Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 14. jan. 1960
M f)Jt CTrNfíLAÐlÐ
15
Endurskoðun iðnaðarlaga —
fræðsla iðnverkafólks
fslenzkur verksmiðjuiðnaður
býr í dag við yfir 30 ára gömul
og að mörgu leyti úrelt laga-
ákvæði. Þegar lögin voru sett
höfðu iðnaðarmenn þegar hasl-
að sér myndarlega völl í at-
vinnulífi þjóðarinnar. Var lög-
gjöfin um iðju og iðnað sett fyrir
atbeina þeirra og fyrst og fremst
við það miðuð að tryggja fag-
lærðum iðnaðarmönnum viss
réttindi í grein þeirra. Ákvæði
þessi eru þó einnig sett til þess
að almenningur, sem nýtur
þjónustu' iðnaðarmanna, geti
treyst því, að þau séu faglega af
hendi leyst. Þegar lögin voru sett
átti verksmiðjuiðnaðurinn engin
samtök hliðstæð samtökum iðn-
aðarmanna og gætti sjónarmiða
hans því lítið við setningu lag-
anna, enda verksmiðjuiðnaður-
inn þá á bernskuskeiði. Síðan
hafa orðið geysimiklar framfarir
og þróun bæði í verksmiðjuiðn-
aði og hjá iðnaðarmönnum, sem
æ meira taka vélvæðingu í þjón-
ustu sína. Verksmiðjuiðnaðurinn
byggist á fjöldaframleiðslu fyrir
óþekktan markað, en einnig á
sérhæfni og kunnáttu starfs-
mánna sinna, iðnverkafólks. Nú-
verandi iðnaðarlöggjöf stendur
framþróun í verksmiðjuiðnaði að
ýmsu leyti fyrir þrifum. Fyrir
rúmum áratug var löggjöfin
endurskoðuð og var frumvarp til
nýrra iðnaðarlaga lagt fyrir
Alþingi árið 1952. Samkomulag
náðist þá ekki um málið, m. a.
vegna ágreinings milli verk-
smiðjuiðnaðarins og iðnaðar-
manna um ýmis ákvæði þess.
Hjá því verður ekki komizt að
taka mál þessi upp að nýju og
leysa þau á þann hátt að báðir
aðilar megi vel við una. Á und-
anförnum árum hafa stöðug
málaferli staðið um takmörk
verksmiðju- og handiðnaðar öll-
um aðilum til ama en engum til
góðs.
Þá þarf löggjafinn einnig að
taka til athugunar fræðslu iðn-
verkafólks og menntun verk-
stjóra í verksmiðjuiðnaði. Slík
fræðsla myndi auka afköstin í
iðnaðinum og bæta gæði fram-
leiðslunnar, vera neytendunum
til hagsbóta og auka á sam-
keppnishæfni iðnaðarins.
Hagnýting náttúruauðæfa —
stóriðnaður
Undanfarin ár hefur mikið
verið rætt og ritað um nauðsyn
þess að gera atvinnulíf þjóðar-
innar fjölbreyttara og efnahags-
afkomuna þar . með öruggari.
Hefur í þessu sambandi einkum
verið rætt um hagnýtingu ónot-
aðra náttúruauðæfa landsins,
sem fyrst og fremst eru orku-
möguleikar í formi vatnsafls og
jarðhita. Ýmsar vísindalegar at-
huganir og rannsóknir hafa verið
gerðar, en minna hefur orðið úr
framkvæmdum en skyldi. Augu
manna hafa þó æ betur opnazt
fyrir þeirri staðreynd að ótryggi-
legt er að byggja lífsafkomu
þjóðarinnar í eins ríkum mæli og
verið hefur á atvinnuvegum, sem
svo mjög eru háðir duttlungum
náttúruaflanna. Við verðum á
hinn bóginn að gera okkur Ijóst
að verulegt átak á sviði stóriðn-
aðar verður ekki gert nema með
aðstoð erlends fjármagns og
þarf að vinda bráðan bug að því
að setja löggjöf, sem gerir það
kleift, að erlent einkafjármgan
fáist hér til framkvæmda og
atvinnuuppbyggingar. Áætlað er,
að nú séu virkjuð um 3% af
virkjanlegu vatnsafli á Islandi og
svipaður hundraðshluti hagnýtt-
ur af jarðhitanum, enda þótt
mjög erfitt sé að gera áætlanir
þar um. Undir skynsamlegri hag-
nýtingu þessara virkjunarmögu-
leika er það ef til vill komið,
hvort íslendingar geta orðið
hlutgengir aðilar að efnahags-
samstarfi V-Evrópuþjóðanna í
framtíðinni, en verði ekki ölm-
usuþjóð á framfæri þeirra af
hernaðarástæðum.
Lokaorff
Nú standa fyrr dyrum róttæk-
ar ráðstafanir í efnahagsmálum
þjóðarinnar. I sambandi við þær
ráðstafanir er mikilsvert að tek-
ið verði tillit til iðnaðarins og
honum gefið svigrúm til þess að
laga sig að breyttum aðstæðum
jafnframt því, að gerðar verði
sérstakar ráðstafanir til eflingar
hans með auknum lánamöguleik-
um og með lagfæringu á þeim
málum, sem standa í vegi fyrir
framþróun hans.
íslenzka þjóðin er fátæk af
fjármagni. Það er þess vegna
mjög mikilvægt að fjármagni
því, sem þjóðin sparar saman til
fjárfestingar eða fær lánað í því
skyni sé varið á hinn hagkvæm-
aeta hátt fyrir þjóðarheildina.
Hér á landi hafa stjórnvöldin
róðið meiru um það en í flestum
lýðræðislöndum í hvaða farvegi
fjárfestingin hefur fallið. Þetta
vald hefur ekki verið notað af
nægilegri framsýni og víðsýni.
Þess vegna ber að stefna að
meira frelsi í efnahagslífinu, en
bæta jafnframt fyrir misgerðir
fyrri ára.
Mesta hagsmunamál þjóðarinn
ar í dag er, að eínahagslífinu
verði komið í skynsamlegt horf
og síðan hafizt handa um hag-
nýtingu á náttúruauðæfum lands
ins og framkvæmdirnar miðaðar
við það eitt hvaða möguleika
þær bera í skauti sínu til bættra
lífskjara fyrir þjóðarheildina. Ef
þetta verður gert þarf engu að
kvíða um framtíð iðnaðarins.
Soffía Jónsdóttir
Minningarorð
SOFFÍA Guðrún Jónsdóttir, var
fædd 7. júlí 1873, að Syðri-Ey á
'Skagaströnd. Hún lézt að heimili
sínu, Flókagötu 6, fimmtudaginn
7. þ. m.
Soffía var dóttir hins þekkta
atorkumanns, Jóns Jasonarsonar,
sem bjó á Syðri-Ey og víðar, en
lengst var veitingamaður á Borð-
eyri, og fyrstu konu hans, Ás:,u
Maríu Ólafsdóttur frá Vatns-
enda. Hún dó á bezta aldri, fra
4 börnum og var Soffía þá að
eins 5 ára gömul. Eftir andlát
móður sinnar fór Soffia, ásamt
yngsta bróður sínum í fóstur að
Gilsstöðum í Vatnsdal, til föður-
systur sinnar og manns hennar,
Magnúsar Steindórssonar, sem
síðar bjuggu stórbúi að Hnausum.
Ólst hún upp að mestu leyti hjá
þeim hjónum, Guðrúnu og Magn-
úsi, en var þó um tíma hjá vina-
fólki í Rúfeyjum á Breiðafirði.
Þrettán ára gömul fór Soffía aft-
ur heim til föður síns, sem þá
var orðinn veitingamaður á Borð-
eyri. Var hún þar á eftir á veg-
um föður síns, sem lét sér mjög
annt um hina gáfuðu og glæsilegu
dóttur, sem og öll börn sín. Voru
miklir kærleikar með Soffíu og
föður hennar. Hún fékk mein
menntun en þá var algengt, og
var t. d. í skólum, í Ytri-Ey, hjá
frú Elínu Briem og síðan í
Kvennaskólanum hér í Reykja-
vík og lauk þaðan prófi með
prýði.
Árið 1897 giftist hún ágætis-
manninum Sigurbjarna Jóhann-
essyni, sem um allmörg ár var
verzlunarstjóri á Hvammstanga,
en til Reykjavíkur fluttu þau
hjón árið 1910, og síðan hefur
heimili Soffíu verið í Reykjavík.
Sigurbjarni dó 1947. Þau hjónin
eignuðust 3 börn, sem öll eru á
lífi. Auk þess ólu þau upp dótt-
ur dóttur sína, sem'sitt eigið barn
og dóttur dóttur dóttir ólst upp
á heimili hennar. Voru þessar
súlkur augasteinar ömmu, sem
lét sér annt um þær, sem sín
eigin börn. Sonarbörn hennar
voru henni einnig mjög kær, enda
þótt þau ælust ekki upp á heim-
ili hennar. Loks skal þess getið*
að Soffía og Sigurbjarni höfðu ofl
á heimili sínu, um lengri og
skemmri tíma, vini og vanda-
lausa, sem hjálpar þurftu, og vat
þeim veitt sartia umönnun og
atlæti, sem heimafólki.
Eins og sjá má af þessu stutta
yfirliti, ól Soffía barns- og þroska
árin í stórbrotinni náttúru en
einnig fagurri og blíðri. Finnst
mér Soffía hafa hlotið að erfðum
þessi einkenni, enda unni húrt
æskustöðvunum til hinztu stund-
ar. Þó að Soffía nyti ekki sinnar
góðu móður, nema stutta stund,
naut hún samt mikils ástríkU
fósturforeldra sinna, Guðrúnár og
Magnúsar, og einnig var hún
borin á vinahöndum í Rúfeyjum.
Framhald á bls. 23.
4
LESBÓK BARNANNA
Njáishrennu og hefnd Kára
91. Ifvorugur þeirra félaga
varð sár á fundinum, en þeir
voru allir sárir, er undan
komust. Hlupu þeir þá á
hesta sína og hleyptu út á
Skaftá, sem mest máttu þeir,
og urðu svo hræddir, að þeir
komu hvergi til bæja, og
hvergi þorðu þeir að segja
tíðindin. Þeir Kári æptu að
þeim, er þeir hleyptu undan.
Þegar þeir komu til Svína-
fells, var Flosi ekki heima.
öllum þótti þeirra ferð in
svívirðilegasta.
92. Kári spurði Björn*
„Hvað skulum við nú til
ráða taka?“
Björn svaraðí: „Hvort þyk-
ir þér undir því mest, að við
séum seni vitrastir?"
„Já“, sagði Kári, „svo er
víst“.
„Þá er skjótt til ráða að
taka“, segir Björn, „við skul-
um ginna þá alla sem þursa,
og skulum við láta sem við
munum ríða norður á fjall,
en þegar leiti ber á milli, þá
skuium við snúa ofan me®
Skaftá og felast þar, sem okk-
ur þykir vænlegast, meðan
leitin er seni áköfust, ef þeir
ríða eftir“.
Kári mælti: „Svo munum
við gera, og hafði ég þetta
ætlað áður“.
93. Þeir Kári riðu nú ofan
með Skaftá og léttu eigi fyrr
en þeir komu í Mcðalland og
á mýri þá, er Kringlumýri
heitir, þar er hraun allt um-
hverfis.
Björn gætti hestanna, en
Kári lagðist niður og svaf
allskamma stund, áður en
Björn vakti hann.
Björn mælti: „Allmjög
þarft þú þó mín við. Myndi
sá nú hafa hlaupist í braul
frá þér, er eigi væri jafn vel
hugaður sem ég er, því að nú
ríða liér óvinir þínir að þér,
Og skalt þú svo við búast“.
Kári gekk þá undir hamra-
skúta nokkurn.
Björn mælti: „Hvar skal ég
nú standa?“
Kári svarar: „Tveir eru nú
kostir fyrir höndum. Sá er
annar, að þú standir að baki
mér og hafir skjöldinn að
hlífa þér með, ef þér kcmur
hann að nokkru gagnl. Ifinn
er annar, að þú stígir á hest
þinn og ríðir undan, sem þú
mátt mest“.
„Það vil ég eigi“, sagðl
Björn. „Vera kann, að nokkr-
ar skæðar tungur taki svo til
orða, að ég renni frá þér fyrir
hugleysi, ef eg ríð á braut.
Vil eg þvi heldur standa hjá
þér og verjast með þér“.
4. árg. ★ Ritstjóri: Kristján 3. Gunnarsson ★ 14. jan. 1960.
Rautt Ijós
Loksins var hann þó kom
inn alla leið og það var
sannarlega á síðustu
stundu. Lestin brunaði
nær og nær og ljós henn-
ar urðu stærri og stærri,
þar til honum fannst þau
ætla að blinda sig.
í skyndi losaði hann af
sér rauðu treyjuna og
sveipaði henni yfir sterkt
ijósið í luktunni. Hann
fann hvernig honum hitn
aði af gleði og nýrri von,
þegar hann sá, að ljósið
varð rautt. Hann hafði
búið til rautt ljós —,
hættumerki —, stöðvun-
arljós fyrir járnbrautar-
lestir. —
Nú hafði hann gert allt
sem í hans valdi stóð, og
hann beið milli vonar og
ótta. Skelfingin nísti
hann, þeger lestin þaut
framhjá, án þess séð yrði,
að hún hægði nokkuð á
ferðinni. Honum fannst
hann dofna upp, hann gat
varla haldið sér uppi í
staurnum lengur og tárin
fóru að brjótast fram.
Svo var athygli hans
aftur vakin og hann hlust
aði af öllum lífs og sálar
kröftum. Var það blekk-
ing —, eða hvað? Hægði
lestin á sér? Og svo —,
allt í einu kváðu við sker
andi hemlahljóð, lestin
hafði stöðvast.
Gleðin gagntók hann,
gleði og ósegjanlegur létt
ir. Á svipstundu renndi
hann sér niður staurinn
án þess að hirða um
skrámur og fleiður.
Rauðu treyjuna skildi
hann eftir í flýtinum.
Hugurinn bar hann
hálfa leið, þegar hann
hljóp eftir brautarspor-
inu, til lestarinnar og
bílsins.
Hann langaði til að
steypa sér kollhnís af
tómri gleði, er hann sá,
að lestin hafði numið
staðar, aðeins sex til tíu
metra frá bílnum.
Skömmu síðar voru all
ar sorgir gleymdar, kvið-
inn og hræðslan rekin á
flótta. Föður hans hafði
verið bjargað út úr bíln-
um og sem betur fór var
hann ekki meira meiddur
en svo, að hann gat haltr-
ast fram og aftur meðart
bíllinn hans var réttur
við. Bíllinn var að vísu
dálítið skemmdur, en auff
velt var að lagfæra það.
Egill fór dálítið hjá
sér, þegar lestarstjórinn
gekk til hans og skrifaði
hjá sér nafn hans og
heimilisfang.
„Það eru fleiri en faðir
þinn, sem þú Kefur bjarg
að úr bráðri hættu í dag,
drengur minn“, sagði
hann um leið og hann
stakk minnisbókinni í
vasann.
„Þú færð áreiðanlega
viðurkenningu frá járn-
brautarfélaginu áður en
langt um líður“, bætti
hann við.
Og svo stóð þá pabbi
hans fyrir framan hann
og rétti fram hendina.
„Þakka þér fyrir, Egill,
I ég vissi, að þú mundir
j ekki bregðast“, sagði
i hann.
Það var eitthvað í svip
hans og handtaki, sem
varð til þess, að Egill
fékk kökk í hálsinn.
„Ég vissi, að ég mátti
ekki bregðast“, sagði
hann lágt og þrýsti hönd
föður síns.
Knud Múrer.