Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 12
12
MORGTJKBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. des. 1959
XJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið
Á TÍMAMÓTUM
r
ARIÐ 1959 er senn liðið.
Nýtt ár og nýr áratugur
er að renna upp. Á slík-
um tímamótum fer þjóðum eins
og einstaklingum. Þær svipast
um farinn veg og reyna jafn-
framt að skyggnast inn í fram-
tíðina.
Árið 1959 var íslenzku þjóð-
inni að ýmsu leyti hagkvæml.
Grasspretta var yfirleitt mikil,
og enda þótt óþurrkar yllu
bændum í einstökum landshlut-
um, verulegum erfiðleikum, má
yfirleitt segja að heyfengur
hafi verið mikill og víða mjög
góður á sl. sumri. Búfénaður
gekk vel fram sl. vor, og haustið
hefur verið mjög snjólétt og fén-
aður því ekki fóðurfrekur.
Við sjávarsíðuna má segja að
afkoman hafi verið góð hjá vél-
bátaflotanum. Síldveiðin fyrir
Norðurlandi var í betra lagi og
í haust hefur síldveiðin fyrir
Suð-Vesturlandi einnig verið
sæmileg. Hafa tilraunir með ný
síldveiðitæki tekizt svo vel að
ekki virðist óvarlegt að gera sér
vonir um miklar framfarir á
sviði síldveiðitækni.
Afkoma togaranna hefur hins
vegar í ár orðið yfirleitt mun
lakari en á árinu 1958.
Hámarksframleiðsla
Heildarframleiðsla sjávarút-
vegsins hefur orðið nokkru meiri
en á árinu 1958 og meiri en
nokkru sinni fyrr. Má gera ráð
fyrir að heildarsjávaraflinn á
þessu ári muni nema um 550
þús. tonnum. Á sl. ári nam heildar
fiskaflinn 505 þús. tonnum. Verð-
ur hann þannig um 45 þús. tonn-
um meiri í ár en í fyrra. Er hér
um að ræða mjög mikla aukn-
ingu framleiðslunnar. Byggist
þessi framleiðsluaukning sjávar-
útvegsins fyrst og fremst á auk-
inni síldveiði á sl. sumri. Af öðr-
um fiski en síld mun heildarafl-
inn vera nokkru minni en í
fyrra.
í þessu sambandi má benda á
það, að árið 1949 var heildar-
fiskaflinn 337 þús. tonn. Á sl.
áratug hefur fiskaflinn þannig
aukizt um rúmlega 200 þús. tn.
Er hér um gífurlega framleiðslu-
aukningu að ræða, sem auðvitað
sprettur fyrst og fremst af því,
að þjóðin hefur eignazt betri og
stórvirkari framleiðslutæki, bæði
skip og vinnslustöðvar til þess
að nýta afla þeirra.
Verðmæti útflutningsins til
nóvemberloka þessa árs nemur
um 942 millj. kr. Er það 14 miilj.
kr. minna en á sama tíma í
fyrra. Óhætt er þó að gera ráð
fyrir að heildarverðmæti útflutn-
ingsins á öllu þessu ári, muni
verða svipað eða jafnvel meira
heldur en á sl. ári. Birgðir af
óútfluttum afurðum munu nú
nema um 100 millj. kr. meira að
verðmæti heldur en á sama tíma
í fyrra.
Merkilegt tímabil
Áratugurinn frá 1950—-1960,
hefur verið merkilegt framfara
og uppbyggingar-tímabil í ís-
lenzku þjóðlífi. Á þessu tímabili
hefur þjóðin haldið áfram að
byggja bjargræðisvegi sína upp
og auka framleiðslu sína. Fiski-
skipafloti þjóðarinnar hefur t. d.
á þessum áratug stækkað um
9000 tonn. Er hann nú rúml'jga
60 þús. smálestir. Samtals er nú
allur skipafloti íslendinga um
118 þús. smálestir, en var rúm-
lega 91 þús. smálestir árið 1950.
Bifreiðum Islendinga hefur
fjölgað úr 10608 árið 1949 í 18807
i árslok 1958.
Framleiðsla Iandbúnaðarins
hefur aukizt stórkostlega á þess-
um áratug. Þannig hefur t. d.
mjólkurframleiðslan aukizt úr
64 þús. smálestum árið 1949 í
98 þús. smálestir í árslok 1958.
Framleiðsla kindakjöts hefur auk
izt úr 6546 tonnum haustið 1949
í 11420 tonn haustið 1958. Sauð-
fé hefur fjölgað úr 402 þús. í
775 þús. í árslok 1958. Naut-
gripum hefur fjölgað úr rúmi.
43 þús. í árslok 1949 í 48 þús. i
árslok 1958. Töðufallið hefur auk-
izt úr 1 millj. og 505 þús. hest-
burðum árið 1949 í 2 millj. 750
þús. hestburði árið 1958. Hefur
töðufallið þannig nær tvöfaldazt
á þessum eina áratug.
Þessar tölur sýna greinilega
hversu geysileg framleiðsluaukn-
ing hefur orðið hjá hinum
tveimur gömlu atvinnuvegum
þjóðarinnar. Á sviði iðnaðarins
hafa einnig orðið stórkostlegar
framfarir. Stóriðnaður er risinn
í landinu með byggingu og
rekstri Áburðarverksmiðju og
Sementsverksmiðju. Stórfelldar
raforkuframkvæmdir hafa verið
unnar í öllum landshlutum.
Ástæða til að gleðjast
Yfir öllu þessu er vissulega
ástæða til þess að gleðjast á
þessum tímamótum. En hitt verð-
ur þá einnig að viðurkennast að
hin mikla verðbólga og jafn-
vægisleysi sem ógnar nú afkomu
þjóðarinnar og rekstri bjargræð-
isvega hennar, er fyrst og fremst
afleiðing þess að í áhuga sínum
fyrir uppbyggingu og framförum
hefur þjóðin ekki gætt þess sem
skyldi, að tryggja grundvöll fram
leiðslutækja sinna. Hún hefur
þvert á móti gert pf miklar kröf-
ur á hendur þeim. Við höfum
eytt meiru en við höfum aflað
á þessu mikla framkvæmda og
framfaratímabili.
Þetta verða íslendingar að vera
menn til að játa fyrir sjálfum
sér á þessum tímamótum. En það
væri hinn mesti misskilningur ef
við drægjum þá ályktun af efna-
hagserfiðleikum okkar nú, að
lífsnauðsynlegar viðreisnarráð-
stafanir hljóti endilega að binda
þjóð okkar í báða skó og hindra
framfarir og uppbyggingar í
landi hennar um langan aldur.
íslenzka þjóðin er þess alráð-
in að halda áfram að nema land
sitt og hagnýta auðlindir þess.
Næsti áratugur í lífi hennar, hinn
7. áratugur hinnar tuttugustu
aldar, á ekki að verða tímabil
kyrrstöðu og báginda á íslandi.
Sá áratugur sem nú er að hefj-
ast, á þvert á móti að verða
tímabil glæsilegri framfara og
umbóta en nokkru sinni fyrr i
íslenzku þjóðlífi.
Um þetta áform á íslenzka
þjóðin að sameinast í dag. —
Hún á að mæta nýju ári og
nýjum áratug hinnar tuttug-
ustu aldar, raunsæ, bjartsýn
og áræðin.
Morgunblaðið árnar Iesend-
um sínum og öllum íslend-
ingum
gleðilegs árs.
Þannig lítur ein af listagyðjum Parísaróperunnar út. Hún er svo
illa farin af „steinkrabba“, að henni verður vart bjargað héðan
af. Er því gert ráð fyrir, að hún verði höggvin niður innan
skamms og ný gerð í staðinn.
,Sfe/n-
krabbinn'
eyðileggur listaverk
í Paris
MÖRG fögur og ómetanleg
listaverk í París eru í hættu.
Þau eru að smá-eyðast og
tærast upp, og fyrir þeim
virðist ekki liggja annað en
eyðilegging. — Það er „stein-
krabbinn“ svonefndi, sem hér
er að verki. — Nú nýlega hafa
menn t. d. uppgötvað, að
gyðjumyndir og aðrar skreyt-
ingar á byggingu Parísar-
óperunnar hafa orðið fyrir
verulegum skemmdum af
þessum sökum.
— w —
Það, sem veldur „steinkrabb-
anum“ eru ýmsar eitraðar reyk
og gastegundir, sem metta loftið
í sótrborginni; þær koma t.d. frá
útblástursrörum bifreiða, frá
kyndingarækjum borgaranna og
frá . stóriðjufyrirtækjunum í
borginni og nágrenni hennar.
O Hættulegar gyðjur
Hin „kemisku“ úrgangsefni,
sem berast um með loftinu, ganga
í samband við steininn og tæra
hann — gera hann gljúpann allt
ryk- og reykögnum loftsins, og
þannig berast þær niður til jarð-
ar. Heilbrigðisyfirvöldin hafa
sannreynt, að dauðsföllum fjölg-
ar verulega, er þoka leggst yfir
borgina — og tveim dögum eftir
að þokunni léttir nær tala látinna
hámarki.
O Krabbameinsvaldur
Lögreguluþj ónar,
hefir nýlega leitt 1 Ijós, að I
hálsi og lungum fjölmargra
þeirra, er farast í umferðarslys-
um, hafa setzt að efni, sem vitað
er, að valdið geta krabbameini.
— ★ —
Talið er, að hér sé fyrst og
fremst um að ræða „eitrun" frá
bifreiðum borgarinnar. — I
París eru allt um 300 þúsund bíl-
' ar — en hinn minnsti bílmótor
strætisvagna
Rismyndirnar á múrbrúnum byggingarinnar eru einnig mjög tærðar orðnar. Handleggir og fætur
gyðjumyndanna brotna af og falla niður á götuua og valda mikilli hættu fyrir vegfarendur.
að 4 cm. inn úr yfirborði. — Síð-
an sjá regn og vindar um að reka
smiðshöggið á eyðilegginguna. —
Og eitraðar reyk-
og gastegundir,
sem metta loftið,
eru stórhcettulegar
íbúum borgarinnar
Miklu fé og vinnu hefir verið var
ið til þess að gera við skreyt-
ingar óperuhússins, sem eitt sinn
voru svo fagrar — en varanlegum
árar.gri verður auðvitað ekki náð
á meðan orsök eyðileggingarinn-
ar er enn til staðar í svo ríkum
mæli sem nú er. — Gyðjumynd-
ir óperunnar eru nú stórhættu-
legar vegfarendum, því að smám
saman brotna fætur þeirra og
hendur af, fyrirvaralaust, og
falla niður á hinar fjölförnu göt-
ur í kring.
• „Dauðaþoka“.
Þar sem hið óhreina Parísar-
loft hefir slík áhrif á harðan stein
inn, er sannarlega von að menn
spyrji með kvíða í huga: Hvað
þá um fólk með holdi og blóði —
alla þá, sem eiga að lifa í þessu
umhverfi og anda að sér slíku
lofti? — Sérfræðingar hafa reikn-
að út, að yfir París svífi stöðugt
reyk- og rykský í 900—1200 m.
hæð, og sé það að jafnaði um
það bil 20 km. í þvermál. — Þeg-
ar þoku gerir, mettast hún af
og leigúbílstjórar og aðrir, sem
dveljast mestan hluta dagsins
á götum úti, verða oft fyrir lítils
háttar kolsýringseitrun. — í einni
götu Parísar, hinni gömlu og
þröngu Rue Mogador, hefir
mælzt svo mikill kolsýringur í
loftinu, að það er á mörkum þess,
sem talið er banvænt.
Stjórnarvöldin hafa fyrir
nokkru skipað sérstaka nefnd,
sem nú vinnur að því öllum árum
að draga úr þeirri miklu hættu,
sem stafar af eitrun loftsins í
París. — Það er til dæmis um,
hve mikil alvara hér er á ferð-
um, ekki aðeins fyrir listaverk
borgarinnar, held^r fyrst og
fremst fyrir íbúana, að rannsókn
N Ú H A F A hegrarnir
þyrpzt til Japan, en þar
er þeirra óskaland á þess
um tíma árs. Þangað
leita þeir, þegar vetrar
— og elskast.
Hér eru myndir af
heitum hegrakossi — og
þau virðast s’annarlega
kunna að elskast, þessi
tvö, eftir myndunum að
dæma. Skyldu „kossasér-
fræðingarnir“ 1 Holly-
wood kunna betur sitt
„fag“?
„framleiðir" hvorki meira né
minna en sex teningsmetra af
kolsýringi hverja l.lukkustund,
sem ekið er.