Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtnrlno'iir 14 ían T960 TIÐINDAMABUR Mbl.* frétti aS farþegarnir á flugvél Air Jordan, sem nú dveljast á flugvallarhótelinu á Keflavík urflugvelli, væru á heimleið úr pílágrímsför til landsins helga. Þar sem það er gamall og góffur íslenzkur siður að spyrja langferðamenn tíðínda þá brá fréttamaðurinn sér á fund fararstjóra pílagrím- anna og spurði hann frétta af ferðalaginu. — Fararstjórinn, séra Hoffmeister, er þjónandi prestur við söfnuð Prestbyt- era í bænum Merced í Mið- Californíu. Honum sagðist frá á þessa leiC: — Við erum í þessum hópi, rúmlega 60, kristnir menn og konur af ýmsum trúarflokk- um. Flestir eru þó Prestbytar- ar eða sjöunda dags Aðvent- istar. Allir eru frá Mið-Cali- forníu, en ég hafði forgöngu um að safna þessum hópi saman í jólaferð til landsins helga. Hin eina Skymaster flugvél Jordaníu á Keflavíkurflugvelli. Búið er að taka skrúfuna af bilaða hreyflinum eins og sést á — Ljósm. myndinni. B.Þ. Tekur föfinni með kristilegri þolinmœði Viðtal v/ð pilagrim á heimleið frá landinu helga Jórdaníustjórn leigði einu Skymastervélina sína Hussein Jórdaníukonungur hefir mikinn áhuga á að heim sóknir kristinna ferðamanna aukist til hinna helgu staða í landi hans. Jórdaníustjórn bauðst því til að leigja okk- ur þessa Skymasterflugvél til ferðarinnar. Við fórum frá Californíu 20. desember og vorum komin til Jerúsalem fyrir aðfangadag. Þar skoðuð- um við okkur um, heimsótt- um m. a. Golgata og gröf Krists, en á jólanóttina vor- um við í Betlehem. — Var ekki mikill mann- fjöldi í Betlehem? — Jú, það minnti mann á atburðinn fyrir nærri 20 öld- um þegar frelsarinn fæddist. Á jólanóttina voru 20 þúsund pílagrímar í Betlehem, en íbúar borgarinnar eru um 120 þúsund. Þegar Kristur fædd- ist voru í Betlehem, auk ferða mannanna, rómverskir her- menn, nú voru það hermenn Jórdaníumanna. Sláandi sam- líking. — Hvernig voru jólin hald- in hátiðleg í Betlehem? — Á aðfangadaginn var guðsþjónusta úti á völlunum, þar sem hirðingjarnir gættu hjarðar sinnar forðum. Á jólanóttina var kaþólsk messa . kirkjunni, sem byggð er yfir gröf Krists, en úti fyrir, í for- garðinum, safnaðist mann- fjöldinn saman og söng jóla- sálma. Þeirri hátíðlegu at- höfn var stjórnað af Prest- býterasöfnuði Betlehemsborg ar. — Nú, ég hélt að Jórdanar væru allir Múhameðstrúar? — Nei, um það bil 25 hundr aðshlutar af þjóðinni er krist- inn: Hinn kristni hluti skipt- istsvo aftur í ýmsa trúar- flokka, svo sem Armensku kirkjuna, sem er fjölmennust, grísk- og rómversk-kaþólska og koptiska kirkjudeildin á þar einnig sína fulltrúa. Mót- mælendur eru fámennari, en nokkrir þeirra eru Prestbýt- erar, og aðrir Lútherstrúar. — Ferðuðust þér víða um á meðan á dvöl yðar stóð þar eystra? Þarna átti ég heima — nú er það annað land — Við heimsóttum flesta hina helgu staði. Þó gátum við ekki farið til Nazaret í Galíleu eða til Kapernaum, því þeir staðir eru í ísrael. Hefðum við farið yfir landa- mærin inn í Xsrael, þá hefð- um við ekki fengið að stíga fæti okkar inn í Jórdan aft- ur. — Er sambúð ísrael og Jórdan virkilega svona slæm? — Landamærin milli þess- ara ríkja eru lokuð og þeirra gætir öflugur hervörður. Á milli varðstöðvanna, sem eru beggja megin landamæranna, liggur autt svæði og hver sá sem stígur út á það á á hættu að verða skotinn, Til Jórdan fá engir Gyðingar að koma, ekki einu sinni „Vitni Je- hova.“ Við urðum að hafa með okkur vottorð um hverr- ar trúar við erum. Eg heim- sótti kristinn Jórdaníumann í Jerúsalem. Hann tók mig út fyrir húsið sem hann bjó í og benti mér á förin eftir byssukúlur ísraelsmanna í veggjunum, úðan benti hann mér á reisulegt hús uppi á hæð þar skammt frá og sagði: „Þarna átti ég heima, þarna er 'g fæddur, en nú er þetta allt saman yfir í ísrael“. Flóttamenn — Urðuð þið varir við flóttamannavandamálið, sem svo mjög hefir verið rætt um blöðum og útvarpsfréttum? — Já, segir séra Hoffmeist- er, fyrir utan Jeríkó, sem er 120 þúsund manna bær, eru flóttamannabúðir sem við heimsóttum. Þar eru 40 þús. flóttamenn frá Israel. Fólkið bjó í skálum, sem stjórnin hefir byggt. Það virtist ekki líða skort, en iðjuleysið er auðvitað óþolandi. Ekkert handa því að gera. Þarna eru skólar fyrir börnin. En svo eru líka flóttamenn, sem ekk ert athvarf eiga. Það fólk líð- ur skort, býr jafnvel í hellis- skútum, er klætt tötrum og vesældarlegt. — Hvernig er viðmót Jórd- ana gagnvart útlendingum? — Þeir voru mjög vingjarn legir, segir séra Hoffmeister. — Já, þeir báðu mann allir að taka sig með til Californíu, jafnvel leigubílstjórarnir vildu fara með okkur líka, segir snaggaralegur maður, einn úr hópi pílagrímanna, sem hefur hlýtt á tal okkar séra Hoffmei-sters og fær sér nú sæti við hliðina á mér. Og hinn nýi sessunautur minn - Tieldur áfram: Ekkert barn? Viltu fjögur af mínum? — Einn úr hópi okkar kom á heimili Jórdana, sem var Múhameðstrúar og átti 4 kon- ur og tólf krakka. Jórdaninn spurði félaga minn hvað hann ætti mörg börn. „Ekkert“, svaraði hann. „Má ég þá ekki gefa þér svo sem eins og fjög- ur af mínum“. — Það hlýtur þá að vera mikil fátækt í landi, þar sem fólk vill gefa útlendingum börnin sín. — Já, segja þeir báðir, fá- tæktina. Leiðsögumenn okkar menningi, mikill stéttamun- ur virðist vera, millistéttin virðist varla vera til, en bil- ið milli auðs og fátæktar ?r stórt. Sumir virðast vera flug ríkir, við sáum nokkur mjög falleg íbúðarhús, en mikið var líka af hreysum, og við máttum ekki ljósmynda fá- tæktina. Leiðsögumenn okkar gættu þess vandlega að við tækjum ekki myndir af hieys um eða tötrumklæddu fólki. Túristalögreglan var líka alls staðar þar sem við fórum. — Túristalögreglan, hvað er nú það? — Það eru lögregluþjónar, sem sérstaklega eiga að leið- beina ferðamönnum. Þeir tala ensku og við vorum alltaf að rekast á þá. Þeir voru afar hjálplegir, ef svo bar undir, en þeir ráku líka börn og ungl inga frá okkur. Sögðust vera að vernda okkur fyrir betlur- um. Annars fengum við að fara frjálsir ferða okkar. Mig langaði til að taka myndir á markaðstorginu í Jerúsalem. Fylgdarmaður minn bannaði mér að mynda búð þar sem kjötið hékk á nöglum og var svart af flugum. Hann leit- aði unz hann fann búð lagða hvítum glerflísum eins og I Californíu.Hana mátti ég ljós- mynda. Eg er hræddur u-m að ljósmyndirnar okkar gefi ekki rétta hugmynd um lífið í Jórdan, þegar við förum að sýna þær heima. Ekki efni á að fá vara- flugvél — Og nú eruð þér á heim- leið? — Já, við skruppum aðeins til Cairó, sáum pýramídana, síðan héldum við heim um Amman, þar sem nokkri-r okk ar fengu að tala við Hussein konung. Þaðan var haldið til Aþenu, Rómar og Parísar og höfð stutt viðdvöl á hverjum stað, nema í París, þar töfð- umst við í fjóra daga vegna vélarbilunar. Jórdan á bara þessa einu Skymasterflugvél, en þeir ætla að kaupa DC-6 og eru að þreifa fyrir sér um erlend lán, en það hefir víst ekki gengið vel. Landið er svo fátækt. Við verðum því að bíða hér í Keflavík þar til flugvélin hefir verið send til Kaupmannahafnar og skipt hefir verið um hreyfil. Þeir hafa ekki efni á að leigja aðra flugvél með okkur. Eg kveð séra Hoffmeister og þakka honu-m fyrir viðtal- ið. Á leiðinni niður stigann hugsa ég að hér hlýtur að vera sannkristinn maður á ferð. Fjögra daga vélarbilun í París, guð veit hvað löng bið í Keflaví-k og ekki eitt ein- asta hnjóðsyrði í garð Jórd- an — Air of The Holy Land. — B. Þ. 9&&&&£ Fyrsta þotan af 75 ÞETTA er fyrsta Super Sabre þotan af 75, sem Bandaríkjamenn flytja frá bækistöðvum sínum í Frakklandi til Bretlands. Mynd- in var tekin, þegar þotan lenti í Bretlandi í fyrri vikiu, en þá voru fluttar liðlega 20 þotur. Eins og myndin sýnir notar þotan fallhlíf til þess að draga úr ferðinni. Þessar þotur geta sem kunnugt er flutt kjarnorkuvopn. Þær hafa verið staðsettar í Frakklandi, en vegna ágreinings milli Frakka og Bandarikjamanna verður nú all- ur flotinn fluttur til Bretlands. Frakkar kröfðust þess að fá stjórn yfir kjarnorkuvopnabirgð- um flugvélanna, en það stríðir gegn bandarískum lögum um stað setningu „kjarnorkuflugsveita" erlendis. Lauslega er áætlað, að kjarnorkavopnabirgðir þessara flugvéla í Frakklandi hafi verið um 12.000 sinnum öflugri en kjarnorkusprengjan, sem varpað var á Iliroshima. Þoturnar fluttu ekki sjálfar vopnabirgðirnar með sér til Bretlands, því þær verða fluttar í stórum flutningaflugvél- um. — Bandaríkjamenn höfðu fyr ir í Bretlandi flugsveitir, sem búnar eru sams konar vopnum og talið er, að með viðbótinni frá Frakklandi nemi birgðirnar í Bretlandi 500 sprengjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.