Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 13
Flmmtudagur 31. des. 1959 MORGT1N BLJÐIÐ 13 Óla/ur Thors ARAIMOT í ÁRAMÓTAHUGLEIÐING- UM hefi ég aldrei verið marg- orður um heimsmálin. Að þessu sinni get ég þó ekki leynt gleði minni yfir þíð- viðrum, sem mér virðist veð- urspáin boða. Gagnkvæmar heimsóknir og viðræður valdamanna veraldarinnar eru mjög þýðingarmiklar. Þá skýrast viðhorfin, stefnur og markmið. Mikilhæfir menn virða hvor eða hvers annars sjónarmið, þótt ólík séu. Og þá fer varla hjá því, að sam- úð góðra viðkynninga komi í stað kulda einangrunarinnar. I þeirri hlýju ætti sá ís, sem valdið hefir kalda stríðinu undanfarin ár, að þiðna. Ef til vill er þetta of mikil bjartsýni, en ég trúi og hefi alltaf trúað því, að marga misklíð og margan vandann megi leysa, ef þolinmæðin er nægileg og ef menn hittast, kynnast og segja allan sann- leikann, einarðlega, en með fullri kurteisi óg virðingu fyr- ir öðrum sjónarmiðum og hagsmunum. Árið 1959 hefir verið sögu- ríkt, — ár mikilla viðburða á sviði íslenzkra stjórnmála. Þá skeði m. a. þetta: 1) Stjórn Emils Jónssonar og Sjálfstæðisflokkurinn tóku að sér að freista þess að stöðva í bili þá verðbólgu, sem ógnaði íslenzku atvinnu- lífi um síðustu áramót og tókst það. 2) Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum tókst að fá Alþýðubandalagið til sam- starfs um lausn kjördæma- málsins. 3) Þing var rofið og kosn- ingar látnar fram fara hinn 28. júnímánaðar. 4) Alþingi endurreisti lýð- ræði á íslandi, með því að samþykkja endanlega kjör- dæmabreytinguna. 5) Enn var þing rofið og kosið að nýju dagana 25. og 26. október. 6) Við kosningarnar hlutu Sj álfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn 33 af 60 þing- sætum. 7) Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn mynda rík- isstjórn, er tók við völdum 20. nóvember. 8) Þing kom saman 20. nóvember, en var frestað 7. desember, til þess að stjórnin fengi starfsfriá. Allir eru þessir þættir, sem stjórnmálasaga íslendinga á árinu 1959 er spunnin úr, flestum í fersku minni, enda hvort tveggja, að þeir eru margræddir á Alþingi, við tvennar kosningar, í útvarpi, á mannfundum og í blöðum, og auk þess venju fremur minnisstæðir. Fyrir því geta þessar áramóta-hugleiðingar verið stuttar. stjórnmálum um síðustu ára- mót. Alþýðuflokkurinn hafði sem kunnugt er í árslokin 1958 myndað minnihluta stjórn, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hét að verja vantrausti, með vissum skilyrðum, sem öllum eru kunn. Mönnum var að sjálfsögðu vel ljóst, að við mikinn vanda var að etja. Augljóst var, að yrði miðið hærra en einmitt það að stöðva verðbólguþróunina í bili. Framundan beið tvíþættur vandi: 1. Stöðvun verðbólgunar í bili. 2. Leit að úrræðum til var- anlegri úrlausnar efnahags- vandamálanna. Við þetta bættist svo þriðji Það var svart í allra veðra von í álinn og íslenzkum O L A F U R ekki tafarlaust spyrnt við fót- um, myndi ný verðbólga í uppsiglingu. Vísitalan, sem i október var 185 stig, myndi þá verða minnst 270 stig í lok þessa árs, en sennilegast mik- ið hærri, og verðbólga flæða yfir landið með óstöðvandi og tortímandi hraða. Var spá- dómur efnahagsráðunauts vinstri stjórnarinnar, rétt um það bil er hún gafst upp, þessi: „En hér verður þá jafn- framt að hafa í huga, að það sem nú skiptir mestu, er að stöðva áframhaldandi verðbólguþróun. Takist sú stöðvun nú, eru möguleik- ar á því að ráðast að öðrum þáttum efnahagsvandamál- anna síðar meir. Takist hún ekki, verður ekki við aðra erfiðleika ráðið. Hvorki nú, né síðar (leturbr. hér) Sjálfstæðismenn og Al- þýðuflokksmenn vissu, að þessi dómur var réttur. Hér dugði því ekkert hik. En þeir gerðu sér jafnframt grein fyrir því, að fyrst um sinn var vonlaust að setja mark- H O R S vandinn, sá, að endurreisa lýðræðið á íslandi með rétt- látri kjördæmaskipan, og það áður en í stórræðin — varan- legri úrræðin — yrði ráðist, svo að leiðin yrði valin af réttum umboðsmönnum þjóð- arinnar og í umboði hennar, - ★ — Óþarft er að fjölyrða um þá 5—6% kjaraskerðingu, sem bráðabirgðaráðstafanir Sjálf- stæiðsflokksins og Alþýðu- flokksins lögðu á almenning. Rétt er þó að benda á, að þjóðin tók þeim með mikilli skynsemi, skilningi og raunar velvild. Eftir að 1200 millj. skattaálögur vinstri stjórnar- innar höfðu reynzt svo ger- samlega haldlausar, að fram- undan beið ekkert nema hrun, ef ekki væri spyrnt við fót- um og það alveg tafarlaust, fögnuðu menn forystu stjórn- arvaldanna um að forða frá hættunni í bili, svo auðnast mætti síðar meir að ráðast á voðann og reyna að ráða nið- urlögum hans. Gerðu þó flest- ir sér þá þegar ljóst, að þau fangbrögð myndu enn kalla á bráðabirgðafórnir. Þjóðinni var orðið ljóst, að hér var barizt um efnahagslegt og þá að sjálfsögðu líka pólitískt sjálfstæði hennar. Sá skiln- ingur vakti það bezta í ís- lendingseðlinu. Sem beztum lífskjörum óskuðu allir að sjálfsögðu eftir. En frelsinu vildi þjóðin ekki hætta, hvorki fyrir klæði né skæði né neitt annað. Við það bætt- ist svo, að augu manna voru að opnast fyrir því, að ófrá- víkjanlegt skilyrði þess, að auðnast mætti að tryggja ó- breytt lífskjör eða jafnvel batnandi í náinni framtíð, var einmitt að þjóðin reyndist fús til að færa einhverjar bráðabirgðafórnir. Þetta hugarfar almennings er mikið gleðiefni, ekki sízt þeim, sem oft hafa rekið sig á, að enda þótt allir skilji, að ekki er auðið að lifa um efni fram til langframa, þá vilji flestir, að aðrir fórni en ekki þeir sjálfir. — ★' — Næsta viðfangsefnið var svo að endurreisa lýðræðið, með breyttri kjördæmaskip- an. Orsakirnar til ofsafeng- innar baráttu Framsóknar- flokksins gegn þessu augljósa réttlætismáli skilja án efa all- ir nú, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn, vegna sigurs réttlætisins, hafa 6 atkvæða meirihluta á Al- þingi og geta því leyft Fram- sóknarflokknum þá hvíld frá stjórnarstörfum um skeið, sem hann án efa hefir gott af °g þjóðin beinlínis þarfnaðist. — ★ — Efnishlið kjördæmabreyt- ingarinnar er öllum kunn. Um það, sem að tjalda- baki skeði og leiddi til sig- ursins, vita fæstir. Er ekki hallað á neinn, þótt sagt sé, að þá reyndi nokkuð á for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Al- þýðuflokknum yfirsást um skeið í því að vilja flytja mál- ið með Sjálfstæðismönnum einum. Það hefði fært mikla og ónauðsynlega hættu yfir málið. En að því er Alþýðu- bandalagið snertir er satt bezt að segja, að nokkur hluti flokksins, undir forystu Ein- ars Olgeirssonar, studdi málið af heilum hug. Aðrir, með þá Valdimarssyni í fararbroddi, vildu það feigt og létu í því skyni einskis ófreistað og munu lengst af hafa talið sér sigurinn vísan. Fyrir þeim vakti það að verða ekki við- skila, hvorki við völdin né Hermann Jónasson. En snögg- lega urðu þeir heimaskítsmát, mörgum að óvörum, en mest þó þeim sjálfum. Er það ekki óskemmtileg saga, sem hér skal ekki sögð. — 'k — Reynslan af kjördæma breytingunni, þótt stutt sé, hefir þegar hrundið öllum helztu falsrökum Framsókn- ar og falsspámanna hennar. Nú er ljóst orðið, að allar höfuðstoðirnar, sem Fram- sóknarflokkurinn renndi und- ir æðisgengna andstöðu gegn réttlætinu, voru fúnar. Stækkun kjördæmanna leiddi ekki til þess, að „klíka í Reykjavík“ réði framboðun- um né til þess, að Reykvík- ingar yrðu fremur í kjöri nú en fyrr, heldur til hins gagn- stæða. Og ekki rofnuðu tengslin milli kjósenda og þingmanna, heldur styrktust þau. Þetta vita orðið allir og þeir þó bezt, sem í strjábýl- inu búa. Það er því staðreynd, að eigi aðeins una sveitirnar breytingunni, heldur fagna nú flestir henni og munu þó enn fleiri gera, þegar frá líður. ; Barátta Framsókriarflokks- ins fyrir ranglætinu leiddi því til þess eins, að mörgum er nú ljósara en áður, að ráða- menn flokksins eru óvenju harðsnúin hjörð sérhags- munamanna, sem háðu hina harðsvíruðu baráttu sína undir yfirskyni umhyggju fyrir valdi og velferð sveit- anna, en í raun og veru ein- göngu fyrir rangfengnu klíku- valdi sínu. — ★ — Varðandi kosningaúrslit vor- og haustkosninganna er heildarmyndin þessi: Við vorkosningarnar hélt Sjálfstæðisflokkurinn hinu mikla fylgi sem hann hafði náð við Hræðslubandalags- kosningarnar 1956 og vel það. Hlaut flokkurinn 42.5% greiddra atkvæða. Framsókn- arflokkurinn endurheimti það, sem hann lánaði Alþýðu- flokknum við Hræðslubanda- lags-kosningarnar 1956, og jók ennfremur fylgi sitt, svo að hann hlaut 27.2% greiddra atkvæða. Þetta gerðist þrátt fyrir þá höfuðábyrgð, sem Framsókn bar á afglöpum v-stjórnarinnar, vegna æðis- gengins áróðurs út af kjör- dæmabreytingunni. Alþýðu- bandalagið tapaði miklu fylgi og hlaut nú aðeins 15.3% greiddra atkvæða, móti nær 20% oft áður. Alþýðuflokkur- inn hlaut aðeins 12.5%, en hafði allt frá 1946 haft minnst 15.6%. Við haustkosningarnar jók Alþýðuflokkurinn fylgi sitt upp í 15.2% og Alþýðubanda- lagið stöðvaði hrunið með 16%. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu 39.7% og 25.7% og töpuðu þannig nokkru frá vorkosn- ingunum. Ekki voru Sjálf- stæðismenn alls kostar á- nægðir með þessi úrslit. Er ástæðulaust að dylja, að á stöku stað urðum við fyrir óvæntum vonbrigðum. En eft- ir því sem dregur úr þeim sviða, skilst mönnum æ bet- ur, hversu stórfelldur sigur hafði unnizt. Sigur réttlætis- ins, endurreisn lýðræðisina Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.