Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 14
14
MORCunrtr 4niÐ
Fimmtudagar 14. jan. 1960
— Verksmiðju-
idnadurirm
Frh. af bls. 13.
þannig á endalaust að halda á-
fram og ekki geta lífskjörin batn-
að fram yfir það, sem þjóðar-
framleiðslan leyfir á hverjum
tíma. Því miður virðist oft hafa
verið veðjað á skakkan hest með
því að gera ekki nógu veglegan
hlut þss atvinnuvegar, er helzt
mundi geta þjónað þessu mark-
miði. Það væri því ekki að ófyrir
synju, að nú þegar væru hafnar
skipulagðar framkvæmdir til að
endurvélvæða iðnaðinn í landinu
og hýsa hann á viðeigandi máta.
Slíkar skipulagðar framkvæmdir
hafa á undanförnum árum átt sér
stað í ýmsum atvinnugreinum á
íslandi en því miður hefur mikili
hluti iðnaðarins ekki orðið þass
ara kjara aðnjótandi. Nauðsyn
þessa hlýtur að vera einstaklega
brýn á íslandi, þegar þess er
gætt, að í þeim lör.dum, sem ný-
lega hafa stofnað til eða eru að
stofna til náinnar efnahagssam-
ninnu, hefur sérstakt tillit verið
tekið til iðnaðarins í hverju landi
með tilliti til breyttra aðstæðna
þannig að hann fái alls staðar
jafnt tækifæri til að verða sam
keppnisfær á hinum stærri mark-
aði. íslenzkar iðngreinar, sem full
komlega gætu staðizt samkeppni
við samskonar iðngreinar erlend-
ar, mundu ekki við núverar.di
aðstæður hafa neina möguleika
til að keppa við erlenda fram-
leiðendur. Með þessu móti er auð
velt að drepa niður arðbærar at-
vinnugreinar. Þetta gildir ekki
síður fyrir heimamarkaðinn held
ur en fyrir stærri markað. Ef
innflutningur vara er auðveldað-
ur mjög við sérstaklegar ráðstaí-
anir, þýðir það meiri og harðari
samkeppni fyrir innlendar at-
vinnugreinar, sem framleiða sams
konar vaming. Um það er gott
að segja svo framarlega sem hinir
innlendu framleiðendur hafafeng
ið sömu tækifæri og þeir erlendu
til að byggja upp fyrirtæki sín
og að þeir geti rekið þau undir
svipuðum kringumstæðum.
Það væri ekki úr vegi að geta
þess hér, að íslenzkur iðnrekandi
sem nýlega var staddur í Banda-
ríkjunum átti þess kost að heim-
sækja og skoða mjög stóra verk-
smiðju í fataiðnaðinum þar í
landi. Var verksmiðja þessi mjög
nýtízkuleg og var honum tjáð, að
vélar væru ekki notaðar að meðal
tali lengur en í tvö ár. Það borg-
aði sig að skipta um vélar á
tveggja ára fresti, því bæði
kæmu ýmsar tæknilegar nýjung-
ar ört fram á sjónarsviðið og
einnig væru vélarnar orðnar það
slitnar eftir tveggja ára notkun
að ekki borgaði sig að taka á-
hættuna af því að einstaka vélar
biluðu og stöðvuðu allt fram-
leiðslukerfið. Slíkt mundi kosta
meira en að endurnýja að jafnaði
á tveggja ára fresti. Þetta hljóm-
ar ekki trúlega hér á íslandi,
enda sagði iðnrekanai þessi:
„Hvað mættum við segja, sem
erum með 20 til 30 ára gam'.ar
vélar í notkun".
Það gefur auga leið, að endur-
skipulagning iðnaðarins mundi
stórauka verðmætaframleiðslu
þjóðfélagsins og kostnaðinn við
það mundi iðnaðurinn geta greitt
miklu örar niður, en flestar aðrar
atvinnugreinar. En mál þetta
verður ekki leyst í eitt skipti
fyrir öll. Iðnaðurinn þarf stöðugt
að fylgjast með í tækniþróuninni.
Aðstaða iðnaðarins til fjárfest-
ingarleyfa batnaði heldur á árinu
1959 frá því sem var 1958. Á síð-
asta ári voru veitt fjárfestingar-
leyfi að upphæð 58,5 millj. kr.
til iðnaðar, móti 37,5 miltj.
árið áður. í þessum tölum mun
eitthvað blandast saman af iðn-
aði og verzlun, en ekki mun hægt
að sundurgreina það. Hinsvegar
bar það við„ að mörgum þeim
sem fengu fjárfestingarieyfi á ár-
inu gekk erfiðlega að fá lóðir hér
í Reykjavík. Hafa bæjaryfirvöld-
in átt í erfiðleikum með að full-
Sementsverksmiðjan á Akranesi
kostnaður því samfara að fUT|-
naegja loða eftirspurninni.
hafcfl ,a?alafít’ ^egar fyrirtæki
hafa loksins fengið fjárfestingar-
Í/Í- eí*}T margra ára tilraunir
að fa ekki notfært sér þau vegna
loða skorts, þrátt fyrir mikla
Þorf. Bæjaryfirvöldin hafa samt
fullan hug á að leysa þetta vanda
mál og því hefur verið lagt til
hliðar nokkuð stórt svæði víð
Grensásveg, þar sem byggja á
iðnaðarhús, sem munu geta hýst
mikinn fjölda fyrirtækja. Af
þessu mundi geta orðið mikið
hagræði jafnframt því, sem bær-
inn mundi spara stórar fjárhæðir
með slíku skipulagi. Mál þetta heí
ur verið í athugun nú um skeið
og hefur nefnd manna starfað á
vegum F. í. I. og L. í. að því að
reyna að hrinda þessu máli í
framkvæmd í samráði við bæjar-
yfirvöldin. Munu ákveðnir þætt-
ir máls þessa nú liggja fyrir til
athugunar hjá borgarstjóranum í
Reykjavík og þess vænst að hreyf
ing fari að komast á málið. Fram-
kvæmd þessa máls mundi reynast
verðug byrjun á endurskipulagn-
ingu iðnaðarins í landinu og aukn
ingu hans.
Lánsfjármál
Þrátt fyrir takmarkaða fjár-
festingarmöguleika býr iðnaður-
inn við sífelldan skort á lánsfé
bæði til stofnlána og rekstrar. í
Iðnlánasjóði eru nú eftir 24 ár
um 10 millj. kr. en þess má geta
til samanburðar að úr hinum
föstu lánasjóðum landbúnaðar-
ins hafa á árinu 1959 verið veitt
65 millj. kr. lán. í fjárlagafrumv.
1960 eru ráðgerðar 75 millj. kr.
til landbúnaðar en 3 millj. til iðn-
aðar. Sparifé Iðnaðarbankans óx
um 20 millj. kr. á árinu, en inni-
stæðuaukning bankans auk 1,5
millj. kr. framlags til Iðnlána-
sjóðs eru einu föstu útlánamögu-
leikar þess iðnaðar, sem ekki
fæst við vinnslu landbúnaðar og
sjávarafurða.
Gleðilegt nýár!
Um endurkaup iðnaðarvíxla
hefur ekki verið að ræða á árinu,
þrátt fyrir eindregna viljayfirlýs
ingu Alþingis í því efni vorið
1958. Endurkaup landbúnaðar-
víxla námu hins vegar um 300
millj. kr. í ágúst í sumar skipaði
iðnaðarmálaráðherra nefnd til
þess að gera athuganir og tillög-
ur um möguleika á endurkaup-
um iðnaðarvíxla og væntir iðn-
aðurinn sér árangurs af starfi
nefndarinnar hið fyrsta. René
Sergent, aðalframkvstj. OEEC í
París, sagði í ræðu sem hann
flutti í lok nóvember sl. á þessa
leið: „Það vekur furðu, að nær
helmingur fjárfestingar hér á
landi er í íbúðarhúsum og land-
búnaði eða sem svarar 16% af
þjóðarframleiðslunni á móti 5%
að meðaltali í sömu greinum í
Vestur-Evrópu. Fjárfesting í
landbúnaði er auðvitað sjálfsögð,
en skilyrði til landbúnaðar eru
vissulega ekki svo góð á íslandi,
að þau réttlæti miklu meiri fjár-
festingu í þessari atvinnugrein,
en gert er annars staðar í Ev-
rópu. Vitað er að mikið af þess-
ari fjárfestingu hér á landi er
því ekki hagkvæm þjóðarbúinu".
Þessi orð eins hins mesta áhrifa-
nægja lóðaþörfinni.enda hefur I manns í efnahagsmálum V-Ev-
bærinn þanizt mjög út og mikillirópu eru ekki tilfærð hér af óvild
við landbúnaðinn. Það er hins
vegar staðreynd að óarðbær fjár
festing er engum til góðs hvorki
þjóðarbúinu né atvinnuveginum
sjálfum. Auk þess verður því
ekki neitað, að þessi fjárfestingar
stefna í landbúnaði hefur ekki
sízt valdið því, hve iðnaðurinn
hefur borið skarðan hlut frá
borði með lánsfé til fjárfesting-
ar. í lánsfjármálum iðnaðarins
er skjótra úrbóta þörf. Fyrir
rúmu ári var í Danmörku sett
á stofn Finanseringsinstituttet
for Industri og Haandverk A/S
með 60 millj. kr. hlutafé. Lögð-
ust þar á eitt, Þjóðbankinn, spari-
sjóðir, tryggingafélög, einka-
bankar ásamt iðnaðinum og
stofnunum hans. Ekki skal sér-
staklega mælt með nýrri lána-
stofnun hér, en þetta dæmi sýnir
hve ráðamönnum í fjármálum
Dana þykir mikils um vert að
rýmka lánsmöguleika iðnaðar-
ins þar í landi og er þó ekki hægt
að segja að iðnaður Dana hafi
verið hornreka í þessum efnurh
eins og iðnaðurinn hér á landi.
Skattamál
í áramótayfirlitum undanfarin
ár hafa skattamálum iðnfyrir-
tækja verið gerð allrækileg skil
og skal það ekki endurtekið hér.
Það ber þó að telja til tíðinda,
sem snertir mörg iðnfyrirtæki,
að stóreignaskatturinn, sem við
setningu laganna var áætlaður
80 millj., en reyndist þegar hann
var endanlega álagður um 138
millj., hefur nú verið lækkaður
með dómum og úrskurðum ríkis-
skattanefndar þannig að hann
nemur nú um 73 millj. kr. Eiga
þó dómstólar eftir að skera úr
ýmsum vafaatriðum og fjalla um
mikinn fjölda slíkra mála. Það
hefur mikið verið rætt og ritað
um skattaokið sem fyrirtæki
hafa orðið að sæta hér á landi
vegna ákvæða hinna almennu
skattalaga. Er þess vegna ömur-
legt til þess að vita að Alþingi
skyldi láta hafa sig til þess að
setja enn lög sem voru svo óbil-
gjörn, að Hæstiréttur hefur nú
fellt úr gildi ýmsar meginreglur,
sem lögin voru framkvæmd eft-
ir og ógilt algjörlega sum ákvæði
þeirra, vegna þess að þau brytu
í bág við stjórnarskrána. Þau
ákvæði, sem eftir standa af lög-
unum mismuna hinum ýmsu
réttarformum fyrirtækja mjög
verulega og ætti þess vegna að
endurskoða lögin eða fella þau
niður með öllu.
Söluskatturinn illræmdi hefur
haldizt óbreyttur, en veldur sí-
fellt meira misrétti og öfugþró-
un í atvinnulífinu. Hafa samtök
iðnaðarins átt í stöðugu stríði
undanfarin ár við skattyfirvöldin
og Alþingi um lagfæringar á
söluskattinum og staðið í mála-
ferlum við ríkið um skattskyldu
og innheimtuaðferð. Þar sem nú
er verið að endurskoða sölu-
skattslögin, skal sérstaklega var-
að við lögfestingu á ýmsum til-
lögum, sem uppi hafa verið til
hagsbóta fyrir einstaka aðila, en
myndu að sama skapi auka mis-
réttið í söluskattsgreiðslum, sem
ærið er fyrir. Krafan er, að sölu-
skatturinn verði ekki það hár, að
hann hafi afgerandi áhrif á sam-
keppnisaðstöðu þeirra fyrirtækja,
sem greiða hann og löggjafinn og
skattyfirvöldin leggist á eitt um
það að allir sitji við sama borð
um greiðslu skattsins.
Atvinnuvegirnir hafa á undan-
förnum árum krafizt lagfæringa
í skattamálum fyrir daufum eyr-
um stjórnmálamanna með sömu
rökum og Jónas Haralz ráðu-
neytisstjóri, sem sagði 1. des. sl.:
„Setja verður þær reglur um
verðlagningu og um skattlagn-
ingu fy-rirtækja, sem geri einka-
fyrirtækjum jafnt sem opinber-
um fyrirtækjum kleift að end-
urnýja fjármuni sína á hæfileg-
um tíma og mynda nýtt fjár-
magn til eðlilegrar fjármuna-
aukningar. Aðeins með þessu
móti er hægt að tryggja endur-
nýjun og eðlilega aukningu at-
vinnutækjanna, sem aftur er
undirstaða að vaxandi þjóðar-
framleiðslu og velmegun".
Sýningarmál
Efnahagsafkoma okkar er
mjög háð utanríkisverzlun og
kannske meira en hjá flestum
öðrum þjóðum. Sveiflur í utan-
ríkisverzluninni geta því verið
mjög afdrifaríkar og veitir ekki
af að fylgjast vel með því, sem
gerist á mörkuðum okkar er-
lendis og búa sem bezt í haginn
fyrir viðskipti okkar þar.
Um 90—95% af öllum okkar
útflutningsafurðum nú eru fisk-
afurðir. Sú skoðun hefur lengi
ríkt hér að útflutningur á öðrum
iðnaðarvörum en frá fiskiðnaði
muni ekki borga sig, þar sem
flytja þyrfti inn hráefni og
mundi sú óhagkvæmni útiloka
okkur í samkeppninni erlendis.
Þetta er fullmikil svartsýni, þeg-
ar þess er gætt, að t. d. Danir
hafa um áratuga skeið byggt
mestalla útflutningsframleiðslu
sína á iðnaði úr aðfluttum hrá-
efnum, enda mun Danmörk álíka
snauð af hráefnum í jörðu og
ísland. Danir hafa með dugnaði
og framsýni skapað sér sérstaka
aðstöðu á heimsmarkaðnum með
vörum sínum, sem þeir hafa náð
afburða tækni og smekkvísi í að
framleiða. Á sama hátt ættum
við að geta byggt okkur fjöl-
breyttari útflutningsframleiðslu,
þar sem sérþekking og ýmis
önnur aðstaða er fyrir hendi. Til
þess að þetta geti orðið er nauð-
synlegt að sölumöguleikar á er-
lendum markaði séu skipulega
rannsakaðir og vörurnar kynnt-
ar á þeim, t. d. með þátttöku í
vörusýningum, auglýsingastarf-
semi o. fl. Allt það, sem eykur
þekkingu markaðsins á vörunni,
stuðlar að sölunni og má því
ekki vanrækja.
Á þessu sviði höfum við Is-
lendingar staðið mjög aftarlega.
Yfirleitt er það fjárhagslega of-
viða einstökum smáfyrirtækjum
að taka þátt í vörusýningum.
Víða erlendis hefur það því
tíðkast, að mörg fyrirtæki taki
sameiginlega þátt í vörusýning-
um og dreifa þannig kostnaðin-
um. Vörusýningarnefnd er fyrsti
vísir að slíku samstarfi smáfyrir-
tækja hér á landi og skipuleggur
nú árlega þátttöku í erlendum
vörusýningum og oft með prýði-
legum árangri.
Á síðasta ári sá Vörusýninga-
nefnd um þátttöku íslenzkra
fyrirtækja í tveimur erlendum
vörusýningum. Sú fyrri var
Svenska Mássen, sem haldin var
í Gautaborg dagana 2.—10. maí.
Svenska Mássen er aðallega
ætluð fyrir léttar iðnaðarvörur
og er hún mjög vel þekkt og sótt.
Hin sýningin var alþjóðlega mat-
vælasýningin í Köln, ANUGA
og þótti íslenzka deildin þar tak-
ast mjög vel og voru fyrirtækin
ánægð með árangurinn. Einnig
ber að minnast á norrænu list-
iðnaðarsýningu, sem haldin var
í París á timabilinu 7. nóv. 1958
til 31. jan. 1959. Tóku íslendingar
þátt í henni undir forystu sam-
takanna fslenzkur listiðnaður og
vöktu íslenzku munirnir mikla
eftirtekt, m. a. Sindrastóllinn.
Enda þótt nauðsynlegt sé að
taka myndarlega þátt í erlendum
iðnsýningum og sýna þar fram-
leiðsluvörur okkar, er framtíðar-
markmiðið það, að við getum
jöfnum höndum fengið hingað er-
lenda kaupendur á okkar eigin
sýningar og kaupstefnur. í sept.
sl. var byrjað að vinna við vænt-
anlegt sýninga- og íþróttahús,
sem sýningasamtök atvinnuveg-
anna og Reykjavíkurbær hyggj-
ast reisa á lóð þeirri, við Laugar-
dal, sem bæjaryfirvöldin hafa
ákveðið sem framtíðarsýninga-
svæði. Fyrir íslenzkan iðnað er
ekki síður mikilsvert að fá að-
stöðu til þess að kynna lands-
mönnum sjálfum reglulega þær
nýjungar, sem fram koma og
hvers iðnaðurinn er megnugur,
því þegar til lengdar lætur er
það almenningur, sem ræður því
hvort iðnaðurinn í landinu fær
að vaxa og dafna.
Rannsóknamálin
Atvinnumálanefnd mun nú
vera að leggja síðustu hönd á
tillögur um framtíðarskipulag á
rannsóknum í þágu atvinnuveg-
anna. Hér á landi hefur þróun
rannsóknamála í þágu atvinnu-
veganna verið mjög hæg. Má
aðallega um kenna smæð fyrir-
tækja og litlu fjármagni. En
hins vegar hefur stefna opin-
berra aðila í skattamálum og að
því er varðar afskipti af lána-
málum og fjárfestingu verið
mjög óhagstæð vaxtarmöguleik-
um fyrirtækja, og hefur átt sinn
stóra þátt í að draga úr mögu-
leikunum til framfara á sviði
rannsókna, þannig að slík starf-
semi hefur hingað til verið flest-
um einstökum fyrritækjum um
megn, en það hefur að sjálfsögðu
einnig tafið framfarirnar.
Takmarkið með hagnýtum
rannsóknum er í stórum dráttum
að auka framleiðslu og fram-
leiðni svo og að leita að nýjung-
um, sem auka fjölbreytni fram-
leiðslunnar, en allt þetta leiðir
til þeirra bættu lífskjara og lífs-
þæginda, sem flestir sækjast eft-
ir. Hagnýtar rannsóknir eru því
til orðnar fyrir framleiðsluna
eða atvinnuvegina og virðist því
liggja beint við að skipuleggja
þannig, að þær komi að sem
mestu gagni fyrir þá. Æskilegt
væri fyrir hvert fyrirtæki, að
það gæti haldið uppi töluverðri
eigin rannsóknarstarfsemi, en
slíkt er í flestum tilfellum ekki
framkvæmanlegt nema þá að
takmörkuðu leyti. Víða hefur
verið farið inn á þá braut, að
stofnað hefur verið til rann-
sóknastofnana, sem einkum ann-
ast rannsóknir fyrir smærri fyrir
tæki. Eru þessar stofnanir títt
reknar af samtökum fyrirtækj-
anna með eða án opinbers fram-
lags ,enda þótt það fari nú í
vöxt ,að opinberir aðilar styrki
rannsóknarstarfsemi á einn eða
annan hátt.
Það er ófrávíkjanleg skoðun
F.Í.I. að virk þátttaka atvinnu-
veganna í stjórn og rekstri rann-
sóknarstofnananna, verði öllum
aðilum affarasælust. Þannig yrði
bezt tryggt, að val rannsóknar-
efna og þ. a .1. árangur rann-
sóknanna væri í samræmi við
þarfir atvinnufyrirtækjanna
hverju sinni. Þá væri tryggt, að
stjórn og rekstur yrðu í höndum
þeirra, sem mundu bera ábyrgð
gagnvart aðilum, sem mikilla
hagsmuna hefðu að gæta um að
góður árangur náist af starfsem-
inni, en ekki í höndum ríkisskip-
aðrar nefndar.