Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. 'Jan. 1960 ■CTtg.: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands I lausasölu kr. 2.00 eintakið TRAUSTARI GRUNDVÖLLUR núverandi ríkisstjórn er nú að undirbúa, er einmitt sá að skapa þennan grundvöll. Því fer víðs fjarri að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að Islend- ingar skuli aldrei taka erlend lán. Það er þvert á móti skoð- un stjórnarflokkanna að þessi litla þjóð geti ekki án þess verið að taka erlend lán til uppbyggingar bjargræðisveg- um sínum. En vegna óreið- unnar í efnahagsmálum okk- ar, er nú þannig komið, eins og áður er getið, að slík lán eru ekki fáanleg. Viðreisnarráðstafanir nú verandi ríkisstj. munu því hníga að því að skapa hér heilbrigt efnahagsástand, sem endurreisi lánstraust þjóðarinnar út á við, þann- ig að hún geti fengið er- lent fjármagn til arðber- andi framkvæmda. Hins- vegar verður þjóðin að leggja áherzlu á það að miða lífskjör sín frá degi til dags og ári til árs við j arðinn af sinni eigin fram-, leiðslu. Við eigum því ekki að j meginstefnu til, að taka er- lenS lán til hinnar daglegu eyðslu okkar sjálfra. Undir henni á framleiðsla okkar ein að standa. Hið erlenda lánsfé j ber að nota til þess að efla framleiðsluna, hagnýta auð-, lindir landsins og gera bjarg- ræðisvegi landsmanna sem i færasta um að fullnægja | kröfum fólksins um góð og batnandi lífskjör. Takmark viðreisnar- ráðstafananna Þetta er í raun og veru kjami málsins. Þetta er tak- mark þeirra viðreisnarráð- stafana, sem nú er verið að, undirbúa með það fyrst og ( fremst fyrir augum að bægja | þeim hættum frá dyrum þjóð arinnar, sem nú ógna afkomu j öryggi hennar í nútíð og fram , tíð. Ef þjóðin neitar að horf- , ast í augu við þessar hættur, hlýtur hún að leiða yfir sig hrun og stórfelld vandræði. Ef núverandi ríkisstjórn léti undir höfuð leggast að gera raunhæfar ráðstafanir til þess að skapa jafnvægi í íslenzk- um efnahagsmálum, hefði hún gersamlega brugðizt skyldu sinni við þjóðina. Hún hefði þá einnig fyrirgert öllu trausti sínu meðal hennar. Ofnotkun penicillins FYRIR skömmu varði danski skurðlæknirinn Jörgen Staun doktorsritgerð við Kaupmanna- hafnarháskóla. — Fjailaði hún einkum um athuganir, sem hann hefir gert á sambandi milli áhrifa penicillins og annarra antibiotiskra lyfja og ónæmis. — Helztu niðurstöður þessara rann- sókna eru þær, eins og and- mælandinn við doktorsvörnina, prófessor dr. med. H. C. A. Las- sen, sagði — að það tíðkast nú yfirleitt að nota penicillin og önnur slík lyf til þess að vinna bug á sjúkdómum — með skjót- um hætti, að möguleikar lík- amans til að mynda mótefni og öðlast ónæmi gegn sjúkdómin- um eru miklu minni en áður. Stærsta Ijósaauglýsing i heimi Fyrir skömmu kallaði Ford-/ Sféiagið í Dearborn í Banda-/ vríkjunum umboðsmcnn sína i) ' Kómönsku Ameríku til skrats) og ráðagerða í höfuðstöðvun- 'um. — Við lok fundarins var( ) það gert til gamans — og/ )auðvitað í auglýsingaskyni() ) jafnframt — að búa til á fram- , hlið Ford-byggingarinnar, sem) er að mestu úr gleri, stærstux ' Ijósaauglýsingu í heimi — eðaO )ættum við kannski heldur aðO )segja „skuggaauglýsingu“? ) Þetta var nefnilega gert/ , þannig að slökkt var í viss- um herbergjum byggingarinn- ar, þannig að hinir myrkv- ' uðu gluggar mynduðu orðiðO ) F O R D þvert yfir alla fram-( l hliðina, sem er 175 metra löng., )Á hæð voru stafirnir rúmir 40; . metrar. Þetta á t.d. við um taugaveiki, sagði próf. Larsen, en það er nú orðið allalgengt, að menn smit- ist oftar en einu sinni af sjúk- dóminum — miklu algengara en það var, áður en hin nýju lyf komu til sögunnar. — Prófessor Lassen deildi hart á þá stefnu, að allt þurfi að lækna, eins og hann komst að orði. — Fólk fær yfirleitt ekki lengur tækifæri til að láta sér batna af sjálfu sér, ef ,svo mætti segja. Og þó er það líklega ranglega að orði kom- izt — því að í flestum tilfellum er það fólkið sjálft, sem krefst þess, að læknirinn gefi því anti- biotisk lyf — þótt þess gerist raunverulega engin þörf. Og þannig er dregið úr möguleikum þess, að ónæmi fáist með eðlileg- um hætti. — ★ — Að vísu er ástandið í þessum efnum ekki eins slæmt enn í Danmörku eins og það er í Banda ríkjunum, þar sem penicillini er jafnvel blandað í varalit, tuggu- gúmmí o. s. frv., sagði prófess- orinn. En það er ástæða til að vara við þróuninni eigi að síð- ur. Hér í landi er notað frá 2 og upp í 4 lestir af penicillini á ári hverju — og það er engum vafa undirorpið, að ofnotkun á sér stað, bæði á því og öðrum hlið- stæðum lyfjum. — ★ — Prófessor Lassen skýrði í þessu sambandi frá athugun, sem fram hafði farið í sjúkrahúsi hans, til þess að sýna fram á, hve almenn notkun penicillins er orðin: J Af 2.500 sjúklingum hafði 70% verið gefið penicillin, áður en þeir voru búnir að liggja ár í sjúkrahúsinu (eða áður en þeir komu þangað.) Af þeim, sem verið höfðu lengur en eitt ár, var samsvarandi tala 90%. Hinn nýi doktor hlaut hið „Hin gomlu kynni gleymast ei /FYRIR skömmu var hætt/ ) járnbrautarferöum á leiðinni/ )Swansea-Cardiff í Englandi,; )en sú járnbraut mun vera ein- ,hver hin elzta í heiminum,) ^þ. e. a. s. einhver hin fyrsta,( 'þar sem teknir voru upp far- ) þegaflutningar með járnbraut) I arlestum. — Síðasta lestin,, ssem ók frá Cardiff til Swan- .sea, var fullsetin — og rúm-( 'lega það — hvarvetna með-( )fram járnbrautinni stóð fólk/ )í stórum hópum, sumt með) ) tárin í augunum, og söngl , „Auld Lang Syne“ (Hin gömlu) , kynni gleymast ei). Myndin er frá komu lestar- ) innar til Swansea, og sést vara/ ) borgarstjórinn þar heilsa lest- ) arstjóranum, Frank DuncanA , sem stjórnað hefir járnbraut-C ' arlestum á þessari Ieið í 57 ( ) ár. mesta hrós fyrir rannsóknir sín- ar, bæði hjá próf. Lassen og hin- um andmælandanum, próf. dr. med. K. A. Jensen. — Próf. Las- sen kvaðst undrast að þrátt fyrir alit það, 'sem rætt hefir verið og ritað um sulfalyfin og anti- biotisku lyfin, virtist enginn hafa fengið áhuga á þeim þætti, sem Jörgen Staun hefði nú rannsak- að með svo miklum ágætum. — Skurðlæknir hefir nú rannsakað það, sem aðrir hefðu átt að gera fyrir löngu, sagði hann — þátt líkamans sjálfs í því að lækna meinin. En sá þáttur er vissulega mjög mikilvægur og þarf enn frekari rannsóknar við, þrátt fyr ir ágætt framlag doktorsefnisins. Hann heitir Nieulás PARÍS, 11. janúar. — Franska kvikmyndaleikkonan og þokka- dísin Brigitte Bardot ól frum- burð sinn í nótt. Það var drengur og var honum samstundis gefið nafnið Nikulás. — Bardot ól soninn í heimahús- um, því blaðamenn og fréttaljós- myndarar sátu um húsið og hún vildi ekki láta flytja sig í fæð- ingarheimili í gegn um þvögu þessara forvitnu manna. — En þrátt fyrir að allt áetti að vera fréttamönnunum lokað vissu þeir gjörla hverju fram fór og það fylgir fréttinni, að það fyrsta, sem Bardot hefði sagt við lækninni, er hún hafði fætt barn- ið, hefði verið: Er það drengur? Og þegar henni var sagt, að svo væri, ljómaði hún og sagði: Dá- samlegt! Og fréttin um Nikulás var á forsíðum flestallra síðdeg- is-blaðanna í Evrópu í dag. M það hefur mjög verið Irætt undanfarið, að - við íslendingar höfum lifað um efni fram og byggt eyðslu okkar og lífskjör um of á erlendu lánsfé á síðustu árum. Þessa skoðun hafa í raun og veru allir stjórnmála- flokkar viðurkennt í verki, enda þótt Framsóknarmenn og kommúnistar haldi því nú fram, að aðeins örlítill hluti þjóðarinnar hafi lifað um efni fram. Sú staðreynd verð- ur hinsvegar ekki sniðgengin, að þegar þessir flokkar áttu sæti í ríkisstjórn, þá kröfðu þeir fyrst og fremst allan almenning um fjárframlög til þess að halda hinum halla- reknu framleiðslutækjum þjóðarinnar í gangi. Nauðsyn erlends lán- fjár En þrátt fyrir það, að sú 6taðreynd verði ekki umflúin, að við Islendingar höfum lif- að um of á erlendu lánsfé undanfarin ár, þýðir það ekki það, að við hljótum ekki í framtíðinni að byggja upp- byggingu landsins að ein- hverju leyti á erlendum lán- tökum. Nú er fyrst og fremst á það bent, að vegna of mik- illar eyðslu okkar og stór- felldrar verðbólgu í landinu, er svo komið, að þjóðin hef- ur að verulegu leyti glatað lánstrausti síhu erlendis. Við fáum ekki lengur hagkvæm erlend lán til langs tíma til nauðsynlegrar uppbyggingar- starfsemi í landi okkar. Þetta er afleiðing þess jafn- vægisleysis, sem ríkt hefur í efnahagsmálum okkar undan- farin ár. Af því leiddi einnig, að gjaldeyrisaðstaða íslenzku þjóðarinnar í dag er hin bág- bornasta. Islenzkir bankar skulda stórfé í hreinum lausa- skuldum erlendis. Til þessara lausaskulda hefur verið stofn- að til þess að kaupa brýnustu nauðsynjar í þágu framleiðsl- unnar, til þess að hægt sé að halda atvinnutækjunum í gangi. Ekki hægt til lengdar Öllum hugsandi mönnum er ljóst, að þannig getur þjóð- in ekki hagað búskap sínum til lengdar. Við verðum, að skapa bjargræðisvegum okk- ar nýjan og traustari grund- völl. Tilgangurinn með þeim viðreisnarráðstöfunum, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.