Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNTlLJfilÐ Fimmtudagur 14. jan. 1960 — Úranus fundinn Framh. af bls. 1. snérist nagandi kvíði og óvissa upp í einlægan fögnuð og til- hlökk-un til heimkomu ástvina, frænda og vina. 490 mílur frá Reykjanesi Það var flugvél frá varnarlið- inu, sem fann skipið kl. 16.45 í gær, en með henni voru tveir menn frá Landhelgisgæzlunni, Guðmundur Kærnested og-Guð- jón Jónsson. Var skipið þá um 195 mílum á eftir Þormóði goða, statt á 57,58 gr. norður breiddar og 33,45 gr. vestur lengdar. Voru loftskeytatæki skipsins í ólagi, en skipverjar gáfu merki um að allt væri í lagi, og óskuðu ekki að- stoðar. tTranus var siðdegis í gær, er hann fannst, í norðurjaðri storm svæðisins á þessum slóðum, en þaðan og heim var hæg austan- átt. Mun skipið hafa verið ca. 490 mílur frá Reykjanesi og kem ur væntanlega heim á föstud. eða laugardag. Leitað of vestarlega Er skipið fannst, hafði ekki náðst samband við það í hátt á þriðja sólarhring. Kl. 22.30 á sunnudagskvöld hafði Þormóður goði samband við Oranus, en þá voru bæði skipin komin á heim- leið af Nýfundnalandsmiðum. Veður fór þá vaxandi, komin 10 —11 vindstig. Er Þormóður goði náði ekki sambandi við Úranus á mánudag, var loftskeytastöðinni tilkynnt um það og bandaríska strand- gæzlan og kanadíski flugherinn beðinn um aðstoð. Hófu strand- gæzluskip og síðan flugvélar leit- ina, en leitarskyggni fyrir flugvél ar var slæmt. Var leitað miklu vestar en togarinn reyndist vera, þar eð fyrst og fremst var svipazt um eftir honum þar sem síðast hafði til hans heyrzt. Hafði Úran- us lagt að baki meira en helming leiðarinnar heim síðdegis í gær. Flugvélar á leið yfir hafið höfðu einnig hlustað í loftskeyta tæki sín, og Hekla, flugvél Loft- leiða var búin að búa sig undir að leggja lykkju á leið sína og svipast um eftir Úranusi í gær. Skipshöfnin á Úranusi Helgi Kjartansson, skipstjóri, Holtsgötu 22. Jóhannes Sigurbjörnsson, 1. stýrimaður, Víðimel 23. Ægir Egilsson, 2. stýrimaður, Stangarholti 16. Viggó E. Gíslason, 1. vélstjóri, Mávahlíð 24. Sveinbjörn Heigason, 2. vélstj., Mánagötu 19. Hlöðver Magnússon, 3. vélstj., Knoxbúðum E-22. Þórður Jónasson, loftskeyta- maður, Nökkvavogi 3. Hálfdán Ólafsson, 1. matsv., E .rgstaðastræti 45. Ægir Gis'ason, 2. matsveinn, Skúlagötu 64. Einar Sigurðsson, kyndari, Múlabúðum 20. Þorbjörn Friðriksson, kyndari, Vesturgötu 26. Kristinn Guðmundsson, báts- maður, Ásgarði 53. Birgir Egilsson, netamaður, Stangarholti 16, bróðir Ægis, 2. stýrimanns. Haraldur Ragnarsson, neta- maður, Snorrabraut 40. Joachim Kaehler, þýzkur mað- u til heimilis í Þjóðminjasafns- byggingunni. Hreiðar Einarsson, háseti, Barmahlíð 37. Óiafur Jónsson, háseti, Stykk- ishólmi. Pétur Hraunfjörð, háseti, Heimahvammi, Blesugró-f. Sigurður Jóhannsson, háseti, Bakkag. 2. Halldór Magnússon, háseti, Mel, Breiðk.oltsveg. Hörður ívarsson, háseti, Vest- urgötu 26A. Agúst Guðjónsson, háseti, Ak- urgerði 3. Bræðurnir Guðm indur og ívar Steindórssynir, Teigi, Seltjamar- nesi. Júrgen Scheffer, háseti, Lauga veg 68. Uwe Eggert, háseti, Seiás 6. Konrad Braun, *.il heimilis í Aachcen, l -Þýzkalandi. Elinborg Egill Ég varð vonlaus, en svo birti yíir heimilinu J y* NA /5 hnútar | y/ SV 50 hnútar ¥ Snjókoma 9 06 i 7 Skúrir fC Þrumur WSs. Kuldaskil Hifaski/ H Hai L Laqi | Á ÚRANUSI eru tveir bræður, Ægir, annar stýrimaður og Birg- ir netjamaður Egilssynir. For- eldrar þeirra Elinborg Jónsdóttir og Egill Þorsteinsson búa í Stang arholti, með 11 ára syni. Frétta- maður Mbl. heimsótti þau í gær- kveldi. Við báðum Ólaf Björns- son loftskeytaminn á Úranusi, að verða okkur samferða, hann þekkir þau hjón mætavel. Það fór heldur ekki fram hjá okkur, þegar við komum í dyrnar hjá þeim Elinborgu og Agli: Gaf mér nýja von. — Nei, ert það þú, elsku Óli minn! Mikið varstu góður að segja þetta í blaðinu í morgur., það gaf mér nýja von, sagði Elin- borg og faðmaði hann að sér. Það var margt um manninn á heimilinu, vinir og kunningjar voru komnir þar til að samfagr.a hjónunum, óttinn og kvíðinn hafði breytzt í innilegan fögnuð foreldranna, fögnuð, sem enginn getur lýst. — Við höfðum þá hér um jólin, fyrstu jólin í fimm ár, sem Ægir er heima, sagði Elinborg. Það var mjög ánægjulegt. Alltaf huggun í einhverju. — En þegar við fengum frétt- irnar í gær, þegar hringt var í okkur, þá varð ég vonlaus, strax. Hœgviðri um allt land Á KORTINU í dag eru dregn- ar jafnþrýstilínur fyrir fimmta hvern millibar, en undanfarið hafa verið dregnar línur fyrir tíunda hvern. Eru línurnar á kortinu því mun þéttari en vant er. í grennd við ísland er þó mjög langt á milli línanna og kemur það heim við hægviðrið, sem hér ríkir. Hins vegar er lægð við Nýfundnaland og umhverfis hana eru línurnar mjög þétt- ar á kafla, enda er þar A- og SA-hvassviðri og stormur. A Nýfundnalandi og Labra dor var 5 stiga frost með nokk urri snjókomu, hins vegar 8 stiga hiti á Suður-Grænlandi og 6 stiga hiti á veðurskipinu Alfa. Um austanverðar Bret- landseyjar var nokkurt frost i gær og snjókoma og í Dan- mörku og Suður-Svíþjóð 5— 10 stiga hiti. Víðáttumikil lægð yfir vest- anverðu Atlantshafi, en hæð yfir Grænlandi, íslandi og Norðurlöndum. Við suður. og vesturströnd íslands var hiti um frostmark í gær, en talsvert frost í inn- sveitum á NA-landi, mest 10 stig á Möðrudal. Veðurhorfur kl. 22: SV-mið: A-gola, léttskýjað, þýðviðri. SVland-SA-land, Faxaflóamið til SAmiða: Breytileg átt og hægviðri, víðast léttskýjað og vægt frost. Ég ekki lýst því, hvenig það var. En ég fór samt að hugsa. Það eru svo margar gleðistundi-: í lífinu, sem manni sést yfir og sér ekki fyrr en eftirá. Við eigum 3 syni og ég er stundum áhyggiu- full yfir því, að þeir séu tveir á sama skipinu. En þeir eru svo samrýmdir að mér finnst, að þó eitthvað kæmi fyrir, þá væri samt sem áður gott, að þeir væru saman. Maður finnur allcaf huggun í einhverju. — Þú getur ekki ímyndað þér hvað gleðin varð mikil hjá okk- ur, þegar hringt var um sex- leytið í kvöld og okkur sögð tíð- indin. Það birti yfir heimilinu, það varð eins og það hefur aldrei verið áður. Héldu í vonina — Já, ég vil biðja þig að bera öllum þeim, sem hugsað hafa til okkar, kveðju og þakklæti sagði Egill. Við vorum vonlaus, en nú hefur þetta breytzt, vonarneist- inn kom eftir viðtalið við hann Ölaf í Morgunblaðinu í morgun. Ég veit að það lyfti okkur öllum upp. Hún Hildur, konan hans Helga skipstjóra, hringdi líka og sagði: Nú skulum við bara standa saman og halda í vonina. Það var Ölafi að þakka — og ég fór í vinnuna. Og nú hefur birt yfir öllu. Það er sá 13. í dag, það getur enginn haft vantrú á töl- unni 13 eftir þetta. Pinay rekinn París, 13. jan. — (Reuter). —. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Frakk- lands, Antoine Pinay, tilkynnti í dag eftir fund með de Gaulle forseta, að hann væri að láta af störfum sem ráðherra. Kvaðst hann ekki hafa sagt embættinu upp, en væri að bíða eftir opin- berri tilkynningu ríkisstjórnar- innnar um uppsögn. Seinna var svo gefin út til- kynning þess efnis að de Gaulle hefði sagt Pinay upp vegna cil- mæla frá Debre forsætisráð- herra. Fyrst var álitið að Pinay hefði sagt upp embætti sínu, en hann sagði í viðtali við blaða- menn: „Þeir hlaða á sig lofi, en óska eftir að ég fari.“ Þá sagði Pinay að hann hefði afneitað til- boði um annað embætti innan ríkisstj órnarinnar. Yfirbankastjóri Frakklands- banka, Wilfrid Baumgartner, átti seinna fund með de Gaulle og tilkynnti blaðamönnum að hann hefði samþykkt að verða fjár- málaráðherra. — Baumgartner kvaðst hafa tekið embættið að sér af skyldurækni, en ekki með neinni ánægju. Ríkisstjórnarfundur er á morg un og er búizt við að þá verði gefin út opinber tilkynning um breytinguna. Háttsettnr komm- únisti lækkar í tign MOSKVA, 13. jan. (Reuter). — Einn háttsettasti foringi rúss- neskra kommúnista, Alexei Kirichenko, hefur verið skipað- ur yfirmaður flokksdeilda komm únista í Suður-Rússlandi. Blað flokksins, Pravda, skýrir frá þessu í dag í mjög stuttri til- kynningu. Ekkert er frá því greint, hvort Kirichenko hefur látið af starfi sem framkvæmda- stjóri miðstjórnar kommúnista- flokks Sovétríkjanna, eða hvort hann hefur gengið úr fram- kvæmdanefnd flokksins. En þess er lauslega getið að Kiriohenko eigi að stjórna flokksdeildinni í Rostov, sem er mikilvæg hafnarborg og iðnaðar borg við Asovshaf í Suður-Rúss- landi. En svo virðist sem Kiri- chenko hafi lækkað stórlega í tign án þess að skýring sé á því gefin. Bandaríkin vilja við- halda efnahagssam- starfi við Evrópu PARÍS, 13. jan. — (Reuter). — I í dag hófst í París efnahagsmála- j ráðstefna Atlantshafsrikjanna. j — Hófust fljótlega umræður um tillögur bandaríska fulltrúans Douglas Dillons um frjálsari við- skipti og aukna efnahagsaðstoð við fátæk lönd. Það felst í tillögu Dillons, að Bandaríkjunum og Kar.ada verði gert kleift að taka áfram þátt í efnahagssamstarfi við Evrópu- ríki, þrátt fyrir skiptingu Er- rópuríkja í markaðsbandalag og fríverzlunarsvæði. Það er skoðun bandarísku stjórnarinnar, að nú hafi orðið svo miklar framfarir í efnahags málum Evrópu, að kominn sé tími til þess, að Evrópuríkin felli niður innflutningshöft og tolla á vörum frá Bandaríkjun- um. Geri Evrópuríkin það ekki má búast við að Bandaríkin yrðu að setja sams konar hörnlur á innflutning varnings frá Evrópu. Leggur Douglas Dillon til, að sett verði á fót þriggja manna „vitringanefnd", sem rannsaki og geri tillögur um hvernig halda megi áfram samstarfi allra Atlantshafsþjóðanna í efnahags- málum. Enska bikar- keppniu í GÆRKVÖLDI fóru fram 5 leik ir í ensku bikarkeppninni og urðu úrslit þessi: Sunderland — Blackburn Wolverhampt. — Newcastle 4—2 Huddersfield — West Ham 5—1 Arsenal — Rotherham 1—1 Bolton — Bury 4—2 Þá er aðeins einum leik úr þriðju umíerð ólokið en það er leiknum milli Arsenal og Rother ham. Mun sá leikur fara fram í Sheffield n. k. mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.