Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. jan. 1960 MOKCIllSm.AÐlÐ 9 Frú Kristrún Ketils- dóttir frá Hausthúsum KRISTRÚN Ketilsdóttir var fædd að Höfða í Hnappadals- sýslu 20. marz 1869, dóttir hjón- anna Ingibjargar Jónsdóttur, hreppstjóra frá Hlíð í Hörðudal, og Ketils Jónssonar frá Vörðu- felli á Skógarströnd. Með foreldrum sínum fluttist Kristrún að Hausthúsum í sömu sveit. Þaðan fór hún ung að ár- um „suður“, sem kallað var og var t. d. þrjú ár á Bessastöðum hjá Grími Thomsen. Þá var hún og víðar og hefur þetta áreiðan- lega verið gáfaðri, ungri stúlku þá góður skóli, þó ekki væri um aðra skólagöngu að ræða en skóla starfsins, en sá skóli á góð- um heimilum varð líka margri ungri stúlku gott veganesti út í lífið, enda oft margt að sjá í nýju umhverfi. Eftir nokkurra ára dvöl hér syðra hverfur Kristrún aftur heim til foreldra sinna og tekur iitlu síðar við búsforráðum á heimili sínu ásamt manni sínum, Jóni Þórðarsyni frá Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, en upp frá því hefst saga Kristrúnar í Hausthúsum og þeirra ágætu hjóna. Þó að þessi fáu kveðjuorð séu skrifuð fyrst og fremst vegna minninganna um hana, þá er svo erfitt að aðskilja þau hjón, svo samvalin voru þau bæði í gest- risni, rausn og hjálpsemi við ná- ungann og yfirleitt um búsýslu alla og myndarbrag, því höfð- ingslund beggja var mikil. Hvers vegna var sjálfsagt að þau hjálpuðu þar sem þess þurfti með? T. d. að Kristrún færi á bæi og aðstoðaði vegna veikinda eða erfiðleika? En eitt slíkt dæmi er mér nú ríkast í huga þó af nógu sé að taka. Það var vegna þess að það þurfti ekki að biðja um greiðann, hann var bará boðinn, og því sjálfsagt að aðstoð væri veitt. Svo eðlileg var gestrisni Krist- rúnar að ég held að engum sem að garði bar hafi fundizt hann vera gestur eftir að húsfreyjan var komin til dyra og hafði heils- að. Þá var ekki síður skemmti- legt er inn var kbmíð, svo lif- andi og glöð var hún í öllum samræðum, enda gáfuð vel og fróð í bezta lagi. Kristrún var sköruleg og stjórnsöm húsmóðir, enda bar allt útlit og húshald gott vitni húsmóðurinni. í sam- tölum átti hún hægt með að láta skoðanir sínar í ljós á þeim mál- um er hún taldi nokkru skipta, en framkoma hennar öll mótaðist af einurð, látleysi og hjartahlýju. Ekki man ég fyrr eftir mér en mér þótti vænt um Hausthúsa- heimilið. En með því fyrsta sem ég man eftir var að þar átti ég systir, en þó kom þar fleira til; ég man hve foreldrum mínum þótti vænt um þetta heimili, en alveg sérstaklega minnist ég þess hvað móðir mín talaði af mikilli vináttu og með virðingu um hin góðu nágrannahjón foreldra sinna, Ingibjörgu og Ketil, en á milli Hausthúsa- og Skógarness- heimilanna ríkti mikil vinátta. Þá var og gagnkvæm vinátta barna þessara heimila, sem hélzt óbreytt æ síðan. Það var því ekki að ófyrir- sinju þegar þannig stóð á hjá foreldrum mínum, að þau þurftu að koma nýfæddri dóttur sinni í fóstur, að móðir mín og þau leit- uðust eftir því við Kristrúnu og Jón að þau gerðust foreldrar telpunnar. Máltækið segir: „Fáir sem fað- ir, engin sem móðir“. Eg held að Kristrún í Hausthúsum hafi alveg afsannað þessi orð. Ekki er ég viss að ég muni hve mörg fósturbörn þeirra hjóna voru, en þrjú komu til þeirra ung, tvö nýfædd, en eitt fjögra ára. Þá voru og systurbörn Krist- rúnar, er misstu ung móður sína, hjá þeim, og er það víst að svo mikinn móðurkærleika sýndi hún þessum fósturbörnum sínum, að þau áttu hana öll í hjarta sínu sem sanna móður. Þó voru allar mæður þessara barna ágætiskon- ur, enda er mér málið skilt þar sem móðir mín var móðir eins fósturbarnsins. Þá get ég ekki komið tölu á öll þau börn og ungmenni er þau Hausthúsahjón höfðu að meira eða minna leyti í sumarfóstri og oft lengri tíma, og öllum sem.hjá þeim voru hef- ur verið það sameiginlegt, að líta á þau ýmist sem foreldra sína eða sína beztu vini frá bernsku- og æskudögum sínum, og Ketill, eina barn þeirra hjóna, hefur alltaf verið sannur bróðir fóstur- systkina sinna, en Ketill bjó með foreldrum sínum, þar til fyrir 11 árum, að fjölskyldan fluttist1 hingað til Reykjavíkur. Þær voru margar ferðimar sem við systkinin áttum bæði á leið okkar að Skógarnesi, til afa og ömmu, til Miklaholtskirkju og svo að Hausthúsum, bara til að leika við unglingana. Alltaf var nóg pláss fyrir fleiri börn þar, og ekki sakast við okkur þó við þyrftum stundum meira húsnæði en fullorðna fólkið — til þess voru þau hjón of barngóð. Þó að Kristrún og Jón hafi ásamt syni sínum flutt til Reykja víkur, þá hafa þau samt aldrei sagt skilið við sveitina sína, svo náið samband hefur æ síðan ver- ið með þeim og vinunum „heima“ og gestkvæmt hjá þeim bæði af ferðamönnum og okkur öllum er höfum alltaf haft þörf fyrir gest- risni, vináttu og skemmtilegar stundir með Hausthúsafjölskyld- unni. Af fósturbörnum Hausthúsa- hjónanna eru aðeins tvö á lífi, Þóra Árnadóttir, gift Eymundi Magnússyni skipstjóra og Ing- ólfur Kristjánsson rithöfundur, kvæntur Hildu Hinriks. Á níutíu ára afmæli sínu fyrir tæpu ári var Kristrún frísk, glöð og kát meðal góðra vina er fjölmenntu til hennar, en síðla sl. sumars veiktist hún af þeim sjúkdómi er ekki varð við ráðið, en þjáðist þó ekki til muna og hélt andlegu þreki sínu óskertu fram á síðustu stund. „Þetta batnar bráðum", sagði hún fyrir nokkru og kvaddi vini sína og venzlafólk róleg og æðrulaus, en hún andaðist í Landsspítalanum 7. þ. m. Kæra vina! Lítil er kveðjan, en mikið er að þakka, og þakkir eru þér hér færðar frá okkur öll- um systkinunum frá Stóra-1 hrauni og fjölskyldum okkar, börnin okkar sakna þín, allir sem þekktu þig sakna þín. Sigurður Árnason. Jörð á Snœfellsnesi til leigu er jörð á sunnanverðu Snæfells- nesi. Vel byggt. Rafstöð. í þjóðbraut. Upplýsingar í síma 18285. Skrífstofustúlka óskast strax. Verzlunarskólamenntun æskileg. Til- boð sendist afgr. Mbl. merkt: Atvinna — 185—8163 fyrir mánudagskvöld. i Reykjavík Freyjugötn 41 (Inngangur frá Mímisvegí) Nýjar barnadeildir eru að taka til starfa. Kennslugrelnar Teikning, meðferð lita, bastvinna, Ieirmótun o. fl. Innritun í dag kl. 6—7 og 8—10 e.h. — Sími 1-19-90 AMERÍSK Delisious epli Red Roma epli — Ný sending — Vanur matsveinn karl eða kona óskast strax. Mjög góðutr vinnutími Silfurtunglið Sími 19611 og 11378 Vörubifreið Chevrolet 59 af stærri gerð, sem ný til sölu. Bílamiðstöðin VAGN Antmannsstíg 2 C Sími 16289 og 23757. Almenn farmiðasala — Ökeypis upplýsingar og fyrir- greiðsla. — Sparið gjaldeyri og tíma. Leitið til ferða- skrifstofu og fáið upplýsingar um hagkvæmast fyrir- komulag ferðalaga. Skipuleggjum ferðir fyrir hópa og einstaklinga. Sól og sumar langt í suíri.. KAIMARIEY JAR Við bjóðum m.a. orlofsferð úr skammdeginu til „EYJA HINS EILlFA VORS“ Sannkallað sólskinsfrí í tæru sjávarlofti og dýrlegri náttúru- fegurð. 25 daga ferð með viðkomu í Kaupmannahöfn og Casablanca á Afríkuströnd. Brottför: 24. febrúar. Aðeins örfá sæti ennþá laus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.