Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 4
4 MORClllSni.AÐlÐ Fimmtudafíur 31. des. 1959 I dag er 365. dagur ársins. Fimmtudagur 31. desember. Gamlársdagur. Árdegisflæði ki. 6:15. Síðdegisflæði kl. 18:37. Siysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. — Lækiiavói'ður L.R. (fyrii vitjanir), er á sama Stað frá kl. 18—8. — Sími 15030 Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—7, laugardaga 9—4 og sunnud. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og kl. 19—21. Kópavogsapótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Keflavíkurapótek e.r opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 13—16. — Sími 23100. 123 Brúökaup 3ja í jólum voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni Sigrún Dúfa Óskars- dóttir, Karfavogi 60 og Loftur Baldvinsson, Nýja Garði. Heimili þeirra verður að Hverfisgötu 34. Á nýársdag verða gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thorar- ensen ungfrú Kristrún Erna Kristófersdóttir, Garðsenda 6, og Sigurbjörn Hreiðar Sigurbjarn- arson, Hólmgarði 14. Heimili ungu hjónana verður að Garðs- enda 6. í dag verða gefin saman í hjóna band Theodóra Guðmundsdóttir og Ragnar Ólafsson, deildarstjóri á Skattstofunni. Heimili þeirra verður að Blönduhlíð 14. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Sólrún Elíasdóttir, Efstasundi 98, og Gestur Einars- son, sama stað, starfsmaður hjá Opal. Á gamlársdag verða gefin sam an í hjónaband Þórey Valdimars dóttir og Vigfús Auðunsson. — Heimili þeirra verður að Kamp Knox 29-C. Á nýársdag verða gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, Guðrún Hjálmarsdótt ir og Óskar Einarsson. Heimiii þeirra verður að Kirkjuteig 15. í dag verða gefin saman í hjónaband Gerður Helgadóttir, myndhöggvari, Vallarströð 5, Kópavogi og Jean Leduc, listmál ari frá París. í jólavikunni voru gefin sam- an í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni, eftirfarandi brúðihjón: Borghildur Kristín Skárphéð- msdóttir og Ralph Gordon. Heim ili þeirra verður í New York. — Sigriður Guðbjörg Kristinsdótt- ir og Alfred Rasmus Jónsson, bifv.virki, Njarðargötu 31. — Valgerður Valtýsdóttir og Snæ- björn Jónsson, rafvirki, Mosg. 10. Katla Margrét Ólafsdóttir og Ást valdur Eiríksson, slökkviliðsmað ur, Álfhólsvegi 18-A. — Sólnin Aspar Elíasdóttir og Gestur Hans Einarsson, iðnaðarmaður, Efstasundi 98. — Valgerður Guð- laug Jónsdóttir og Gunnsteinn E. Kjartansson, bifvélavirki, Skipa- sundi 17. — Edda Baldursdóttir og Hreinn Sigurðsson, framkv.- stjóri, Álfheimum 62. — Ragn- heiður Hjálmtýsdóttir og Krist- ján Guðmundsson, sjómaður, Rifi, Snæfellsnesi. — Rannveig Sveinsdóttir og Þórarinn F. Guð- mundsson, verðgæzlum., Klapp- arstíg 28. — Ingibjörg G. Jóns- dóttir og Sigurður Pálmi Krist- jánsson, húsam., Frakkastíg 7. — Sjöfn Árnadóttir og Filippus Björgvinsson, viðskiptafræðing- ur, Hjallavegi 23. — Margrét Auður Björgvinsdóttir og Bjarni Helgason, vélvirki, Hjallav. 23. María Einarsdóttir og Rúnar Matthíasson, verkamaður, Kárs- nessbraut 24. — Sveinbjörg S. Lárskóg Pétursdóttir og Pétur Jónsson, bifvélavirki, Flókagötu 45. — Guðmunda Fanney Páls- dóttir og Kristinn Guðbjartur Óskarsson, verkamaður, Njáls- götu 52-B. — Arnbjörg Inga Jónsdóttir og Sverrir Kolbeins- son, kennari, Heiðargerði 84. — Steinunn Gunnhildur Magnús- dóttir og Guðm. Hafsteinn Páls- son, verkamaður, Bergþórugötu 15-A. Sigrún Drífa Óskarsdótt- ir og Loftur Baldvinsson, stud. polyt, Karfavogi 6. — Þórdís Sigurðardcttir og Eyþór Jósef Guðmundsson, málari, Bugðu- læk 17. ipj Hjónaefni Á aðfangadag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Erla Bjarna- dóttir, hárgreiðslumær, Höfða- borg 60, og Eyjólfur Eyjólfsson, sjómaður, Vesturgötu 59. Á jóladag opinberuðu trúlofun sína Dísa Dóra Hallgrímsdóttir, Drápuhiíð 28 og Gunnar Blöndal Flóventsson, Freyjugötu 42, Sauð árkróki. í gær opinberuðu trúlofun sína Sigrún Jóhannesdóttir, Heið arbæ, Þingvallasveit og Gunnar Guttormsson, vélvirki frá Hall- ormsstað. + Afmæli + Níræður er í dag (gamlárs- dag), Einar Ólafsson, Gesthús- um, Hafnarfirði. Ólafur Magnússon, bóndi, Hnjóti, Rauðasandshreppi, verð- ur 60 ára 1. janúar. Frú Þorvaldína Jónsdóttir, Njálsgötu 53, verður 75 ára 2. janúar. Hún verður þá stödd að Skúlagötu 64, 3. hæð. 75 ára verður í dag Elías Árna son, bóndi, Hólsihúsum, Gaul- verjabæjarhreppi, Flóa. Gústaf Sigurðsson, Heiðargerði 106 er 50 ára í dag. gn Ymislegt Orð lífsins: — Þú hefur vitjað landsins og vökvað það, blessað það ríkulega með læk Guðs, full- um af vatni, þú hefur framleitt korn þess, því að þannig hefur þú gjört það úr garði. Þú hefur — Ég hlýt að hafa verið galinn, þegar ég giftist þér. — Já, það varstu, en ég var svo ástfangin af þér, að ég tók ekki eftir þvL Á hljómleikum. — Hefur Friðrik nokkuð vit á nútímatónlist? —Ja, það kann vel 'að vera, að minnsta kosti byrjaði hann að klappa, þegar hljómsveitin var búin að stilla hljófærin. vökvað plógför þess, jafnað plóg- garða þess, með regnskúrum hef- ur þú mýkt það, blessað gróður þess. Þú hefur krýnt árið með gæzku þinni, og vagnspor þín drjúpa af feiti. Það drýpur af heiðalöndunum og hæðirnar girð ast fögnuði. Hagarnir klæðast hjörðum og dalirnir hyljast komi, allt fagnar og syngur! — (Sálmur 65). — Ríkisstjórnin tekur á móti gest um á nýársdag kl. 4—6 í ráð- herrabústaðnum, Tjarnargötu 32. Sjálfstæðisfólk: Munið jólatrés skemmtun Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Eddu, Kópavogi i Félags- heimilinu 3. jan. Jólatrésskemmt- un fyrir börn kl. 2 og skemmtun fyrir unglinga kl. 8. Verzlanir í Hafnarfirði verða lokaðar mánudaginn 4. janúar, vegna vörutalningar. Kvenfélag Háteigssóknar býð- ur öldruðum konum í Háteigs- sókn á jólafund félagsins í Sjó- mannaskólanum þriðjudaginn 5. jan. kl. 8,30 stundvíslega. Vænt- ir félagið þess, að sem flestar þeirra geti komið. Meðal þess, sem fram fer er að Vigfús Sigur- geirsson sýnir kvikmynd og Andrés Björnsson les upp. Þá verður sameiginleg kaffidrykkja. Aheit&samskot Flóðasöfnunin: — Frá gömlum sjómanni í Innri-Njarðvik kr. 300,00; N N 40,00; Ö J P 100,00; N N 600,00 Þuríður 300,00; G G 500,00. frá J S 50,00; Inga Jóns- dóttir 100,00; Jón Þorsteinsson 100,00; Skúli Gunnar Bjarna- son 100,00; A B 100,00. Hallgrímskirkja í Saurbæ: — N N kr. 50,00. Lamaði íþróttamaðurinn: — Agúst kr. 100,00; J. M. G 110,00; ómerkt í bréfi 25,00; N N 100,00. Hofsóssöfnunin, afh. Mbl.: — í J kr. 200,00; N N 100,00. Sólheimadrengurinn: — í Þ kr. 100,00; ómerkt í bréfi 50,00; S 100,00; N N 100,00. Flóttamannasöfnunin: — H B 500,00; N N 100,00. Gjafir til kirknanna í Berg- þórshvolsprestakalli: — Hinn 20. 20. des. s.l. barst mér í hendur bréf án undirskriftar og fylgdi því kr. 1500,00, sem skiptast skyldi jafnt milli kirknanna í Bergþórshovlsprestakalli, Akur- eyjarkirkju, Krosskirkju og Voð- múlaistaðakapellu, kr. 500,00 til hverrar. — Hinum ókunna gef- anda færi ég alúðar þakkir og bið honum allrar blessunar. — Sóknarpresturinn að Bergþórs- hvoli. — jgg| Skipin ÞlilVIALÍNA — Ævintýri eftir H. C. Andersen Svo var flogið með hana niður úr trénu og hún skilin eftir á murusóeyjar-blaði. Þá fór hún að gráta af því, að hún væri svo ljót, að aldin- borarnir vildu ekki hafa hana — og þó var hún eins fögur og hugsazt gat, fíngerð og hrein eins og fegursta rósar- blað. Allt sumarið var vesalings Þumalína alein í þessum stóra skógi. Eimskipafélag íslands hf.: — Dettifoss fór frá ísafirði í gær til Ólafsfjarðar. Fjallfoss kom til Liverpool 25. des. Goðafoss fór frá Rvík í gær til Keflavíkur. Gullfoss kom til Hamborgar í gær. Fer þaðan til Khafnar. Lag- arfoss og Reykjafoss eru í Rvík. Selfoss kom til Kotka 28. des. Fer þaðan til Ventspils. Trölla- foss fór frá Vestmannaeyjum í gær til Árhus. Tungufoss fór frá Gautaborg í gær til Rvíkur. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassa- fell er í Hangö. Arnarfell fer væntanlega í dag frá Stettin til Kaupmannahafnar, (Kristian- sand, Siglufjarðar, Akureyrar og Reykjavíkur.) Jökulfell er 1 Reykjavík. Dísarfell losar á Húna flóahöfnum. Litlafell er í olíu- flutningum í Faxaflóa. Helgafell væntanlegt til Sete 3. jan. Hamra fell fór 29. þ. m. frá ReykjavíK áleiðis til Batumi. FERDINAIMD OryggisráðstafaiiF • Gengið • Söiugengi: 1 Sterlingspund .. kr. 45.70 1 Bandaríkjadollar — 16,32 1 Kanadadollar — 17,11 100 Danskar krónur ..... — 236,30 100 Norskar krónur .... — 228.50 100 Sænskar krónur ........... — 315,50 100 Finnsk mörk — 5,10 1000 Franskir frankar ..... — 33,06 100 Belgískir frankar ..— — 32.90 100 Svissneskir frankar ... ..... — 376,00 100 Gyllini ..... — 432.40 100 Tékkneskar krónur ... ..... — 226.67 100 Vestur-þýzk mörk _. — 391.30 1000 Lírur 26,02 100 Austurrískir schillingar — 62.7b 100 Pesetar ..... — 27.20 Læknar fjarveianai Björn Gunnlaugsson fjarv. um óák.- inn tíma. Staðgengill: Guðmundur Benediktsson, Austurstræti 7 kl. 1—3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.