langar sátu flestir á bekkjum í
garðinum fyrir austan húsin og
nutu sveitasælunnar. Þarna við
heimreiðina á Gamla-Márbacka
er tjömin, sem faðir Selmu lét
breyta úr andatjöm i vatnakarpa-
tjörn. Nú vaxa þar vatnasóleyjar,
Svíar nefna þær nackrosor (nyk-
urrósir), og eru sumar þeirra
gular, aðrar rauðar. Sú með
rauðu krónublöðunum fannst í
fyrstu í Tiveden í Vestur-Gaut-
landi, einkum í Fagertam. Blöðin
eru eins og smá-undirskálar, þar
sem þau fljóta á vatninu, rg
vissulega væri eigi öfugmæli dð
kalla tjörnina nú Fögrutjörn,
slík reginprýði er nymphæa alba
forma rosea. — Þar rétt hjá kem
ég auga á Ornásbjörk, hún er
kennd við bæinn Ornás í Dölum,
þar sem hún var uppgötvuð í
fyrstu. Þetta mun vera afbrigði
af björk, laufin eru mjög ólík og
á venjulegum björkum, minna
einna helzt á hlyp. Nánara tiltek-
ið nefnist björk þessi betala
concinna forma dalescarlica.
Haft er eftir presti einum í Norð-
ur-Svíþjóð, er var uppi nokkru
eftir daga Karls Linnés, að Guð
hefði skapað heiminn á 6 dögam,
en Ornesbjörkin hefði að vísu
orðið síðar til. Enn er þessi bjork
á Márbacka ekki mannhæðarhá,
en stendur eflaust til bóta. Dag-
inn áður sá ég Ornasbjörk hjá
Helgesáter við Fryken, er var
svo hnarrreist sem aðalbjarkirn-
ar tvær í Svíþjóð, masurbjörk og
glasbjörk, sem úr eru smíð j
frægustu skíði. — Nokkur hinna
háu trjáa í Márbackagarðinum,
svo sem eikur, kastaníutré >g
askur, voru gróðursett af föður
skáldkonunnar, er lézt árið 1885,
og þau heyra því vissulega til
minjum staðarins. En auk þeirra
vaxa þar meðal annars bjarkir,
heggur, reynitré, eplatré, peru-
tré, plómutré, kirsuberja-
tré, stöngulberjarunnar og
nokkrar tegundir rósarunna.
Trén eru ekki látin vaxa í þyrp-
ingu og ekkert þeirra svo nærri
aðalhúsinu, að skyggi á inni —
Gipseftirmynd af höndum skáldkonunar, gerð nokkrum
stundum eftir að hún andaðist.
eins og stundum vill bóla á hér
heima.
Kunningi minn er nú komir.n
með aðgöngumiðana, þeir kosta
aðeins hálfa aðra krónu á mann.
Hann bendir mér á að skoða elzta
hluta garðsins, þar sem flest sé
Sehna Lagerlöf um fimmtugt.
enn í dag í svipuðum stíl og fyrr
meir hafi tíðkazt á fyrirmyndar-
býlum eða herrasetrum í Verma-
landi. Þar mátti meðal annars sjá
rauðan vallhumal og achillea
filipendula, sem líkist honum
nokkuð, ýmsar tegundir af neil-
ikum, gleymmér-ei, silfurhnappa,
dagstj örnu, fingurbj argarblóm,
maríustakk, næturfjólu, lavendel,
eldlilju, sverðlilju, þrenningar-
grös ýmiss konar, hvítan bellis,
venusvagn, ilmskúf, begóníur,
skuggasteinbrjót, georgínur og
blóðmuru. Sagt er, að skáldkon-
an hafi einkum haft mætur á hvít
um blómum og látið þau standa í
keri á skrifborði sínu.
Grasfletir og balar voru ný-
slegnir, illgresi sást hvergi 1
blómabeðunum, jafnvel sandstíg-
amir nálguðust það að vera lisca-
verk, gerðin var nýklippt og
meðal annars úr greni, sýringa-
runnum eða fremur lágvaxinni
malurt (artemisia frigida). Á
Márbacka er enginn hörgull á
blómaskrúði fremur en á dögum
Lille-króna fiðluleikara. —
Ég hef engar skrúðgarð séð í
sveit á íslandi, er komist í hálf-
kvisti við hann nema fyrr meir a
Víðivöllum í Skagafirði. í
Shakespearegarðinum í Strat-
ford-upon-Avon eru ræktaðar
allar þær jurtir, sem skáldjöf tr-
inn minnist á í bókum sí t-
um. Mér er ekki kunnugt a. .,
hvort sama máli gegnir um Már-
backagarðinn og Selmu, en að
minnsta kosti kom ég þar eigi
auga á mosarósirnar, sem hún
minnist á í skáldsögunni Char-
lotte Löwensköld. Allt var þarna
aðlaðandi og friðsælt og bar vitni
um starf og árvekni margra kyn-
slóða.
Skammt fyrir austan bifreiða
stæðið eru 6 snöggklæddir verka-
menn að vinna að því að koma
upp stórum garði. Við spyrjum
þá, hvers konar garður þetta eigi
að verða. „Ávaxtagarður með
fjölda trjáa og runna,“ anza þeir.
„Ávextir, sem nú vaxa hér, eru
ekli nema rétt til heimilisþarfa.
Greiðasala er rekin á Márbacka
á sumrin í skála þama skammt
frá aðalhúsinu, og gestir láta sér
ekki alltént nægja að fá kaffi og
dáindis bakkelsi, en biðja líka
stundum um ávexti“ Hoilt er
heima hvað.
Rauðleit smiðja frá dögum for-
feðra skáldkonir.nar stendur
þarna skammt burtu ineð fomum
ummerkjum, og einnig er þ ;■
gamall brunnur. Páfuglar tveir
andhælislegir vom með íngum
sínum í búri á bala einum, en
skáldkonan fékk sér hina fyrstu
þeirra árið 1912. Orri og þiður )g
jafnvel fleiri skógarfuglar eru
mun sjaldgæfari í Vermalandi en
var fyrir 30 ámm, en nú hafa
Vermlendingar góðu heilli flalt
inn fasana, sem dafna vel í skóg-
unum og sameina nytsemi og feg-
urð.
Þá var fyrsta hópnum, um 40
manns, hleypt inn í forskálann.
Ung stúlka vermlenzk, fögur s >rn
Elisabet Dohna, skýrir frá hin i
markverðasta, sem er að sjá, og
hún tekur fram, að skilji einhver
lítt sænsku, geti hann spurt sig á
ensku eða þýzku. — Þarna var
málverk af vermlenzku vetru-
landslagi eftir vermlenzkan list-
málara, afmælisgjöf frá Verm
herbergi í æsku Selmu. Einn af
fjölda fagurra hluta þar er
postulínsofn frá 1700. Á veggjum
hanga málverk af nokkrum for-
feðmm skáldkonunnar, ýmsir
þeirra voru prestar og sátu á
Márbacka. Þar er og málverk af
K. Bellman skáldi. Sófinn er úr
eigu Anders Fryxells, sagnaritara
í Sunne. Þar er ágæt slagharpa,
og á henni stendur stórt Orrefors-
ker með myndum úr Njáls sögu
þumalings. Á stóru borði ligg'a
margar bækur með áritun h'if-
unda til skáldkonunnar. Þá er
þar málverk og • brjóstlíkan af
henni. Nokkrir ættargripir eru
einnig þar inni.
Borðstofa í húsinu miðju er
einna minnst breytt frá gamal'i
tíð. Fom svipur hvílir yfir þess-
ari stofu Kristófer Wallroth
listamaður, móðurbróðir Selmu,
hefur skreytt hana með kolteikn-
ingum frá þeim stöðum, sem
Selma var einna nánust tengd. Ég
hafði helzt áhuga á teikningun-
um frá Kungalv (Konungahell t'.
— Því næst tekur við búr, sem
gert hefur verið úr eldhúshcr-
berginu, sem hún talar alloft un
I endurminningum sínum. Efr.r
það tekur við viðbyggingin; fyrst
er eldhús; þar er aga-eldavél, hin
fyrsta er gerð var, og er gjöf frá
uppfinningamanninum til skáld-
konunnar árið 192u Þá taka víð
nokkur smáherbergi.
f forstofu á efri hæð stendur
stór, gömul, dönsk kista, gjöf frá
Gyldendalsforlagi í Höfn. Tú
vinstri tekur síðan við dyngja
skáldkonunnar. Þar em margar
minjar um vinkonu hennar af
Gyðingaættum, sem var ferða-
félagi hennar úti um heim og arf-
leiddi hana að mörgum ættar-
gripum. Þar lézt skáldkonan árið
1940.
Því næst tekur við svefnnús
skáldkonunnar með glugg.'.m
móti vestri. Þar hanga stórar
myndir af foreldrum Selmu. Hús-
gögn eru í stíl Gústafstímabilsins.
Rauðviðarskrifboið bendir til, að
þar hafi jafnframt verið vinnu-
stofa hennar..
Því næst tekur við stærsta her-
bergið í húsinu, vinnustofa ská’d-
konunnar, með gluggum móti
norðri, þar sem skógi vaxinn ás
og elzti hluti skrúðgarðsins blasir
við — en garðsins saknaði hún
mjög á útlegðarárunum. Aðallit-
ur stofunnar er grænn, en gullslit
ur hér og þar. Bitar í lofti setja
Eklund biskup í Karlstad í heimsókn hjá Selmu Lagerlöf á
sjötugsafmæli hennar 1928.
lendingum til skáldkonunnar ánð
1928. Á blaðahillu stendur líkan
af villigæs og er gjöf frá skóla-
börnum á Skáni. Á vegg hangir
málverk, sem sýnir gamla húsið
á Márbacka í æsku Selmu, en hún
lét sjálf bæta við það og endu.-
reisa það í karólínskum herra-
setursstíl á árunum 1921—1923.
Þar er einnig málverk af Gústaf
Fröding, er var frændi Selm i.
Útvarpstæki stendur þarna og
höfðu heimamenn Selmu einatt
hlustað þar. Næsta herbergi til
vinstri er stór setustofa með
gluggum á þrem hliðum. Loftið
þar er skreytt með táknmyndum
af árstíðunum. Þetta voru tvö
mjög svip á stofuna. Bókasafn er
þar fjölskrúðugt þar er safn þýð-
inga á bókum skáldkonunnar i
erlendar tungur og ótal merkir
hlutir, sem tengdir eru rithöfun J-
arferli hennar. Á borði stendur
gipseftirmynd af höndum skáld-
konunnar gerð nokkrum stundum
eftir, að hún andaðist Hún hef ur
haft mjög fallegar hendur.
Þá var okkur vísað út á stór r
svalir á sömu hæð móti suðvi;
þaðan var útsýni allgott yfir
hluta af Fryksdal. Aðrar svalir
minni eru móti austri, en þær og
allmörg herbergi, s. s. í rishæð,
eru ekki til sýnis.