Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 8
8 MORCl!NfíT.4fílfí FimmfridaGrur 31. <fes. 1959 Tryggingar eiga að hafa það markmið eitt að veita fólkinu sem bezta þjónustu Skortur á lœknum og hjúkrunarkonum er áhyggjuefni Útvarpserindi Bjarna Jónssonar lœknis BJARNI JÓNSSON Iæknir flutti hinn 8. desember sl. út- varpserindi um tryggingarmál, sem vakið hefur mikla at- hygli. Hefur Mbl. óskað þess að birta það og fer það hér á eftir; ÉG hef verið beðinn að segja álit læknis á sjúkratryggingum. Ég er fús til þess, en vil taka það skýrt fram í upphafi að ég tala fyrir mig einan, og hef ekkert umboð til þess að tala fyrir munn starfsbræðra minna. Ég vil þá fyrst segja að ég tel sjúkratryggingar góðar í eðh sínu. Það hlýtur að vera hverjum lækni áhugamál að allir sjúkir fái þá þjónustu, sem bezt verður á kosið. Heilbrigðisþjónusta er dýr, miklu dýrari en allur almenning- ur gerir sér grein fyrir. Verði maður sjúkur eða slasist yrði það flestum ofviða að standa undir raunverulegum kostnaði við það, þegar frá eru taldir smákvillar. Stórar skurðaðgerðir, sem heimta stóran hóp af langþjálf- uðu fólki og löng spítalavist er munaður, sem fáir gætu veitt sér, ef þeir þyrftu að standa undir öllum kostnaði sjálfir. Hér þarf því að fara aðrar leiðir ef allir eiga að verða hjálpar aðnjótandi og er aðallega um þrjár að velja. Frjálsar tryggingar Ein er sú að láta venjuleg tryggingafélög annast málið, þá kaupir fólk sér sjúkratryggingar þar, líkt og líf- eða brunatrygg- ingar og það er hverjum frjálst, hvort hann gerir það eða ekki. Þessi leið á vaxandi vinsældum að fagna í Bandaríkjunum. Önn- ur er sú að láta ríki eða bæjar- félag standa straum af öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu. í þriðja lagi má hafa skyldu- tryggingar þann veg, að öllum landslýð sé gert að skyldu að vera tryggðir og greiða iðgjöld til trygginganna líkt og húseig- endum er skylt að brunatryggja hús sín. Hér á landi er fólki skylt að vera í sjúkrasamlögum og hef ég heyrt á sumum, að þeim finnist iðgjöldin há, en þeim til hugar- hægðar get ég sagt að þau standa hvergi nærri undir þeim kostn- aði, sem þeim er ætlað og hleyp- ur ríkið undir bagga og borgar það, sem á vantar, auk þess, sem það hefur á sinni könnu laun hér- aðslækna, kennslu lækna og hjúkrunarkvenna og sitthvað fleira. Hér eru því báðar síðasttöldu leiðirnar farnar jafnhliða og má segja að ekki skipti mestu máli hver borgar hvað, því allt kemur gjaldið frá fólkinu í landinu og er það skipulagsatriði hver skrif- stofa greiðir af hendi féð. Eina hættan, sem ég sé í trygg- ingunum er sú, að þær geta gert læknisþ j ónustuna lélegri þegar fram líða stundir og þann veg skaðað 'nning. I.æknanámið lengist Það er algild regla, að þau störf, sem launuð eru af almanna fé eru lakar launuð, en hin sem unnin eru á vegum einkafram- taks. Það er líka regla að stjórnir ríkisfyrirtækja eru skipaðar af stjórnmálamönnum og eftir póli- tískum sjónarmiðum frekar en hitt ráði, að maðurinn hafi það til brunns að bera, sem þarf til að leysa starfið vel af hendi. Hvorugt hefur komið alvarlega að sök hér á landi enn hvað tryggingum viðvíkur, en þó er greinilegt hvert stefnir. Læknisnám er langt og erfitt. Það er lengsta og langerfiðasta námið i Háskóla íslands nú og eru þar til vættis allir stúdentar Háskólans hvaða nám, sem þeir stunda. Þegar háskóla lýkur, tekur við hjá flestum margra ára framhaldsnám og reynslutími áður en læknar eru taldir hlut- gengir til sjálfstæðra starfa af sér og öðrum. Það mun láta nærri að íslenzkir læknar séu komnir nokkuð á fertugsaldur, þegar þeirra raunverulega starfs- ævi byrjar. Þegar hér við bætist, að læknar verða að jafnaði ekki langlífir, þó undantekningar séu, er ljóst að starfsævi þeirra er miklum mun styttri en allra ann- arra stétta þjóðfélagsins. Hlutgengur læknir þarf að hafa mikið vinnuþrek og geta unnið langan dag. Annars nær hann því ekki að sjá nógu marga sjúklinga til þess að safna reynslu og lesa það sem til þarf og dregst aftur úr. Til þess að tryggja góða læknis- þjónustu almenningi til handa þarf að sjá svo um að greindir dugnaðarmenn veljist til þessara starfa. Sjái ungir menn fram á versnandi afkomu lækna, þa snúa þeir sér vel flestir að öðr- um störfum strax í upphafi, þvi menn sem eru þeim kostum bún- ir, sem gera góða lækna, geta brotið sér braut hvar sem er. Dregur úr aðsókn Fram að þessu hefur verið mikil aðsókn að læknadeildinni, þrátt fyrir langt nám og fyrir- sjáanlega erfitt starf, en nú er farið að kveða við annan tón. Áratuginn 1949—58 innrituðust að meðaltali 43.5 stúdentar á ári í læknadeild og síðasta árið þó aðeins 27, en 1950 voru þeir flest- ir eða 57. Og í haust innrituðust aftur aðeins 27. Það mun ekki fjarri lagi, að þriðjungur þeirra sem innritast, ljúki embættis- prófi. Af þeim 27, sem skráðust í deildina í fyrra, gengu 14 undir upphafspróf í vor og 6 af þeim stóðust prófið. Það var því ekki fullur fjórðungur, sem komst klakklaust yfir fyrsta áfangann. Nú skyldi enginn halda að þessir 21 séu skussar. Þeir hafa komizt gegnum allar hindranir fram að þessu, lokið landsprófi, sem flest- ir kvarta undan, komizt gegnum menntaskóla, sem mörgum verð- ur að fótakefli og lokið stúdents- prófi. En þarna stranda þrír af hverjum fjórum þessara manna. Má því vera öllum ljóst, að kröf- urnar, sem gerðar eru, eru háar. Það verða alltaf nokkrir góðir menn, sem leggja stund á læknis- störf hvað lítið, sem þeir kunna að bera úr býtum, svo við þurí- um aldrei að kvíða því að eiga enga góða lækna. Þrátt fyrir erf- iði, amstur og margskonar von- brigði, gefur þetta starf fullnæg- ingu, sem fá önnur störf geta boðið. En miklu mestur hluti ungra manna, hefur fullan skiln- ing á veraldlegum gæðum og vel- ur þau heldur, enda er nú flest metið til fjár. Hvort það er heilla- vænleg þróun mannfólkinu, það er önnur saga. Læknar bera of lítið úr býtum 1 British Medical Journal, sem er málgagn læknafélagsins brezka, birtist í júní sl. grein eftir tvo lækna, þar sem þeir segja frá vinnu sinni og tekjum, en þar í landi hefur heilbrigðis- þjónusta verið rekin af rikinu nú í nokkur ár. Þessir tveir menn hafa unnið 52 stundir á viku og auk þess þurft að vera viðbúnir kalli 32 stundir á viku eða samtals 34 stundir á viku. Séu þeim ætlaðar 2 stundir á dag til máltíða þá hafa þeir 16 stunda vinnudag 6 daga á viku. Fyrir þetta hafa þeir svo borið úr býtum 1577 pund sterling, þegar kostnaður hefur verið dreginn frá og jafn- gildir það í dag kr. 111.706.80 miðað við gengi' 45.70 og 55% álag. Hvort kaupgeta launa þeirra svarar til þessarar upp- hæðar í íslenzkum krónum skal ég láta ósagt. Skráning á ís- lenzku krónunni er algerlega ó- raunhæf enda ekki byggð á nein- um þeim forsendum, sem ráða skráningu gjaldeyris yfirleitt, en sú vitleysa, sem þar ræður, kem- ur ekki sjúkratryggingum við. Ein af niðurstöðum læknanna tveggja er sú, að það sem þeir bera úr býtum sé fyrir neðan allar hellur, þegar miðað er við lengd vinnutímans, ábyrgðina, sem verkinu fylgir og í saman- burði við það, sem aðrar stéttir Bjarni Jónsson bera úr býtum. Þeir enda grein- ina á þessum orðum: „Okkur finnst að við verðum að benda á, að við erum svo heppnir að hafa tekjur úr annarri átt. Væri það ekki, myndum við ekki sjá okkur fært að vinna læknisstörf eins og þeim er lýst í þessari grein". Það sýnist þá vera svo komið í Bretlandi, að ekki geti aðrir stundað þar læknisstörf en efna- menn, sem hafa ráð á að borga með sér, ef þeir ætla að gera það, sem hugur þeirra stendur til. — Aukin rannsóknarvinna En það er ekki aðeins við praktiserandi lækna, sem ensku ríkistryggingarnar eru fastheldn- ar á fé. Ég kom í sumar til Sír Reginalds Watson-Jones og gekk á spítala hans um tíma. Hann er fremstur maður í Bretlandi þeirra, sem fást við þá grein læknisfræði, sem ég legg helzt stund á, einn fremstur maður í þeirri grein í víðri veröld og hef- ur líklega borið hróður brezkrar læknisfræði víðast allra landa sinna núlifandi, enda var hann herraður fyrir afrek sín. Maður skyldi þá halda að ekki væri skorið við nögl við hann. En það var öðru nær. Aðstoðarmenn hans kvörtuðu sáran, sögðust ekki fá nóg fé til nauðsynlegs við- halds hvað þá aukningar eða rannsókna. Hvað skyldi þá um minni spámennina? En það eru ekki læknislaunin ein, sem tryggingarnar þurfa að borga. Fjöldi fólks þarf spítala- vist um langan eða skamman tíma. Fjöldi lyfja, sem voru óþekkt fyrir 10—15 árum, eru nú í daglegri notkun og ómissandi og mörg af þeim eru dýr, af sum- um þeirra kostar dagsskammtur tugi króna. Jafnframt hefur rann sóknastofuvinna margfaldazt, svo það er álitlegur hópur á hverj- um spítala, sem fæst við þau störf, þó lítið beri á þeim út á við. Til sumra rannsókna þarf dýr tæki og í alla þessa vinnu þarf langmenntað fólk. Handlækningum hefur líka þokað áfram á öllum sviðum og nú er hægt að gera margt í þeim greinum, sem var óhugsandi, þeg- ar þeir læknar voru ungir, sem nú eru á miðjum aldri. En ýmsar þessara aðgerða krefjast margs fólks og mikilla tilfæringa. Skortur á hjúkrunarkonum Hjúkrunarkonur er sú stétt, sem spítalasjúklingar hafa mest saman við að sælda. Án hjúkr- unarkvenna er ekki hægt að reka spítala, þær eru jafnnauðsynleg- ur hlekkur í spítalavinnu og læknar og skiptir því ekki litlu að ætíð sé völ á nógu mörgum góðum hjúkrunarkonum. Ríkið sér um menntun hjúkrunar- kvenna eins og lækna og starf- rækir til þess sérstakan skóla. Framleiðsla á læknum hefur ver- ið rífleg undanfarin ár, en um hjúkrunarkonur gegnir öðru máli, á þeim er hörgull og fjölg- unin stendur ekki nærri undir auknum þörfum. Veldur það fyrst og fremst að skólinn er of lítill, hann er ætíð fullur og kom- ast færri að en vilja. Þó sjúkrarúmum fjölgaði ekk- ert frá því, sem nú er, þá vantar tilfinnanlega hjúkrunarkonur og kæmi til að vanta þar til skólinn yrði stækkaður. Þrjú sjúkrahús í byggingu Nú eru í byggingu þrjú sjúkra- hús í Reykjavík, ein byggingin, sú í Landakoti, kemur í stað sex- tíu ára gamals timburhúss, en sjúkrarúmum fjölgar þar ekki. Stækkunin, sem þar verður fer öll í aukið vinnupláss til þess að mæta kröfum tímans, skurðstof- ur, rannsóknastofur o. þ. u. 1. Hinir spítalarnir tveir, Bæjar- spítalinn og Landsspítalinn, fjölga hinsvegar sjúkrarúmum mikið, svo mikið að þegar þeir eru báðir fullgerðir eins og fyrir- hugað er, lætur nærri að fjöldi sjúkrarúma i Reykjavík tvöfald- ist. Og hvernig á að reka þær stofnanir hjúkrunarkvennalaust? Það er líkt og að gera út skip, sem engin áhöfn fæst á. Vald- höfunum hefur margoft verið bent á þá vá, sem hér er fyrir dyrum, en þeir hafa skellt við skollaeyrum. Fé til nauðsynlegr- ar stækkunar hjúkrunarkvenna- skólans hefur ekki fengizt. Sjálfseignastofnanir 1 Bandaríkjunum eru margir stærstu spítalarnir og kannski flestir, sjálfseignarstofnanir og reknir án íhlutunar þess opin- bera. Þessir spítalar hafa yfirleitt rúm fjárráð og sumir ágæt, þeir þurfa ekki að margsnúa hverjum eyri. 1948 vissi ég til að daggjöld á spítölum í New York voru 10— 30 dalir fyrir þá, sem sjálfir borg- uðu fyrir sig. 1 þessu gjaldi var ekki innifalin læknishjáp eða rannsóknir eða Röntgenskoðanir og ekki nema sum lyf. Hitt þurfti sjúklingur að borga aukreitis. Með gengi á dollar 16.32 og 55% yfirfærslugjaldi er þetta grunn- gjald frá 253.00 kr. til 759.00 kr. Síðan hefur allt verðlag vestra hækkað mikið, en hve mikið þessi gjöld hafa hækkað veit ég ekki. - > Hvað borga tryggíngarnar? Hvernig er þessu háttað hér? Tryggingarnar borga kr. 120.00 á legudag og eru þar innifalin öll lyf og rannsóknir. Mér er tjáð að meðalverð á hótelherbergi í Reykjavík sé nú um kr. 65.00, en meðalverð á fæði á hótelum, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður sé um kr. 100.00 eða að samanlagt kosti vist á hóteli kr. 165.00 -f- 15% = 189.75. Það vantar því 58% upp á að daggjöld trygging- anna dygðu fyrir hótelvist og eru þá ótalin lyf, hjúkrun og allur rannsóknakostnaður. Þar sem ríki eða bæjarfélög reka spítala borga þau hallann, en hvað eiga hinir að gera? Fyrir aldamótin síðustu og fram að fyrri heimsstyrjöld var háborg læknisfræðinnar í Ev- rópu og reis kannske hæst í lönd- um Þjóðverja, Þýzkalandi og Austurríki. Þau lönd voru þá rík stórveldi. Þungamiðja læknavísindanna Á síðustu áratugum hefur þungamiðja allra læknavísinda flutzt vestur um haf. Af hverju? Er það önnur manntegund, sem þar býr. Ónei; Obbinn af framá- mönnum þar er af anglo-germ- önskum eða skandinavískum stofni. En þeir hafa fjárhagslegt olnbogarúm og það gerir gæfu- muninn. Ég sagði í upphafi að ég teldi tryggingar góðar í eðli sínu. Ég vil endurtaka það. En því aðeins tel ég þær góðar í raun að þær hafi það markmið eitt að veita fólkinu sem bezta þjónustu. Hvað má það kosta að lækna Jón Jóns- son? Því er bezt að hver svari fyrir sig. Ætli maður að kaupa sér borð eða bíl eða teppi á gólfið hjá séf, setja þeir sér flestir hámarksverð og sé hluturinn dýrari, láta þeir hann vera. En hver segir að hann vilji ekki fjör og heilsu fari hún fram úr ákveðnu verði. Myndi nokkur kjósandi greiða atkvæði móti þingmanni sínum fyrir það, að hann styddi aukið framlag til hjúkrunarkvennaskóla svo að kjósendur hans ættu völ mennt- aðra hjúkrunarkvenna þegar þeir veikjast; eða skyldi nokkur þing- maður þurfa að óttast um þing- sæti sitt þó hann beitti sér fyrir því að spítalar fengju þær greiðslur, sem þeir þurfa til þess að veita þá þjónustu, sem bezt er á hverjum tíma. Hvað stoðaði það manninn, þótt hann eignaðist allan heim- inn, ef hann biði tjón á sálu sinni, stendur í gamalli bók, en ég vil spyrja ykkur, sem mál mitt heyrið, hvers virði er allur ver- aldarauður, þeim, sem misst hef- ur heilsu eða líf? Gott aff vera tryggffur Það er gott að vera tryggður, en það má gera of mikið af öllu. Það er engum holt að vera tryggð ur 100%, hitt er öllum betra að hver beri nokkurn skaða af sínu tjóni. Forfeður okkar á söguöld vissu þetta. Þeir höfðu samtryggingu á bústofni og húsum og segja mér fróðir menn, að ekki muni sagnir af öðrum tryggingum eldri, á Norðurlöndum a. m. k. þeir bættu engum meira en hálfan skaða. Á Þýzkalandi mun vera einna lengst reynsla af sjúkratrygging- um, þær voru orðnar almennar þar fyrir aldamót. Takmak þeirra og leiðarljós var að spara, líkt og nú sýnist vera að endurtaka sig á Englandi. Risu upp í kringum þær skrifstofubákn með feiki- legri skipulagningu og botnlausri skriffinnsku. Var svo komið fyrir stríð, að læknar trygginganna þar í landi þurftu að sinna svo mörg- um sjúklingum ef þeir áttu að hafa ofan af fyrir sér, að með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.