Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 14. }an. lf)60 Moncmsnr.AÐiÐ 17 Valborg S. Jónsdóttir Minning MIKIÐ fækkar því fólki nú ört, sem bjó blómabúi í Breiðafjarð- areyjum upp úr síðustu alda- mótum og setti svip manndóms og menningar á það sérkenni- lega byggðarlag. Ekki er það nema að vonum. Þó vekur það söknuð, hvað mest vegna þess, að svo mikið af byggðarlaginu þess deyr með því. — Valborg S. Jónsdóttir frá Flatey andaðist á gamlársdagskvöld. Valborg Sigrún Jónsdóttir var fædd í Stykkirhólmi 29. des. 1874. Voru foreldrar hennar Sig- urlína Jónsdóttir og Jón Þor- valdsson búandi hjón í Þormóðs- ey í Helgafellssveit. — Þormóðs- ey er ein af yztu eyjunum á Breiðafirði og ein sú allra minnsta sem byggð hefur verið. Mun Sigurlína hafa verið flutt inn í Stykkishólm í öryggisskyni, ef eitthvað bæri út af við fæð- ingu barnsins, því illt getur ver- ið að komast til lands úr Þor- móðsey í skammdeginu, þó sjó- leiðin sé ekki ýkja löng. Og sennilega hefur Jón bóndi verið fáliðaður í eynni. Slíkar örygg- isráðstafanir voru algengar í Breiðafjarðareyjum meðan byggð hélzt þar. 1 Þormóðsey ólzt Valborg upp til sjö ára aldurs, en þá dó faðir hennar. Móðir hennar brá þá búi í eyjunni og Valborg fluttist vestur yfir flóann, til Flateyjar. Sigríður Johnsen, ekkja Sigurðar kaupmanns John sen, tók hana í fóstur, enda ná- kominn ættingi hennar. Með fóstru sini fluttist hún skömmu seinna til dóttur hennar, frú Guðrúnar og manns hennar sr. Sigurðar prófasts Jenssonar og ólst upp með þeim frænkum sín- um í Flatey. Merki þess uppeldis bar hún alla ævi. Ef Jón skáld Thoroddsen hefði verið í Flatey á æskuárum Val- borgar, mætti vel ætla að hann hefði gert þessa alkunnu barna- gælu um hana: Lítfríð og ljóshærð og létt undir brún handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Henni var nákvæmlega svo far- ið sem segir í vísunni, litfríð og ljóshærð, handsmá og hýreyg, bar sig auk þess vel og hafði óvenju geðþekka framkomu. Ung að árum, 8. desember 1893, giftist Valborg Jóhanni skip- stjóra Arasyni, og bjuggu -þau í Flatey alla sína hjúskapartíð. — Jóhann Arason var með fremstu mönnum sinnar samtíðar þar vestra. Einn mesti aflamaður, sem um getur á skútuöldinni, traustur sjómaður og þrekmenni hið mesta, hagur í höndum og óvenju mikið prúðmenni. Hann andaðist árið 1925. Heimili þeirra Valborgar og Jóhanns stóð á Bökkunum í Flat- ey austan Þýzkuvarar, í húsi sem heitir Bentshús og Bent kaup- maður Jónsson byggði á sinni tíð. Það var tvílyft timburhús og hið reisulegasta. Nú er það ryðskóf ein. En muna má það sinn fífil fegurri. Meðan þau Valborg og Jóhann bjuggu þar, var þar inn- an veggja eitt fegursta heimili í eyjum. Bæði voru þau hjón óvenju hýbýlaprúð og reglusöm. Valborg auk þess mikil húsmóð- ir, hannyrðakona í fremstu röð og listhneigð svo sem hún átti ætt til. Þau Jóhann og Valborg eign- uðust fjögúr börn: — Ara, er dó í bernsku, Jón verzlunarmann, síðast verzlunarstjóra á Stokks- eyri. Hann dó úr berklaveiki ár- ið 1932. Sigurjón, yfirvélstjóra á m.s. Arnarfelli, giftur Jónu Þórðardóttur úr Reykjavík og Sigríði, sem gift er Guðmundi Jóhannessyni gjaldkera hjá Landssímanurn í Reykjavík. Öll erfðu börnin mannkosti foreldra sinna, snyrtimennsku, geðþekka framkomu og hagleik. Fósturson- ur þeirra Valbórgar og Jóhanns er Ölafur Tryggvi Andrésson, vélsmiður hér í bænum. Eftir lát manns síns átti Val- borg heima hjá Sigríði dóttur sinni og manni hennar, fyrst í Flatey, meðan Guðmundur stjórnaði þar loftskeytastöð, og síðan hér í Reykjavík. Öhætt er að fullyrða, að Val- borgu skorti ekkert hér í Reykja- vík af því sem mennirnir gátu veitt henni. Fjölskyldan bar hana á höndum sér og hún undi vel hag sínum. En þó bar lítinn skugga á. Er voraði leitaði hug- urinn jafnan á fornar slóðir. Hana skorti víðsýni eyjanna, Skorina í fjarska, heiðblá fjöll Barðarstrandar, kvöldsólina yfir Hornatám og hafið féll ekki svo fast að fótum hennar sem í Flat- ey. Hún unni hinum grænu eyj- um og bláu sundum. Það er að ýísu kvöldfagurt á Seltjarnarnes inu, en gamall Breiðfirðingur nýtur þess ekki. — En það greidd ist oftast úr skugganum þegar sumraði. Valborg var svo lán- söm ,að geta að nokkru fullnægt þessari fegurðarþörf sinni og heimþrá. Mörg sumur eftir að heimili hennar var flutt hingað suður dvaldi hún heima á Breiða firði. Oftast í Sviðnum hjá Jens bónda Nikulássyni og Dagbjörtu Andrésdóttur frændkonu sinni. Minntist hún jafnan veru sinnar þar með ánægju og húsbænd- anna með þakklæti fyrir sumar- dvölina. Kynni okkar Valborgar hófust ekki fyrr en á efri árum hennar hér í Reykjavík. Hún var þá enn fríð sýnum, fyrirmannleg í fram komu og háttvís. Glöð í bragði og ræðin er hún var tekin tali, en ekki var hún af þeirri tegund kvenna er kjaftar á hver tuska við fyrstu kynni. Hún gerði ekki víðreist hér í bænum og mun hafa verið fremur hlédræg alla ævi. En þess varð ég fljótt áskynja að hún fylgdist fast með sinni samtíð, kunni góð skil á mönnum og málefnum, dálítið spaugsöm í kunningjahóp og sagði éftirminnilega frá. Þó var heimilið henni jafnan allt. Mann sinn dáði hún og börnum sínum reyndist hún mikil og ástrík móðir. Slíkt er aðalsmerki góðra kvenna. Valborg var orðin gömul kona og hafði lifað mikla breytinga og upplausnartíma, ekki sízt á æsku stöðvum sínum. Hún dó með gamla árinu til nýs lífs á nýju ári. — A því fór vel, eins og öðru í lífi hennar. B. Sk. Nýlenduvöruverzlun Til sölu er nýlenduvöruverzlun á mjög góðum stað. Vörubirgðir og áhöld ca. 300 þús. kr. — Útborgun þarf helzt að nálgast 150 þús. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudagskvöld, merkt: „Mikil sala — 8157“. FIAT-1100 Nýr óskráður Fiat 1100 fólksbifreið, til sölu. Verð- tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt „Fiat-fólksbifreið — 8149“. Stjórnmálanámskeið verður haldið á vegum Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagsins Óðins í Valhöll við Suðurgötu. Nám- skeiðið stendur yfir frá 20. janúar til 6. apríl og verða fundwr haldnir hvern miðvikudag kl. 20,30. Dagskrá námskeiðsins verður þannig: 20. janúar: Ólafur Thors, fc»rsætisráðherra, ræðir stjórnmálavið- horfið. Málfundur. 27. janúar: Sigurður Bjarnason frá Vigur ritstjóri, ræðir um fundarsköp og fundarstjórn. 3. febrúar. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, »ræðir um bæjarmál. Málfundur. 10. febrúar: Málfundur: Talæfingar 17. febrúar: Magnús Jónsson frá Mel, alþingismaður, ræðir um flokksmál. Málfundur. 24. febrúar: Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, ræðir um þingmál. Málfundur. n 2. marz: Málfundur: Einar Pálsson, leikari, leiðbeinir um framsögn. 9. marz: Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, ræðir um efnahagsmál. Málfundur. 16. marz: Málfundur 23. marz: Birgir Kjaran, alþingismaður, ræðir um skipulags- mál. Málfundur. 30. marz: Málfundur. 6. apríl: Gunnar Helgason, form. Verkalýðsráðs slítur námskeiðinu. Þátttaka í námskeiðinu er heimil öllu Sjálfstæðisfólki og er ókeypis. Væntanlegir þátttakendur láti innrita skeiðið í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu (uppi) hið allra fyrsta. sig á nám-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.