Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. des. 1959 Kaunar var þessi ánægja mín felmtri blandin, þar eð mér varð enn einu sinni Ijóst, hversu sljó og aðgerðalaus samúð mín hafði verið fram að þessu. Hvernig gat ég hafa verið stöðugur gest- ur í þessu húsi, vikum og mán- uðum saman, án þess að spyrja nokkurntíma hinnar eðlilegustu spurningar: Verður þessi veslings stúlka aumingi alla sína æfi? Geta læknavísindin ekki veitt henni neina hjálp? Óþolandi skömm: Aldrei hafði ég spurt Ilonu, föður Ediths, herlækn- inn okkar. Ég hafði litið á mátt- leysi hennar sem raunalega, óhagganlega staðreynd. Ahyggj- urnar, sem kvalið höfðu föður- inn árum saman, nístu mig nú sem hnífur í hjartað. Ef læknir- inn gaéti nú raunverulega losað þetta barn við þjáningarnar? Ef þessir veiku, vanmáttugu fætur ættu nú eftir að hreyfa sig hindr unarlaust aftur? Ef þessi veika mannvera, sem guð hafði yfirgef ið, gæti nú aftur dansað, hlaup- ið, svifið, hlæjandi og fagnandi? Hugsunin um þennan möguleika hreif mig gersamlega. Það var dásamlegt að hugsa til þess, hvernig við tvö, við þrjú, mynd- um þeysa yfir akra og engi á hest baki, hvernig hún myndi, í stað þess að bíða mín eins og fangi í herberginu •sínu, fagna mér í dyr unum, glöð og áhyggjulaus. Ég taldi klukkustundirnar óþreyju- fuilur, kannske óþreyjufyllri en Kekesfalva sjálfur, þangað til sá tími rynni upp, þegar ég gæti lagt spurningar mínar fyrir lækn inn. Engin úrslitastund í mínu eigin lífi hafði nokkru sinni ver- ið mér jafn þýðingarmikil. Daginn eftir kom ég því fyrr heim til Kekesfavla-feðginanna, en venjulega. Ilona tók á móti mér og sagði að læknirinn væri þegar kominn frá Wien. Hann væri nú einmitt inni hjá Edith, til þess að framkvæma nákvæm- ar athuganir á heilsufari hennar. Hann væri nú þegar búinn að vera þar í hálfa þriðju klukku- stund og Edith myndi sennilega vera orðin svo þreytt á eftir, að hún treysti sér ekki til að koma niður til okkar. Ég yrði því að láta mér nægja félagsskap hennar einnar í þetta skiptið — þ. e. a. s., bætti hún við, ef ég hefði ekkert annað betra að gera. Af þessum orðum hennar varð mér það ljóst, að Kekesfalva hafði staðið við orð sín og ekki minnzt á áform okkar við hana. Auðvitað var ég fyllilega ánægð- tir að vera með Ilonu einni. Við tefldum skák, okkur til dægra- styttingar og það var ekki fyrr en eftir all-langan tíma, sem ég heyrði hið langþráða fótatak inni I næsta herbergi. Loks komu þeir læknirinn og Kekesfalva inn, niðursokknir í djúpar sam- reeður og ég átti fullt í fangi með að leyna undrun minni, þegar ég stóð í fyrsta skipti andspænis dr. ICondor, því að svo mikil voru vonbrigði mín. Hvenær sem okkur er sagt margt og merkilegt um einhvern mann, sem við höfum ekki sjálf séð, þá gerum við okkur venju- lega mynd af honum, í samræmi við það sem okkur hefur verið sagt um hann. Til þess að gera mér myndir af frábærum lækni, eins og þeim er Kekesfalva hafði lýst fyrir mér, hafði ég gripið til allra þeirra einkenna sem leikstjórar og búningsmeistarar nota, til þess að sýna táknrænan lækni á leiksviðinu: gáfulegan svip, hvöss og rannsakandi augu, þóttafulla framkomu og viturleg orð. Aftur og aftur verður okkur á sú ófyrirgefanlega skyssa, að ætla að Náttúran muni setja sér- stakt einkennismerki á hvern einstakling, svo að hann verði auðþekktur strax við fyrstu sýn. Mér brá því ónotalega í brún, þegar ég stóð allt í einu and- spænis litum, reitlægnum, rið- vöxnum manni, nærsýnum og sköllóttum, í krippluðum, gráum' fötum, með illa hnýtt bindi um hálsinn, þegar í stað hins hvassa og rannsakandi tillits, blöstu við mér dauf og næstum syfjuleg augu, í gegnum ódýrar stálspeng ar-nefklömbrur. Áður en Kekesfalva fengi tóm til að kynna okkur, rétti dr. Con dor mér litla, raka hönd sína og gekk því næst yfir að reykborð- inu, til að ná sér í vindiling. Hann teygði sig letilega. „Jæja, jæja, þá er maður nú hingað kominn. Það er bezt að viðurkenna það strax, kæri vin- ur, að ég er alveg dauðhungrað- ur. Það væri alveg dásamilegt, ef við gætum fengið eitthvað að borða fljótlega. Ef kvöldverður- inn er ekki alveg á næstu grös- um, þá gæti þjónninn kannske náð mér einhvern bráðræðis- bita, smurt brauð eða eitthvað þvílíkt? “ Svo settist hann makindalega í hægindastólinn og hélt áfram: „Ég gleymi því alltaf, að það er enginn matvagn í þessarri nætur hraðlest. Enn eitt dæmið um okk ar ósvikna austurríska hirðu- leysi“. Og: „Ah, prýðilegt", bætti hann svo skyndilega við og spratt á fætur, um leið og þjónn inn ýtti rennihurð borðstofunnar til hliðar. — „Það er alltaf hægt að reiða sig á stundvísi yðar, Josef. Og matreiðslumaðurinn á sannarlega líka viðurkenningu skilið. Ég fékk nefnilega aldrei tíma til að borða miðdegisverð í dag. Alltaf á sífelldum þönum fram og aftur“. Svo flýtti hann sér yfir að borð inu, án frekari umsvifa, fékk sér sæti, án þess að bíða eftir okk- ur hinum, festi þurrkuna fram- an á bringunni og byrjaði í skyndi — og að mínum dómi með óþarflega miklum hávaða — að sötra í sig súpuna. Hann sagði ekki aukatekið orð, hvorki við mig eða Kekesfalva, en einbeitti sér algerlega að borðhaldiniu. — öll athygli hans virtist bundin við matinn, enda þótt nærsýn augu hans hvíldu jafnframt á vír.flöskunum. „Ágætt. Hið fræga Szomorodn- er yðar — og það sem meira er — ’97. Ég man eftir því frá síð- ustu heimsókn minni. Það eitt nægir til þess, að láta mann koma hingað hvenær sem til þess gefst færi. .. Nei, Josef, hellið ekki strax í glasið mitt. .. Ég vildi heldur fá mér bjór fyrst. .. Já, þökk fyrir“. Hann tæmdi glasið í einum teyg og tók sér svo vænan skammt af fatinu, sem honum hafði verið rétt og byrjaði að matast, hægt og makindalega. — Þar sem hann virtist ekki veita návist okkar neina athygli, gafst mér góður tími til að virða fyr- ir mér vangasvip þessa átvagls. Ég uppgötvaði mér til sárustu vonbrigða, að þessi maður sem svo mjög hafði verið rómaður í min eyru, hafði eins sviplaust og hversdagslegt andlit og hugsazt gat: kringluleitt andlit með smá- um spékoppum og þéttsett ból- um, söðulbakað nef, breiða kjálka, rauðar holdugar kinnar, þaktar hörðum skeggbroddum, stuttur, gildur háls. — I einu orði sagt, þá var hann ósvikið dæmi um þá manntegund, sem á Wienar-málízku er nefnd „Sum- per“, góðlyndur, svallsamur náungi, sem hugsaði ekki um ann að, en að éta og drekka. Þarna sem hann sat í krukluðu vesti, fráhnepptu og neytti matar síns með óseðjandi lyst, fór hann að verða mér til vaxandi skapraun- ar — kannske vegna þess, að ég minntist hversu mikla kurteisi og prúðmennsku ofurstinn og verksmiðjustjórinn höfðu sýnt mér við þetta sama borð, kannske líka vegna hins, að ég fór nú stórlega að efast um það, að þessi mathákur, sem bar glas- ið sitt upp að ljósinu áður en hann svolgraði úr því, myndi nokkurn tíma geta veitt mér fullnægjandi svar við spurningu minni. „Jæja, hvað er svo helzt að frétta héðan úr sveitinni hjá ykk ur? Hvernig er uppskeruútlitið? Ekki of þurrt síðastliðna viku, ekki of heitt? Ég las eitthvað um það í blöðunum. Og verksmiðj- an? Er sykurverðið enn að hækka?“ Þannig hélt hann alltaf öðru hverju áfram að spyrja spurninga, sem raunverulega kröfðust ekki neins svars. Hann lét sem hann yrði mín alXs ekki var og enda þótt ég hefði oft heyrt talað um hinn sér kennilega læknaruddaskap, þá sárnaði mér framkoma þessa góð látlega rudda og í gremju minni tók ég það ráð að þegja eins og steinn. Dr. Condor lét hins vegar nær- veru okkar ekki trufla sig hið minnsta og þegar við fluttum okkur að síðustu inn í salinn, þar sem svart kaffi beið okkar, þá fleygði hann sér umsvifalaust í sjúkrastól Ediths, sem búinn var margs konar þægindum, svo sem snúanlegri bókahillu, ösku- bikurum og færanlegum arm- ’ bríkum. Þar sem reiðin gerir mann ekki aðeins illgjarnan, heldur og líka skarpskyggnan, þá gat ég ekki komizt hjá því að veita því athygli, með nokkurri ánægju, hversu stuttir og kubbslegir fót- leggir hans voru og vömbin hvapleg. Og til þess að sýna fyr- ir mitt leyti hve litla löngun ég hefði til að kynnast honum nán- ar, vatt ég stólnum mínum við, þangað til ég sneri bakinu beint í hann. En dr. Condor hirti ekk- ert um hina stærilátu þögn mína eða hið eirðarlausa ráp Kekesfalva aftur og fram um gólfið — gamli maðurinn var á sífelldum þönum um stofuna, til þess að sjá um að læknirinn fengi allt sem hann þyrfti, vindla, eldspýtur og vín — held- ur tók sér ekki færri en þrjá vindla úr kassanum og lagði tvo þeirra hjá kaffibollanum, eins og varaforða. Og það virtist aldrei fara nógu þægilega um hann, hversu vel sem djúpi hæginda- stóllinn lagaði sig eftir líkama hans. Hann ók sér og sneri, imz ‘hann hafði fundið þægilegustu stellinguna. Loks þegar hann hafði tæmt annan kaffibollann, stundi hann værðarlega eins og södd skepna. Andstyggilegt, hugsaði ég með mér — andstyggilegt. En svo teygði hann skyndilega fram fæt urnar og leit hæðnislega á Kekes falva. „Jæja, þér getið bersýnilega ekki unnt mér þess að reykja þennan ágæta vindil minn í næði, vegna þess að þér getið ekki lengur beðið eftir því, að ég gefi skýrslu mína. En þér er- uð nú farinn að þekkja mig og vitið að ég blanda ógjarnan sam- an máltíðum og meðulum — og auk þess var ég raunverulega of svangur, of þreyttur. Ég hef ver- ið á hvíldarlausum hlaupum frá því klukkan hálf-átta í morgun. Jæja“. — Hann saug vindilinn hægt og lengi og blés út úr sér bláum reykjarhringi. — „Jæja, kæri vinur, þá sfculum við snúa okkur að efninu. AUt er í bezta lagi, æfingar í göngu og vöðva- teygjum, allt vonum fremur. — Jafnvel örlítið betra en síðast. Sem sagt, við getum verið ánægð. Það var aðeins á hinu andlega ástandi hennar .... en verið þér nú í öllum bænum ekki hræddur, kæri vinur. .. Já, það var aðeins á hinu andlega ástandi hennar, sem ég varð var við einhverja breytingu...." Þrátt fyrir viðvörun hans varð Kekesíalva sem skelfingu lost- inn og ég sá hvernig höndin, sem hélt á skeiðinni, byrjaði að skjálfa. „Breytingu. .. Hvað eigið þér við .. hvers konar breytingu?" ......áparið yður hlaup ð mllli aaaxgra vt:rzlan.a ! dÓWJÚOL Ó ÖdUM rtiHJM! - Austurstræti Hvað skyldi þessi flugvél vera fljúga yfir án sérstaks leyfis. Það að gera hér... Hér má enginn er mér nákvæmlega sama um, bara að ég fái far burtu héðan. Hann hefur séð mig, hann dýfir vængjunura. En hann snýr ekki Baldur, hann flýgur áfram. — Heyrðu, komdu aftur hingað. sfllltvarpiö Fimmtudagur 31. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 12.15—13.15 Hádegisútvarp — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna þáttur með nýárskveðjum (Guð- rún Erlendsdóttir). 15.00—16.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 16.30 Nýárskveðjur. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Oskar J. Þorláks son. Organleikari: Dr. Páll Isólfs son). 19.10 Tónleikar: a) Söngfélag verkalýðssamtak- anna syngur undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar. b) Frá Musica sacra tónleikum í Dómkirkjunni 8 .okt. aL: Lög eftir Jónas Tómasson. 20.00 Fréttir. 20.20 Avarp forsætisráðherra, Olafs Thors. 20.40 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur; Herbert Hriberschek stjórnar. 21.10 Lög ársins. 21.40 „Höldum gleði hátt á loftM: Tryggvi Tryggvason og sexmenn ingar hans syngja gömul alþýðu lög; Þórarinn Guðmundsson leik ur undir á píanó. 22.00 Veðurfregnir. „I gamni og græzkulausri alvöru** Leikþáttur og vísnasöngur. 23.00 Harmonikuhljómsveit Georgg Kulp leikur. 23.30 Annáll ársins (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 23.55 Sálmur. — Klukknahringing. Aramótakveðja. — Þjóðsöngur- inn. — (Hlé). 00.10 Danslög, þ.á.m. leikur danshljóm sveit Björns R. Einarssonar. Söngvari: Ragnar Bjarnason. 02.00 Dagskrárlok. Föstudagur 1. Janúar (Nýársdagur) 10.45 Klukknahringing. — Nýjárssálm- ar. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Biskup Islands .herra Sigurbjörn Ein- arsson prédikar; séra Jón Auðun* dómprófastur þjónar fyrir altarL Organleikari: Dr. Páll Isólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Avarp forseta Islands (útvarpaö frá Bessastöðum). — Þjóðsöngurinn. 14.00 Messa 1 Neskirkju (Dr. theol. Bjarni Jónsson vígslubiskup prédikar; séra Jón Thorarensen þjónar fyrir altari. Organleik- ari: Jón Isleifsson). 15.15 Kaffitíminn: a) Josef Felzmann og félagar hans leika. b) Dorothy \\Tarenskjold syngur. 16.00 Veðurfregnir. Hvað hafið þér lesið um hátíðirn ar?: Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri leitar svars hjá hlust- endum. 17.00 Nýárstónleikar: Níunda bljóm- kviða Bethovens (Hljómsveitin Philharmonia og kór flytja. Stjórnandi: Otto von Klemperer. Einsöngvarar: Aase Nordmo- Löv ’ berg, Christa Ludwig; Waldimar Kmentt og Hans Hotter. — Fluttar verða skýringar og lesin þýðing Schiller). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími: a) Barnakór Laugarnesskólans syngur: Kristján Sigtryggsson stjórnar. b) Lúðrasveit drengja leikurj Karl O. Runólfsson stj. c) Telpnakór Austurbæjarskól- ans syngur, undir stjórn Guð- rúnar Þorsteinsdóttur. d) Samleikur á fiðlu og orgel: Guðný Guðmundsdóttir (11 ára) og dr. Páll Isólfsson leika. 19.30 Tónleikar: Sónata 1 D-dúr fyr- ir selló og píanó eftir Bach (Ein- ar Vigfússon og Jón Nordal leika) 20.00 Fréttir. 20.15 Klukkur landsins: Nýárshring- ing. 20.45 Frá liðnu ári: Samfelld dagskrá úr fréttum og fréttaaukum (Högni Torfason tekur saman). 22.00 Veðurfregnir. — Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Laugardagur 2. janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Raddir frá NorðurlÖndum: Nor- ræn jól. 14.30 Harmonikuþáttur (Högni Jóns- son). 15.00 Laugardagslögin. — (16.00 Frétt- • ir og veðurfregnir. 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Am- laugsson). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; XVII. lestur (Pétur Sumarliðason kenn ari). 18.55 Frægir söngvarar: Kirsten Flag- stad syngur lagaflokkinn „Haug tussa'* eftir Grieg, við kvæði Arne Garborgs. Kvæðin verða lesin í ísl. týðingu Bjarna frá Vogi. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Jólaleikrit útvarpsins: „Cesar og Kleopatra" eftir George Bernard Shaw; síðari hluti. Þýðandi: Ami Guðnason magister. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.